Morgunblaðið - 18.05.1982, Síða 35

Morgunblaðið - 18.05.1982, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 43 stóð til háskólanáms og hóf hann um haustið nám í læknadeild Há- skóla Islands og stundaði þar nám í tvo vetur, en hvarf þá frá námi. Næstu árin vann hann ýmis störf, m.a. hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, hjá Dráttar- vélum í Reykjavík starfaði hann 1965—1972, og var þar lengstum deildarstjóri en siðan starfaði hann hjá Verkfræði- og raunvís- indadeild Háskóla íslands til dauðadags. Þekktir menn hjá Verkfræði- og raunvísindastofnun hafa sagt mér, að störf hans þar hafi verið alveg frábærlega vel af hendi leyst. Hann aflaði sér mik- illar þekkingar í starfsgrein sinni, sigldi m.a. til Danmerkur til þess að afla sér sérþekkingar og menntunar. Kynni okkar Sigtryggs hófust fyrst, þegar hann dvaldi hjá okkur hjónunum vetrarlangt, er hann var við háskólanám. Sigtryggur var fíngerður og viðkvæmur í lund. Hann var gæddur miklum og fáguðum persónuleika, gáfaður vel og skilningsríkur á menn og mál- efni. Hann var skapfastur maður og hlédrægur, og á stundum um of. Hann var mikill vinur vina sinna og tryggð hans var bjargföst og örugg. Hann dáði móður sína umfram allt. Þegar Sigtryggur dvaldist á heimili okkar hjóna, voru börn okkar ung, og er mér minnisstætt, hve þau voru hænd að honum, og kom þar fram mildi hans og hlýleiki. í einkalífi sínu var Sigtryggur mikill hamingjumaður. Hann kvæntist Sigríði Halldórsdóttur vefnaðarkennara, dóttur Halldórs Ingimarssonar, hins kunna skip- stjóra og aflamanns, og konu hans, Helgu Jóakimsdóttur, er þekkt er fyrir dugnað og mynd- arskap. Þau eru bæði ættuð frá Hnífsdal. Þau Sigtryggur og Sig- ríður giftust 8. sept. 1956. Þau eiga þrjú börn: Halldór, stúdent, starf- ar hjá Iðntæknistofnun íslands, Herborgu, stúdent, stundar nám í Handíða- og myndlistarskóla ís- lands, gift Omari Norðdahl stýri- manni; þau eiga einn dreng, Þor- geir, Hrafnkel, stundar nám við Menntaskóla Kópavogs. Sigtryggur bar alla stund vel- ferð fjölskyldunnar fyrir brjósti, enda var hann einstakur heimil- isfaðir. Æviferill hans og bræðra hans er merkur og verður þeirra lengi minnst fyrir góð og holl störf. Sigtryggur gerði alla tíð fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín en ekki annarra, en sá eiginleiki fer því miður þverrandi með þjóð vorri á líðandi stund. Þess bið ég ástvinum hans, að umhyggjan er hann bar fyrir þeim, megi verða þeim styrkur á komandi tímum. Guð blessi minn- ingu Sigtryggs Guðmundssonar. Reynir Ármannsson Hið skyndilega og óvænta and- lát Sigtryggs Guðmundssonar var mikil harmafregn og reiðarslag öllum aðstandendum, vinum og starfsfélögum hans. Það virtist ótrúlegt að þessi glaðværi og hressi maður skyldi hverfa af vettvangi lífsins á miðjum aldri. Sigtryggur Guðmundsson var gæddur miklum mannkostum. Hann var jafnt félagi, vinur og samstarfsmaður okkar síðasta áratuginn eða frá 1. janúar 1972 er hann tók við starfi hjá Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla ís- lands. Verkefni Sigtryggs voru marg- þætt. Meðal verkefna hans var umsjón með tækjabúnaði og sér- hæfðu kennsluhúsnæði efnafræði- og eðlisfræðiskora. í því starfi var Sigtryggur framtakssamur og verklaginn maður. Til að geta sinnt því starfi sem best fór hann á vegum Háskólans utan til náms og þjálfunar í viðgerð og smíði glervöru, einkum glervöru til notkunar við rannsóknir. Með þjálfun sinni og leikni í vanda- Jón Konráð Klemens- son — Minningarorð Um 1880 fluttust framan úr Langadal og út að Kurfi á Skaga- strönd hjónin Þórunn Björnsdóttir og Klemens Ólafsson og bjuggu þar meðan bæði lifðu. Þau eignuðust sex börn, sem upp komust, fjóra syni og tvær dætur, þær Margréti og Sús- önnu og synina Ólaf, Hjört, Jón Konráð og Sigurð, sem lengdi nafn sitt og kallaði sig Sigurð íshólm. Kurfur er lítil jörð og urðu þau Kurfshjón að framfleyta sínu heim- ili með sjávarafurðum að miklu leyti, en stutt frá landi voru á þeim árum fengsæl fiskimið. Þegar þeim bræðrum óx fiskur um hrygg, vönd- ust þeir sjómennsku með föður sín- um og urðu þroskamiklir, Sigurður taiinn með allra hraustustu mönnum. Hann fór snemma að heiman og stundaði sjómennsku á skútum og togurum. Seinna varð hann svo lögreglumaður, fangavörð- ur og síðast eftirlitsmaður í banka. Hjörtur fór ekki af heimaslóðum, bjó í Höfðakaupstað og átti fjölda barna. Það var hann sem felldi bjarndýrið, sem unnið var á Skaga- strönd 1918. Jón Konráð, sem hér var meiningin að minnast, fór síð- astur af þeim bræðrum að heiman. hann kvæntist stúlku frá ísafjarð- ardjúpi, Ólínu Sigurðardóttur. Þau byrjuðu búskap í Kurfi, en fluttust fljótlega í Höfðakaupstað, þar sem þau byggðu yfir sig og bjuggu þar saman meðan bæði lifðu. Dálítið gekk þeim hjónum skrykkjótt bú- skapurinn í Kurfi og varð fleirum en þeim hnotgjarnt í búskapnum á ár- unum 1918 og 1920. Þau Kurfshjón áttu fimm dæti r og eru að minnsta kosti tvær þeirra allvel skáldmælt- ar, svo sem móðir þeirra var. Nú var allt sveitabúskaparbasl úr sögunni fyrir þeim hjónum, en við tók daglaunavinna og sjómennska. Konráð átti fjórróinn bát, sem hann notaði og var oftast einn á. Sótti hann oft á Brekknamið, sem voru hans heimamið þegar hann var í Kurfi. Á þau mið þótti langt sótt frá Höfðakaupstað, þó maður væri við hverja ár, en oftast var Konráð einn; hann kunni aldrei að hlífa sér og var það undur margra hve orka hans entist. Þegar ég heyrði lát hans, datt mér í hug: Er nú síðasti berserkurinn sem ísland á fallinn? Lendingar undir Brekknabrekku voru oft ágjöfular og vossamar og varð að draga báta sem fyrst frá sjó, svo þeir yrðu ekki fyrir hnjaski. Þegar menn röðuðu sér að bát í upp- setningi, var Konráð alveg viss með að ýta á eftir, þar naut hann sín best, en um hitt hirti hann ekki, þó sjór gengi alveg yfir hann og á hon- um væri ekki þurr þráður. Hann hlífði sér aldrei við neitt verk og taldi sjálfsagt að hann væri þar sem mest á reyndi og gekk svo fast að verki, að flest varð undan að láta. Því var það fram yfir öll eðlilegheit hvað þrek hans og líf entist. Eftir að Konráð missti konu sína, var hann meira og minna einfari. I sjúkrahúsi eða elliheimili vildi hann ekki dvelja, það var að hans mati ekki dvalarstaður fyrir þann, sem alltaf hafði staðið fremstur í hverri raun, heima skyldi síðasta baráttan háð og þar féll hin 90 ára kempa, með stolti og sæmd, í nóv. sl. Örlygsstöðum, í apríl 1982 Sigurður Björnsson samri glersmíði tókst Sigtryggi að setja saman og smíða mörg flókin tæki til vísindastarfa í efnafræði. Jafnframt slíkri nýsmiði annaðist Sigtryggur viðgerð á glervöru, bæði til kennslu og rannsókna við Háskóla íslands.. Einnig veitti hann stofnunum utan Háskólans aðstoð þegar mikið lá við, enda eini fagmaðurinn á Islandi í þess- ari grein. En þessi störf voru aðeins einn þáttur af mörgum í starfi Sig- tryggs. Starf hans var einkum er- ilsamt við upphaf og lok hvers kennslumisseris þegar 300—400 nemendur þurftu aðstoðar við. í upphafi misseris fær hver nem- andi ákveðinn vinnustað og búnað sem hann svo skilar af sér í lok misserisins. Sigtryggur hafði það vandasama verk að skipuleggja þennan þátt kennslunnar. Þeir skipta því orðið þúsundum stúd- entarnir, sem hafa notið aðstoðar hans á liðnum áratug. Og þá var geðprýði Sigtryggs mikilvægur eiginleiki, oft við erfiðar aðstæður í samskiptum við óþolinmóða nemendur og kennara. Þegar nemendur ljúka námi við efnafræðiskor hefur sá háttur ver- ið hafður á að nemendur og kenn- arar fagna sameiginlega þessum mikilvæga áfanga. Sigtryggur hef- ur á liðnum árum undirbúið þenn- an fagnað okkar af mikilli smekkvísi. Sigtryggur annaðist þannig ólíkustu verkefni og var á vissan hátt framkvæmdastjóri efnafræðiskorar enda óspar á að- stoð og þjónustu. Sigtryggur var skemmtilegur vinnufélagi, hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir og ómyrkur í máli í þjóðmálaumræðum. Nú er Sigtryggur genginn, okkar góði vinur og starfsfélagi. Við munum sakna hans, þessa káta og hressa vinnufélaga, og við þökkum samstarfið og samveruna á liðnum árum. Um leið og við minnumst góðs drengs og mikilhæfs starfsmanns vottum við eiginkonu Sigtryggs, Sigríði Halldórsdóttur, og börnum þeirra innilega samúð okkar. Samstarfsmenn við efna- fræðiskor Verkfræði- og raunvísindadeildar Há- skóla íslands. í dag er til moldar borinn Sig- tryggur Guðmundsson, tækjavörð- ur í eðlisfræði og efnafræði við Verkfræði- og raunvísindadeild. Leiðir okkar Sigtryggs lágu fyrst saman, þegar hann hóf störf hjá Háskóla Islands fyrir um það bil áratug. Verkfræði- og raunvís- indadeild var þá í örum vexti og nýlokið var byggingu húss fyrir verklega kennslu í eðlis- og efna- fræði., Kennsla og starf á nýjum námsbrautum var í mótun og að mörgu þurfti að hyggja. Það kom fljótt í ljós þvílíkan öðling við höfðum fengið til samstarfs, þar sem Sigtryggur var. í starfi hans fléttuðust saman fjölbreytt sam- skipti við stúdenta og kennara, eftirlit með húsum og tækjum og ýmis konar viðgerðir. Hjá Sig- tryggi fór saman greiðvikni, natni og samviskusemi. Hann var ekki aðeins laginn við áhöld og gler- blástur, í umgengni við sjálft lífið. hvort sem það var í garðinum heima eða hér í skólanum, var hann einstakur. Með léttri lund hans og góðlegri kímni urðu stundir með honum skemmtilegar. Hann hafði gott lag á að koma að ábendingum eða ádrepu og í um- ræðum gætti oft glettni og smá stríðni. Hann tók ýmist svari nemenda gagnvart kennurum eða svari kennara gagnvart nemend- um, eftir því sem hugur hans stóð til. Á samverustundum var hann hrókur alls fagnaðar og munu kennarar og stúdentar minnast Sigtryggs sem nokkurs konar samnefnara fyrir þann góða anda sem ríkti á sameiginlegum vinnu- stað. Frá samstarfi mínu við Sig- trygg á ég margar og góðar minn- ingar. Hann var potturinn og pannan í smíði tveggja vindmyllu- spaða hér við skólann. Þar nutum við lagni hans og natni. Jafnframt gerði lett lund hans og smitandi vinnugleði hópnum vinnuna létt- ari, þegar standa þurfti langar og lýjandi tarnir. Ekki er mér síður minnistæð ferð sem við fórum saman norður í Grímsey. Þar er náttúran og mannlíf órofa heild, því var Sigtryggur í essinu sínu. Hann var í senn fróður og spurull um menn og málleysingja og fljót- ur að kynnast heimamönnum. Þjóðlíf í þess fjölbreyttu myndum átti hug hans. En nú er Sigtryggur allur. Það er erfitt að hugsa til þess á björt- um maídögum, þegar náttúran vaknar til lífsins, þá skuli slíkur lífsneisti slokkna. Það var svo margt ógert og mikill áhugi til frekari starfa. Við stöndum eftir agndofa og máttvana. Sárastur er þó söknuður ástvina Sigtryggs. Fyrir hönd samstarfsmanna í eðl- isfræðiskor og starfsmanna á Raunvísindastofnun háskólans, flyt ég eiginkonu Sigtryggs, Sig- ríði Halldórsdóttur, börnum þeirra og öðrum ástvinum hug- heilar samúðarkveðjur á þessari döpru stundu. Örn Helgason á leið um landið Næstu viðkomustaðir Kristjáns Tryggvasonar og félaga hans í þjónustu- ferðinni á Lappanum alæsilega eru: 19. mai: Selfoss, viö Bifreiöaverkstæöi KA frá kl. 10—12 og Hvolsvöllur viö Bifreiöaverkstæöi KR frá kl. 15—17. 24. maí: Akranes, hjá Guöjóni og Ólafi frá kl. 10—12 og Borgarnes viö BTB frá kl. 15—17. 25. maí Stykkishólmur, viö Bílaver frá kl. 10—12. 26. maí Patreksfjöröur, Tálknafjöröur, viö Vélsmiöju Tálknafjaröar frá kl. 14—16 og Bíldudalur. 27. amí: ísafjörður, viö Bílaverkstæöi ísafjaröar frá kl. 14—17. 28. maí: Bolungarvík, viö Vélsmiöju Bolungarvíkur frákl. 10—12. Notið tækifæríð til þess að spyrja T/" E T /T* I JT H f Volvofræðingana út úr! Volvovinimir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.