Morgunblaðið - 27.06.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982
39
ýmsum tækjum sem smíðuð hafa
verið af þessum mönnum, sem
hugsanlegt væri að raðframleiða
jafnvel í tiltölulega stórum stíl.
Sum þessara tækja hafa verið
smíðuð við mjög erfiðar aðstæður
og uppfyndingamaðurinn orðið að
bera allan kostnað sjálfur. Ég hef
aldrei vitað til að nokkur maður
hafi fengið styrk til að vinna að
því að framkvæma hugmyndir
sem hann hefur fengið, nema þá
fyrir milligöngu stofnunar sem
hann er starfsmaður hjá. Og í
slíkum tilfellum er það þá gjarnan
stofnunin sem á eða eignar sér
uppfyndinguna. Mér finnst að
hugvitsmenn, sem einbeita sér ár-
um saman að því að leysa vanda-
mál atvinnuveganna, ættu að
minnsta kosti að njóta einhverrar
viðurkenningar fyrir störf sín. Að-
Viðtal:
Bragi Oskarsson
Myndir: Guðjón
rándýran hugbúnað og tæki sem
henta ekki meira en svo til þeirra
hluta sem þeim er ætlað, þar sem
þau eru oft framleidd með hlið-
sjón af öðruvísi framleiðslusniði
viðkomandi atvinnuvegs. Við get-
um að sjálfsögðu fengið útlend-
inga til að hanna og smíða allan
flóknari rafeindabúnað fyrir
okkur, en það held ég að væri ekki
skynsamlegt."
Sameind hf.
Nú lítur þú á Sameind hf. sem
þjónustufyrirtæki fyrir önnur
framleiðslufyrirtæki í rafeinda-
iðnaði fyrst og fremst. Hversu vel
er fyrirtækið í stakk búið til að
gegna því hlutverki?
„Hvað varðar pöntunarþjónustu
erlendis frá á tækjum og hlutum
Viðvörunarkerfi fyrir hænsnabú sem Sameind hf. er að hefja framleiðslu á.
Til hægri á myndinni eru hitaskynjarar sem tengjast viðvörunarkerfinu sem
er til vinstri.
eins ein verðlaun eru veitt fyrir
uppfyndingar og hönnun hér á ís-
landi, en þau eru veitt úr sjóði sem
Félag íslenskra iðnrekenda hefur
haft veg og vanda af.
Ef íslenskur rafeindaiðnaður á
að ná sér á strik er ekki vafi á að
við verðum að leggja meiri rækt
við vaxtarbrodd hans, sem eru
hugvitsmennirnir. Við getum
varla haldið áfram að flytja inn
til rafeindaiðnaðar held ég að
okkur hafi tekist að standa okkur
sem þjónustufyrirtæki, þótt auð-
vitað verði viðskiptavinir okkar að
dæma um það. Okkur hefur tekist
að ná samningum um efnisútveg-
un við fyrirtæki sem eru leiðandi á
sviði rafeindaiðnaðar og treystum
okkur til að útvega vörur frá þess-
um fyrirtækjum með tiltölulega
stuttum fyrirvara. Þá höfum við
Ólafur Sigurðsson lóðar einingar á prentrás eftir teikningu.
komið upp allstórum lager af al-
gengustu hlutum og hefur sá lager
farið sífellt stækkandi með árun-
um.“
Silkiprentrásir
„Hvað framleiðslu prentrása,
sem eru uppistaðan í öllum raf-
eindatækjum, varðar getum við
hins vegar ekki veitt jafn góða
þjónustu og þyrfti. Við getum að
vísu látið gera silkiprentaðar
prentrásir erlendis fyrir við-
skiptavini okkar, en eins og ég
sagði getum við ekki framleitt þær
sjálfir. Þær prentrásir, sem við
framleiðum, eru auðvitað vel
nothæfar í flest rafeindatæki, en
hér er um gamla tækni að ræða
sem hvað úr hverju fer að teljast
úrelt. Sérstaklega kemur þetta til
álita þegar um er að ræða prent-
rásir í tæki sem ætlunin er að
framleiða í miklu magni og til sölu
erlendis — í slíkum tilfellum eru
silkiprentrásir verulega hag-
kvæmari auk þess sem auðveldara
verður að lóða tækið. Ég tel að við
setjum okkur í hættu með því að
verða alveg háðir útlendingum um
gerð prentrása og tel alveg nauð-
synlegt að fullkominn tækjakost-
ur til framleiðslu á þeim sé til í
landinu.
Fyrir utan þessi verkefni er
Sameind hf. umboðsaðili fyrir
Jostykit í Danmörku, en þetta
fyrirtæki framleiðir fjölmörg raf-
eindatæki sem seld eru ósamsett.
Þessi tæki (kit) eru svo mörg að of
langt mál væri upp að telja — allt
frá mjög einföldum upp í mjög
flókin rafeindatæki — og svo eru
alltaf að bætast við fleiri. Skólar
um allt land hafa keypt mikið af
þessum tækjum hjá okkur fyrir
unglinga sem valið hafa sér raf-
eindafræði sem valgrein og einnig
til tómstundastarfa. Einnig setj-
um við þessi tæki saman fyrir
viðskiptavini sé þess óskað og var
nýlega ráðinn starfsmaður til
fyrirtækisins sem annast slíka
samsetningarvinnu. Þá erum við
einnig umboðsaðilar fyrir tölvur,
jaðartæki og fjartengibúnað en
eftirspurn eftir þessum tækjum er
mjög mikil. Hér er um bandarísk
tæki frá Zenith Data System og
Micom að ræða. Við höfum líka í
verslun okkar blöð og bækur um
rafeindatækni og er það orðið
töluvert safn.“
Rafeindastýringar
Svo eru einnig framleidd nokkur
rafeindatæki hér hjá Sameind hf.
„Já, við raðframleiðum í tiltölu-
lega litlu magni nokkur tæki sem
við höfum sjálfir hannað. Við
hönnuðum t.d. og smíðuðum ljósa-
stýringu á sínum tíma fyrir Leik-
félag Kópavogs og þótti hún reyn-
ast það vel að fleiri leikfélög vildu
fá hana, og höfum við nú afgreitt
sjö ljósastýringar af þessari teg-
und. Þessar ljósastýringar fást af
nokkrum gerðum með sex til tólf
rásum.
Þá hönnuðum við og smíðuðum
nýlega sérstaka þvottastýringu
fyrir Þvottahús ríkisspítalanna og
hefur hún reynst vel. Þá höfum
við hannað og smíðað ýmsar teg-
undir af viðvörunarkerfum, t.d.
viðvörunarkerfi fyrir hænsnabú
— slík kerfi hafa t.d. verið sett
upp í Holtabúi, Ásmundarstöðum
og einnig hjá Nesbúi á Vatns-
leysuströnd.
Viðvörunarkerfið fylgist stöð-
ugt með rafkerfi búsins og hita-
stigi á mörgum stöðum samtímis.
Þó ekki sé komin veruleg reynsla á
þessi viðvörunarkerfi ennþá, telj-
um við að okkur hafi í þessu til-
felli heppnast að hanna kerfi sem
kemur að verulegum notum og eigi
framtíð fyrir sér. Þá væri hægt að
hugsa sér að svipað viðvörunar-
kerfi gæti komið að gagni í fleiri
búgreinum. T.d. mætti smíða til-
tölulega einfalda tölvustýringu
sem fylgdist með heyverkun í
hlöðum og varaði við ef stefndi í
heybruna. Þá höfum við einnig
hannað og smíðað viðvörunar- og
stýrikerfi fyrir loftræstingar sem
sett hafa verið upp víða um land.
Einnig höfum við hannað og fram-
leitt þjófavarnarkerfi — bæði
fyrir fyrirtæki og heimahús."
Hefur fiskiðnaðurinn
orðið útundan?
„Eins og þú sérð á þessari upp-
talningu eru tækifærin allt að því
ótæmandi í rafeindatækni. Það
hlýtur því að teljast undarlegt
hversu lítil rækt hefur verið lögð
við þennan atvinnuveg í heild, sér-
staklega þegar litið er á hversu
mikill árangur hefur náðst á ein-
stökum sviðum þrátt fyrir erfið
skilyrði. T.d. hefur fiskiðnaðurinn,
sem er einn aðalatvinnuvegur
þjóðarinnar, næstum alveg farið á
mis við vinnuhagræðingu sem
unnt væri að ná með rafeindabún-
aði. Ég tel hiklaust að á því sviði
séu miklir möguleikar fyrir raf-
eindavæðingu sem við ættum að
kanna nánar."
— bó.
Er hængur
á ráðí
pínu C
Eða eru fiármálin
í góðu lagi?
Þjónusta ráðgjafans í Útvegsbankanum
stendur öllum viðskiptamönnum hans
til boða, og hún veitist þeim ókeypis.
Nánari upplýsingar á öllum afgreiðslustöðum bankans.
ÚTVEGSBANKINN
Einmitt bankinn fyrir þig.