Morgunblaðið - 20.07.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982
5
SKUTTOGARINN Ýmir, sem tók
niðri á Geirfuglaskeri síðasliðinn
fostudag, hefur nú verið tekinn upp í
slipp i Njarðvík. Þar hafa skemmdir
á skipinu verið kannaðar, en enn er
ekki Ijóst hve mikið tjón hefur orðið.
Meðai þess sem skemmdist er
skrúfa skipsins eins og sjá má á inn-
felldu myndinni.
Ljósmynd Arnór
Skuttogarinn
Ýmir:
Sjópróf hefj-
ast á morgun
SKEMMDIR á skuttogaranum Ými,
sem tók niðri á Geirfuglaskeri síð-
astliðinn föstudag, eru enn ekki full-
kannaðar. Þó er talið að þær hafi
verið minni, en upphaflega var búizt
við.
Að sögn Gunnars Felixsonar
hjá Tryggingamiðstöðinni
skemmdust skrúfa skipsins og
stýrisdammi talsvert og tvö göt
komu á botn skipsins auk þess sem
hann er talsvert dældaður. Sagði
Gunnar, að ekki væri hægt að
meta tjónið enn sem komið væri
vegna þess að eftir væri að taka
botnplötur úr skipinu og þá gæti
meira komið í ljós.
Eins og fram kom í fréttum
reyndist annar gúmbjörgunarbát-
ur skipsins í ólagi, þegar til hans
átti að taka. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem Morgunblaðið fékk
hjá Siglingamálastofnun ríkisins,
stafaði það af því, að loft hafði
lekið af flösku þeirri, sem notuð er
til að blása upp bátinn. Ekki er
ljóst hvað valdið hefur lekanum,
en að sögn Páls Guðmundssonar,
er slíkt afar sjaldgæft. Sagði hann
að slíkt hefði að meðaltali komið í
ljós við skoðanir í einum af hverj-
um 300 bátum, sem Siglingamál-
astofnun hefði skoðað til þessa. Að
öðru leyti var báturinn í full-
komnu lagi.
Sjópróf vegna óhappsins hefjast
hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði
klukkan 9.00 næstkomandi mið-
vikudagsmorgun.
Ólafsfjörður:
400 manns á tónleik-
um í Tjarnarborg
Otarsfirói 19. júlí.
JÓN Þorsteinsson, tenór, og
Hrefna Eggertsdóttir, píanóleik-
ari, efndu til tónleika í félags-
heimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði
í gærkvöldi. Var efnisskrá tón-
lcikanna mjög fjölbreytt, á fyrri
hluta þeirra voru íslenzk lög eftir
Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson,
Jón Þórarinsson, Karl Ó. Run-
ólfsson, Sigvalda Kaldalóns og
Sigurð Þórðarson. A seinni hluta
voru óperulög og aríur eftir Rob-
ert Schumann, Franz Schubert,
Mozart og Donnizctti.
Var listafólkinu frábærlega vel
tekið og þurftu þau að endurtaka
mörg lög og flytja aukalög. Er
þetta metaðsókn að félagsheimil-
inu, en 400 manns sóttu tónleik-
ana.
Þetta eru fyrstu opinberu tón-
leikar Jóns hér á landi, en hann
hefur stundað söngnám erlendis
undanfarin ár og sungið víða, en
Hrefna hefur lagt stund á píanó-
nám í Vín. Jón er ættaður héðan
úr Ólafsfirði, sonur hjónanna
Hólmfríðar Jakobsdóttur og
Þorsteins Jónssonar, vélsmiðs.
Hrefna er dóttir hjónanna Regínu
Ólafsdóttur, sem er ættuð héðan
úr Ólafsfirði og Eggerts Gíslason-
ar, skipstjóra.
Ólafsfirðingar þakka þessu
frábæra listafólki komuna og
ógleymanlega kvöldstund.
Fréttaritari.
Tveir
þrælsterkir
aöWESTAN
Kaldræsiþol:630 amper
Plötur i sellu: 15 stk.
Kaldræsiþol: 460 amper
Plötur i sellu: 13stk.
Exide Edge og Red Camel rafgeymar eru
sérstaklega gerðir fyrir adstæöur sem krefj-
ast mikillar ræsiorku i kuldum (kaldræsiþol
við - 18° C) og langan endingartima.
Passar i flestar gerdir bifreiða
isetning á stadnum
Tudor-umboðið
Laugavegi I80 simi 84I60 ,r ^
af vegghúsgögnum úr furu, tekk, bæsaðri eik og hnotu.
Verksmiðjuútsala - Borgartúni 22
Mikið úrval af kápum, jökkum og
efnisbútum. Opið 9.00 til 18.00.
Komið
og gerið góð kaup.