Morgunblaðið - 20.07.1982, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982
29
Krantmmynd: Sigmundur
• Framarar gefa út veglega leikskrá í tengslum við hvern
heimaleik sinn í 1. deildinni í knattspyrnu og er ritstjóri
hennar hinn kunni íþróttafréttamaður Sigmundur O. Stein-
arsson. I nýlegu Fréttabréfi Fram eins og leikskráin nefnist,
birtist þessi mynd af fræknum feðgum. Til hægri er Þorberg-
ur Atlason, sem til fjölda ára lék í marki Fram og landslið-
sins, og með á myndinni er sonur hans, Helgi Þorbergsson,
sem nú leikur í marki 4. flokks Fram.
• Þær eru ekki margar íþróttagreinarnar sem eru bannaðar hér á landi. En
ein þeirra, ef þaer eni þá fleiri, eru hnefaleikar. Enda greinir marga á um
hvort hnefaleikar eru íþrótt eða ekki. Alltaf annaö slagið berast fréttir al
hnefaleikamönnum sem láta lífið í kappleik þar sem þeir hljóta slæm höfuð
högg. Og margir fá áverka sem þeir þurfa að bera alla ævi. Á myndinni héi
að ofan má sjá augnablikið þegar hnefaleikarinn fær gífurlegt hægri handa
högg beint á kjálkann og andlit hans afmyndast. Enda fylgdi það sögunni ai
sekúndum síðar hafi hnefaleikarinn legið í gólfinu.
Ein stærsta tenniskeppni sem fram fer árlega, er Wimbledon, sem fram fer í
Englandi. Að þessu sinni vantaði nokkrar af skærustu stjörnunum í keppn-
ina, eins og Björn Borg, Tékkann Lendl o.fl. Sigurvegarar í keppninni uröu
Martina Navratilova, sem sést með sigurlaunin hér til hægri, og Jimmy
Connors, sem nú sigraði aftur í keppninni eftir átta ár. Á myndunum til hægri
má sjá Connors með verðlaunin og jafnframt í lokalotunni þar sem hann
slær boltann með kröftugri bakhönd yfir netið.
, • íþróttaljósmyndarar ná oft á tíðum mjög skemmtilegum myndum í hinum
ýmsu iþróttagreinum, er þeir „skjóta" á réttu augnahliki. A meðfylgjandi
myndum má sjá furðulegar stellingar í tveimur greinum, íshokkí og fjöl-
bragðaglímu. >
• Þessi gæti verið tekinn í hjólreiðakeppni á íslandi, ekki satt?
• „Svona, ekkert múður. Ef þú
reimar ekki skóna mína, rek ég þig
út af í hvelli." Eitthvað á þessa leið
gæti dómarinn á myndinni verið að
segja viö leikmanninn sem krýpur
við fætur hans. Svo var þó ekki í
þetta skipti, heldur er sá neðri að
biðjast fyrirgefningar á broti sem
hann framdi i leik, og verður að lelja
þessa aðferð heldur óvenjulega til
þess arna. En kannski einmitt þess
vegna hafði hún áhrif. Myndin er úr
leik í Bundesligunni, og það er einn
félaga Atla og Péturs hjá Kortuna
Dusseldorf, lleiner Baltes, sem
slapp við gula spjaidið í þetta skipti.
• Ekki er hægt að neita þvi, að
þessir kumpánar eru nauðalíkir.
Ron Greenwood, fyrrverandi þjálfari
enska landsliðsins í 'knattspyrnu, er
sá efri, en innfellda myndin er af
Jóhannesi Páli páfa. Eða var það
öfugt?
• Daniel Passarella, fyrirliði arg-
entínska landsliðsins i knattspyrnu,
heldur hér á skyrtu ítalska liðsins
Fiorentina, en hann mun einmitt
leika með félaginu næsta keppnis-
tímabil. Passarella, sem nú er orð-
inn 29 ára, leiddi Argentinumenn til
HM-titilsins 1978, en liðinu gekk
ekki nógu vel í keppninni og var
slegið út í milliriðli.