Morgunblaðið - 27.06.1982, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.06.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982 33 BLAÐBURÐARFOLK ÓSKAST Vesturbær Skerjafjöröur sunnan flugvallar II. Úthverfii Frá aðalfundi Hins íslenzka kennarafélags, fráfarandi formaður Jón Hnefill Aðalsteinsson fremst á myndinni. Vinnudeilusjóður stofnað- ur innan kennarafélagsins Fulltrúaþing og aðalfundur Hins íslenska kennarafélags var haldinn að Hótel Esju dagana 11. og 12. júní síðast- liðinn. Þingið sóttu um 60 fulltrúar víðs vegar að af landinu auk gesta innlendra og erlendra. Helstu verkefni þingsins auk venjulegra aðalfundarstarfa voru kjaramál, réttinda- og menntunarmál kennara svo og samstarf við önnur kennarafé- lög innlend og erlend. Þá var einnig fjallað um stöðu félagsins innan Bandalags háskólamanna. Kjaramál Mikill urgur var í þingfulltrú- um og töldu þeir launakjör kennara algjörlega óviðunandi. Samþykkt var að stofna vinnu- deilusjóð innan Hins íslenska kennarafélags. Ræddar voru ýmsar aðgerðir sem til greina gætu komið til að knýja á um bætt launakjör. Samstarf við kennarafélög Þingið fagnaði þeim ályktun- um um aukið samstarf, sem samþykktar voru á þingi Kenn- arasambands Islands fyrir skömmu og tók heils hugar und- ir þær. Stjórninni var falið að stuðla að samstarfi félaganna á sem flestum sviðum. Þingið samþykkti að HÍK skyldi taka þátt í útgáfu tímarits um upp- eldis- og menntamál í samvinnu við Kennarasamband íslands. Menntunarmál kennara Fjallað var um skipan kenn- aramenntunarinnar við Háskóla íslan.ds. Talið var brýnt að ráð- inn verði endurmenntunarstjóri við háskólann hið fyrsta og að skipaðir verði námsstjórar fyrir framhaldsskólastigið. Þingið undirstrikaði mikilvægi Náms- gagnastofnunar og lagði áherslu á að henni yrði gert kleift að taka upp þjónustu við fram- haldsskólana. Þingið fól stjórn félagsins meðal annars að sækja um lögverndun á starfsheitinu kennari. Formaður Hins íslenska ára er Kristján Thorlacius, Fjöl- kennarafélags til næstu tveggja brautaskólanum við Ármúla. Gnoöarvogur 44—88 / Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.