Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 20
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982
Fyrir skömmu var sýndur í sjón-
varpinu þáttur um japanskt efna-
hagslíf og inn í það fléttaöist að
sjálfsögðu daglegt líf íbúanna og
aðbúnaður heima og á vinnustað.
I sunnudagsútgáfu Morgun-
blaðsins 20. júní sl. birtist athyglis-
verð grein með fyrirsögninni:
„Japanir eru heimsins mestu
gáfnaljós“, og var þar sýnt fram á,
að með rannsóknum hafi fram
komið, að gáfnavísitala japanskra
ungmenna fari ört vaxandi.
Kn Japani er að finna á fleiri
stöðum en i upprunalegu heima-
landi. l*eir fluttust unnvörpum til
annarra heimsálfa í leit að betri
lífskjörum, eins og margir aðrir
gerðu á tímum umróts og mann-
flutninga. Þeir eiga sér líka merki-
lega sögu í nýjum heimkynnum.
Islendingar, sem lögðu land
undir fót snemma síðastliðinn
vetur og fóru alla leið til Brasilíu
til að skoða þar mannlíf undir
styrkri stjórn Ferðaskrifstof-
unnar Útsýnar með sjálfan Ing-
ólf Guðbrandsson í fararbroddi;
sáu örlítið af Japan í ferðinni. I
borginni Sao Paulo var farið í
skoðunarferð og þá meðal ann-
ars ekið í gegnum hverfi, sem
eingöngu er byggt Japönum. Þar
voru allar áletranir á þeirra
máli og uppi héngu skreytingar
frá nýafstöðnum hátíðahöldum
frábrugðið því, sem innflytjend-
urnir höfðu átt von á. Þeirra
beið erfið vinna á kaffiekrunum
og sultarlaun. En þessi vonbrigði
urðu menn að sætta sig við á
þeim tímum og erfiði þessa
frumherja í nýrri álfu hefur bor-
ið ríkulegan ávöxt. Nú er um ein
milljón manna af japönskum
uppruna í Brasilíu og þar af búa
750.000 í Sao Paulo. Japanir eru
um 3% af íbúum Sao Paulo-
héraðs, sem alls eru 26,5 milljón-
ir manna.
ist víðar í heiminum, og er ekki
laust við að sumir eigi erfitt með
að gleyma því, svo og að þá var
skólum þeirra lokað og dagblöð
bönnuð. En Japanir hafa sann-
arlega orðið góðir þegnar Bras-
ilíu og skarað fram úr á mörgum
sviðum. Má þar til dæmis nefna,
að við hagfræðideild Sao Paulo-
háskólans eru það nemar af jap-
önskum uppruna sem eru alltaf,
ár eftir ár, með hæstar einkunn-
ir.
Síðan árið 1969 hefur japönsk-
Japanirnir
í Brasilíu
þessa þjóðarbrots. Við fengum
að vita að hvergi væri að finna
jafn marga Japani samankomna
utan heimalandsins eins og ein-
mitt í Sao Paulo.
Upphafið
Það var í upphafi þessarar
aldar, að plantekrueigendur í
Sao Paulo-héraði voru i vand-
ræðum með að fá verkamenn til
að vinna á ekrunum, og gripu til
þess ráðs að koma boðum til Jap-
an þess efnis að menn gætu
skjótt orðið ríkir í Brasilíu, þar
væri óendanlegt rými til land-
búnaðar. I júnímánuði árið 1908
fór 781 japanskur bóndi um borð
í skip sem flutti hópinn til Sant-
os, hafnarborgar Sao Paulo.
Ævintýralandið var að vísu
Er skemmst frá að segja, að
menn af japönskum uppruna
hafa orðið nýjum heimkynnum
sínum mikil lyftistöng og hafa
haft áhrif í langtum ríkara mæli
en fjöldinn gefur til kynna. Sem
dæmi má nefna, að „nisei" (önn-
ur kynslóð Japana) ráða yfir öll-
um mikilvægustu landbúnaðar-
fyrirtækjunum, ráða yfir stórum
hluta fjármagnsins, eru um 13%
stúdentanna við háskólann í Sao
Paulo, gefa út þrjú dagblöð i
borginni og samanlagt í 75.000
eintökum. Þeir eiga ótaldar veit-
ingastofur og nokkur af bestu
hótelunum þar sem japanska er
aðalmálið.
Það var erfitt að vera Japani í
Brasilíu í seinni heimsstyrjöld-
inni. Þá þurftu þeir að flytjast
frá strandhéruðum, eins og gerð-
um fyrirtækjum í Brasiliu fjölg-
að úr 97 í 537, og eru þar nú
starfandi fyrirtækin Sanyo,
Matsushita, Hitachi og Sony, svo
einhver séu nefnd.
Áhrifamenn
Þegar Akihito, krónprins í
Japan, kom í opinbera heimsókn
til Brasilíu árið 1978, birtust þau
ummæli í blaði um japanska
þjóðarbrotið, að af framtaki
þeirra hefði öll brasilíska þjóðin
notið góðs. Af þátttöku í stjórn-
málum og þvi sem þeim fylgir,
má nefna, að frá árinu 1954 hafa
átta brasilískir Japanir verið
kosnir á þing, nokkrir hafa orðið
ráðherrar og allmargir komist
til áhrifa í ráðuneytum, þar sem
farið er með mikilvæg mál allrar
þjóðarinnar.
Japanska þjóðarbrotið í Bras-
ilíu hefur haldið einkennum sín-
um og heldur hvarvetna vel sam-
an. Nú orðið eru til blönduð
hjónabönd hjá „nisei" og „sans-
ei“ (þriðju kynslóð Japana), sem
var nær óhugsandi meðal fyrstu
kynslóðar innflytjenda.
í Sao Paulo og næsta umhverfi
eru áhrif þessara innflytjenda
greinilegust. Þar er í heiðri höfð
hin þekkta blómaskreytingarlist,
þar er hægt að drekka te með
pompi og pragt og komast í
heimspekilegar umræður við
Búddamunka í einhverju hofinu.
Sagt er, að alltaf megi þekkja
úr landskika Japana í landbún-
aðarhéruðum, þar séu alltaf
margar tegundir grænmetis í
ræktun, ásamt blómum, and-
stætt þeirri venju að hafa aðeins
eina tegund á hverjum stað. Jap-
anirnir í Brasilíu rækta helming
þess grænmetis sem ræktað er í
landinu, 60% af tómötunum,
70% af kartöflunum og 60%
sojabaunanna, sem eru aðalút-
flutningsvara Brasilíu.
Þess má að lokum geta, svona
af því að heimsmeistarakeppni í
knattspyrnu fer nú fram á
Spáni, að japanska þjóðarbrotið
í Brasilíu hefur ekki enn „smit-
ast“ af hinum mikla áhuga alls
almennings á þjóðaríþróttinni.
Japanir spila i staðinn „base-
ball“, hornabolta, og hvarvetna
þar sem þeir eru búsettir er allt-
af hægt að finna „baseball“-völl í
næstð nágrenni.
(B.I. — Þýtt og endursagt.)
ísænskir ferðalangar neyttu hádegisverðar á efstu hæð ítalska turnsins í
Sao Paulo dag einn i vetur leið. Það mátti sjá víða yfir hina stóru
iðnaðarborg úr gluggum veitingastaðarins. Stofnendur borgarinnar eru
taldir Jesúítamunkar sem settu á stofn skóla til að kristna Indíánana árið
1554.
íslandsmótið í svifflugi:
LeifurMagn-
ússon meistari
í fimmta sinn
ÍSLANDSMÓTINU í SvifHugi, sem Flugmálafélag íslands
hélt á Hellu-flugvelli í sl. viku, lauk um helgina, og náöustu
fjórir gildir keppnisdagar. Islandsmeistari varð Leifur Magn-
ússon verkfr., og er þetta í fimmta sinn sem hann vinnur
mótið.
Þetta var 11. Islandsmótið í svifflugi, og voru skráðir til
þátttöku 9 keppendur. Stigafjöldi fyrstu fimm keppenda var
sem hér segir:
1. Leifur Magnússon 3428 stig, 2. Höskuldur Frímannsson
3216 stig, 3. Sigmundur Andrésson 3142 stig, 4. Garðar Gísl-
ason 2512 stig og 5. Þorgeir Arnason 2351 stig.
Fyrsti gildi keppnisdagurinn
náðist strax á fyrsta mótsdegi,
laugardaginn 10. júlí, en þá áttu
keppendur að fljúga frá Hellu að
Hruna og til baka, samtals 68,4
km. Sex keppendum tókst að ljúka
þessu verkefni, og bestum hraða
68,4 km/klst., náði Þorgeir Arnas-
on, og fékk hann 1000 stig. Fast á
hæla honum var Leifur Magnússon
með 953 stig. Þorgeir keppti nú í
fyrsta sinn á amerískri BG-12/16
svifflugu, sem hann ásamt Herði
Hjálmarssyni hafa smíðað hér.
Daginn eftir voru veðurskilyrði
verulega lakari, en samt ákveðið
að reyna að fljúga 59,5 km þrí-
hyrningsflug, Hella — Breiðab-
ólsstaður — Kross — Hella. Best-
um árangri náði Leifur Magnúss-
on, 32,4 km, en í öðru sæti varð
Garðar Gíslason, 30,6 km.
Eftir tveggja daga rigningarhlé
náðist þriðji gildi keppnisdagur-
inn. Verkefnið var fjarlægðarflug
um 6 tiltekna staði. Sigmundur
Andrésson náði besta fluginu, 52,9
km, og Garðar varð aftur í öðru
sæti með 44,6 km flug.
Fjórði og síðasti keppnisdagur-
inn náðist fimmtudaginn 15. júlí.
Guðmundur Hafsteinsson veður-
fræðingur kom fljúgandi frá
Reykjavik til Hellu og lagði fram
ítarlega svifflugveðurspá, sem síð-
ar stóðst í öllum atriðum. Þorgeir
Pálsson tilkynnti verkefni við
hæfi, 121 km þríhyrningsflug,
Hella — Búrfellsvirkjun — Tor-
fastaðir — Hella. Tveim keppend-
um, þeim Baldri Jónssyni og Si-
gmundi Andréssyni tókst að kom-
ast alla leiðina, og var í fyrstu tal-
ið að Sigmundur hefði unnið þann
Heimilt að veiða
805 hreindýr í ár
Óheimilt er að
Menntamálaráðuneytiö hefur nú
heimilað veiðar á 805 hreindýrum á
Austurlandi á tímabilinu 1. ágúst til
20. september. Er þá miðað við að
stofnstærð sé sú sama og á siðasta
ári eða rúmlega þrjú þúsund dýr.
Árleg talning hreindýra hefur
þegar farið fram og virðist svipað-
ur fjöldi dýra á aðalsvæði þeirra
og síðastliðið ár. í fyrra var heim-
ilað að veiða 655 dýr en 505 veidd-
ust.
Það er 31 sveitarfélag, sem
hlutdeild fær í veiðinni, allt frá 4
dýrum upp í 75 hvert. I hverju
þessara sveitarfélaga er hrein-
dýraeftirlitsmaður, sem annast
selja veiðileyfi
veiðarnar ásamt aðstoðar-
mönnum, sem þeir velja, og verða
þeir að búa yfir nægri skotfimi og
kunnáttu í meðferð skotvopna að
dómi hlutaðeigandi lögreglustjóra
og fullnægja ákvæðum um leyfi til
að eiga og nota skotvopn.
Þá er Morgunblaðinu kunnugt
um, að Jökuldælingar hafa lýst
því yfir að þeir vildu gefa veiðina
frjálsa þannig að landeigendum
væri heimilt að selja veiðileyfi
opinberlega og auka þannig tekjur
sínar. Samkvæmt frétt mennta-
málaráðuneytisins um hreindýra-
veiðarnar er óheimilt að selja
veiðileyfi.
i