Morgunblaðið - 18.05.1982, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.05.1982, Qupperneq 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 13. titill Liverpool kominn íhöfn eftir sigur gegn Tottenham — enn ekki útséð hvaða lið fylgja Wolves niður Skoski landslið.sraaðurinn Kenny Dalglish. Mark hans i laugardaginn færði Liverpool forystuna gegn Tottenham og titilinn í höfn í leiðinni. Mick Buckley skoraði á 14. mínútu og reyndist það eina mark leiks- ins. Liðið gæti svo sem enn fallið, en staða annarra félaga á þessum slóðum er mun verri. Til dæmis staða Middlesbrough, sem þó sigraði Swansea óvænt á útivelli. Ekki var sá sigur sann- gjarn þó svo að heimaliðið hafi verið frámunalega lélegt. Sjálfs- mark Garry Stanley á 89. mínútu leiksins færði Boro öll stigin. Bob Latchford hafði náð forystunni fyrir Swansea á 76. mínútu, en Heine Otto jafnaði sex mínútum síðar. Þó Boro vermi botnsætið er ekki endanlega útséð um hvort lið- ið fellur eður ei. Með því að leggja Liverpool að velli í síðasta leikn- um gæti liðið bjargað sér, en það færi þá eftir því hvernig öðrum botnliðum riði af eins og sjá má ef staðan er skoðuð. Leeds, WBA og Birmingham unnu öll leiki sína og er næsta víst að Birmingham hafi bjargað sér, en ekki er útséð um örlög hinna liðanna tveggja. Birmingham sótti Coventry heim og vann nauman sigur í miklum baráttuleik. Mick Harford skoraði sigurmarkið með skalla fimm mínútum fyrir leiks- lok, níunda mark hans í 12 leikj- um. Meira gekk á í viðureign Notts County og WBA, en þar var Garry Owen vikið af leikvelli rétt fyrir leikslok eftir stympingar. WBA leiddi í hálfleik með marki Steve McKenzie, en Trevor Christie jafnaði um miðjan síðari hálfleik. Ekki stóð það lengi, Cirylle Regis skoraði sigurmarkið aðeins fimm mínútum síðar, 24. mark hans á keppnistímabilinu. Og Leeds hafði það loksins af að vinna á heimavelli , en síðasti heimasigur vannst fyrir um fjór- um mánuðum síðan. Afrekið var svo sem ekki mikið, það vinna allir Síðasta umferð ensku knattspyrnunnar fór fram á laugardaginn og fóru leikar þannig að Liverpool sigraði í 1. deild, vann sinn 13. titil. Liðið fékk Tottenham í heimsókn og eftir lakan fyrri hálfleik fóru hjólin að snúast og liðið sigraði örugglega. Glenn Hoddle skoraði glæsilegt mark fyrir Totten- ham í fyrri hálfleik og gekk leikmönnum Liverpool þá brösulega. En í síðari hálfleik mættu þeir tvíefldir til leiks og eftir að Mark Lawrenson hafði jafnað með góðu marki á 52. mínútu, stóð ekki steinn yfir steini hjá Totten- ham. Kenny Daiglish bætti öðru marki við aðeins tveimur mínútum síðar og tveimur mínútum fyrir leikslok innsiglaði Ronnie Whelan sigurinn enn frekar með því að skora þriðja mark Liverpool. Rúmlega 48.000 manns, mesti áhorfendafjöldi á Anfield á þessu keppnistímabili, fylgdust með viður- eigninni og ómaði söngurinn um alla Liverpool-borg langt fram á nótt. Sigur Liverpool gerði það að verkum að engu skipti hver úrslit yrðu í leik Ipswich gegn Forest og þrátt fyrir allt hafa leikmenn Ipswich sótt smá gleði í þá staðreynd þar sem þeir töpuðu stórt og léku vægast sagt afar illa. Ungur piltur að nafni Peter Davenport skoraði öll mörk Forest í leiknura, Alan Brazil svaraði fyrir heimaliðið. En litum á úrslit leikja áður en lengra er haldið. Arsenal — Southampton 4—1 Aston Villa — Everton 1-2 Coventry — Birmingham 0—1 Ipswich — N. Forest 1—3 Leeds — Brighton 2—1 Liverpool — Tottenham 3—1 Man. Utd. — Stoke 2—0 N. County — WBA 1—2 Sunderland — Man. City 1—0 Swansea — Middlesbrough 1—2 Wolves — West Ham 2—1 Sigursæl botnlid Eins og sjá má þegar litið er á úrslitin, unnu öll neðstu lið deild- arinnar að Stoke undanskildu leiki sína á laugardaginn. Möguleikar Stoke eru ekki miklir eftir tapið á Old Trafford í Manchester, þar sem heppni og snilldarmarkvarsla bjargaði liðinu frá miklu stærra tapi. Bryan Robson skoraði fyrra mark United á 43. mínútu og að- eins mínútu síðar bætti hinn 17 ára gamli Norman Whiteside öðru marki við. Fyrsta mark hans fyrir aðallið United, einnig fyrsta skipt- ið sem írinn ungi er í byrjunarliði félagsins. Sunderland bjargaði sér senni- lega frá falli með sigrinum gegn Manchester City á Roker Park, og þetta er annað árið í röð sem leikmenn Sunderland standa frammi fyrir því að verða að vinna Fyririiðinn Graeme Souness átti góðan leik gegn Tottenham. síðasta leik sinn til að tolla í deild- inni. í fyrra þurfti hvorki meira né minna en að sigra Liverpool á Anfield. Stór biti það, en munnur Sunderland var nógu stór. Mikil taugaspenna einkenndi leik Sund- erland, en kæruleysi hins vegar leik gestanna. En það hafðist, rt DEILD ÍÍT«rpo0Í 41 26 8 7 80:32 86 IpKwkh Town 41 25 5 H 73:52 80 MínrheNter Utd. 42 22 12 8 59:29 78 1 oUkoham 41 20 11 10 66:46 71 Arecnal 42 20 11 11 48:37 71 Swaa»ea 41 21 6 14 58:48 69 SouthamptoB 42 19 9 14 72:67 66 Kverton 42 17 13 12 56:50 64 Wfit H»m 42 14 16 12 66:57 58 MnncheNter 42 15 13 14 49:50 58 NoUingham For. 42 15 12 15 42:48 57 \Hton V»IU 41 14 12 15 5253 54 Hriehton 42 »3 13 16 43:52 52 roventry 42 13 11 18 5&62 50 Notte ('ountjr 42 13 8 21 61:69 47 Kirmingham 42 10 14 18 53.-61 44 SunderUnd 42 11 11 20 38:58 44 Leedn 41 10 12 19 39:59 42 Wem Bromwich 40 10 11 19 44:54 41 Stolce 41 11 8 22 41:63 41 Wolverhampton 42 10 10 22 32:63 40 VliddleMhrough 41 8 14 19 34:52 38 2.DEILD Luton 41 24 13 4 63:44 65 Wat/ord 42 23 11 6 76:42 6« Norwich 42 22 5 15 64:50 71 Sbeffield Wed. 42 20 10 12 55:51 70 qpr 42 21 6 15 65:43 69 Barmdey 42 19 10 13 59:41 67 Rotberham 42 20 7 15 66:54 67 Leicenter 41 18 12 11 56:45 66 Newcaatle 42 18 8 16 52US0 62 Blackburn 42 16 11 15 47:43 59 Oidham 42 15 14 13 50-.51 59 ('hefatea 42 15 12 15 60:60 57 (harlton 42 13 12 17 50:65 51 ( ambridgc 42 13 9 20 48:53 48 ( ryxUl Palace 42 13 9 20 34:45 48 Derby 42 12 12 18 53:68 48 (irNubj 42 11 13 18 53:65 46 Shrewahury 42 II 13 18 37:57 46 Koiton 42 13 7 22 39«! 46 (ardiff 41 12 8 21 43:56 44 Wrexham 42 11 11 20 40:5« 44 Orient 41 9 9 23 33.61 36 Phil Thompson hampar Eng- landsmeistarabikarnum árið 1980, en þá vann Liverpool einnig. Brighton þessa daganna, en litlu munaði að það tækist ekki hjá Leeds. Brighton hafði forystu með marki Mick Robinson allt þar til að tíu mínútur lifðu leiksins, en þá skoruðu bakverðirnir Garry Ham- son og Kevin Hird, á 80. og 81. mínútum leiksins og Leeds hirti stigin dýrmætu. Eina liðið sem er örugglega fall- ið í 2. deild, Wolverhampton, vann West Ham örugglega með mörk- um Mel Eaves á 3. mínútu og John Richards á 6. mínútu. Drauma- byrjun það hjá Úlfunum. Dave Cross svaraði fljótlega fyrir West Ham, en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. Á hinum enda deildarinnar átt- ust við Arsenal og Southampton á Highbury og var þar UEFA-sæti í veði. Arsenal vann stórsigur og virðist liö Southampton ekki ætla að uppskera nokkurn hlut fyrir skemmtilega knattspyrnu sína á tímabtinu sem er að ljúka. Paul Davis skoraði tvívegis fyrir Ars- enal og þeir Stewart Robson og John Hawley sitt markið hvor, en Dave Armstrong svaraði fyrir Southampton. Staðan í hálfleik var 3-0. Loks í 1. deild, Everton sigraði Aston Villa 2-1 á Villa Park og var sigur sá sanngjarn í meira lagi. Graeme Sharpe náði forystunni fyrir Villa í fyrri hálfleik, Gordon Cowans jafnaði fyrir leikhlé, en Sharpe var aftur á ferðinni með sigurmark Everton í seinni hálf- leik. Margir spá hinu unga liði Ev- erton miklum frama á næsta keppnistímabili. 2. deild: Blackburn 1 (Garner) — Chelsea 1 (Pates) Cr. Palace 1 (Murphy) — New- castle 2 (Mills, Waddle) Derby 3 (Buckley, Wilson, Hect- or) — Watford 2 (Blissett, Bol- ton) Grimsby 0 — Cardiff 1 (Micall- ef) Leicester 0 — Shrewsbury 0 Luton 1 (Stein) — Barnsley 1 (Birch) Orient 0 — Oldham 3 (Wylde, Palmer, Bowden) QPR 2 (Allen, Fenwick) — Cam- bridge 1 (Fallon) Sheffield W. 2 (McCuIloch, Bannister) — Norwich 1 (Bertchin) Wrexham 3 (Vinter 3) — Roth- erham 2 (Stancliff, Moore). Knatt- spyrnu úrslit England, 3. deild: Brentford — Reading 1-2 Bristol C. — Chester 1-0 Carlisle — Bristol R. 1-2 Chesterf. — Gillingham 1-3 Fulham — Preston 3-0 Lincoln — Exeter 2-0 Newport — Huddersfield 1-0 Oxford — Wimbledon 0-3 Plymouth — Millwall 2-1 Portsmouth — Swindon 3-0 Walsall — Doncaster 0-0 England, 4. deild: Aldershot — Wigan 2-0 Blackpool — Hartlepool 2-2 Bornemouth — Hereford 1-1 Bury — York 3-1 Crewe — Colchester 1-3 Darlingt. — Sheff. Utd. 0-2 Peterbr. — Tranmere 1-2 Port Vale — Torquay 2-0 Rochdale — Northampton5-3 Skotland: Aberdeen — Rangers 4-0 Celtic — St. Mirren 3-0 Dundee — Airdrie 1-0 Morton — Hibs 0-0 Partick — Dundee Utd. 1-2 Og lokastaðan var sem hér segir: <*ltk 36 24 7 5 79:33 55 rtberdM-D 36 23 7 6 71:29 53 KangcrN 36 16 II 9 57:45 43 l)unde« Utd. 36 15 10 II 61:36 40 St. Mlrren 36 14 9 13 49:52 37 Hiberninn 36 II 14 11 36:40 36 Morton 36 9 12 15 31:54 30 Ihtndce 36 II 4 21 46:72 26 l'nrtifk 36 6 10 20 35:59 22 Airdrie 36 5 6 23 31:76 16 Markhæstir: Þeir Kevin Keegan hjá Southampton og Ian Rush hjá Liverpool urðu efstir og jafnir í markakóngssæti 1. deildarinnar eða þessu sinni, báðir skoruðu 30 mörk. Alan Brazil hjá Ipswich skoraði 27 mörk og Cirylle Regis hjá WBA var í fjórða sætinu með 24 mörk. . Í 2. deild skoruðu þeir Ronnie Moore hjá Rother- ham og Simon Stainrod hjá QPR 24 mörk hvor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.