Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982
VEGNA tæringar, sem fram kom í væng Boeing 720 þotu
Arnarflugs sl. (ostudag, vard félagið að taka aðra vél á leigu.
Leiguvélin bilaði síðan í lendingu í gær, þannig að félagiö
neyddist til að taka enn aðra vél á leigu.
Tildrög málsins eru þau, að við
reglulega skoðun á Boeing 720
þotu Arnarflugs sl. föstudag kom
í ljós að annar vængurinn var
talsvert tærður. Að sögn fram-
kvæmdastjóra félagsins, Gunnars
Þorvaldssonar, er ekki óalgengt
að tæring verði í álplötum flug-
vélavængja, en hún kemur eink-
um til vegna raka og seltu í lofti.
Sagði hann að líklega þyrfti að
skipta um plötur í neðra borði
vængsins.
„Það er ljóst að þessi tæring
mun valda okkur talsverðu fjár-
hagslegu tjóni,“ sagði Gunnar,
„en hjá okkur er nú staddur mað-
ur frá Boeing-verksmiðjunum í
Bandaríkjunum og mun hann
væntanlega skila áliti á morgun
eða miðvikudag. Á meðan höfum
við tekið á leigu Boeing 707 þotu
frá Luxavia sem íslenskir flug-
menn munu fljúga. Leigutími
hennar er einn mánuður."
Þegar leiguvélin frá Luxavia
lenti í Þrándheimi í Noregi í
gærmorgun brotnaði stykki í
hjólahúsi hennar. Engan sakaði.
Stykki þetta var ekki til í Noregi
þannig að Arnarflug þurfti að
senda litla flugvél eftir því til
Luxemburg. Vegna þessa varð fé-
lagið að taka DC-8 þotu Flugleiða
á leigu, en hún flaug í gær til
Rimini með hóp sem Arnarflug
hafði tekið að sér að fljúga með til
Rimini.
Boeing 720 þota Arnarflugs var
í leigu- og áætlunarflugi til og frá
landinu. Félagið hefur haft hana í
rekstri sl. 5 ár, en hún er fram-
leidd árið 1968. Ekki er ljóst hve
alvarlegar skemmdirnar eru.
Góð sala
VÉLBÁTURINN Bjarnarey frá Vest-
mannaeyjum seldi 71 tonn af þorski í
Hull í gærmorgun fyrir 830 þúsund
krónur og var meðalverð á kílói krón-
ur 11,80.
Þokkalegt verð hefur fengist fyrir
ísaðan fisk frá íslandi í Bretlandi
síðustu daga.
„Gullbjörninn“ veidir lax
HINN heimskunni golfleikari, Jack Nicklaus, kom
hingað til lands á sunnudagskvöld ásamt fjölskyldu
sinni. Nicklaus, eða „gullbjörninn“ eins og hann er oft
nefndur, kom með einkaþotu beint frá brezka opna
golfmótinu, þar sem hann hafnaði í 10. ssti. Nicklaus
verður við laxveiðar í Grímsá i Borgarfirði fram til
laugardags en þá heldur hann af landi brott að nýju. Á
myndinni er Nicklaus (annar frá vinstri) ásamt fjöl-
skyldu sinni og Helga Jakobssyni, sem skipulagt hefur
heimsóknina hingað. Morgunbiaðið/ kök
Mánaðaryfirlit yinnumáladeildar félagsmálaráðuneytisins:
Atvinnuleysi tvöfaldaðist fyrstu
6 mánuði ársins miðað við ’81
Tæring í Amarflugsvél:
Varavélin bil-
aði í Noregi
12 ára drengur
fyrir bifreið
TÓLF ára drengur frá Dalvík slasaðist
þegar hann varð fyrir bifreið á Olafs-
fjarðarvegi, við Spónsgerði í Arnarnes-
hreppi, skömmu eftir klukkan 17 á
fóstudag. Drengurinn var á reiðhjóli
þegar slysið átti sér stað og var mikil
rigning og skyggni slæmt. Drengurinn
missti meðvitund og var fluttur í
sjúkrahús á Akureyri. Hann er nú
kominn til meðvitundar og eru
meiðsl hans ekki eins alvarleg og T
fyrstu var óttast.
SKRÁÐUM atvinnuleysisdög-
um í júnímánuði sl. fjölgaði um
2.480 daga frá mánuðinum á
undan og um 5.500 daga miðaö
við júnímánuð 1981. Skráðir
atvinnuleysisdagar á landinu
öllu voru 9.936 í júní mánuði
sl., sem svarar til þess að 459
manns hafi verið skráðir at-
vinnulausir allan mánuðinn,
sem nemur 0,4% af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði í
mánuðinum. Þetta kemur fram
í mánaðaryfirliti vinnumála-
deildar félagsmálaráðuneytis-
ins.
Mesta aukningin á atvinnuleysi
í mánuðinum er á höfuðborgar-
svæðinu og munar þar 2.500 dög-
um, hvort sem miðað er við mán-
uðinn á undan, eða júnímánuð í
fyrra. Ástæður þess eru taldar
stöðvun togaraútgerðar í mánuð-
inum, en það bitnaði einkum á
fiskvinnsluninni í Reykjavík og
Hafnarfirði, þótt áhrifanna gætti
víðar, að því fram kemur í yfirlit-
inu.
Segir ennfremur að miðað við
Laxamerkingar Veiðimálastofnunar auknar:
140 þúsund merktum
seiðum sleppt sl. vor
„VIÐ HÖFUM stóraukið laxa-
merkingarnar og á síðastliðnu
vori var um 140 þúsund merktum
laxaseiðum sleppt,“ sagði Árni
ísaksson, fiskifræðingur hjá
Veiðimálastofnun, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Árni sagði að undanfarin ár
hefðu um 50 til 60 þúsund seiðum
verið sleppt, sem væri þokkalegt
miðað við aðra, t.d. hefðu írar
merkt um 100 þúsund seiði. Sagði
Árni að nú væri rannsóknarverk-
efni í gangi til að kanna hvað fram
kæmi af merktum fiski í afla Fær-
eyinga. Sagði hann að á síöasta
vori hefði um 70 þúsund seiðum
verið sleppt á Norður- og Norð-
austuriandi og öðru eins á Suð-
vesturlandi í þeim tilgangi.
Það kom fram hjá Árna að þjóð-
ir þær sem hagsmuna hefðu að
gæta fylgdust síðan með veiðum
Færeyinga til skiptis, farið væri
um borð í færeyska fiskibáta og
fylgst væri með því hvað kæmi
mikið fram af merktum fiski.
Samkvæmt einni athugun sem
gerð hefði verið, hefðu komið fram
4 fiskar með svokölluðu örmerki,
en það er sams konar merking og
notuð er hér á landi. Þessir fiskar
hefðu reynst vera frá Irlandi og
Skotlandi. Hins vegar væri þessi
athugun ekki marktæk nema hvað
Suðvesturland varðaði, vegna þess
að merktum fiski hefði aðeins ver-
ið sleppt frá þeim landshluta á
þeim tíma, vorið 1980.
árstíma sé atvinnuleysi óvenju
mikið, en það er um 3.700 dögum
yfir meðaltali atvinnuleysisdaga í
júní, árin 1975 til 1982, að báðum
Humar-
vertíð
lýkur á
föstudag
Sjávarútvegsráðuneytið
hefur ákveðið að síðasti veiði-
dagur á yfirstandandi hum-
arvertíð verði föstudaginn 23.
júlí næstkomandi. Ástæða
þessarar ákvörðunar ráðu-
neytisins er sú, að humarafl-
inn er nú orðinn 2.600 lestir,
en heildarkvótinn á þessari
vertíð var ákveðinn 2.700 lest-
ir.
Humarveiðarnar hafa al-
mennt gengið mjög vel frá
öllum verstöðvum á þessari
vertíð og er aflinn alls stað-
ar meiri en á sama tíma í
fyrra. Þá hefur humarinn,
sem veiðst hefur, verið
stærri en á undanförnum
vertíðum.
árum meðtöldum. Þá segir að
hlutur kvenna í atvinnuleysinu sé
68% af skráðum dögum, en var
43% á sama tíma í fyrra.
í yfirlitinu kemur fram að
skráðir atvinnuleysisdagar hafi
meira en tvöfaldast á fyrstu 6
mánuðum þessa árs miðað við
sama tímabil í fyrra. Fyrstu sex
mánuðina þá voru 63.700 skráðir
atvinnuleysisdagar, en í ár námu
þeir 132.600. Aukningin nemur
um 108% milli ára.
Varðandi atvinnuhorfur segir
að mikil óvissa ríki um atvinnu-
horfur í útgerð og fiskvinnslu og
ljóst sé að ekki megi dragast
lengur að gripið verði til úrræða,
sem leysi vanda útgerðar og fisk-
vinnslu og komi í veg fyrir að at-
vinnuástandið haldi áfram að
versna.
Skærblár páfa-
gaukur týndur
SKÆRBLÁR páfagaukur slapp
frá Bergþórugötu 1 á föstudag.
Auglýst var eftir honum og var
komið með ljósbláan unga, sem
fundist hafði og íbúar á Bergþóru-
götu 1 voru beðnir fyrir hann. Þeir
lýsa eftir skærbláa páfagauknum
sínum og einnig geta eigendur
ljósbláa ungans vitjað hans að
Bergþórugötu 1, símanúmerið er
11672.
Ríkissaksóknari um seladráp:
Vill svör frá land-
búnaðarráðuneytinu
Ríkissaksóknari hefur óskað
svars frá landbúnaðarráöuneytinu
um, hvort ráðuneytið telji, að hring-
ormanefnd hafi tekið sér opinbert
vald sem sé hjá ráðuneytinu, með
því að verðlauna seladráp.
I síðustu viku kærði stjórn Sam-
bands dýraverndunarfélaga ís-
lands opinber afskipti sölusam-
taka fiskiðnaðarins og hringorma-
nefndar af selaveiðum til ríkis-
saksóknara, svo sem fram hefur
komið í Mbl. Benti stjórnin á, að
samkvæmt lögum um Stjórnarráð
íslands, fari landbúnaðarráðu-
neytið með veiðar í ám og vötnum
og önnur veiðimál, sem ekki heyri
undir önnur ráðuneyti og því
hljóti það að teljast óeðlilegt og
ólöglegt, að einkaaðilar hvetji til
selveiða án samráðs við opinbera
aðila.