Morgunblaðið - 20.07.1982, Síða 40
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982
►
>
►
►
>
►
\
>
>
l
f
(
t
>
t
>
>
►
>
!
>
>
Reynir S í annað
sætið eftir sigur á
Völsungi á Húsavík
Gunnar Sigurdsson, formaður kvennanefndar KSÍ, afhendir hér Rósu Ás-
laugu Valdimarsdóttur, fyrirliða UBK, sigurlaunin í Bautamótinu.
Ljósmynd Reynir Eiríksson
REYNIR Sandgerði sótti Völsung
heim um helgina i 2. deildinni i
knattspyrnu. Völsungar reyndust
mjög gestrisnir að þessu sinni og
hirtu Sandgerðingar bæði stigin i
leiknum. Skoruðu þeir eitt mark en
heimamenn ekkert, og gerði Olafur
Björnsson það af stuttu færi. Gat
hann ekki annað en skorað þar sem
hann þurfti aðeins að renna knettin-
um yfir marklínuna. Hrökk knöttur-
inn til hans af ójöfnu á vellinum er
varnarmaður virtist hafa fullt vald á
honum.
Reynismenn voru mun líflegri í
leiknum og börðust af krafti, og
verður að telja sigur þeirra verð-
skuldaðan. Völsungar voru hins
vegar með daufara móti. Við sig-
urinn skaust Reynir upp í annað
sæti deildarinnar, er með jafn
mörg stig og FH sem vermir
þriðja sætið, en markahlutfall
Reynismanna er hagstæðara.
IIDrólllrl
Enn eitt jafn-
tefli hjá Fylki
EYLKISMENN hafa leikið 10 leiki í
2. deildarkeppninni i knattspyrnu
eins og öll önnur lið deildarinnar.
En liðið hefur gert 8 jafntefli í þess-
um leikjum og hlýtur það að vera
íslandsmet. Liðið hefur sigrað i ein-
um leik og tapað einum. Um helgina
mættu Fylkismenn FH og endaði sá
leikur að sjálfsögðu með jafntefli,
hvort lið skoraði eitt mark.
Kristján Guðmundsson skoraði
mark FH í fyrri hálfleik eftir
aukaspyrnu og í síðari hálfleikn-
um náði Sigþór Oddsson að jafna
fyrir Fylki. Liðin léku þokkalega
knattspyrnu og jafntefli nokkuð
sanngjörn úrslit.
FH-ingar eru nú í öðru sæti
deildarinnar með 12 stig, fjórum
stigum á eftir Þrótti R. sem virð-
ist vera nokkuð öruggur með
toppsæti. Síðan koma nokkur lið í
hnapp og verður örugglega hörð
barátta um sætin sem losna í 1.
deild að ári.
Elnkunnagjðfln
Lið KA:
Aöalsteinn Jóhannss. 6
Eyjólfur Ágústsson 5
Guðjón Guðjónsson 5
Haraldur Haraldsson 5
Erlingur Kristjánsson 6
Gunnar Gíslason 7
Ormarr Örlygsson 4
Elmar Geirsson 7
Hinrik Þórhallsson 5
Ásbjörn Björnsson 5
Ragnar Rögnvaldsson 6
Jóhann Jakobsson (vm) 4
Lið KR:
Stefán Jóhannsson 6
Siguróur Sigurðsson 4
Magnús Jónsson 4
Ottó Guðmundsson 5
Jakob Pétursson 5
Jósteinn Einarsson 5
Ágúst Már Jónsson 6
Erling Aðalsteinsson 6
Sæbjörn Guömundson 4
Óskar Ingimundarson 4
Willum Þórsson (vm) 4
Breiðablik sigraði í
Bautamótinu á Akureyri
annað árið í röð
UBK sigraði á Bautamótinu
svonefnda annað árið í röð. Liðið
hefur unnið mótið þau tvö skipti sem
það hefur farið fram. Bautamótiö er
knattspyrnukeppni fyrir kvennalið
okkar og hefur veitingastaðurinn
Bautinn gefið öll verðlaun mótsins,
glæsileg verðlaun sem ungu valkyrj-
unum þykir akkur í að vinna. Mótið
stóð yfir dagana 16.—18. og er
kærkomin tilbreyting fyrir stúlkurn-
ar, enda hefur það komið á daginn,
að áhugi er mikill meðal keppenda
jafnt sem mótsstjórnar. Útkoman
var líka samkvæmt þessu, ákaflega
vel heppnað mót er gekk snurðu-
laust fyrir sig og ánægðir keppendur
héldu heim að móti loknu. 10 lið
tóku þátt í mótinu að þessu sinni, 6
úr 1. deid og 4 úr 2. deild og var
leikið í 2 riðlum 2x20 mínútur og á
sunnudeginum var svo leikið um
sætin í keppninni. Úrslitaleikurinn
milli UBK og KR fór svo fram á
aðalleikvangi bæjarins í blíðskap-
arveðri að viðstöddum á 3. hundrað
áhorfenda.
Úrslit einstakra leikja voru sem
hér segir:
Föstudagur:
A-riðill:
Kl. 19.00 UBK - KA 5-0
Kl. 19.50 Fram — Víkingur 0—1
Kl. 20.40 KA — ÍA 1-3
B-riðill:
Kl. 19.00 Völsungur — FH 2—0
Kl. 19.50 KR - Þór 1-0
Kl. 20.40 Valur — Völsungur 2—0
Laugardagur:
A-riðill:
Kl. 10.00 UBK — Víkingur 2—1
Kl. 10.50 ÍA - Fram 5-0
Kl. 11.40 KA - Víkingur 0-1
Kl. 12.50 UBK - Fram 5-0
Kl. 13.20 ÍA - Víkingur 1-1
Kl. 14.10 KA - Fram 2-0
Kl. 15.00 UBK - ÍA 0-0
B-riðill:
Kl. 10.00 FH - Valur 0-0
Kl. 10.50 Völsungur — Þór 2—1
Kl. 11.40 KR - FH 1-0
Kl. 12.50 Valur - Þór 5-0
Kl. 13.20 KR - Völsungur 1-0
Kl. 14.10 FH - Þór 0-0
Kl. 15.00 KR - Valur 0-0
A sunnudag hófst síðan keppnin
um sætin og voru flestir leikirnir
jafnir og spennandi. Oftar en ekki
þurfti að framlengja, ellegar víta-
spyrnukeppni til að fá fram úrslit.
Þór vann Fram í keppninni um
9. sætið, 3—2, KA vann FH 4—3,
um 7. sætið eftir framl. og
vitaspyrnukeppni, Víkingur náði
5. sætinu á kostnað Völsungs,
1—0, þar eftir framl., ÍA vann Val
í keppninni um 3. sætið með 3—2
eftir framl. og vítaspyrnukeppni.
UBK hafði yfirburði á öllum
sviðum knattspyrnunnar í úrslita-
leiknum gegn KR og vann örugg-
lega með þrumugóðum mörkum
Ástu Reynisdóttur, 2, og Ástu B.
Gunnlaugsdóttur. Öruggir sigur-
vegarar UBK og hafa ekki tapað
leik í ein 2 ár, liðið er firna gott og
leikur ágæta knattspyrnu.
MÞ
m WZT' V?W vl % ' Éí' l mt •< t w£w}
kF9œj*m |ml P
Breiðablik úr Kópavogi, sigurvegari í Bautamótinu annað árið I röð. Liðið hefur verið yfirburðalið í kvenna-
knattspyrnunni hér á landi undanfarin ár, og liðið hefur einnig gert það gott á erlendri grund. Sigraði t.d. á alþjóðlegu
móti í Danmörku fyrr á árinu.
Lið KR er varð í öðru sæti á Bautamótinu á Akureyri um helgina. KR-stelpurnar töpuðu úrslitaleiknum gegn
Breiðabliki.
íslandsmótið í útihandknattleik:
Sjö lið keppa í mfl. karla
ÚTIMÓTIÐ í Handknattleik
1982, verður haldið við Haukahúsið
v/ Flatahraun, dagana 20.—29. júlí
nk.
í meistaraflokki karla verður leik-
ið í tveimur riðhim, A- og B-riðli. f
A-riðli leika llauka,, Valur og UBK,
og í B-riðli leika íslandsmeistarar
utanúss 1981 KR, FH, HK, og
Grótta. í Meistaraflokki kvenna eru
5 lið og verður leikið í einum riðli. í
2. fiokki kvenna hafa 11 lið tilkynnt
þátttöku og verður leikið helgina
23—25. júlí.
Leikið verður eftirtalda daga í
mfl. karla og kvenna:
Þriðjud. 20. 7.
Kl. 19.00 Haukar — Fram kv.
20.00 KR — Grótta ka.
21.15 Haukar — UBK. ka.
Miðvikud. 21. 7.
Kl. 19.00 FH - Valur kv.
20.00 FH — HK ka.
21.15 Valur — UBK ka.
Fimmtud. 22. 7.
Kl. 19.00 Haukar — ÍR kv.
20.00 Fram — Valur kv.
21.00 KR - HK ka.
Föstud. 23. 7
Kl. 19.00 ÍR — Fram kv.
Mánud. 26. 7.
KL. 19.00 Haukar — Valur kv.
20.00 FH - ÍR kv.
21.00 FH - Grótta ka.
Þriðjud. 27. 7.
KL. 19.00 Fram - FH kv.
20.00 Haukar — Valur ka.
21.15 FH - KR ka.
Miðvikud. 28. 7.
Kl. 20.00 Valur - ÍR kv.
21.00 HK — Grótta ka.
Fimmtud. 29. 7. úrslit.
Kl. 19.00 Haukar - FH kv.
20.00 3.-4. sæti
21.15 1.—2. sæti.
Síðasta dag mótsins fimmtu-
daginn 29. 7. verður leikið til úr-
slita í karlaflokki, og að úrslita-
leik loknum verða verðlaun veitt.
Einnig verður valinn í mfl. karla,
besti markmaðurinn, besti sókn-
armaðurinn og besti varnarmaður
mótsins.
Framkvæmaaðili mótsins er
HKD. Hauka Hafnarfirði.