Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 32

Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 32
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 Með morgimkaffinu (Irrdan bítt’ann! Ast er.. .. .að gleðjast yfir litlu. TM Reo U.S Pat. Otf -all rights raservM) •1982 Loe Angeies Timas Syndicate 229 HÖGNI HREKKVÍSI \ N | ) ! 1 frXft i i í ö íí t í 7M L.. mann grillar / Allt landið eitt kjördæmi: Sú skipun ein tryggir jöfnun atkvæðisréttar „Nú er vitað, að mun meira verk er að gæta hagsmuna stórs héraðs, t.d. Austurlands, á Alþingi en lítils hverfis í höfuðborginni, þó að ibúatala sé hin sama á báðum stöðum .. Magni Guðmundsson, skrifar: „Velvakandi. Flokkarnir hafa fundið upp nýtt „réttlætismár að berjast fyrir. Það er svonefnd jöfnun at- kvæðisréttar, sem miðar að því, að sama tala atkvæða sé að baki hverjum þingfulltrúa. Nú er vitað, að mun meira verk er að gæta hagsmuna stórs héraðs, t.d. Austurlands, á Al- þingi en lítils hverfis í höfuð- borginni, þó að atkvæðatala sé hin sama á báðum stöðum. Jöfn- un atkvæðisréttar felur því í sér talsvert óréttlæti gagnvart dreifbýlinu — og rýrir að auki áhrif þess á þingi. En sleppum því í bili. Mergurinn málsins er sá, að þeir, sem vilja jöfnun atkvæðis- réttar, hljóta að æskja þess, að landið allt sé gert að einu kjör- dæmi, því að sú skipan ein trygg- ir jöfnun atkvæðisréttar að fullu og til frambúðar. Ef svo er ekki, er þeim ekki alvara, en þetta „réttlætismál“ aðeins hræsni og átylla til að ná fram öðrum markmiðum. Unnt er að jafna atkvæðisrétt- inn um tíma með því að „færa til“ þingfulltrúa, þ.e. fækka þeim í dreifbýli og fjölga að sama skapi í þéttbýliskjarnanum, þannig að tala þingfulltrúa hald- ist óbreytt. Það er verjanleg leið, enda hefir hún engan óþarfa kostnað í för með sér. Þing- fulltrúar eru nægilega margir fyrir — a.m.k. mun fleiri á íbúa- tölu en þekkist í öðrum lýðræð- isríkjum. Ýmsum finnst og nóg um hinn óhóflega fjölda laga, sem Alþingi útungar árlega. Þriðja leiðin og sú versta er einfaldlega að fjölga þingfull- trúum í þéttbýlinu. Ef að líkum lætur, er það sú leiðin, sem Al- þingi kýs. Hún er til samkomu- lags í þingheimi, sem hefir litla eða enga skoðun á neinu, en sem- ur um hvað eina.“ Þessir hringdu . . . Þakkir fyrir skjót viðbrögð Hafnrirðingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þú birt- ir nokkrar línur frá mér í laug- ardagsblaðinu, þar sem ég skor- aði á vega- og gatnamálayfirvöld að taka upp þann hátt að setja hauspoka á umferðarljós, sem ekki væru í notkun, í því skyni að fólk yrði síður sljótt fyrir þessum ljósum, þegar að því kæmi að þau væru tengd. Nefndi ég í þessu sambandi nýuppsett ljós við gatnamót Hafnarfjarð- arvegar og Vífilstaðavegar, þar sem alvarlegt slys varð á sl. ári skömmu eftir tengingu umferð- arljósa. Þegar ég ók í vinnuna í morgun veitti ég því athygli, að hauspokar voru þarna komnir á öll ljós sem ekki hafa verið tekin í notkun, eða a.m.k. þar sem því verður við komið með góðu móti. Þetta kalla ég skjót viðbrögð við réttmætri ábendingu og kem hér með á framfæri þakklæti mínu. Þá flódi alveg út úr hjá mér Sigríður hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langaði svolítið til að nöldra. Ég er í hópi þess gamla fólks sem saknar þess að hafa ekki sjónvarp á kvöldin. Það þýðir náttúrlega ekki að tala um það eða deila við dómarann. Hitt er annað, að mér ofbýður oft, hvað okkur er boðið upp á í útvarpinu, t.d. á sunnu- dagskvöldið var (11. júlí). Fyrir utan lögfræði er okkur gert að sitja undir þriggja kortera löngu viðtali við hljómsveitarfólk — og það á ensku, nú eða slökkva á tækinu, sem flestir hafa auðvit- að gert. Er þetta ekki fyrir neð- an allar hellur í sjónvarpslausu landi? Það er öngvu líkara en þeim sé það sársaukalaust, þótt þorri hlustenda slökkvi á tækj- um sínum, jafnvel þeir trygg- ustu í þeirra hópi, og taki ein- manaleikann framyfir hlustun. Ég er gömul kona og kröfurnar eru ekki yfirtakanlegar, trúi ég. í sjónvarpinu held ég þó upp á fréttirnar og veðrið, veit alltaf að þá er óhætt að opna fyrir. Það er gott fyrir þann sem er gamall og býr einn. Fyrirgefðu, Velvak- andi minn, en það flóði alveg út úr hjá mér þetta sunnudags- kvöld, en nú er ég búin að hella úr skálum reiði minnar. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.