Morgunblaðið - 27.06.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982
17
Hann ber þart ekki utan á sér að hafa veriö mikilvægur
njósnari í seinni heimsstyrjöldinni, Gaston Vander-
meerssche. Er hann maðurinn sem stjórnaöi stóru njósna-
neti í Evrópu; laumaöist á nóttum yfir Pýreneafjöll til
Spánar með fulla vasa af leynilegum míkrófilmum; fór
vikulega yfir hollensku landamærin, falinn undir baksæti
gamals Peugeot-bíls? Jú, víst er þaö. Gaston Vander-
meerssche er „Raymond“. Raymond haföi um tíma 1.750
njósnara á sínum snærum í Evrópu og var hundeltur af
Gestapó. Ilann var handtekinn á endanum, pyntaöur,
fluttur í ömurlegar fangabúöir, en kjaftaöi aldrei frá.
Hann býr nú í Milwaukee í Bandaríkjunum og hefur
hlotið margvíslegan heiöur fyrir framgöngu sína í stríðinu.
Hann er vel metinn í sinni byggö vestra fyrir vísindastörf
og kaupsýslu, en engum nágranna hans kemur til hugar að
hann eigi sér dularfulla fortíð. I vor er leið hélt Gaston á
fornar slóðir í Evrópu aö rifja upp sögu sína; því nú finnst
honum tími til kominn að bókfesta hana. „Eg var einn af
þúsundum," segir hann, „og ég skulda þeim það að skrá-
setja þessa sögu“!
Maí 1940. Þýski sendiherr-
ann í Belgíu fullvissaði
ráðamenn þar, að hlutleysi
landsins yrði virt í þeirri styrj-
öld sem skollin var á í Evrópu.
Nokkrum dögum síðar, eða þann
lOda, réðust herir Þýskalands
fyrirvaralaust inní Belgíu og
höfðu sigur á belgíska hernum
og bandamönnum innan 18 daga.
Belgíska útvarpið hvatti þá alla
Belgíumenn á aldrinum 16—45
ára, að halda strax til Suður-
Frakklands og starfa þar með
belgísku útlagastjórninni. Fjöldi
manna kvaddi ættjörð sína og
fjölskyldu í snarhasti og flýði
land. Gaston Vandermeerssche,
19 ára gamall efnafræðinemandi
við háskólann í Ghent, var einn
þeirra, og hjólaði með sex lönd-
um sínum suður á bóginn 800
mílna leið.
„Þetta var hörmungarferða-
lag,“ rifjar Gaston upp: „Við vor-
um allslausir í mat og drykk og
áttum ekki eyri.“
En þeir komust á leiðarenda
sexmenningarnir, og voru sendir
til kastala nokkurs nálægt L’Isle
„Það var dauðasök að bera það
blað á sér,“ segir Gaston, „og
dauðadómurinn vofði alltaf yfir
okkur. En það styrkti okkur bara
tjj þess sem á eftir kom.“
nóvember 1940 voru nokkrir
námsmenn handteknir í
heimabyggð Gastons fyrir að
dreifa þessu blaði. Einn þeirra
slapp og aðvaraði móður Gast-
ons um að handtaka hans vofði
yfir.
„Ég kvaddi aldrei föður minn
og systur," segir hann, „ég flýði í
dauðans ofboði með tannburst-
ann minn einan í farangur."
Hann leyndist nokkur dægur
hjá gamalli frænku sinni í ná-
grannabyggð, en tókst svo að
komast yfir frönsku landamær-
in. Hann dvaldi nokkra mánuði í
norðurhluta Frakklands og
starfaði á kaffihúsi í Tourcoing-
Roubaix, en reyndi ítrekað að
komast í kynni við menn sem
gætu hjálpað honum til félaga
sinna á þeim svæðum Frakk-
lands, sem ekki voru hernumin.
Á endanum hélt hann áleiðis til
Toulouse ásamt hópi andspyrnu-
I c . • | .V. llf - *§» ****
Mynd þessi er birt í bókinni Leifturstríð, sem Almenna bókafélagið hefur gefið út, með svohljóðandi texta:
„Leifturstríðið er liðið hjá og það ríkir hljóðlát ringulreið; þýskir flutningabílar og birgðavagnar bruna vestur
á bóginn hinum megin skurðarins nálægt Nieuport í Belgíu, en flóttamannabílar aka yfir flotbrú og stefna í
átt til Frakklands. Fólksbifreið með hvíta fána hefur strandað og eigendurnir ýta henni áfram með aðstoð
þýskra hermanna; kaþólskur prestur rogast með ferðatösku sína framhjá varðmanninum fremst á mynd-
líkunum með olíu, svo askan ein
var til merkis um þessa aftöku.
Svo tilkynnti hann yfirboðurum
sínum að hann hefði framfylgt
skipun þeirra.
Njósnarinn
RAYMOND
Arne, þar sem landflótta Belgar
réðu ráðum sínum. Gastin var
gerður að yfirmanni 160 manna
sveitar (enda komst hann þarna
í kynni við stúlkuna Víólettu, en
hún var dóttir aðalforingjans í
kastalanum, og giftust þau eftir
stríð). Belgarnir, sem þarna
voru, þjálfuðu sig til hernaðar-
starfa — en þeir höfðu ekki verið
þarna lengi, þegar þau boð bár-
ust frá Þjóðverjum, að allir belg-
ískir og hollenskir borgarar, sem
hefðu flúið heimili sín, skyldu
umsvifalaust snúa aftur ella yrði
ættingjum þeirra refsað.
„Þeir skipulögðu lestarferðir
fyrir okkur, Þjóðverjarnir," seg-
ir Gaston. „Þegar við stigum svo
á belgíska grund, tóku þeir mjög
hlýlega á móti okkur og sögðu að
við kæmumst miklu betur af
undir þýskri stjórn. Áróðurs-
kerfi þeirra var frábært. Það var
talað um nýtt skipulag, samein-
ingu heimsins og við fyrstu sýn
ekki út í bláinn. En þegar við
komum á skólann, sáum við í
hverju „hið nýja skipulag" var
fólgið. Það var hætt að kenna
frönsku og ensku, en allir skikk-
aðir til að læra þýsku. Gyðingar
báru gula stjörnu fyrst í stað, en
fljótlega hófust brottflutningar í
útrýmingarbúðirnar. Hvarvetna
blasti kúgunin við.“
Gaston gældi við þá hugmynd
að ganga í andspyrnuhreyfing-
una, en áræddi ekki að minnast
á það við fjölskyldu sína og
kunningja. Loks trúði hann móð-
ur sinni fyrr áformum sínum og
hún veitti honum hjálp og stuðn-
ing, þegar hann tók að dreifa í
hús að næturlagi hinu leynilega
dagblaði „Frjáls Belgía".
manna. Þeir rétt sluppu gegnum
skóglendið í nánd Chalons-sur-
Saone þrátt fyrir harða skothríð
þýskra hermanna.
Gaston hitti á nýjan leik
nokkra félaga sína í kastalanum
við L’Isle Arne. Belgarnir voru í
beinu sambandi við útlaga-
stjórnina í Lundúnum og Gaston
var gerður að flokksforingja og
falið að finna leið um Pýrenea-
fjöllin til belgískra andspyrnu-
manna í Barcelona. Hann lærði
hrafl í spænsku á þremur vikum,
og hélt af stað með falskan passa
uppá vasann.
„Ég bar ekkert skotvopn," seg-
ir Gaston, „Meginreglan var sú í
okkar röðum, að heilinn væri
besta vopnið!"
Hann hét nú Pierre Duval og
var hlekkur í njósnakeðju sem
smyglaði míkróljósmyndum af
hernaðarskjölum og mannvirkj-
um til belgíska sendiráðsins í
Barcelona. Þar voru myndirnar
sendar til Lundúna. Pierre Duv-
al sneri svo jafnharðan aftur
með fjármagn og fyrirmæli til
foringja njósnanetsins.
Gaston stóð sig eins og hetja í
þessu hlutverki. Hann tók sér
dulnefnið „Raymond" og var nú
falið að skipuleggja flutning
hraðboða milli hinna ýmsu neð-
anjarðarhreyfinga á hernumdu
svæðunum. Það var mikið verk
og hættulegt, en aftur reyndist
Gaston eins og fæddur til verks-
ins. Á miðju ári 1942 óskaði
Wilhelmína Hollandsdrottning
þess, að hann endurskipulegði
neðanjarðarhreyfinguna í Hol-
landi.
í tæpt ár stjórnaði Reymond
1.750 njósnurum í Hollandi,
Belgíu, Frakklandi og Spáni.
Njósnanet hans var nefnt WIM
eftir Wilhelmínu drottningu.
Þjóðverjar leituðu ákaft að höf-
uðpaurnum og í maí 1943 komust
þeir á snoðir um felustað Ray-
monds. Raymond leyndist hjá
andspyrnumanni nokkrum, en
nágrannar hans upplýstu Þjóð-
verja um dvalarstaðinn, því þeir
stóðu í þeirri trú að Raymond
stæði í svartamarkaðsbraski
með smjör! „Smjörið" var raun-
ar umbúðir utan um míkrófilm-
ur, sem Raymond var að fara í
gegnum daginn fyrir Englands-
för sína. Þar ætlaði hann að bera
saman bækur sínar við útlagana
þar. Þjóðverjarnir sátu fyrir
honum þetta kvöld, lOda maí
1943, og handtóku hann.
I fyrstunni þóttust þeir vissir
um að hafa gómað Raymond. En
Gaston tókst að villa á sér heim-
ildir, þrátt fyrir 3ja daga pynt-
ingar og strangar yfirheyrslur,
3ja vikna dvöl í skítugu kastala-
fangelsi og sex mánuði í fangelsi
í Fresnel. Þar kom gagnnjósnari
nokkur auga á hann, en sá hafði
komist í kynni við Raymond inn-
an WIM og njósnaði einnig fyrir
Gestapó. Hann fullyrti að þessi
maður væri Raymond.
„Þá átti ég engra kosta völ,“
segir Gaston. „Ég settist niður
með þeim og lofaði að segja allt.
En í rauninni sagði ég þeim ekki
neitt."
Hann notaði útí æsar upplýs-
ingar, sem hann hafði lært áður,
til að hafa á takteinum, ef Þjóð-
verjar næðu í skottið á honum og
kúguðu hann til að segja frá.
Honum tókst með miklum klók-
indum að sannfæra Þjóðverjana
um að hann væri að láta þeim í
té mikilvægar upplýsingar um
neðanjarðarstarfsemi banda-
manna. Þeir færðu hann með
lest til Scheveningen í Hollandi,
þar sem hann var yfirheyrður í
tvær nætur, en sendu hann svo
til öryggisfangelsisins í Haaren.
Nokkrum mánuðum síðar var
Raymond einn sakborninga í
frægum réttarhöldum, þar sem
85 njósnarar, er gengu undir
nafninu „Nacht und Nebel"
(nætur og þoku)-njósnararnir,
voru ákærðir. Fjörutíu og átta
þeirra voru dæmdir til dauða og
dagblöð fluttu þær fregnir að
þeir hefðu verið skotnir í dögun.
Raymond var einn þeirra. En
enginn þeirra var líflátinn.
Gaston segir að Þjóðverjarnir
hafi ekki viljað lífláta háttsetta
menn í leyniþjónustu andstæð-
inganna, því vitneskja þeirra
kynni að koma síðar að notum og
réttara að hafa þá til taks. Þessi
njósnarahópur var síðan fluttur
til Þýskalands í flutningabílum,
fyrst til Anrath, en svo til Lutt-
ringhausen-fangelsisins í Ruhr-
dalnum. í næstum ár máttu þeir
búa við stöðugar loftárásir
bandamanna til viðbótar því
harðræði sem Þjóðverjarnir
sjýndu í fangabúðum.
maímánuði 1945 fékk fanga-
búðastjórinn þau fyrirmæli
frá Berlín að taka alla „nætur og
þoku“-fangana af lífi. Banda-
menn voru þá á næstu grösum í
innrás sinni. Fangabúðastjórinn
vissi að stríðið var tapað og vildi
reyna að bjarga eigin skinni.
Hann tók saman lista um þýska
glæpamenn, færði þá til skógar
og lét skjóta þá. Hann kveikti í
Þann lOda maí komu herir
bandamanna í Ruhr-dalinn.
„Við vorum of veikburða til að
standa uppréttir," segir Gaston
„en við vorum lífs og gleðin var
mikil meðal okkar."
Gaston varð þess síðar vís, að
hann hefði fimm sinnum verið
dæmdur til dauða af Þjóðverj-
um.
Hann hélt til Belgíu og sam-
einaðist fjölskyldu sinni og Víól-
ettu. Hann lauk herskyldu fyrir
þjóð sína, áður en hann var til-
nefndur einn þriggja fulltrúa
Evrópu í fyrirlestraferð til
Bandaríkjanna, að segja af
reynslu sinni í stríðinu og afla
með því fjár til heimssambands
stúdenta. Gaston lærði ensku í
sjóferðinni yfir Atlantshafið og
dvaldi næstu sjö mánuði í
Bandaríkjunum við fyrirlestra-
hald í háskólum um landið þvert
og endilangt.
Þessi kynni af Vesturheimi
gerðu hann áfjáðan í að setjast
þar að. Hann lauk námi sinu í
efnafræði, kvæntist Víólettu og
fluttist búferlum til Bandaríkj-
anna árið 1948. Síðan hefur hann
ýmist starfað í Bandaríkjunum,
Belgíu og Frakklandi sem efna-
fræðiprófessor og á vísinda-
stofnunum ýmsum og nú er hann
forstjóri eigin ráðgjafarfyrir-
tækis í Milwaukee.
Gaston Vandermeerssche er
ennþá belgískur ríkisborgari, þó
hann hafi um tíma hugleitt að
gerast bandarískur þegn. Hann
segir:
„Ég tel mig vera borgara alls
heimsins. Það er frelsið sem
skiptir öllu, það er frumþörf
mannsins, frjálsræðið. Ég hef
hætt lífi mínu fyrir það!“
J.K.Á. ondursaf'Ai úr Inter-
nalional llt rald Tribune.