Morgunblaðið - 18.05.1982, Page 18

Morgunblaðið - 18.05.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Kappræðufundur í Kaupmannahöfn: Hart deilt um Falklandseyjar Kaupmannahöfn, 17. maí. AP. WINSTON Churchill jr. og Enrique Vieyra, sendiherra Argentínu í Danmörku, tókust á um Falklandseyjadeiluna á fundi, sem efnt var til hér sl. föstudagskvöld. Stóð orrahríðin í tvær klukkustundir alls og flugu margar hnút- ur um borð. Var það mál manna, að Churchill hefði farið með sigur af hólmi í þessu einvígi enda er hann enginn meðalmaður í mælskuiistinni. Fyrir fundinum stóð Cam- bridge-stofnunin, einkastofnun, sem uppfræðir Dani um enska tungu og menningarlíf, en yfir- maður hennar, Richard Philip, hafði það hlutverk að stjórna umræðunni og gæta þess, að allt færi fram eftir settum reglum. Churchill hóf umræðuna með mikilli breiðsíðu, kallaði argent- ínsku ríkisstjórnina „fasíska herforingjaklíku af verstu gerð“, en við þau orð var sem fundar- stjóri væri sleginn herfjðtri og kom hann lítið við sögu upp frá því. Vieyra mótmælti ummælum Churchills mjög ákaflega og hót- aði því að ganga af fundi. Hann kvaðst hafa komið til að ræða um Falklandseyjadeiluna en ekki um innanlandsmál Argent- ínumanna. Churchill hélt hins vegar sinu striki og kallaði Vi- eyra „fulltrúa skálka og þrjóta", sem bæru ábyrgð á „hvarfi meira en 12.000 eigin þegna". Hann lýsti því yfir, að ef Arg- entínumenn hypjuðu sig ekki frá Falklandseyjum myndu Bretar „sjá um það sjálfir". Á fundinum voru um 300 manns auk 25 fréttamanna og var Churchill vel fagnað þegar hann sagðist vorkenna Vieyra fyrir það „vanþakkláta verk að reyna að verja þá, sem ættu sér engar málsbætur“. Þá var komið Winston Churchill jr. að Vieyra að skemmta áheyrend- um en hann sagði, að „fyrir fáum mánuðum voru Bretar mjög ánægðir með að geta selt okkur vopn en nú hafa þeir uppgötvað, að við erum fasistar". Að umræðunum loknum svör- uðu Churchill og Argentínumað- urinn spurningum áheyrenda og sátu síðan báðir boð, sem þeim var haldið. Þar héldu þeir sig þó í öruggri fjarlægð hvor frá öðr- um. Um þetta leyti birti yfir andliti Philips, fundarstjórans, sem allt í eir.j brosti sínu breið- asta og lýsti því yfir, að umræð- urnar hefðu verið mjög „skemmtilegar og fjörugar". Klofningurinn eykst hjá finnskum kommúnistum Aarne Saarinen réðst harkalega á sovéska kommúnistaflokkinn Helsinki, 17. m*i. AP. SÍÐUSTU tilraun finnskra kommún- ista til að sameina sundraða fylking- una lauk sl. laugardagskvöld með því að stalínistarnir, sem eru í minnihluta innan kommúnista- flokksins, þvertóku fyrir að vinna með nýkjörinni miðstjórn flokksins og er nú klofningurinn meiri en nokkru sinni fyrr. SUNDRAÐAR fylkingar vinstri sinnaðra múhameðstrúarmanna háðu götubardaga í hafnarborginni Sidon á sunnudag. Fjórir féllu í bar- dögunum og ellefu særðust. Kveikt var í mörgum byggingum og verzlun- Minnihlutinn, sem fylgir Moskvumönnum að málum í flestu, gekk út af miðstjórnar- fundinum þegar Jouko Kajanoja, atvinnumálaráðherra, hafði verið kjörinn formaður flokksins í stað Aarne Saarinen, sem verið hefur formaður frá því flokkurinn klofn- aði 1966. Seppo Toiviainen, þing- maður og stalínisti, var kosinn ani í dag i mótmælaskyni við átök- in í Sidon í gær. Auk þess sem allt atvinnulíf stöðvaðist, var skólum lokað. Talið er að tjónið í átökun- um nemi jafnvirði rúmlega 20 milljóna dollara. varaformaður en hann þakkaði fyrir gott boð og sagði, að eins og málum væri komið væri samstarf útilokað. Taisto Sinisalo, leiðtogi stalín- istanna, lét hafa eftir sér, að hann teldi ekki, að flokkurinn væri end- anlega klofinn þrátt fyrir það sem gerst hefði og Kajanoja, nýkjörinn formaður, sagðist trúa því, að sættir tækjust fljótlega. í lokaræðu sinni sem formaður kommúnistaflokksins réðst Saar- inen harkalega á sovéska komm- únistaflokkinn og sagði, að hann hefði ýtt undir óeininguna í flokknum í stað þess að stuðla að sáttum. Það hefði hann gert með þvi að saka suma flokksmenn um andsovéskar skoðanir. „Hinn mikli bræðraflokkur hefur fært minnihlutanum vopn í hendur, sem hann hefur óspart notað á þessum fundi,“ sagði Saarinen. Vinstri menn í Líbanon kljást Júgóslavar fá sína „járnfrú“ BelgraA, 17. maí. AP. NÝ STJÓRN tók við embætti í Júgó- slavíu í dag og er forsætisráðherr- ann kona, Milka Planinc að nafni. Hún hefur það orð á sér, að hún sé hörð i horn að taka og segir raunar sjálf, að það sé ekki orðum aukið. Milka Planinc, sem 57 ára að aldri, hefur verið leiðtogi komm- únistaflokksins í Króatíu, öðru stærsta lýðveldi Júgóslavíu, síð- ustu tíu árin og var skipuð í það embætti af Tito heitnum eftir hreinsanir gegn þjóðernissinnum í forystuliði flokksins. Þegar frú Planinc var tilnefnd til forsætis- ráðherraembættisins í janúar sl. var henni lýst í blöðum sem „Járnfrúnni í Júgóslavíu“ og manna á meðal er sagt, að hún hafi aldrei sést brosa. „Okkur er ekki til setunnar boð- ið,“ sagði Planinc eftir embættis- tökuna, „því að efnahagsástandið í landinu er mjög alvarlegt." í Júgó- slavíu er nú vaxandi atvinnuleysi, verðbólga og skuldabyrðin orðin þjóðinni þung í skauti. Planinc barðist með skærulið- um Titos gegn nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Hún gekk í kommúnistaflokkinn 1944 og sneri sér að stjórnmálum 1949. Mjög fátt er vitað um einkalíf hennar. Zitu var levft að koma heim Vín, 17. m»í. AP. ZITA fyrrverandi keisaradrottn- ing, sem varð níræð 9. maí, kom til Austurríkis á sunnudaginn í fyrsta skipti í 63 ár, þótt hún lýsti ekki opinberlega yfir hollustu við austurríska lýðveldið. Zita, sem er ekkja síðasta keisara Austurríkis, Karls I, ferðaðist með spönsku vega- bréfi og kom frá Zizers í Sviss, þar sem hún hefur dvalizt í út- legð í fyrrum klaustri um ára- bil. Hún steig fæti á austur- rískri grund í Feldkirch í hér- aðinu Voralberg. Farið var með Zitu að graf- hýsi elztu dóttur hennar, dr. Adelheid Habsburg, sem lézt 57 ára að aldri 2. okt. 1971 í Pöck- ing, Bæjaralandi, þar sem fyrrverandi kröfuhafi austur- rísku krúnunnar, dr. Otto Habsburg, býr. Hún var jarð- sett í Tulfes nálægt Innsbruck, Tyrol. „Enginn getur gert sér í hug- arlund hversu mikils virði það er mér að koma aftur til Aust- urríkis eftir svona langan tíma,“ sagði keisaraekkjan í stuttri yfirlýsingu. Zita keisaradrottning hefur ekki viljað afneita rétti sínum til krúnunnar. Fyrir einni viku sagði Bruno Kreisky kanzlari í viðtali að hann reyndi að finna „mannlega lausn“ á vandanum. Meðal þeirra sem fóru fram á að Zita fengi að fara aftur til Austurríkis voru Juan Carlos Spánarkonungur, sem nýlega ræddi við Kreisky í sumarbú- stað kanzlarans á Mallorca. Lengsta mann- ráni í V-Þýzka- landi lokið Bornheim, 17. mni. AP. LENGSTA mannráni f sögu V-I>ýzkalands lauk árla á sunnudag þegar mannræningjar létu lausa átta ára stúlku, Ninu von Gallwitz, sem rænt var 18. desember sl. Fjölskylda stúlkunnar borgaði 1,5 milljónir þýzkra marka í lausnargjald, og var fénu hent út um glugga i járnbrautarlestinni frá Dortmund til Basel, þegar lestin var skammt frá þorpinu Andernach við Rín á miðvikudag. Stúlkan, sem er dóttir banka- stjóra í Köln, fannst á hvíldar- reit meðfram hraðbrautinni skammt frá Solingen, og var hún tiltölulega vel haldin, að sögn embættismanna. Lögreglan hefur enn ekki kom- izt á spor ræningjanna, en heitið hafði verið 50 þúsund mörkum fyrir upplýsingar er leiddu til töku þeirra. Stúlkunni var rænt er hún var á leið í skóla í útborg- inni Hahnwald. Næturárásin á Pebble-eyju ÁRÁS brezkra víkingahermanna á flugbrautina á Pebble-eyju undan norðurodda Vestur-Falklands á föstudagskvöld tókst vel í alla staði að sögn brezka landvarnaráðuneytisins. Ellefu kyrrstæðar flugvélar Arg- entínumanna og skotfærageymsla voru sprengd í loft upp, samtímis því sem brezkur tundurspillir skaut á hernaðarskotmörk á eynni. Santa Fe, argentínski kafbáturinn, sem Bretar eyðilögðu við Suður-Georgiu, er hér að sökkva sundurskotinn i sæ. Myndina tóku tvær breskar stúlkur, sem voru að taka sjónvarpsmyndir á Suður-Georgíu þegar Argentínumenn lögðu eyna undir sig. um. í bardögunum var beitt fall- byssum, handsprengjum og vél- byssum, og að sögn lögreglunnar grúfðu þykkir og svartir reykj- armekkir yfir borginni, þar sem slökkviliði tókst ekki að komast á vettvang vegna bardaganna. Að sögn útvarpsstöðvarinnar „Rödd Líbanon" áttu öfgasinnaðar sveitir palestínuskæruliða aðild að bardögunum. Efnt var til allsherjarverkfalls í Sidon og nágrannabænum Zahr- Ljón bitu konu til bana Briúwel, 17. maí. AP. EIN KONA dó og önnur var illa út- leikin er Ijón í dýragarði skammt frá Liege í Belgíu réðust á þær í gær. Konurnar tvær, 29 ára geðsjúkl- ingur og 48 ára gömul hjúkrun- arkona, voru að ganga á brú yfir bæli ljónanna þegar brúin brast. Konurnar hrundu niður í gryfju Ijónanna, sem réðust strax á þær. Það var ekki fyrr en verðir tóku að skjóta af byssum í loft upp að ljónin hættu að bíta og rífa kon- urnar. Lézt yngri konan á leiðinni í sjúkrahús og hjúkrunarkonan ér illafarin. .—------------------- Með árásinni tókst að loka lítilli glufu, sem var á hafnbanni Breta á Falklandseyjar og Argentínu- menn höfðu reynt að nota til að koma birgðum til einangraðs setu- liðs síns á eyjunum. Þetta var fyrsta landgangan, sem Bretar hafa viðurkennt að þeir hafi reynt á Falklandseyjum. Fimmtíu menn voru í árásarflokknum og tveir þeirra særðust lítillega. Árásarflokkurinn fór í þyrlum frá herskipunum skömmu eftir myrkur til fyrirfram valins lend- ingarstaðar í nokkurra kílómetra fjarlægð frá grasflugbraut Arg- entínumanna. Menn úr sérsveit- unum, SBS (Special Boat Squadron), sem fréttir herma að hafi verið á Falklandseyjum í margar vikur, hafa að öllum lík- indum stjórnað landgöngunni. Brian Hanrahan, fréttaritari BBC, segir að víkingahermennirn- ir hafi sótt yfir hrjóstruga eyna í sjö klukkustundir og komið að skotmörkunum skömmu fyrir dög- un. í sama mund og þeir komu sér fyrir hóf herskipið skothríð og eyjan lýstist upp. Víkingahermað- ur, sennilega úr konunglegu verk- fræðisveitunum, stjórnaði skothr- íðinni gegnum talstöð. Skothríðin dreifðist yfir stórt svæði, hæðardrag fyrir ofan flugbrautina, þar sem talið var að argentínsku hermennirnir hefðu hreiðrað um sig. Meðan skothríðin færðist nær og nær argentínsku hermönnunum klifruðu brezku víkingahermennirnir yfir ásinn að skotmörkunum. Þeir komu sprengjum sínum fyrir og hver flugvélin á fætur annarri sprakk í loft upp. Skothríðin stóð í um hálftíma og að svo búnu laumaðist tund- urspillirinn á braut, hálftíma fyrir birtingu. í dagsbirtu hefði herskipið orðið auðvelt skotmark

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.