Morgunblaðið - 20.07.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.07.1982, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 Eiginkona Moros ásakar yfirvöld Kómarborg, 19. júlí. Al*. KKKJA Aldo Moro, fvrrum forsæt- isráðherra Ítalíu, hefur nú skýrt frá því að yfirvöld hafi komið i veg fyrir tilraunir fjölskyldunnar til að ráða milligöngumenn til að komast í samband við Rauðu herdeildirn- ar. Þá skýrði hún ennfremur frá því að rannsóknarlögreglumenn hefðu skellt skollaeyrum við upp- lýsingum um hugsanlegan dval- arstað hans, sem fram komu á miðilsfundi. Frú Elenora Moro sagði að ít- alska stjórnin hefði gripið í taumana og talið svissneskan lögfræðing og starfsmenn Rauða krossins af þeim ætlunum sínum að komast í samband við með- limi Rauðu herdeildanna. Þá skýrði frú Moro ennfremur frá því að Páll páfi sjötti hefði mætt mikilli andstöðu yfirvalda er hann bað Rauðu herdeildirnar í opinberu ávarpi að leysa Moro úr haldi. Páfi var góður heimil- isvinur Moro-fjölskyldunnar. I framburði frú Moro fyrir rétti sagði hún m.a.a að lög- reglumenn hefðu ekki skeytt um þær upplýsingar, sem bárust af miðilsfundi, sem haldinn var nokkrum dögum eftir ránið á Moro. Kom nafnið „Gradoli" þar upp og var talin hugsanleg vís- bending. Moro var rænt 16. mars 1978 og þann 18. apríl réðst lög- reglan til inngöngu í íbúð, sem var við Gradoli-stræti í Róm. Frú Moro kom nú fyrir réttinn öðru sinni, en talið er að réttar; höldin kunni að taka heilt ár. í fyrri framburði sínum lét frú Moro þess getið að lífverðir manns hennar hefðu engan veg- inn verið nægilega vel þjálfaðir. Lögregla segir stripl- ingum stríð á hendur Kómarborg, 19. júlí. Al’. LÖGREGLAN á vinsælustu ferðamannastöðum Ítalíu hefur nú sagt stríð á hendur striplingum, sem kjósa að liggja kviknaktir í sólbaði. Hins vegar hefur illa gengið að koma þeim að óvörum og hefur lögreglan hvað eftir annað orðið að snúa á brott sneypt eftir mis- heppnaðar aðgerðir. Segir frá þessu í dagblaðinu II Messaggero, sem gefið er út í Róm. Ein tilraunin til að koma striplingunum á óvart í því augnamiði að leggja fram kærur á hendur þeim fyrir brot á velsæmislögunum var gerð á laugardag. Um 50 lög- reglumenn, jafnt fótgangandi, sem á hraðbátum, réðust þá til atlögu á einni ströndinni. Til- raunir þeirra voru hins vegar allar unnar fyrir gýg því sést hafði til þeirra í tæka tíð og fólk því náð að komast í lepp- ana áður en komið var að því. Það eina, sem lögreglumenn- irnir fundu voru um 200 manns, sem lágu og sóluðu sig í sundfötum. Yfirvöld hafa hvað eftir annað hafnað beiðnum sam- taka, sem berjast fyrir því að fólk fái að stunda sólböð kviknakið. Samkvæmt ítölsk- um lögum er bannað að koma fram nakinn á meðal almenn- ings og þeir sem verða staðnir að slíku geta átt á hættu að verða kærðir fyrir velsæm- isbrot. Arvekni sólarunnenda var þó ekki alls staðar söm og með miklu snarræði tókst þjóð- varðliðum að koma þremur þýskum ferðamönnum að óvörum þar sem þeir sóluðu sig í mesta sakleysi með tveimur féiögum sínum frá Napólí. Voru fimmmenning- arnir kærðir fyrir brot á vel- sæmislögum. Gífurleg örtröð hefur verið undanfarið við allar helstu baðstrandir iandsins í kjölfar hitabylgju, sem gengið hefur yfir suðurhluta Evrópu. Hefur hitastigið vart farið niður fyrir 30 gráður á celsíus. Landamæraverðir í Sviss skýrðu frá því að á laugardag hefði verið um 50 km löng bílalest við landamærin og var þar á ferð fólk, sem ætlaði sér í sólbað á Ítalíu. Allar ferjur og hótel á Sardiníu voru troð- fullar um helgina af fólki, sem ætlaði að sleikja sólina í hit- anum. Sovétmenn buðu PLO aðstoð frá Kúbu l.undon. 19. júlí. Al*. LEYNISKJÖL, sem ísraelsmenn segjasl hafa komist yfir í I.íbanon hafa leitt í Ijós, art Sovétríkin buóusl til aó kalla til kúbanska hermenn fyrir þremur árum í baráttu PLO við ísraelsmenn. Kom þetta fram í frétt enska blaósins The Observer á sunnuday. Skjölin eru m.a. sögð innihalda upplýsingar um fund milli sov- éskra leiðtoga og Yasser Arafats, leiðtoga PLO. Ennfremur var þar að finna skipulagsdrætti að stofn- un frjáls ríkis í Galíleu. Blaðið sagði, að Gideon Patt, einn ráðherra stjórnar Begins, hefði lesið upp fyrir blaðamann úr arabísku skjölunum. Þar sagði Boris Ponomarev, einn sendi- nefndarfulltrúanna, sem var undir forystu Andrei Gromyko, orðrétt við Arafat: „Við getum alltaf haft samband við vini okkar á Kúbu og þeir geta gegnt ákveðnu hlutverki fyrir ykk- ur í Líbanon." Á fundinum kvört- uðu fulltrúar PLO sáran undan því, að Kúbumenn hefðu reynst ósamvinnuþýðir á ótilteknum- fundi aðilanna. Sovétmennirnir voru fljótir að taka upp hanskann fyrir vini sína á Kúbu og svöruðu því til, að þrátt fyrir að þeir hefðu ekki sýnt lipurð í umræddu tilviki, væri þess að vænta í framtíðinni að þeir yrðu PLO innan handar. Miklar vopnabirgðir, sem ísra- elsmenn hafa fundið í Líbanon, ýta undir þann grun, að e.t.v. hafi PLO fengið vopn frá kommúnista- ríkjum. Segja Israelsmenn vopnin, sem fundust, nægja fyrir 100.000 manna her, en þegar innrásin var gerð í síðasta mánuði, var aðeins talið að um 14.700 hermenn PLO væru í landinu. Swart látinn Prelorm, 17. júli. AP. CHARLES Robberts Swart, fyrsti forseti Suður-Afríku, og einn af upphafsmönnum umdeildra laga um aðskilnað kynþátta þar í landi, lézt á föstudagskvöld í sjúkrahúsi, 87 ára gamall. Swart varð forseti þegar S-Afríka sagði sig úr brezka samveldinu 31. maí 1961. ERLENT Sómalir ásaka Sovét- menn mjög harkalega Nairóbí, Konýa, 19. júli. Al*. SOMALIA lagði í dag fram formleg mótmæli vió Sovétríkin fyrir að reyna aó skapa ókyrró og óstöóugleika í landinu meó því aó styója vió bakið á uppreisnarmonnum. Voru Sovétmenn hvattir til að hætta stuðningi sínum við upp- reisnarmennina hið snarasta og hætta þar með beinum eða óbein- um afskiptum sínum af innanrík- ismálum Sómalíu. Sómalir, sem hafa um nokkurt skeið ásakað Eþíópíumerin um að gera skæruárásir inn í landið, lögðu fram fyrirspurn þess eðlis hvort Sovétmenn væru með stuðn- ingi sínum að lýsa velþóknun sinni á áreitni Eþiópíumanna. Fremur kalt hefur verið á milli ráðamanna í Mogadishu og Moskvu frá því Sovétmenn tóku að styðja Eþíópíumenn í Ogaden- stríðinu 1977—78. Sómalir hafa síðan hallað sér meira að Vestur- veldunum og ásakað Sovétmenn um íhlutun. Mótmælin, sem lögð voru fram í dag eru þau harðorð- ustu af hálfu Sómala til þessa. ROSALEG VERÐLÆKKUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.