Morgunblaðið - 27.06.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.06.1982, Qupperneq 23
skálda um list Kjarvals, sem ósjaldan geta ails ekki staðizt i raun og á köflum virðast stílæf- ingar einvörðungu. Hóflegir og skilmerkilegir textar skiia sér ólíkt betur í slíkum tiivikum en hitt. Þá vakti það undrun mína, að eingöngu er vitnað til ummæla og skrifa skálda og listfræðinga er ritað hafa um Kjarval bækur, en í engu er vísað til skilgrein- inga gagnrýnenda fyrr og nú — en þeir hafa fjölmargir ritað um Kjarval, innlendir sem útlendir. En hér er allt fyrst og framtak, sem er til mikilla bóta, skal met- ið að verðleikum. Þetta gefur hugmynd um, að snjallt yrði að gefa út bók um lífsferil Karvals í líku sniði og t.d. bókina um Siri Derkert, sænsku listakonuna. Formið er ekki ósvipað en rit- málið eru vel ritaðar, öfgalausar og óskáldlegar heimildir er ailir geta melt. Enda selst bókin upp á augabragði. Slík bók um Kjarval í ennþá fullkomnara formi væri að minni hyggju vænlegasta kynning á mannin- um og list hans sem hugsazt get- ur og mundi væntanlega rjúka út á Norðurlöndum og jafnvel víðar. Ég veit það ósköp vel, að menn þyrstir í upplýsingar um íslenzka myndlist erlendis og ris íslenzkrar listar yrði stórum meira ef við réðum bót á þessum þorsta. I skynsamlegri mynd, þ.e. án þeirrar yfirþyrmandi hlutdrægni, sem við erum þekkt- ir fyrir í þessum málum og út- lendum líkar miður. í gefnu formi er sýningin sett upp sem skólabókardæmi fyrir þá er fátt vita um Kjarval og þróunarferil hans og þeir eru vissulega margir hérlendis — einkum meðal ungu kynslóðar- innar. Þá er sýningin í þessu formi og með nokkrum viðauka vel til þess fallin að fara á flakk innan lands sem utan — hafa erlendir enda þegar sýnt áhuga á slíkri framkvæmd í heimalönd- um sínum. Dregið saman í hnotskurn, þá er þetta mjög áhugaverð sýning, sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara og gefa sér drjúgan tíma til að skoða verkin og sýn- inguna í heild. Uppsetningin er athyglisverð, einkum hvað teikn- ingar áhrærir, en hér var Kjar- val í essinu sínu sem „artisti" og vann myndirnar á margvíslegan hátt eftir því hvað hann hafði handanna á milli hverju sinni — slíkt er aðal sannra myndlist- armanna. Jafnvel salernispappír er fágæti ef annað er ekki við hendina er andinn kemur yfir þá ... Að lokum ber að þakka öllum er hér lögðu hug og hönd að. Bragi Ásgeirsson Sumarferð Fríkirkjunnar SUMARFERÐ Fríkirkjunnar verður að þessu sinni farin sunnudaginn 4. júlí, og verður lagt upp frá kirkjunni kl. 9 að morgni. Ekið verður austur um sveitir og undir Eyjafjöll, þar sem hádegis- verður mun snæddur að Eddu- hótelinu í Skógum. Komið verður við hjá Skógafossi, byggðasafnið í Skógum skoðað, og síðan ekið að upptökum Jökulsár á Sólheima- sandi. í bakaleiðinni verður ekið um Fljótshlíð. Stoppað verður á ýmsum athygl- isverðum stöðum og síðdegiskaffi drukkið einhvers staðar úti í nátt- úrunni. Er fólk því beðið að hafa með sér kaffi eða gosdrykki og nestisbita. Fargjaldi verður stillt í hóf eins og hægt er. Farseðlar verða seldir í versluninni Brynju á Laugavegi. (FrétUtilkynning frá Fríkirkjunni.) MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 23 Reykja- lundi gefið þrekpróf- unarhjól 301.NÝLEGA gaf Lionsklúbbur Kjalarnesþings Reykjalundi þolprófunarhjól, sem notað verður við töku álagshjartalínurita og við þjálfum hjartasjúklinga. Verft- mæti þessa tækis með söluskatti er um 60 þúsund krónur. Hjólið er búið tölvu, sem ýmist velur sjálf æfingaprógram fyrir viðkomandi eða gerir kleift að stýra vinnuálaginu mjög ná- kvæmlega. Bráðlega verður að- staða til þjálfunar hjartasjúklinga formlega tekin í notkun að Reykjalundi. Frá afhendingu þolprófunarhjólsins. A myndinni eru: Karl Friðrik Kristjánsson formaður Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavíkur, Friðrik Sveinsson héraðslæknir, Kári Sigurbergsson læknir, Guðmundur Sigþórsson, Þengill Oddsson læknir, Herberg Kristjánsson, Bernharð Lonn, Páll Vigmundsson, Ingimundur Eymundsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Sig- steinsson formaður Lionsklúbbs Kjalarnesþings, Björn Ásmundsson framkvæmdastjkóri Reykjalundar og Magnús Ein- arsson læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.