Morgunblaðið - 20.07.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.07.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982 31 fHotgtittÞfftfeifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Sambandsleysi eða orðaleikur? Fréttastofu hljóðvarpsins og Kjartani Jóhannssyni, for- manni Alþýðuflokksins, lenti saman nú um helgina vegna útleggingar fréttamanns hljóðvarpsins á frétt Morg- unblaðsins á föstudaginn um óformlegar áþreifingar fram- sóknarmanna og alþýðubandalagsmanna á krötum. Hér í blaðinu var skýrt frá því, að áhrifamenn í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi hafi að undanförnu kannað með óform- legum hætti, hvort takast mætti að styrkja stöðu ríkisstjórn- arinnar á Alþingi með því að fá Alþýðuflokkinn til liðs við stjórnarliðið. í því sambandi hefur verið rætt um tvo mögu- leika, að Alþýðuflokkurinn gerist aðili að núverandi ríkis- stjórn undir forsæti Gunnars Thoroddsens eða mynduð verði ný vinstri stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, sem sitji til loka kjörtímabils og sjálfstæðis- mennirnir þrír hverfi úr ráðherrastólum. Hér verður ekki fjallað um deilur þeirra Helga H. Jónsson- ar, fréttamanns, og Kjartans Jóhannssonar um þessa frétt Morgunblaðsins. Hún getur orðið þeim veganesti, þegar þeir keppa um fylgi á framboðsfundum í Reykjaneskjördæmi. En Helgi H. Jónsson er í hópi frambjóðenda Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi þar sem Kjartan Jóhannsson og Alþýðuflokkurinn eiga undir högg að sækja eins og úrslitin í sveitarstjórnakosningunum sýndu. Hitt hlýtur að vekja at- hygli, að formaður Alþýðuflokksins viti ekki um þær óform- legu áþreifingar, sem sagt var frá í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag. Ekki skal því haldið fram hér á þess- um vettvangi, að Kjartan Jóhannsson tali gegn betri vitund, þegar hann lýsir því yfir, að ekkert sé hæft í frétt Morgun- blaðsins. Alþýðuflokkurinn er ekki stór flokkur, þótt hann geti enn minnkað. Þó sýnist það geta gerst, að óformlegar áþreifingar um stjórnarsamvinnu eigi sér stað við toppkrata, án þess að flokksformaðurinn viti af þeim. Hvað veldur þessu sam- bandsleysi í smáflokknum? Eða er Kjartan Jóhannsson í orðaleik, þegar hann segist lýsa því yfir, að Morgunblaðið fari með rangt mál? Á forsíðu Alþýðublaðsins á laugardag var það haft eftir Kjartani Jóhannssyni, að það hafi „alls engar viðræður átt sér stað um stuðning við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens eða aðra möguleika á stjórnarsam- starfi Alþýðuflokksins". Kjartan Jóhannsson telur vafalaust mun á „viðræðum" og „óformlegum áþreifingum". Hann hef- ur því síður en svo mótmælt því sem stóð í frétt Morgun- blaðsins, enda getur hann það ekki nema hann viðurkenni um leið, að hann viti ekki hvað er að gerast í Alþýðuflokkn- um. Þolir friðarbaráttan ekki sannleikann? Stuðningsmenn Samtaka herstöðvaandstæðinga hafa sagt það bæði í Helgarpóstinum og Dagblaðinu og Vísi, að sjálfstæðismenn hafi neitað að tala á hinum misheppn- aða, litla Miklatúnsfundi samtakanna 3. júlí síðastliðinn. Á blaðamannafundi Samtaka herstöðvaandstæðinga sem sagt var frá hér í Morgunblaðinu 29. júní spurði blaðamaður Þjóðviljans, þegar rætt var um val á ræðumönnum á úti- fundinum: „Var ekki talað við einhverja sjálfstæðismenn?" Þessari spurningu svaraði Pétur Reimarsson, formaður SHA, neitandi. I Dagblaðinu og Vísi í gær bendir einn blaðamanna þess réttilega á það, að Birgir ísl. Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi lýst yfir stuðningi við friðar- ályktun prestastefnunnar í útvarpsþætti á sunnudag. Blaða- maðurinn segir síðan „en áður hafa sjálfstæðismenn verið frekar gagnrýnir á samþykktir nýafstaðinnar prestastefnu um friðarmál". Hvernig getur blaðamaðurinn fært rök fyrir þessari fullyrðingu? Með þessi tvö atvik í huga má spyrja, hvort þeir sem þannig tala um sjálfstæðismenn og friðarbaráttuna, telji baráttuna ekki þola að hafa það sem sannara reynist um Sjálfstæðisflokkinn. „Mín fyrsta hugsun var að ná fólkinu út“ — segir séra Tómas Guðmundsson, sem varð sjónarvottur að slysinu í Mosfellssveit „ÉG SÁ steypubílinn koma yfir hæðina, ég veit ekki á hvaft mikilli ferð. Allt í einu snar- beygir hann og lendir á vinstra framhorni rútunnar, aðeins framan við framhjólið. Rútan tókst á loft og snerist þannig að hún kom niður á vinstri hliðina, ekki á þá hægri eins og kannski hefði mátt ætla og kastaðist út fyrir veg. Þegar steypubíllinn losnaði frá rút- unni, en bílarnir virtust festast saman andartak, þá þeyttist hann öfugur niður veginn, þannig að það varð töluverður spölur milli bílanna. Það var eiginlega mildi að rútan hentist út fyrir veg, því hún lenti ofan í laut og þar komst fólkið undan henni. Ef hún hefði verið á veg- inum, hefði getað farið ennþá verr.“ Þetta sagði séra Tómas Guð- mundsson, sóknarprestur í Hvera- geröi, en hann, ásamt konu sinni og öðrum manni, varð sjónarvott- ur að slysinu í Mosfellssveit, því hann ók næstur á eftir rútunni sem lenti í árekstrinum við steypubílinn. „Ég var um það bil 100 metra á eftir rútunni, á 75—80 kílómetra hraða, og það kom heimikið af hjólkoppum og stuð- arabrotum á móti mér, en það bjargaði hvað ég var langt í burtu." „Ég óttaðist að það myndi kvikna í, svo mín fyrsta hugsun var að ná fólkinu út,“ sagði séra Tómas ennfremur. „I gamla daga var ég lögreglumaður og fékkst við sjúkraflutninga, svo ég er ekki með öllu óvanur svona löguðu og það hjálpaði. Annars hélt fólkið, sem lenti í þessu, furðu mikið ró sinni. Svo voru með mér i bílnum kona mín og annar maður og fólk dreif þarna að. Vörubílstjóri kall- aði á hjálp í gegnum talstöð og hjálparlið kom fljótt á vettvang og hjálparstarfið gekk vel fyrir sig. Allir, sem stoppuðu eða áttu leið um, sýndu mikia tillitssemi og þol- inmæði og reyndu að hjálpa eftir föngum," sagði séra Tómas Guð- mundsson að síðustu. Rútan valt og kastaðist út fyrir veg. Frakkar við kvik- mynda- töku hér NÚ IJM þessar mundir er verið að taka kvikmynd á vegum franska sjónvarpsins á íslandi. Er heiti myndarinnar á frönsku „La traver- sée de l’lslande" eða á íslensku „Ferðin yfir ísland". Komu í þess- um tilgangi 25 manns til landsins, þar af eru 12 leikarar. Búist er við, að myndatakan standi yfir í um 5 vikur. Helztu staðir, sem komið verður á eru Þingvellir, Gullfoss og Geysir, ásamt nágrenni Heklu, Mý- vatns og Öskju. Ferðaskrifstofa ríkisins sér um ferðalag kvikmynda- hópsins um landið. Söguþráður kvikmyndarinnar er byggður á samnefndri skáld- sögu eftir J.C. Barreau, sem kom út árið 1978. Er söguþráðurinn í sem styztu máli sá, að frönsk ferðaskrifstofa auglýsir göngu- ferðir yfir þvert Island. Þeir, sem fara í þessa ferð, hafa litla hug- mynd um það, hvers megi vænta í ferðinni. Vitaskuid er íslenzkt veð- urfar ríkjandi og verður ferðin svaðilför. 4 aðalpersónur eru í myndinni. í þessu litla samfélagi myndast náin tengsl, 2 karlar — ein kona. En 4. aðilinn kemur til, sem fær aðalhlutverkið og skerst í leikinn nefnilega landið sjálft, svo það kemur margt upp á í þessum sígilda þríhyrningi. Leikstjóri myndarinnar, Alain Levent er þekktur kvikmynda- tökumaður, og hefur að baki sér 50 myndir sem yfirkvikmyndatöku- maður. Með aðalhlutverk fara Fréderic de Pasquale, Pierre Francois Pistorio og Agnes Garr- eau. Leikstjórinn Alain Levent að segja samstarfafólki sinu til. Honum á vinatri bttnd er einn af aðalleikurum myndarinnar. Kvikmyndafóikið að störfum. 23,5 punda lax á silunga svæðinu í Vatnsdalsá LAXVEIÐIN í Langá á Mýrum er öll að glæðast og hafa nú veiðst þar tæplega 500 laxar, en 730 fiskar fengust þar allt árið í fyrra. Langá byrjaði illa, 30 lax- ar veiddust fram að mánaðamót- unum júní/júlí, sem er lélegasta byrjun sem menn muna eftir í ánni, en fiskurinn fór að ganga að marki þann 1. júlí. Frá þeim tíma hefur verið allgóð og stöðug ganga í ána. Á neðsta svæðinu í ánni hafa nú veiðst rúmlega 330 fiskar, yf- ir 110 hafa komið upp á miðsv- æðinu og um 40 fiskar á efsta svæðinu, en þar hefst veiðin að ráði um þetta leyti. Laxinn í Langá er fremur smár allajafn- an, en nú er hann áberandi smár, mikið er um 3, 4 og 5 punda fiska, fiska sem eru ársgamlir úr sjó. Góðar göngur í Ell- iðaárnar 16 laxar eru nú komnir á land úr Brynjudalsá, samkvæmt upp- iýsingum sem Mbl. fékk hjá Friðrik Stefánssyni, fram- kvæmdastjóra SVFR. Þetta er öllu betra en í fyrra, en þá voru um 25 laxar bókaðir allt sumar- ið. I Elliðaánum hafa veiðst um 420 laxar og eru góðar laxagöng- ur í árnar. Um 2400 laxar hafa gengið í gegn um teljarann, en á sama tíma í fyrra voru þeir um 1600. Veiðin í Norðurá helst söm og jöfn, en þar hafa nú veiðst um 650 laxar, en um 2700 fiskar hafa gengið í gegnum teljarann. í Leirvogsá er talsvert af fiski og er hann kominn um alla á; samkvæmt heimildum Mbl. I fyrradag veiddust þar 19 laxar, en 11 daginn áður. Veiðin í Leirvogsá hófst 1. júlí, en þar er nú veitt á 3 stengur. Frá 1. júlí til 15. júlí var veitt á 2 stengur þar. Heildarveiðin í Leirvogsá er nú 48 laxar. Tregt í Vatnsdalsá Veiðin í Vatnsdalsá gengur heldur treglaga, og voru í gær komnir rúmlega 210 laxar úr ánni, en það er um 100 fiskim minna en á sama tíma í fyrra. Stærsti laxinn sem bókaður hef- ur verið vó 22 pund og fékkst hann á Hairy Mary, en nú veiðist mest á þá flugu í ánni. Nú eru útlendingar að veiðum í Vatnsd- alsá, en þeir veiða eingöngu á flugu. 23,5 punda fiskur á silungasvæðinu! Þó gangi heldur treglega á laxasvæðinu í Vatnsdalsá, gerast ævintýrin enn á silungasvæðinu í ánni. Fyrir síðustu helgi vei- ddust 7 laxar á svæðinu, þar af var einn laxinn 23,5 pund, annar 20 pund, en hinir smærri. Vei- ddust allir fiskarnir á flugu sem einn veiðimaðurinn hnýtti sjálf- ur og hefur enn ekki gefið nafn. Allir voru laxarnir nýlegir, nema sá stóri, sem hafði verið í ánni í nokkurn tíma. Auk þess að veiða fyrrgreinda laxa fengust á annað hundrað bleikjur á þess- um tíma, frá 1 og upp í 6 pund. „Hollið" á undan því sem hér um ræðir fékk 4 laxa á silungasvæð- inu. 27—pundari úr Laxá í Aðaldal 27 punda lax veiddist í Laxá í Aðaldal fyrir skömmu og tók hann maðk. Laxinn veiddi Örn Gústafsson á Akureyri. Fiskur- inn veiddist neðan Æðarfossa. Nú eru rúmlega 400 laxar komn- ir á iand úr Laxá, sem er mun minna en í fyrra. Hins vegar er fiskurinn í ár stærri en þá, en samkvæmt nýjustu fréttum er nú smálax farinn að ganga í ána. Þeir fiskar hafa verið að veiðast nú allra síðustu dags og eru 4 til 6 punda þungir. -ój

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.