Morgunblaðið - 27.06.1982, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982
Úr heimi hugmyndanna
Sókrates
„Hverning stóð á því, að lítill fjallaskagi í afkima
Miðjarðarhafsins gat á tæpum tvö hundruð árum lagt
öllum heiminum til uppistöðuna að nútímareynslu
okkar í stjórnmálum, bókmenntum, leiklist, myndlist,
efnafræði, eðlisfræði og guð má vita hve mörgu öðru?“
Svo spyr Hendrik Willem van Loon í bók sinni Frelsis-
baráttu mannsandans sem Níels Dungal íslenskaði
árið 1943. hann svaraði spurningu sinni í sömu bók á
þessa leið: „Skyndileg þróun , sem sprettur sjálf-
krafa upp á mjög háu menningarstigi er aðeins
möguleg, þegar þeir þættir sem til þess þarf, svo sem
kyngæði, loftslag, velmegun og stjórnmálaástand
eru saman komnir á eins æskilegan hátt og unnt er
í þessum ófullkomna heimi.“
Þetta gerðist í Grikklandi á 5tu öld fyrir Krist.
Aþena var höfuðstaður og miðstöð þessara and-
ans afreka sem Grikkir unnu. Um meira en þrjátíu
ára skeið ríkti þar atorkusamur og víðsýnn maður,
Perikles að nafni. Hann tók sér fyrir hendur að reisa
borgina úr þeim rústum sem hún var í eftir stríðið
við Persa og ekki „ekki aðeins líkamlega heldur og
andlega", eins og H.G. Wells kemst að orði í Verald-
arsögu sinni. Einn þeirra heimspekinga sem hæst
risu með Grikkjum í þennan tíma var Aþeningurinn
Sókrates. Skal nú sagt af honum.
Sókrates
Sókrates fæddist í Aþenu
árið 469 f.Kr. Faðir hans var
myndhöggvari, efnalítill og
barnmargur. Ekkert er vitað
með vissu um æsku Sókratesar
og uppvaxtarár. Fullorðnum
var honum lýst svo, að hann
væri maður ófríður og stór-
skorinn en lágur vexti. Fátæk-
ur var hann alla ævi enda
nægjusamur með afbrigðum.
Frelsið eitt var honum nóg.
Hann kvæntist seint, konu er
Xantippa hét, og eignuðust
þau þrjá sonu.
Þótt lítið sé kunnugt um
yngri ár Sókratesar mun
óhætt að segja, að hann hafi
snemma fundið hjá sér löngun
til þess að fræðast og komast
að sannleikanum um hlutina.
Hefur hann leitað hans hjá
hinum ýmsu spekingum, en
þeir reyndust ekki hafa að
bjóða það sem hann sóttist eft-
ir. Hann sneri baki við nátt-
úruspeki síns tíma og komst á
þá skoðun, að þeim litla tíma
sem mönnum er ætlaður á
jörðinni væri betur varið til
íhugunar siðferðilegra við-
fangsefna og þess að efla and-
legan þroska en til rannsókna
á náttúrunni.
Sókrates hafði þann hátt, að
hann reikaði um götur og torg
og efndi til rökræðna við
menn; lék hann þá tíðast ein-
feldning sem ekkert vissi og
þyrfti að leita fræðslu hjá
þeim sem hann átti tal við. En
ef þeir gáfu höggstað á sér
maldaði hann í móinn, flækti
þá í rökunum og rak þá í
ógöngur svo að þeir urðu loks
að játa vanþekkingu sína.
Varð Sókrates svo sleipur í
rökræðum, að orð fór af. Safn-
aðist snemma um hann hópur
ungra, gáfaðra manna sem
drukku í sig kenningar hans.
Höfðu þeir mikla ást og virð-
ingu á meistara sínum og
fylgdu honum hvert sem hann
fór.
Skapferli og mannkostir
Sókratesar gæddu kenningar
hans undarlegum mætti. Ekk-
ert skelfdi hann né bugaði og
ekkert ósamræmi fannst milli
kenninga hans og breytni.
Sókrates spurði sjálfan sig
og aðra: „Hvað er dyggð?“,
„Hvað er hið góða?“, „Hvað er
rétt og hvað er rangt?" Ein-
földustu leiðina til þess að fá
svör við þessum og líkum
spurningum taldi Sókrates þá
að skilgreina merkingarinntak
hugtakanna í þeim, þ.e. hug-
taka á borð við „gott“, „dyggð",
„rétt“ og „rangt". Var hug-
takaskilgreining hans nýjung í
grískri heimspeki. Þetta var
aðferð Sókratesar til að kom-
ast að hinu sanna og rétta, svo
nefnd aðleiðsluaðferð, sem átti
að leiða til algildra hugtaka og
lögmála. í framhaldi af þessu
var Sókrates þeirrar trúar, að
þekking væri hið sama og
dyggð. Þegar menn vissu í
hverju réttlæti, gætni, hug-
rekki og hófsemi væru fólgin
og hverjar afleiðingar þessara
dyggða væru, fengju þeir ást á
hinu góða, sú ást yrði að knýj-
andi afli í sálu þeirra og kæmi
þeim til þess að breyta sam-
kvæmt þekkingu sinni.
Alla sina ævi reyndi Sókrat-
es að sýna samborgurum sín-
um fram á það, að þeir sóuðu
næstum alltaf þeim dýrmætu
gáfum, sem mikill og dulinn
guð hafði gefið þeim, þeir
verðu þeim aðallega til þess að
svala löngunum sínum; að þeir
lifðu tómu og innihaldslausu
lífi. Hann var sannfærður um
það, að mennirnir hefðu há-
leitt hlutverk. Hann kenndi, að
samvizka mannsins væri
mælikvarði allra hluta og að
menn sköpuðu sér sjálfir örlög
en ekki guðirnir.
Árið 399 f.Kr. var Sókratesi
stefnt fyrir dóm og honum gef-
ið að sök, að hann tryði ekki á
guðina og spillti auk þess
æskulýðnum. Sókrates varði
mál sitt fyrir dómstólnum af
mikilli snilld og mælti m.a.:
„Ef maðurinn hefur aðeins
frið fyrir sinni eigin samvizku
getur hann verið hamingju-
samur án þess að þurfa tíl þess
samþykki vina sinna, án fjár-
muna, án fjölskyldu, meira að
segja án heimilis. En þar sem
enginn getur komizt að réttum
niðurstöðum án þess að athuga
gaumgæfilega öll rök með og
móti í hverju máli, þá verður
að gefa mönnum frelsi til þess
að ræða öll deilumál algerlega
hindrunarlaust og án þess að
eiga íhlutun yfirvaldanna á
hættu.“
Meiri hluti dómstólsins vildi
sýkna Sókrates ef hann hætti
að þreyta landsmenn sína með
efasemdum og léti þá og
hleypidóma þeirra í friði.
„Undir engum kringum-
stæðum", hrópaði þá Sókrates.
„Á meðan samvizka mín, hin
kyrrláta og lágróma rödd inni
í mér, býður mér að halda
áfram að kenna mönnum að
hugsa rétt skal ég halda áfram
að hnippa í hvern, sem á vegi
mínum verður og segja honum
það, sem mér liggur á hjarta,
án þess að spyrja um afleið-
ingarnar.“
Hinn ákærði var dæmdur til
dauða.
Aþeningar vildu ekki van-
helga bæinn með lífláti meðan
skipið helga frá Delos væri í
hafi. Dróst líflát Sókratesar
því í mánaðartíma. En vinir
hans og lærisveinar dvöldu öll-
um stundum hjá honum í
fangelsinu. Á þessum síðustu
dögum skildu þeir fyrst hver
hann var. Aldrei virtist hann
rólegri og karlmannlegri en
einmitt þá. Alveg fram í and-
látið var hann að uppfræða þá,
og brýndi það fyrir þeim að
þýðingarmeira væri að leggja
rækt við andlega hluti en efn-
isiega.
Svo kom að því, að skipið
helga frá Delos tók höfn í
Aþenu og var þá ekkert til
fyrirstöðu framar; nú skyldi
Sókrates deyja. Umkringdur
vinum sínum tæmdi hann eit-
urbikarinn sem honum var
fenginn; gekk um gólf til þess
að eitrið svifi fljótar á hann,
lagðist svo fyrir og sofnaði
hinum hinsta svefni. Platón
lýsir síðustu dögum Sókrates-
ar í bók sinni „Faidon" og lýk-
ur henni með þessum orðum:
„Þannig andaðist vinur vor
Ekkekrates; vér megum full-
yrða, að hann var allra manna
beztur þeirra, er vér höfum
þekkt, allra manna vitrastur
og réttlátastur."
Sókrates ritaði ekkert sjálf-
ur. En kenningar hans, þær
sem eftir lifa, eru saman
komnar í ritum lærisveins
hans, Platóns, sem hélt þeim
til haga. Platón varð síðar
mestur heimspekingur
Grikkja á sinni tíð. í næsta
þætti skal greint frá honum.
Jakob F. Ásgeirsson
Vegurinn við
Mánárskriður:
Hleypur
fram
árlega
jarðfræðingar kanna
leiðir til úrbóta
„VEGURINN var lagður árin
1959 og 1960 og það komu strax
fram hreyfingar á ákveónum
stað þarna og undanfarin ár hef-
ur orðið eins til tveggja metra
sig á hverju ári, vegurinn hleyp-
ur fram á um 100 metra kafla,“
sagði Jón Birgir Jónsson yfir-
verkfræðingur hjá Vegagerðinni
í samtali við Morgunblaðið.
Hann var spurður um ástand
vegarins í Almenningsnöf,
skammt sunnan við Mánárskrið-
ur, en vegurinn þar hefur hlaup-
ið fram á hverju ári og hefur
hann jafnan verið lagfærður og
fyllt upp í þann kafla sem sigið
hefur.
Jón sagði að hreyfing væri á
veginum á um 500 metra kafla, þó
væri hún mest á kafla sem er inn-
an við 100 metra langur. Ekki
hefði komið fram nein tillaga um
það hvernig unnt væri að verjast
siginu, og ekki sagði Jón unnt að
komast fram hjá umræddum veg-
arkafla. Kvað Jón jarðfræðinga
myndu kanna ástand vegarins í
sumar og leiðir til úrbóta. Jón
sagði að ekki væri einsdæmi að
vegir hlypu fram með þessum
hætti og nefndi hann veginn um
Gvendarnesmúla, sem hlaupið
hefði fram fyrir tveimur árum.
Landsliðið
í skák
gegn Eng-
landivalið
INGI R. Jóhannsson, einvaldur
landsliðsins í skák, hefur valið liðið
sem mætir Knglendingum í Evrópu-
keppni landsliða í skák í Middles
brough á Englandi. Svo sem
mönnum er í fersku minni, sigraði
íslenzka sveitin þá sænsku, en þess-
ar þrjár þjóðir eru saman í riðli.
Friðrik Ólafsson stórmeistari
teflir á 1. borði, Guðmundur Sig-
urjónsson stórmeistari á 2. borði,
siðan koma alþjóðlegu meistarnir
Margeir Pétursson á 3. borði, Jón
L. Arnason á 4. borði, Helgi
Ólafsson á 5. borði, Haukur Ang-
antýsson á 6. borði, Ingi R. Jó-
hannsson á 7. borði og loks teflir
Jóhann Hjartarson á 8. borði og er
hann eini titillausi keppandinn.
Varamenn eru Sævar Bjarnason
og Elvar Guðmundsson.