Morgunblaðið - 18.05.1982, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.05.1982, Qupperneq 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 8 loiöa keöjur. 30 punkta minni. Snertitakkar. Lítíl fyrirferöar. 8—50 volta spenna. Úrtak ffyrír sjálfstýringu. 2ja ára ébyrgö. Möguleiki á lengd og breidd. Gefur upp hraða ásamt ýmsu fleiru. Til atgreíbslu strax. Verð 15.125. Benco Bolholti 4, Reykjavík S: 91-21945/84077 Framkollun samdægurs er ny þjonusta sem þu færö aöeins hjá okkur. Komdu í einhverja afgreiösluna milli kl. 8.30 og 10.00 aö morgni, og náöu í tilbúnar litmyndir kl. 17.00—18.00 síö- degis. Aö sjálfsögöu kemur hraöinn ekki niöur á gæöunum. Viö reynum betur. Hafnarstræti 17, Suöurlandsbraut 20 og hjá Magasín, Auöbrekku 44—46, Kópavogi DMSFEBS Komdu fyrir kl. 10.00, myndirnar tilbúnar kl. 17.00. Siglufjörður: Afmælishátíð 20. maí SIGLFIRÐINGAR halda að venju upp á kaupstaðarafmKli sveitarfé- lags síns 20. maí nk. en þann dag árið 1918 hlaut Siglufjörður kaup- staðarréttindi. Hátíðarsamkoma verður í Nýja bíói, sem hefst kl. 9 síðdegis. Ingi- mundur Einarsson, bæjarstjóri, setur hátíðina, en hatiðarræðu flytur sr. Bragi Friðriksson, sókn- arprestur í Garðabæ. Sú venja hefur skapast að kynna bók- menntaverk á kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Að þessu sinni verða það ljóð Halldórs Laxness, sem skipa þann dagskrárlið. Félagar úr Leikfélagi Siglufjarðar lesa úr ljóðum skáldsins, en Guðjón Pálsson leikur lög við þau eftir Jón Ásgeirsson, tónskáld. Sama dag verður opnuð sýning á málverkum efitr Hjálmar Þor- steinsson. Þjónustuklúbbar í Siglufirði, Lions-, Kiwanis- og Rotary- klúbbar, standa að hátíðahaldinu í samráði við bæjarstjórn. Sinfónmtónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit íslands, Söngsveitin Filharmonía, ein- söngvararnir Ólöf K. Harðar- dóttir, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Reynir Guðmundsson og Halldór Vilhelmsson fluttu und- ir stjórn Jean-Pierre Jacquillat „Fjórðu" sinfóniuna og C-dúr-messuna eftir Beethoven. Margir ritfærir menn hafa reynt að flokka t.d. sinfóníur Beethov- ens og talið sig hafa fram að færa markverðar skýringar á því hvers vegna sinfóníur hans eru svo misfrægar, sem leikið sé með andstæður eins og dagur og nótt. Nafngiftir eins og Hetjusinfóní- an, Örlagasinfónían, Sveitasælu- sinfónían, Dansasinfónían og siðast en ekki síst „Sú níunda", eða Kóralsinfónían, eru til- greindar sem nokkurs konar kennileiti í innihaldi þessara verka, þar sem vandrötuð leiðin til hailar listagyðjanna er á stöku stað vandlega merkt með stærri og sterklegar hlaðinni vörðu en gerist og gengur og vitnar um þrótt og viljaþrek þess manns, er vörðuna hlóð á leið sinni um vegleysur, sem öðrum er vandgengin eða óratfær. Það er engu líkara, en að aðrar sin- fóníur Beethovens séu samdar án tilefnis, án tengsla við manndáðir, án andríkis eða nokkurrar dýrkunar en aðeins sprottnar upp á verkstæði manns, er á stórum eldstæðum sinum nýtir til nýsmíði það sem safnast hefur til afganga, þá er guðlegur hreinmálmurinn var myndhverfður. Öll sköpun er einvera, sem umhverfist í ein- hvers konar listverk og andstætt við sjálfa einveruna, sem gleym- ist því fyrr sem sterkar er mun- að eftir listverkinu, verður lif- andi tákn, svo lengi sem fólk finnur sjálft sig, eða ímynd hugmynda sinna í verkinu. Þeg- ar þau tengsl rofna grær yfir vörðuna og listverkið hverfur í upprunalega einveru til að gleymast. Nýjar listastefnur og breytingar á lifnaðarháttum manna hafa ráðið miklu um listmat og það er því nokkurt umhugsunarefni, að nú á 20. öld- inni, þegar meira umrót hefur Reynir Guðmundsson verið á öllum sviðum en nokkru sinni áður, skuli gömul list ekki aðeins halda velli heldur vera orðin nokkurs konar haldreipi eða kjölfesta i óvissri leit manna eftir ókunnum gildum ókomins tíma. Skiptir munurinn á um- hverfi og hugmyndum manna ef til vill ekki máli og þessvegna sé okkur í dag nóg að horfa í meit- ilför og samskeyti hlutanna, sannfærast um snilld smiðanna, til að hrífast og gleðjast. Hvað sem veldur, telja þeir sagnfræð- ingar sem mest hafa fjallað um list Beethovens, að þau tvö verk, sem flutt voru á síðustu tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, hafi nokkra sérstöðu hvert í sínum flokki. Fjórða sin- fónían er glæsilega unnin en tal- in meira leikniverk og minna „inspírerað" en aðrar sinfóníur hans, hún sé í flokki með annarri og áttundu, vel unnin en ekki að sama skapi þrungin tónsmíð. Flutningur hljómsveitarinnar, undir stjórn Jacquillat, var ein- mitt á köflum ieikandi og stund- um mjög fallega leikandi. C-dúr-messan er talin nokkuð missniðin og oft vitnað til henn- ar sem andstæðu þess mikil- fenglega verks, Missa solemnis. Það sem gerir meðferð Beethov- ens á texta messunnar sérstæð- an er tilraun hans til að leika sér eftir innihaidi hans, en leggja minni rækt við tignunina. Söngkvartettinn er ekki hugsað- ur sem einsöngsleikur, heldur sem mótvægi við kórinn, lítill kór gegn stórum eins og tíðkað- ist í hljóðfæratónlist. Söngsveit- in Filharmonía átti að flytja annað verk, sem ekki var hægt vegna mannfæðar og er þetta í annað sinn sem viljaleysi ís- lenskra kórsöngvara verður opinbert. Islenskir kórmenn settu alvarlega ofan er hætt var við að frumflytja stórverk eftir Jón Leifs á fyrirhugaðri lista- hátíð og nú má Bruchner bíða, því syngja þarf ... Uppfærslan á stórverki Jóns Leifs hefði að lík- indum getað náð því að teljast til stórtíðinda í íslenskri tónlistar- sögu og er þá ekki nema von að söngfólki þyki sér meiri sómi í „barber-sjopp"-söng og öðru „bíum-bíum-bamba“-rauli. Segja má að kórinn hafi sloppið fyrir horn í þetta sinn og frá hendi æfingastjórans, Krystynu Cort- es, var kórinn vel undirbúinn. Einsöngvarar voru allir ágætir, en með í hópnum var einn „ný- liði“, Reynir Guðmundsson, sem tæplega er hægt að kalla því nafni nema hér heima. Reynir hefur í nokkur ár starfaö og ver- ið við nám vestan hafs og væri fróðlegt að heyra hann syngja eitthvað er reyndi meira á þol og hæfni, en að syngja í kvartett C-dúr-messunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.