Morgunblaðið - 27.06.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982
PltrgnM Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö.
ur frá því verið skýrt, að nokk-
ur keppni væri milli manna í
ríkisstjórn Reagans um mótun
utanríkisstefnunnar. Þar tak-
ast á þrjár stofnanir, utanrík-
isráðuneytið, varnarmálaráðu-
neytið og ráðgjafastofnun for-
setans um öryggismál, sem að-
setur hefur í Hvíta húsinu.
Fyrir nokkrum mánuðum sagði
Richard Allen, öryggisráðgjafi
forsetans, af sér. Þá var Will-
iam Clark skipaður í það emb-
ætti, en hann er ráðgjafi Reag-
ans frá Kaliforníu, sem gerður
var að aðstoðarutanríkisráð-
herra við valdatöku Reagans.
Caspar Weinberger, varnar-
málaráðherra, er þriðji valda-
maðurinn, sem hér kemur við
ágreinings hefur komið milli
Haigs og Jean Kirkpatrick,
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, vegna
Falklandseyjadeilunnar og af-
stöðunnar til Argentínu. Haig
hefur staðið með Bretum en
Kirkpatrick vill ekki styggja
Argentínumenn um of.
Öll snerta þessi mál sam-
skipti Bandaríkjanna við önnur
ríki, en deilurnar um þær
endurspegla ólík viðhorf í
utanríkismálum innan Banda-
ríkjanna sjálfra. Alexander
Haig sagði af sér á sama tíma
og andstæðingar Reagans,
demókratar, efna til auka-
flokksþings til að búa sig mál-
efnalega undir þingkosn-
Alexander Haig segir af sér
Samskipti Bandaríkjanna
og Vestur-Evrópuríkja
hafa ekki verið snurðulaus síð-
an Ronald Reagan settist að í
Hvíta húsinu í Washington
fyrir 18 mánuðum. Ágreining-
urinn er þó ekki djúpstæður
um meginþátt Atlantshafs-
samstarfsins, öryggismálin,
eins og best var staðfest á leið-
togafundi NATO-ríkja í Bonn
10. júní síðastliðinn. Hins veg-
ar þykir mörgum í Evrópu, að
Ronald Reagan sé óvarkár í
orðavali og áherslum, þegar
hann setur fram skoðanir sínar
í öryggis- og utanríkismálum.
Vakið hefur verið máls á því,
að ekki sé við öðru að búast,
forsetinn hafi ekki mikla
reynslu í alþjóðamálum og
nánustu ráðgjafar hans komi
frá Kaliforníu, þar sem menn
hneigist til þess að ræða sam-
skipti ríkja með einfaldari rök-
um en falli að skapi Evrópum-
anna. Þegar þessir þættir hafa
verið tíundaðir, hefur því jafn-
an verið bætt við, að ekki sé
sanngjarnt að líta einvörðungu
á þá, því að meðal áhrifamik-
illa manna í Bandaríkjastjórn
séu ýmsir, sem hafi ríkan
skilning á viðhorfum banda-
manna Bandaríkjanna í Evr-
ópu og þar sé Alexander Haig
áhrifamestur. Öllum á óvart
sagði hann af sér utanríkis-
ráðherraembættinu á föstu-
daginn með þeim rökum, að
ríkisstjórnin hefði horfið frá
þeirri vandlega ígrunduðu
utanríkisstefnu, sem hann og
forsetinn hefðu mótað til
þessa.
Á meðan ekki liggur annað
fyrir opinberlega en þessi
óljósa málsástæða Alexander
Haigs verða menn að geta sér
til um einstök atriði ágrein-
ingsins innan Bandaríkja-
stjórnar. Hvað eftir annað hef-
sögu. Á líðandi stundu hefur
Alexander Haig önnur sjón-
armið en William Clark að því
er varðar bann við sölu á
bandarískum tæknibúnaði til
að leggja gasleiðslu frá Sovét-
ríkjunum til Vestur-Evrópu.
Dregur Haig taum Evrópuríkj-
anna í því máli en Clark fylgir
fram hinni opinberu stefnu
Reagans, að gasleiðslan skuli
ekki lögð. Innrás ísraelsmanna
í Líbanon kemur hér einnig við
sögu, í því máli deila þeir Alex-
ander Haig og Caspar Wein-
berger. Haig vill ekki leggja
hömlur á ísraelsmenn í Líban-
on heldur nota þá stöðu, sem
nú hefur myndast, til að gjör-
breyta ástandinu í Líbanon
með því að útiloka bæði PLO og
Sýrlendinga frá áhrifum í
landinu. Weinberger vill hins
vegar setja ísraelsmönnum
skorður, sem eru að skapi Ar-
aba. Loks er þess að geta, að til
ingarnar í Bandaríkjunum í
haust. Vilja demókratar, að í
þeim kosningum verði meðal
annars tekist á um stefnuna í
utanríkismálum. í því efni
leggja þeir áherslu á hugmynd-
irnar um „frystingu" kjarn-
orkuvopna. Þeir vilja, að strax
verði hætt frekari kjarnorku-
vígbúnaði bæði í austri og
vestri og síðan tekið til við að
fækka gjöreyðingarvopnunum
á grundvelli samninga og eftir-
lits. í baráttunni fyrir „fryst-
ingu“ hafa demókratar hamrað
á því, að Reagan-stjórnin sé
alltof „herská". Nú munu þeir
segja, að jafnvel hershöfðing-
inn fyrrverandi hafi orðið að
segja af sér vegna yfirgangs
„harðlínumannanna" í liði
Reagans.
Að sjálfsögðu er varasamt að
binda utanríkisstefnu Banda-
ríkjanna við persónu eins
manns og þess vegna ástæðu-
laust að líta þannig á, að brott-
för Alexander Haigs marki
greinileg og ótvíræð þáttaskil.
Hitt er ljóst, að skyndileg af-
sögn hans á viðkvæmum tím-
um er áfall fyrir ríkisstjórn
Ronald Reagans bæði inn á við
og út á við. Henni verður ekki
vel tekið af bandamönnum
Bandaríkjanna í Evrópu. Eftir
för Ronald Reagans til Evrópu
fyrir tveimur vikum, þar sem
hann leitaðist við að eyða tor-
tryggni í sinn garð og þótti tak-
ast það bærilega, stendur hann
nú jafnvel verr að vígi en áður.
Afsögn Haigs breytir engu um
meginákvarðanir í samskiptum
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna, fulltrúar þeirra munu
ræðast við um fækkun kjarn-
orkuvopna, eins og áður hafði
verið ákveðið. Hins vegar mun
líða nokkur óvissutími, þar til
forystumenn Sovétríkjanna
eins og annarra þjóða átta sig
á stöðu og stefnu hins nýja
utanríkisráðherra, George P.
Schultz. Hann kemur úr allt
annarri átt en Haig, sem öðlast
hafði mikla reynslu sem hers-
höfðingi og náinn samstarfs-
maður Bandaríkjaforseta.
Schultz nálgast utanríkismálin
frá bæjardyrum fjármála- og
kaupsýslumannsins.
Alexander Haig naut trausts
evrópskra stjórnmálamanna í
ráðherrastörfum vegna þess að
þeir höfðu kynnst hæfni hans,
þegar hann var yfirmaður Evr-
ópuherstjórnar NATO. Eins og
málum er nú háttað er síður en
svo þörf á því að draga úr
trausti milli Evrópumanna og
Bandaríkjamanna. Leiði utan-
ríkisráðherraskiptin í Wash-
ington til þess að bilið breikki
milli þessara bandamanna,
verður svo sannarlega erfitt
fyrir Ronald Reagan að brúa
það aftur.
Rey kj avíkurbréf
Laugardagur 26. júní
Kjaramálin í
sjálfheldu
Kjaramálin eru komin í alvar-
lega sjálfheldu. Brigzlyrði ganga á
víxl milli vinnuveitenda og verka-
lýðs. Skortur á samstöðu hefur
veikt báða samningsaðila. Aug-
ljóslega er mikill ágreiningur í
röðum verkalýðsmanna. Forseti
ASI hefur bersýnilega ekki burði
til þess að veita þessari öflugu al-
mannahreyfingu þá forystu, sem
hún þarf á að halda og hún hefur
búið við fram á síðustu ár. Þunga-
miðjan í verkalýðssamtökunum
hefur færzt frá forystu ASÍ yfir í
raðir byggingarmanna, sem fara
sínu fram, og til Verkamannasam-
bandsins og Dagsbrúnar. Guð-
mundur J. Guðmundsson, sem
gegnir formennsku á báðum stöð-
um, hefur hins vegar ekki sam-
hentan hóp á bak við sig. Skipu-
lögð hreyfing í kringum Halldór
Björnsson, varaformann Dags-
brúnar, er í beinni og óbeinni and-
stöðu við Guðmund J. og er það
gömul saga. Það er líka augljóst,
að Guðmundur J. hefur ekki þann
bakstuðning í Alþýðubandalaginu,
sem formenn Dagsbrúnar hafa
haft til þessa. Hafnarstjórnarmál-
ið er gleggsta dæmið um það. Þeg-
ar sundrung ríkir í röðum verka-
lýðssamtakanna er ekki við góðu
að búast. Við hverja eiga vinnu-
veitendur að semja? Ásmund Stef-
ánsson? Guðmund J. Guðmunds-
son? Eða einhverja allt aðra?
Vinnuveitendasambandið býr í
dag við sterka forystu, sem hefur
unnið nær allar fjölmiðlaorrustur
við verkalýðssamtökin. En það
hefur óhjákvæmilega veikt stöðu
Vinnuveitendasambandsins í þess-
um samningum, að vinnuveitend-
ur ganga ekki sameinaðir til leiks.
Meistarasamband byggingar-
manna hefur sagt sig úr VSI og
gert kjarasamninga, sem óneitan-
lega hafa lagt ákveðnar línur i
þeim samningaviðræðum, sem
yfir hafa staðið.
Þannig ha/a báðir aðilar átt við
innanhússvandamál að etja, sem
gert hafa þeim erfitt fyrir og sett
svip sinn á þá samningalotu, sem
staðið hefur að undanförnu.
I Morgunblaðinu í dag, laugar-
dag, birtist greinargerð frá Vinnu-
veitendasambandi íslands, þar
sem staðhæft er, að verðbólgan
yrði komin í nær 70% á næsta
vori, ef farið yrði að tillögum Al-
þýðusambands íslands. Morgun-
blaðið birtir líka í dag greinargerð
frá Alþýðusambandi Islands þar
sem fullyrt er, að samkvæmt til-
lögum Vinnuveitendasambandsins
mundi kaupmáttur lækka veru-
lega á samningstímanum frá því,
sem nú er. Meiri verðbólga segir
annar aðilinn, minni kaupmáttur
segir hinn. Á það eftir að verða
niðurstaða þessara samninga, að
spádómar beggja rætist?
Aðrar leiðir
Samningamál hafa oft áður
komizt í alvarlega sjálfheldu.
Stundum hefur slík kreppa í
kjarasamningum verið leyst með
því að leita annarra leiða til
kjarabóta en breyta launatölum. í
erfiðum samningum 1955 var t.d.
samið um atvinnuleysistrygg-
ingar. I júnísamningunum 1964
var samið um að taka verðtrygg-
ingu launa upp á ný, sem þá hafði
ekki verið í gildi í nokkur ár. í júlí
1965 var samið um hinar miklu
byggingarframkvæmdir í Breið-
holti í þágu láglaunafólks. Er slík-
ur flötur til á samningamálunum
nú?
Fyrir nokkrum dögum var höf-
undur þessa Reykjavíkurbréfs
staddur á bílaverkstæði í Búðar-
dal. Eldri maður ræddi horfur í
málum lands og þjóðar og sagði
efnislega á þessa leið: Af hverju
lækka „þeir“ ekki skattana? Það
þýðir ekkert að vera alltaf að
hækka kaupið, sem verðbólgan ét-
ur upp jafnóðum.
„Af hverju lækka „þeir“ ekki
skattana?" Svo glöggar upplýs-
ingar liggja nú fyrir um stöðu
þjóðarbúsins, að enginn ágrein-
ingur er um það, að deilt er um
skiptingu á minnkandi köku. Við
slíkar aðstæður hlýtur það að
koma alvarlega til álita, að vinnu-
veitendur og verkalýður taki
höndum saman og beini því til rík-
isstjórnar og Alþingis að dregið
verði verulega úr sameiginlegum
útgjöldum þjóðarbúsins og skatt-
ar lækkaðir á móti. Hér skal full-
yrt, að ríkari stuðningur er við þá
leið innan verkalýðssamtakanna
en ætla mætti við fyrstu sýn. Það
er heldur ekki ólíklegt, að meiri-
hlutavilji sé fyrir því á Alþingi.
Það hefur áður gerzt í kjarasamn-
ingum, að deiluaðilar hafi sameig-
inlega sett fram kröfur við ríkis-
valdið. Hvers vegna ekki nú?
Pólitíkin
bídur
Á næstu misserum eru fram-
undan mikil pólitísk átök í land-
inu. Kosningarnar í maí sl. voru
upphaf þeirra átaka. í þeim kosn-
ingum vann Sjálfstæðisflokkurinn
mikinn sigur og endurheimti bæði
meirihlutann í Reykjavík og
sjálfstraust sitt og er hið síðar-
nefnda ekki síður mikilvægt. í
þessum kosningum voru nýjar
víglínur dregnar á hinum pólitíska
vígvelli. Umskiptin eru mikil.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur
verið í mikilli vörn frá kosningun-
um 1978, er kominn í sterka sókn-
arstöðu. Aðrir flokkar eru komnir
í vörn og Alþýðuflokkur er raunar
á skipulagslausu undanhaldi.
Upplausn og ringulreið er að skap-
ast í liði kommúnista.
En þrátt fyrir þessa gjörbreyt-
ingu á vígstöðunni í pólitíkinni er
hún nú í biðstöðu. Stjórnarsinnar
og stjórnarandstæðingar bíða eft-
ir niðurstöðum kjarasamninga.
Þar er nú háð næsta orrusta í
þeim átökum, sem hafin eru. Verði
niðurstaða samninganna sú, að
launahækkanir verði langt um-
fram greiðslugetu atvinnuveganna
kemst ríkisstjórnin í mikinn
vanda. Hún varð fyrir miklu áfalli
við úrslit sveitarstjórnarkosn-
inganna. Kröfur munu magnast í
kjölfar óraunhæfra kjarasamn-
inga um, að stjórnin „geri eitt-
hvað“. Framsóknarmenn munu
enn tala um nauðsyn niðurtaln-
ingar í ágústmánuði og sjálfsagt
leggja nokkra áherzlu á aðgerðir
þá. Alþýðubandalagsmenn eru
hins vegar í vanda staddir. Það er
eðli Alþýðubandalagsins að geta
beitt áhrifum sínum framan af
Frá Reykjavíkurhöfn.
stjórnartimabili til þess að halda
verkalýðshreyfingunni í skefjum.
Þessi áhrif fjara hins vegar út
þegar líður á tímabil ríkisstjórn-
ar, sem kommúnistar eiga aðild
að. Það er t.d. óhætt að fullyrða,
að áhrif forystumanna Alþýðu-
bandalagsins á gang núverandi