Morgunblaðið - 18.05.1982, Page 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982
Nýliðinn jafnaði
rett fyrir leikslok
FH OG Fylkir gerðu jafntefli, 1—1, í
2. deild íslandsraótsins i knatt-
spyrnu, en leikur liðanna fór fram á
mölinni á Kaplakrika á laugardag-
inn. Gkkert mark var skorað í fyrri
hálfleik, en úr rættist í þeim síðari,
er bæði lið komust á blað. Úrslitin i
þokkalegum malarleik voru eftir at-
vikum sanngjörn.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn.
Nokkrt þóf og barningur ein-
kenndi mjög gang mála, reyndar
allan leikinn en ekki bara fyrri
hálfleikinn. En miklu skipti, að
bæði liðin reyndu að leika góða
knattspyrnu með þeim árangri að
fyrir kom iðulega að það tókst.
Bæði liðin fengu færi í fyrri hálf-
leik, en þau sem féllu í hlut FH
voru betri, þannig fór Pálmi
Jónsson illa með tvö opin færi.
Fylkir tók loks af skarið og náði
forystunni á 57. mínútu, Hörður
Guðjónsson var þar á ferðinni með
mark sem kom eftir mikil varn-
armistök FH-markvarðarins sem
átti þó að öðru leyti prýðilegan
FH-Fylkir 1:1
leik. Bar markið þannig að, að
einn Fylkismann stakk sér inn
fyrir vörn FH, en missti knöttinn
of langt fram fyrir sig. Kom
markvörðurinn stikandi út úr
markinu til að hreinsa frá og var
sýnt að hann myndi ná knettinum
á undan sóknarmanninum. En
spyrna hins unga markvarðar
mistókst, knötturinn fór í Hörð,
sem fylgt hafði vel félaga sínum,
og af honum í tómt markið.
FH tók mikinn kipp við ófarirn-
ar og sótti all stíft fram undir lok
leiksins með þeim árangri, að
jöfnunarmark skaut upp kollinum
4 mínútum fyrir leikslok. Korn-
ungur nýliði, Jón Erling Ragn-
arsson, sem komið hafði inn á sem
varamaður, skoraði markið með
laglegum skalla.
ERLING Aðalsteinsson, ungur og
efnilegur leikmaður f liði KR, skor-
aði mark liðsins gegn ÍBÍ á laugar-
dag.
Stefán Jóhannsson, markvörður KR,
var besti maður vallarins. Bjargaði
hvað eftir annað mjög vel.
Ottó Goðmundsson meiddist illa f
leiknum á laugardag og útlit er fyrir
að hann leiki ekki næstu fjóra leiki
með KR-liðinu.
- 88-
Islanflsmðllö 2. flellil
.........................y
ísfirðingar jöfnuðu
leikinn með ólöglegu
marki á síðustu stundu
Naumur sigur
Völsunga
VÖLSUNGUR frá Húsavík bóf
keppnistímabilið í 2. deild með mikl-
um ágætum, er liðið vann frekar
óverðskuldaðan sigur gegn Reyni
suður í Sandgerði um helgina. 1—0
urðu lokatölur leiksins og lætur
nærri að gestirnir hafi skorað úr
eina umtalsverða marktækifærinu
sem þeir fengu.
Gangur leiksins var í stuttu
máli sá, að Reynismenn sóttu nær
látlaust frá upphafi leiksins til
loka hans. En ekkert gekk uppi við
mark andstæðinganna. Rétt fyrir
leikhlé náðu Völsungarnir hins
ÞÓR bar sigurorð af Njarðvík í 2.
deild í fótboíta á Akureyri á laugar-
daginn. Þeir skoruðu fjögur mörk
gegn tveimur mörkura Njarðvíkinga,
og var staðan í hálfleik 2—0 fyrir
Þór.
Þórsarar léku undan allsnarpri
golu í fyrri hálfleik og voru þá
mun sprækari. Þeir léku ágætlega
saman á köflum og voru nokkuð
ágengir við mark gestanna. Fyrsta
markið kom á 17. mín. Guðjón
Guðmundsson átti þá gott skot í
þverslá eftir hornspyrnu, boltinn
hrökk þaðan til Arnar Guð-
mundssonar sem sendi hann rak-
leiðis í netið af markteig. Aðeins
þremur mín. siðar munaði litlu að
Örn bætti öðru marki við, þá átti
hann skot í þverslána og aftur
fyrir. Á 28. mín bættu Þórsarar
öðru marki við. Þá skallaði Bjarni
Sveinbjörnsson í markið af stuttu
færi eftir glæsilegan undirbúning
Jónasar Róbertssonar og Guðjóns
Guðmundssonar. Það sem eftir
lifði hálfleiksins voru Þórsarar
mun meira með boltann án þess að
skapa sér verulega hættuleg tæki-
færi. Njarðvíkingar náðu sér alls
ekki á strik og sýndu ekki mikil
vegar skyndisókn, Björn Olgeirs-
son sendi knöttinn til Kristjáns
Kristjánssonar, sem áður lék með
Haukum, og hann skoraði það sem
reyndist vera eina mark leiksins.
Langbesti leikmaður Völsungs
var markvörðurinn Gunnar
Straumland, sem varði hvað eftir
annað stórkostlega. Þess má geta,
að Reynismenn léku með sorgar-
borða til minningar um Magnús
Þórðarson, einn af stofnendum
Reynis á sínum tíma og heiðursfé-
laga í mörg ár. Hann lést síðast-
liðinn vetur.
tilþrif.
Þórsarar héldu áfram að sækja í
upphafi síðari hálfleiks og bjarg-
aði markvörður Njarðvíkinga einu
sinni vel skoti frá Halldóri Ás-
kelssyni í horn. Síðan á 12. mínútu
hálfleiksins minnkuðu Njarðvík-
ingar óvænt muninn. Þeir fengu
hornspyrnu og gefið var fyrir
markið. Eiríkur Eiríksson mark-
vörður Þórs var þar aðþrengdur
og sló hann knöttinn í átt að
markinu þar sem Þórður Karlsson
stýrði honum í netið. Eftir markið
komu Njarðvíkingar meira inn í
leikinn. Þeir börðust mjög vel en
heldur dofnaði yfir Þórsurum. En
sjö mínútum síðar juku Þórsarar
forystu sína. Dæmd voru skref á
markmann Njarðvíkurliðsins rétt
innan teigs, og skoraði örn Guð-
mundsson sitt annað mark í leikn-
um með góðu skoti í gegnum varn-
arvegginn. Eftir markið voru
Njarðvíkingar sterkari. Þeir
sýndu ekki glæsilega knattspyrnu
en börðust af krafti og er baráttan
greinilega þeirra aðalsmerki. Er
u.þ.b. 15 mínútur voru eftir fengu
Njarðvíkingar vítaspyrnu er Þórð-
ur Karlsson var felldur innan
ÞAÐ var alveg greinilegt að mikil
taugaspenna var í leikmönnum ÍBÍ
og KR er liðin hófu leik sinn á ísa-
firði á laugardag i fslandsmótinu í
knattspyrnu. En er líða tók á fyrri
hálfleikinn hvarf spennan og liðin
sýndu oft góða knattspyrnu og mikla
baráttu. Hvorugt liðið ætlaði sér að
tapa stigunum.
Leikmenn ísfirðinga voru öllu
hættulegri í fyrri hálfleiknum og
sköpuðu sér oft góð tækifæri, en
markvörður KR, Stefán Jóhanns-
son, varði hvað eftir annað mjög
vel og var hann besti maður vall-
arins í leiknum. Á 19. mínútu
skoruðu Isfirðingar mark en það
var réttilega dæmt af þar sem
brotið var á einum KR-ing inni í
markteig. Mínútu síðar var Jakob
Pétursson nálægt því að skora er
hann átti fast skot að marki KR.
Bjargaði Stefán markvörður
naumlega í horn.
Á 42. mínútu skoraði svo Erling
teigs og skoraði hann sjálfur úr
spyrnunni. Leikurinn var lítið
skemmtilegur á að horfa eftir
þetta. Njarðvíkingar voru ágeng-
ari síðustu mínúturnar en sköp-
uðu sér ekki færi. Þó voru það
Þórsarar sem áttu síðasta orðið í
leiknum er Nói Björnsson skoraði
fallegt mark með skoti af 35 metra
færi.
Sigur Þórsara var sanngjarn í
leiknum, þeir voru mun betri í
fyrri hálfleik og hefðu þá átt að
geta skorað enn fleiri mörk.
Njarðvíkingar voru frískari aðil-
inn í síðari hálfleik. Þeir börðust
mjög vel en náðu ekki að skapa sér
nein hættuleg færi þrátt fyrir
mörkin tvö. Lið þeirra var nokkuð
jafnt að getu, helst var að Þórður
Karlsson og Hilmar Hjálmarsson
sköruðu framúr. Hjá Þór áttu Nói
Björnsson og Örn Guðmundsson
ágætan leik og einnig var Bjarni
Sveinbjörnsson sprækur í fram-
línunni. Dómari var Magnús
Theodórsson og átti hann ekki sér-
stakan dag. Örn Guðmundsson,
Þór og Benjamín Friðriksson,
Njarðvík, fengu gul spjöld.
— sh.
ÍBÍ-KR i:i
Aðalsteinsson fyrsta mark leiks-
ins. Eftir laglegan samleik náði
Erling að skjóta af um 14 metra
færi og skoraði. Þarna var vörn
ÍBÍ, illa á verði. KR-ingar höfðu
því yfir í hálfleik 1—0.
Mikil barátta var í síðari hálf-
leiknum en knattspyrnan var ekki
alveg eins góð og í þeim fyrri.
Leikmenn KR tóku nú leikinn
meira í sínar hendur og sóttu
meira. Ekki tókst þeim þó að bæta
við mörkum.
Þegar þrjár mínútur voru svo til
leiksloka tókst ísfirðingum að
jafna metin. Jón Oddsson tók inn-
kast og náði að kasta um 50 metra
alveg inn í markteig KR. Þar upp-
hófst mikil og hörð barátta um
boltann og mikil þvaga myndaðist.
Upp úr þvögunni tókst Kristni
Kristjánssyni að koma boltanum í
markið, en enginn vafi lék á því að
hann sló boltann með hendinni í
markið. Undirritaður var í mjög
góðri aðstöðu til þess að sjá atvik
þetta og getur fullyrt að markið
var ólöglegt. Ágætur dómari leiks-
ins, Sævar Sigurðsson, var ekki í
góðri aðstöðu til þess að sjá atvik
þetta og var ekki viss hvort hann
ætti að dæma mark. KR-ingar
mótmæltu mjög markinu sem var
ólöglegt. Sævar ráðfærði sig því
við línuvörðinn og hann dæmdi
markið löglegt. ísfirðingum tókst
þvi að krækja sér í eitt stig á síð-
ustu stundu í leiknum.
Lið ísafjarðar barðist mjög vel
og virðist vera í þokkalegri æfingu
svona í upphafi mótsins. Bestu
menn liðsins voru þeir Gunnar
Pétursson, Gunnar Guðmundsson
og Ámundi Sigmundsson. Mark-
vörður KR, Stefán Jóhannsson,
bar af í liði þeirra. Þá átti Erling
Aðalsteinsson góðan leik og jafn-
framt Jakob Pétursson sem hafði
það hlutverk að gæta Jóns
Oddssonar og gerði það mjög vel.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. ÍBÍ-KR 1-1. (0-1) ísa-
fjarðarvöllur.
Mark ÍBÍ: Kristinn Kristjánsson á
87. mínútu.
Mark KR: Erling Aðalsteinsson á
13. mínútu.
Dómari var Sævar Sigurðsson og
dæmdi hann vel. — Jens.
Bogdan þjálf-
ar Armenninga
Handknattleiksdeild Ár-
manns, sem vann 3. deildina
síðasta keppnistímabil og
leikur því í 2. deild næsta vet-
ur, hefur endurráðið Pólverj-
ann Bogdan Kowalzic fyrir
næsta keppnistímabil.
Öster gengur
ekkert i
FJÓRÐA umferð sænsku deildar-
keppninnar í knattspyrnu var á
dagskrá um helgina og er athyglis-
verðast, að meistaraliðinu Oster
gengur ekkert í haginn. Liðið náði
aðeins markalausu jafntefli á heima-
velli gegn Elfsborg. Hefur liðið að-
eins unnið einn af fjórum ÍVrstu
leikjum sínum í deildinni. Urslit
leikja urðu sem hér segir:
Halmstad — örgryte 4—2
Hammarby — Atvidaberg 1—1
Malmö FF — Kalmar 1—1
Norrköping — Brage 2—1
öster — Elfsborg 0—0
Gautaborg — AIK 1—0
Gautaborg hefur forystu eftir
umræddar fjórar umferðir, 7 stig,
haginn
síðan kemur Malmö FF með 6 stig
og Kalmar og Halmstad með 5 stig
hvort félag.
Fyrsta fimmtu-
dagskeppnin
FVRSTA fimmtudagskeppnin af
fjórum sem GR stendur fyrir fer
fram á Grafarholtsvellinum á
fimmtudaginn. Sá sem flest hefur
stigin eftir umrædda fjóra fimmtu-
daga bcr sigur úr býtum. Hér er um
18 holu höggleik að ræða og þurfa
félagar að tilkynna þátttöku fyrir
annaö kvöld.
Þórsarar sigruðu
nýliða Njarovíkinga
i