Morgunblaðið - 27.06.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982
37
Aðalfundur
sýslunefndar
A-Skafta-
fellssýslu
AÐALFUNDUR sýslunefndar Aust-
ur-Skaftafellssýslu var haldinn dag-
ana 10. og 11. júní. Að venju voru
tekin til umfjöllunar og afgreiðslu
fjölmörg erindi, sem nefndinni bárust
milli funda. Þannig hagar til i sýslu-
nni, að samstarf hreppanna er mikið á
ýmsum sviðum og hafa þeir með
sýslufélaginu sameinast um mörg
staerri mál, sem þannig hafa verið al-
farið í höndum sýslunefndar.
Þar ber einkum að nefna:
1. Uppbygging og rekstur Elli- og
hjúkrunarheimilis á Höfn. Þessi
stofnun hefur á síðasliðnum tveim-
ur árum verið stórlega stækkuð
með nýbyggingum, gerðar miklar
breytingar á innréttingum eldra
húsnæðis og tækjabúnaður stór-
aukinn. Vistrými á heimilinu er nú
fyrir 40, auk fæðingaraðstöðu.
Langstærstur hluti af fjármagni
því sem sýslusjóður hefur til ráð-
stöfunar á þessu ári rennur til upp-
byggingar þessarar þörfu stofnunar
eða kr. 758 þúsund.
2. Útgáfustarfsemi. Sýsluritið
Skaftfellingur 3. árg. 1982, kom út
11. þessa mánaðar. Ritið er vandað
og mjög fjölbreytt. Stærð þess er
254 síður. I ritinu er að finna grein-
ar og ljóð eftir 22 höfunda, en alls
eru titlar 29. Afgreiðsla ritsins er á
sýsluskrifstofunni á Höfn.
3. Sýslan rekur byggðasafn og var
það opnað 1980. Gestir er árlega um
1700 — 2000. Safnið er einnig fé-
lags- og fundarmiðstöð vegna starf-
semi sýslunefndar, undirnefnda
hennar og fyrir sameiginlegt starf
hreppanna og sýslufélagsins.
4. Náttúruverndarnefnd sýslunnar
hefur unnið mikið og árangursríkt
starf undanfarin ár, fer og áhugi
fólks í héraði mjög vaxandi varð-
andi umhverfis- og skipulagsmál.
Skapast hefur samstaða um þessi
mál í sýslunni.
5. Sýslunefnd styrkir ýmsa menn-
ingarstarfsemi í héraðinu með fjár-
framlögum. Sýslan er stuðnings- og
samstarfsaðili Safnastofnunar
Austurlands.
Á þessu ári munu greiðslur úr
sýslusjóði nema kr. 1.268.000 og ber
þar langhæst framlag til Elli- og
hjúkrunarheimilisins, sem sýslan
hefur rekið síðan 1974.
Sýsluvegaáætlun 1982, stefnir að
framkvæmdum víða í sveitum
A-Skaftafellssýslu, þó er á þessu
ári aðallega unnið við sýsluvegi í
Suðursveit. Alls verða greiðslur úr
sjóðnum 738 þúsund þetta árið.
Til tíðinda verður talið að á
sýslufundi var afgreidd skipun
konu sem hreppstjóra á Höfn,
Hornafirði. Sú er þetta virðulega
embætti skipar heitir Svava Kr.
Guðmundsdóttir aðalbókari.
Sýslunefnd samþykkti einróma
að sækja um aðild að sambandi
sveitarfélaga á austurlandi (SSA)
og skorar á stjórn og aðalfund
þeirrar stofnunar að greiða fyrir
inngöngu sýslufélaganna í SSA,
m.a. með breyttum lögum sam-
bandsins á aðalfundi 1982.
Safnahús — sýsluhús
Sýslunefnd vill hefja undirbún-
ing í samstarfi við Hafnarhrepp og
jafnvel aðra hreppa um byggingu
safnahúss, en hér vantar m.a. hús-
næði fyrir bókasafn, listasafn, sýn-
ingarsali, þá einnig til tónleika-
halds og fleira er lítur að menning-
armálum innan héraðs.
Að venju ályktaði sýslunefnd um
nokkur þjóðþrifamál:
Sýslufundur A-Skaftafelllssýslu
haldinn á Höfn dagana 10. og 11.
júní 1982, skorar á yfirstjórn vega-
mála, að hefja nú þegar undirbún-
ing að lagningu bundins slitlags á
Skeiðaársandsveg.
(Þjóðveg nr. 1.)
Greinargerð: Slitlag á vegi þess-
um er ekert nú, og ástand vegarins
slíkt að ekki verður við unað. öll
rök, þar á meðal orð starfsmanna
Vegagerðar, mæla með lagningu
bundins slitlags í stað malarlags.
(Úr fréttatilkynningu)
Söfnuðu 300 kr.
Þessir krakkar, efndu fyrir nokkru til
hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkur-
deild Rauða krossins. Söfnuðu þau 300
krónum.
Krakkarnir heita Sigurður Óli Hákon-
arson, Sigurveig Margrét Stefánsdóttir
og Kristín Martha Hákonardóttir. — Á
myndina vantar úr stjórn hlutaveltunn-
ar þá Kristin Stefánsson og Hauk Skúla-
son.
Dað ersitthvað
sum endast stutt önnurlengi.
Örninn býður einvörðungu upp á fyrsta, flokks gæðamerki frá framleiðendum í Vestur-Evrópu
sem veita margra ára ábyrgð á framleiðslu sinni. Þar að auki bjóðum við ókeypis eftirstillingu og
alla aðra fagmannaþjónustu sem byggist á þekkingu og reynslu í meir en hálfa öld.
voru langmest seldu hjólin á íslandi í fyrra, enda er hér um að ræða úrvals framleiðslu frá stærstu
reiðhjólaverksmiðju Vestur-Þýskalands. Þessi hjól eru í algerum sérflokki vegna hins
lága verðs miðað við gæði, enda er KALKHOFF ein af örfáum reiðhjólaverksmiðjum
sem taka 10 ára ábyrgð á framleiðslu sinni.
Hér er sýnishorn af KALKHOFF hjólaúrvalinu.
Hjól med þessu lagi og einnig með kvenstelli og öllum
hugsanlegum útbúnaði Bamahjólin eru með
fótbremsu. Fyrir fullordna án gira eða með 3-gírum
og fótbremsu. 10 ára ábyrgð á stelli og gaffli.
Verðfrá ca. kr. 1.9,52.
5- og 10-gira hjól fyrir stráka frá 9 ára og fuUorðna í ýmsum
stærðum og gerðum - AUur búnaður sem sóst á myndinni fylgir.
10 ára ábyrgð á stelli og gaffh.
Verðfrá ca. kr. 2.445.
b- 10-gíra kvenhjól með beinu eða bognu stýri fyrir
12 ára og eldri. AUur búnaður sem sést á myndinni fylgir.
10 ára ábyrgð á framgaffh og stelh.
Verðfrá ca. kr. 2.995.
eru oft kölluð ,,Rolls Royce" hjólanna, enda veríð framleidd í 100 ár við gífurlegar vinsældir
af einni stærstu og virtustu reiðhjólaverksmiðju heims. Miðað við hjól í efsta gæðaflokki er
verðið ótrúlegt, eða frá ca. 2.950,00
PX 50S, 15-gíra hjólin slógu í gegn i fyrra og seldust upp,
enda einstaklega lótt á móti vindi og í erfiðum brekkum,
einmitt vegna 15 giranna. Breið dekk fyriraUa vegi.
Vitanlega 10 ára ábyrgð á gaffli og steUi og verðið
er mjög gott fyrir hjól í þessum gæðaflokki, eða
ca. kr. 4.540.
PH8FN, 10 gira. í ár bjóðum við lika Peugeot með
skálabremsum að framan og aftan, karl- og kvenhjól.
Þau eru á breiðum dekkjum ogþví færi flestan sjó
og eins og á öUum Peugeot hjólum er 10 ára ábyrgð á
gaffli og steUi. Verðið með þessum dýra búnaði er
aðeins um kr. 4.261.
Skálabremsur eru algerlega óháðar bleytu ogaurog eru
auðxhtað af vönduðustu gerð á Peugeot. Einn af
fjölmörgum tæknikostum Peugeot-hjólanna.
hftnffier
Dönsku Winther-verksmiðjumar eru sérhæfðar í harna
hjólum fyrir einhvern kröfuhardasta markað heims,
enda fengið margfalda viðurkenningu
fyrir framleiðslu sina.
Hér eru tvö dæmi:
Bt/Ertan
í fagtimantum og víðar eru dönsk Everton hjólin
tahn ísérflokki, enda einhver vinsælustu hjólin
íDanmörku í dag. Hér sjáum við eitt af
þeim vinsælusu:
Winther þríhjólin hafa lengi verið mjög vinsæl hórlendis
þviþau endast og endast. Andstætt flestum
öðrum þrfhjólum fylgir þeim
varahlutaþjón usta.
Verð frá kr. 460,00
Bamatvíhjól af ýmsum stærðum og gerðum, öll með
fótbremsu, þvi yngstu bömin hafa ekki nægilegt
handafl fyrir handbremsur. 10 ára ábyrgð á 20” -24 ”
hjólunum og verðið með hjálparhjólum frá
ca. kr. 1.595.
Þessi yullfalleyu 5 gíra kvenhjól eru með ein-
stakleya meðfærilegum oy vönduðum yírum sem
og öðrum hlutum og með 10 ára ábyrgð en Ever-
ton framleiðir hæði fjölgírahjól og Mvenjuleg‘‘ öll
með 10 ára ábyrgð á gaffli og stelli.
Sérverslunimeira
enhálfaöld
I .. Reidhjólaverslunin
ORNINNP'
Spítalastíg 8 og vió Óóinstorg símar: 14661,26888
Ath.: Verð miðað við fíengi 24/6.
Okeypis eftirstillinff og öll önnur
viðgerða- ojf stillinfraþjónusta er á
Vitastífi 5, sími 1690Ö.
Umboðsmenn um allt land.