Morgunblaðið - 20.07.1982, Síða 44

Morgunblaðið - 20.07.1982, Síða 44
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982 • Ballctt? Nei, knatLspyrna. Já, leikmenn sýna oft furðulegustu tilþrif á leikvellinum þegar verið er að eltast við boltann. Markakóngur Siglfirðinga kominn með 15 mörk! UM IIELGINA fóru fram nokkrir leikir í tveimur neðstu deildunum fyrir norðan og hefur svo mikið dregið í sundur með liðunum að það er næstum dagljóst hvaða lið það verða er komast í úrslitakeppnina síðar i sumar. Keppnin er þó jafnari í 3. deildinni, stefnir raunar i einvígi gömlu fjendanna, Tindastóls og KS. Bæði unnu liðin ágæta sigra um helgina. Magni — Tindastóll 0:2 (0:0) Það var þokkalegur en marka- laus fyrri hálfleikur og voru það aðkomumenn sem höfðu ætíð frumkvæðið þó marktækifæri væru e.t.v. af skornum skammti. Síðari hálfleikur var fjörugri og þá settu Sauðkræklingar 2 mörk á Grenvíkinga og var það Sigurfinn- ur Sigurjónsson er skoraði bæði mörk liðsins. Tindastóll stendur nú vel að vígi en þess ber að gæta að liðið á eftir 3 leiki úti, einungis einn heima. KS — HSÞ- 2:1 (1:1) Mývetningar komu Siglfirðing- um i opna skjölou í byrjun leiks með mikilli baráttu og það voru þeir er tóku forystu í leiknum með góðu marki Jónasar Róbertssonar, en þar kom að því að Eyjólfur hresstist og þá var aldrei spurning um sigurliðið. Óli Agnarsson jafn- aði með góðu marki fyrir leikhlé og þessi markakóngur Siglfirðinga bætti um betur í s.h. er hann tryggði liði sínu sigur með mjög góðu skoti. Hefur Óli þá gert 15 af 31 marki KS og liðið stefnir að úrslitum með Tindastól. 4. deild Leiftur — Vaskur 4:0 (2:0) Þessi leikur var algjör einstefna og var munurinn á getu liðanna mjög mikill og var heimasigur því aldrei í hættu. Mörk Leifturs gerðu þeir Hall- dór Guðmundsson, Hafsteinn Jakobsson, Friðgeir Sigurðsson og Helgi Jóhannsson. Svarfdælir — Hvöt 2:1 (0:1) Leikurinn þótti nokkuð jafn en þó voru Svarfdælir öllu skárri í fremur lélegum leik og náðu að knýja fram sigur. Mörk Svarfdæla gerðu þeir Ólafur Sigurðsson og Tómas Viðarsson en mark Hvatar gerði Hermann Arason. Vorboðinn — Glóðafeykir 3:2 (1:1) Þessi leikur var jafn allan tím- ann og var það ekki fyrr en á loka- mínútunum að heimamenn náðu að komast yfir 3:2 og því varð sig- urinn þeirra. Mörk Vorboðans gerðu þeir Baldvin Þ. Harðarson, Páll Ómarsson (sem var skæðastur sóknarmanna Vorboðans sem oft áður) og Sigurjón Gunnarsson en mörk Glóðafeykis gerðu þeir Ólaf- ur Knútsson og Bjarni Stefán Konráðsson. — re. Knattspyrna ] íslenskir knattspyrnumenn hætta allt of snemma Kvennaknattspyrna á rétt á sér Hingað til hef ég ekkert minnst á kvennaknattspyrnu í þessum pistlum mínum, en nú skal úr því bætt. Það skal þó tekið fram að undirritaður er þvi miður fremur lítt kunnugur ísl. kvennaknatt- spyrnu og hefur vegna anna og tímaskorts ekki komið í verk að bæta úr því kunnáttuleysi. Ég þykist vita m.a. af samtölum við þjálfara þeirra kvenna/ stúlkna sem stunda hina eðlu íþrótt knattspyrnuna, að umtalsverðar framfarir hafi orðið hjá stúlkun- um á undanförnum árum. Nægir í því sambandi að minnast á mjög góðan árangur Islands- og bik- armeistara Breiðabliks á æfing- móti í Danmörku um páskana. Framfarirnar haldast í hendur við aukinn áhuga ísl. stúlkna á knattspyrnu og fjölgar þeim félög- um stöðugt, sem tekið hafa kvennaknattspyrnu á stefnuskrá sína. í ár er í fyrsta sinn leikið í tveimur deildum, eru 6 lið í 1. deild og 10 lið leika í nýstofnaðri 2. deild. Breiðablik hefur örugga forystu í 1. deildinni og virðist fátt geta komið í vega fyrir að Kópa- vogsstúlkurnar haldi íslands- meistaratitlinum. Einn kvennaleik í sjó- nvarpið, takk Norðurlandaþjóðirnar eiga mjög frambærilegum kvennalið- um á að skipa, einkum Svíar og Danir og hefur áhugi almennings á „stúlkna-sparki" aukist mjög að undanförnu. Ein skýring á því er sú að sjónvarpið í þessum löndum tók upp á því að sýna kvenna- knattspyrnu í íþróttaþáttum sín- um. I Svíþjóð var t.d. sýndur úr- slitaleikur bikarkeppninnar sl. ár og gæði knattspyrnunnar voru siíka að undrun sætti. Fjölgaði áhorfendum mjögá úrslitaleikjum „allsvenskan", því hinn almenni knattspyrnuáhugamður uppgötv- aði skyndilega að til voru stúlkur sem gáfu karlmönnum ekkert eftir í boltameðferð og útsjónarsemi. Minnist ég sérstaklega tveggja stúlkna úr sænska meistaraliðinu Jitex, þeirra Anette Börjesson (einnig þekkt sem badmintonleik- ari) og Pia Sundhage sem báðar gerðu hluti sem sjaldan sjást hjá • Páll Pálmason markvörður ÍBV er „Nestor“ 1. deildar leikmann- anna. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að hann sé kominn af léttasta skeiði. karlmönnunum, stórkostlegir leikmenn (eða leikkonur!) Væri ekki úr vegi fyrir Bjarna Fel. að sýna eins og einn kvenna- leik þegar sjónvarpið kemur úr óskiljanlegu sumarleyfi sínu í ágúst. Nema að einhverjar deilur séu í gangi núna milli KSÍ og Ríkisútvarpsins, en það virðast vera fastir liðir eins og venjulega, að samkomulagið sé ekki sem skyldi á milli þessára aðila og bitnar það náttúrulega mest á knattspyrnuáhugafólki utan Reykjavíkursvæðisins. Skemmtileg knatt- spyrna í yngri flokkunum Þeir sem mest fjasa yfir því hvað íslensk knattspyrna sé orðin léleg ættu að bregða sér á völlinn einhvern daginn þegar leikið er í yngri flokkunum. Það er nefnilega fleira fótbolti en 1. deildin. í 4. og 5. flokki t.d. má oft sjá virkilega góð tilþrif, leikgleði og skemmti- lega knattspyrnu. Ég hef upp á síðkastið horft nokkuð á leiki ungu knattspyrnumannanna og hefur það veitt mér mikla ánægju. T.d. hef ég séð 4. flokk Vals leika í Islandsmótinu og nokkra leiki með 5. flokki FH. Bæði þessi lið eiga stórefnilega stráka, „týpur", sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. En því miður er það svo að léttleikandi knattspyrnu- menn fá betur notið sín á unga aldri, þar sem áhersla er lögð á samleik og tilraunir til að skora mörk. Siðan eldast piltarnir og komast í meistaraflokk, þar sem hræðslan við að tapa stigum er ríkjandi hugsunarháttur og leik- irnir verða í samræmi við það, varnarleikurinn í öndvegi og engin áhætta tekin. Þjálfarar unga knattspyrnufólksins verða að leggja höfuðáherslu á að kenna því undirstöðuatriðin, æfa boltameð- ferð og leikskilning, en einblína ekki á sigur í þeim mótum sem tekið er þátt í, en þarna gegna knattspyrnuskólarnir s.k. einnig stóru hlutverki. Þar er einmitt kennslan aðal- atriðið og er ánægjulegt að sjá hversu vel þau félög sem starf- rækja skólana hafa vandað valið á leiðbeindendunum. Fram og Valur virkja hina ágætu erlendu þjálfar m.fl. liða sinna fyrir knattspyrnu- skólann og hafa þeim til aðstoðar mjög hæfa menn. Þetta er spor í rétta átt og mikil framför frá fyrri tíð þegar fengnir voru rán- dýrir þjálfarar frá „útlandinu" til að þjálfa m.fl. og svo mældu þessir menn göturnar hálfu og heilu dag- ana, höfðu ekkert að gera. Nú er reynt að nýta starfskrafta erl. þjálfaranna betur, og er það vel, en það má alltaf gera betur. Tækninefnd KSI, sem hefur veg og vanda af menntun ísl. knatt- spyrnuþjálfara, hefur fengið nokkra af þeim erl. þjálfurum sem hér hafa starfað til að halda fyrir- lestra um ýmsa þætti knattspyrn- unnar, en slík námskeið eða fundir eru allt of sjaldan. Nóg um þetta að sinni, en snúum okkur að öðru. íslenskir knatt- spyrnumenn hætta allt of snemma Það er staðreyno sem ekki verð- ur móti mælt að nýting ísl. knattspyrnumanna svo og ending er léleg. Þar á ég bæði við þann hóp ungra efnilegra leikmanna, sem „detta út“ á aldrinum 16—19 ára, svo og þá meistaraflokks- menn sem hætta allt of fljótt al- varlegri iðkun íþróttarinnar. Ef við lítum á fyrri hópinn, þá eru ástæður sjálfsagt mýmargar, t.d. nám ungu mannanna, verk- efnaskortur (því ekki komast allir efnilegir leikmenn í A-lið í 2. fl. og svo vantar verkefni þegar menn eru gengnir upp úr 2.), önnur áhugamál s.s. skemmtanir og/ eða gagnstæða kynið o.fl. Ég hef ekki tekið með stofnun heimilis, húsbyggingar o.þ.h. því það kemur frekar sem ástæður hins hópsins fyrir því að leggja skóna á hilluna. Nú, en áfram með yngri „hættuhópinn". Það eru ekk- ert endilega þeir efnilegustu eða beztu sem halda áfram. Ég gæti nafngreint fjöldanna allan af leik- mönnum sem voru í gegnum yngri flokkana mun betri en aðrir sem seinna urðu m.fl. menn, lands- liðsmenn og jafnvel atvinnumenn, en sem heltust úr lestinni af ein- hverjum orsökum. Sorglegt fyrir knattspyrnuna í okkar fámenna landi, en sýnir okkur að það er spurning um áhuga, jafnvel „karakter“, en ekki endilega hæfi- leika hverjir ná lengst í íþróttum eins og reyndar í lífinu sjálfu. Það að vera meistaraflokksmað- ur í knattspyrnu er ærið tímafrekt „hobbý", sem kemur niður á eðli- legu fjölskyldulífi og hefur auk þess í mörgum tilfellum veruiegan tekjumissi í för með sér. Sumpart vegna þessa að menn geta ekki unnið eftirvinnu vegna æfinga og/ eða leikja, og sumpart vegna þessa að menn hreinlega velja sér atvinnu með það fyrir augum að geta sinnt áhugamálinu. Skv. framansögðu er það skilj- anlegt hversu margir góðir leik- menn hætta löngu fyrir aldur fram, ef svo má að orði komast. Erfiðara er að skilja þá menn sem hafa staðið í eldlínunni í 15 ár, (dæmi: víkingurinn sterki Magnús Þorvaldsson, valsmaðurinn bar- áttuglaði Bergsveinn Alfonsson og framarinn góðkunni, Gunanr Guð- mundsson, núverandi þjálfari Aft- ureldingar) og ekkert borið úr být- um nema auðvitað ánægjuna og félagsskapinn. Fólki finnst það kannski alveg nóg en mér finnst það ekki og því votta ég ofantöld- um, + öðrum ónefndum, virðingu mína, og ekki síður „knattspyrnu- ekkjunum" svokölluðu. Þeirra þáttar er sjaldan getið og aldrei nægilega. Þessi togstreita íslenskra knattspyrnumanna milli boltans og buddunnar leiðir hugann að gjörólíkum aðstæðum frænda okkar á Norðurlöndum. Þar er fjárhagslegur ávinningur fólginn í því að vera góður í fótbolta. Vissu- lega ólíku saman að jafna, en inn á þessi mál mun ég koma síðar er fjallað verður um atvinnu- mennsku—áhugamennsku. Endurfundir í ís- landsmóti eldri flokka Nú er í fyrsta sinn leikin „old- boys“ knattspyrna á vegum KSÍ. Leikmenn sem eru á þrítugasta aldursári eða eldri mætast á ís- landsmóti og er um skemmtilega nýbreytni að ræða. Að vísu er smá galli á framkvæmd mótsins, því er tvö félög drógu sig úr keppninni var engu breytt, svo nú leika 7 fé- lög í öðrum riðlinum, en aðeins fjögur i hinum. Þessu hefði auð- veldlega mátt kippa í liðinn jafn- vel með litlum fyrirvara, en það er ekkert stórmál. Aðalatriðið er að gefa mönnum tækifæri til að hitta gamla meðspilara, og ekki síður mótherja, því á löngum ferli skap- ast oft góð vinátta milli knatt- spyrnumanna innan félags sem utan. Margir þeirra leikmanna sem nú leika í eldri flokki hættu allt of fljótt að æfa og leika með meist- araflokki. Þeir eru enn í fullu fjöri og gætu þess vegna gengið inn í flest 1. deildarlið landsins. Þetta sá ég glöggt er mér hlotnaðist sú ánægja að skreppa til ísafjarðar með landsfrægu stjörnuliði Hemma Gunn og leika gegn heimamönnum. Hafði ég mjög gaman af að leika með gömlum með- og mótspilur- um, ekki sízt þeim Guðgeiri Leifssyni og Þóri Jónssyni, sem hafa engu gleymt. Þeir tveir, Her- manna sjálfur og nokkrir aðrir leikmenn á aldrinum 30—35 ára gætu með lítilli æfingu styrkt deildarlið sinna félaga. Það er nefnilega bezta blandan í góðu knattspyrnuliði að hafa 2—3 reynda jaxla innan um hóp af ung- um, hungruðum knattspyrnu- mannsefnum. Vona ég að eldri flokks knattspyrnan verði fastur liður í íslenskri knattspyrnu um ókomin ár. Maður hefur þá eitt- hvað til að hlakka til „í ellinni". Bestu kveðjur. Hörður Hilmarsson Hörður Hilmarsson. Á EFTIR B0LTANUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.