Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 25
Landssamtök sauma-
og prjónastofa:
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982
37
Áhyggjur
vegna
minnkandi
útflutnings
AÐALFUNDUR Landssamtaka
sauma- og prjónastofa var haldinn á
Hótel Esju, miövikudaginn 14. júlí.
Fram kom á fundinum, aö staöa
fyrirtækjanna hefur versnaö veru-
lega á sl. starfsári. Fundarmenn
lýstu áhyggjum sinum yfir minnk-
andi útflutningi og lægra verði á
fullunnum fatnaöi, samhliða miklum
útflutningi á ullarhandi til sam-
keppnisaöila okkar erlendis.
Einnig voru fundarmenn
áhyggjufullir yfir breyttri
verkaskiptingu milli útflytjenda
og framleiðenda, þar sem útflytj-
endur fara í æ stærri mæli inn á
verksvið framleiðenda í stað þess
að leggja allt kapp á aukna sölu-
starfsemi.
Hjá fyrirtækjum innan LSP
starfa nú um 400 manns. Veruleg
fækkun starfsfólks hefur orðið á
starfsárinu.
Þessir voru kosnir í stjórn til
næsta starfsárs: Formaður,
Johnny Símonarson, Selfossi,
meðstj:, Hannes Baldvinsson,
Siglufirði, Leifur Ingimarsson,
Kópavogi, Rúnar Pétursson, Akra-
nesi, Sævar Snorrason, Hvolsvelli.
Til vara: Sigurður Gunnlaugsson,
Kópavogi, Sæmundur Runólfsson,
Vík í Mýrdal.
(FrétUlilkynning)
Skammhlaup
í skemmti-
ferðaskipi
SKAMMHLAUP varö í skemmti-
feröaskipinu „Evropa", þegar þaö
var á leið frá Reykjavík til Isafjarð-
ar. Var skipinu snúiö viö til Reykja-
víkur og komu 3 viðgerðarmenn með
einkaþotu frá Hamborg ásamt for-
stjóra útgerðarfyrirtækis skipsins.
Flugvél kom síðan með varahluti á
sunnudaginn var.
Að sögn Steins Lárussonar hjá
Úrvali, þá varð skammhlaup í
rafkerfi skipsins og sviðnaði
eitthvað út frá blossanum. Við
rafmagnsleysið fór sjálvirk neyð-
arhringing af stað. Voru sumir
komnir af stað upp á dekk og
gripu með sér björgunarvesti. En
ekki varð meira úr þessu.
Skemmtiferðaskipið hélt af stað
frá Reykjavík um hádegisbilið í
gær, mánudag. Vegna þessa
óhapps var ekki komið til ísa-
fjarðar, heldur reynt að vinna upp
þessa tveggja sólarhringa seink-
un, og áætlað að koma til Akur-
eyrar í morgun kl. 7.00, þriðjudag.
Sláttur
hafinn við
Skjálfanda
llúsavík, 19. júli.
SLÁTTUR hófst um helgina hjá
nokkrum bændum hér í nágranna-
sveitum, en aö öðru leyti er hann
ekki hafinn, þvi spretta er víðast
hvar léleg vegna vorkulda og lang-
varandi þurrka í júní.
Sól og sunnanátt hefur verið hér
undanfarna daga svo freistandi er
að fella grös í þurrkinn, en margir
bíða eitthvað enn eftir betri
sprettu, svo almennt mun sláttur
ekki hefjast fyrr en í síðustu viku
mánaðarins.
Innkaupastjórar og súkkulaðisölumenn
Söludeild Nóa og Sirius
verðuropin i alresumar!
Þótt verksmiöjur okkar veröi lokaöar um tíma vegna sumarleyfa starfsfólks
þarf enginn aö óttast sælgætisskort. Við höfum komið okkur upp stórum
ogbragögóðum lager af öllum helstu tegundunum og söludeildin á Suöur-
landsbraut 4 verður opin í allt sumar. - Síminn er 28400
Gleðilegt sumar
Mjög sparneytin og þýðgeng Veltistýri. Aðalliós með innbyqqðum Stillanleg fram- og aftursæti.
1600 cc eða 2000 cc vél. þokuljósum.
▲Komið, skoðið
og reynsluakið