Morgunblaðið - 20.07.1982, Page 10
10
■ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982
Tillaga frá Sigurði E. Guðmundssyni
í borgarstjórn:
Vísað frá með
20 atkv. gegn 1
BERTIL prins og kona hans Lilian fórn utan í gærmorgun eftir að hafa verið hér í heimsókn nokkra daga í boði
forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. A myndinni eru hertogahjónin frá Hallandi ásamt gestgjafa sínum og
borgarstjórahjónunum í Reykjavík, Davíð Oddssyni og Astríði Thorarensen. Myndin er tekin, er borgarstjórinn hafði
boð inni í Höfða fyrir hina tignu gesti. Ljósm.: KÖE
*
Nýskráningu í Háskóla Islands lokið:
Mest fjölgun í lög- og læknisfræði
TILLÖGU frá Sigurði E. Guð-
mundssyni, borgarfulltrúa Alþýðu-
flokksins, um að fella niður fast-
eignagjöld ellilífeyrisþega 67 ára
og eldri, sem aðeins eiga eina
íbúð, var vísað frá með 20 atkvæð-
um gegn 1, —atkvæði hans
sjálfs,— á fundi borgarstjórnar sl.
fimmtudag. Rökin fyrir frávísun-
inni voru þau að vegna laga-
ákvæða væri tillagan óþörf.
Frávísunartillagan er svohljóð-
andi: „Hinn 30. apríl sl. voru á Al-
þingi samþykkt lög um breytingu
á lögum nr. 73/1980 um tekju-
stofna sveitarfélaga. Þau lög
kveða upp úr með það að sveitar-
stjórnum sé skylt að „lækka eða
fella niður fasteignaskatt sem
elii— og öryrkjalífeyrisþegum er
gert að greiða". Jafnframt segir í
lögunum: „Sama gildir um slíka
lífeyrisþega, sem ekki hafa veru-
legar tekjur umfram elli- og ör-
orkulífeyri". Ljóst er að fram-
kvæmd Reykjavíkurborgar á fast-
‘eignaskattamálum framantalinna
hópa og samþykkt nefndra laga,
• gerir tillögu Sigurðar E. Guð-
mundssonar óþarfa og er henni
því vísað frá.“ Þessi tillaga borg-
arstjóra, var samþykkt með 20 at-
kvæðum gegn 1, eins og áður
sagði.
Leiðrétting
Sú villa var í föstudagsblaði, þar
sem fjallað var um myndsegul-
bönd, að Grundig 2x4 super var
sagt hafa 16 upptökudaga fram í
tímann, en þeir eiga að vera 99.
Einnig var Grundig sagt fást hjá
Heimilistækjum hf. en Grundig
fæst hjá Nesco hf. og biðjum við
velvirðingar á þessu.
Á föstudaginn, sl. 16. júlí, rann út
umsóknarfrestur fyrir nýstúdenta til
innritunar í Háskóla íslands. Sam-
kvæmt upplýsingum Friðriks Sigur-
björnssonar, skrifstofustjóra, þá
höfóu 1.240 látið innrita sig. En 1.139
á sama tima í fyrra.
Innritun i deildir skiptist á eftir-
Lokað vegna sumarleyfa
21. júlí til 3. ágúst
Ræðismannsskrifstofa Sviss.
Sveinn Björnsson & co
Austurstræti 6, Reykjavík.
farandi máta. Tölur í sviga eru síð-
an í fyrra, árið 1981.
Guðfræðideild 16 (19), Heim-
spekideild 238 (225), Félagsvísinda-
deild 151 (138), Lögfræðideild 104
(70), Viðskiptadeild 195 (175),
Verkfr. og raunvísindadeild 272
(267), Hjúkrunarfræði 64 (61),
Sjúkraþjálfun 70 (53), Læknisfræði
136 (96), Lyfjafræði 15 (14), Tann-
læknisfræði 29 (30).
Aðeins 20 komast að í Sjúkra-
þjálfun þar sem fjöldatakmörkun
er strax inn á námsbrautina, en í
öðrum greinum fá allir að byrja að
öllu jöfnu, þótt eftir fyrstu prófin
séu sums staðar fjöldatakmarkan-
i
Málþing á Kjarvalsstöðum:
Hvernig má halda
andlegum og lík-
amlegum kröftum?
í tengslum við sýninguna íslensk
alþýðulist, sem nú stendur yfir á
Kjarvalsstöðum, er efnt til mál-
þings nokkur kvöld. Sýningin er
r www
STORSPARNAÐUR
í SÖGUFERÐ
TIL AMSTERDAM
Flug og gisting
4 dagar verð frá kr. 3.860.-
5 dagar verð frá kr. 4.100.-
1 vika verð frá kr. 4.600.-
Innifalið: flug og gisting
Allar nanari upplýsingar og verð á
skrifstofu okkar.
101 Reykjavik, Sími: 28633
Feröaskrifstofan Laugavegi 66,
haldin í tilefni árs aldraðra, og til
umræðu á málþingi eru ýmis mál
er snerta þjóðfélagið almennt og
aldraða sérstaklega.
í kvöld heldur Jón Snædal
læknir fyrirlestur um efnið:
Hvað er hægt að gera til að halda
líkamlegum og andlegum kröft-
um? Hefst fyrirlesturinn klukk-
an 20.30, í fyrirlestrarsal Kjarv-
alsstaða. Jón Snædal er hér
heima í stuttri heimsókn, en
hann stundar framhaldsnám í
öldrunarfræðum í Lundi í Sví-
þjóð.
Sýningin á Kjarvalsstöðum er
opin daglega klukkan 14 til 22.
Myndbandasýning eru í dag
klukkan 16.30 og stendur hún til
19.30, en á morgun eru tvær sýn-
ingar, klukkan 14.30 og 18.15.
Sókn fær
lóðina
Skipholt 52
BORGARSTJÓRN samþykkti á
fundi sínum sl. fimmtudag að tillögu
skipulagsnefndar, að veita Starfs-
mannafélaginu Sókn lóðina á Skip-
holti 52 og afturkalla úthlutun lóðar-
innar til Byggingarsjóðs Reykjavík-
ur. Þetta var samþykkt með 12 at-
kvæðum sjálfstæðismanna gegn 9
atkvæðum minnihlutans.
Á fundinum iagði Guðmundur
Þ. Jónsson, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, það til að ný stjórn
byggingarsjóðs yrði kosin og af-
greiðslu á lóðarumsókn Sóknar
frestað, þar til fyrir lægi umsögn
stjórnarinnar. Þessi tillaga Guð-
mundar hlaut 9 atkvæði minni-
hlutans og því ekki stuðning.
Samfara þessari samþykkt var
ákveðið að breyta landnotkun á
lóðinni, úr íbúðarhúsnæði í
skrifstofuhúsnæði. Þegar mál
þetta var afgreitt í borgarráði
fyrir skömmu var tillaga skipu-
lagsnefndar samþykkt með 3 at-
kvæðum gegn 1 atkvæði fulltrúa
Alþýðubandalagsins.