Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 33

Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 45 VÉLVAKAfiDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI / Frá Eyrarbakka Plastiðjan á Eyrarbakka: Reynt að gera eigenda- skiptin tortryggileg Eyrbekkingur skrifar: „Agæti Velvakandi. Ég er svolítið hlessa á fréttum, sem undanfarið hafa verið í Dag- blaðinu & Vísi um Plastiðjuna á Eyrarbakka. Upþhaf málsins er, að hér á Bakkanum hefur verið starfandi iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Plastiðjan hefur þetta fyrirtæki heitið síðan það var stofnsett árið 1957. Það framleiðir einangrunar- plast og til skamms tíma voru þar framleiddar umbúðir fyrir mjólkur- iðnað. Undanfarin ár hafa ýmsar blikur verið á lofti varðandi þetta fyrirtæki. Heyrst hefur annað slag- ið, að það sé til sölu eða verði flutt burt úr þorpinu, sem yrði miður fyrir plássið. Plastiðjan hefur að jafnaði útvegað 6—10 manns at- vinnu, þar af tveimur búsettum á Selfossi hin seinni ár. Nú gerist það í júnímánuði, að eigendaskipti verða að fyrirtækinu. Fjórir ungir menn, búsettir hér, gera með sér hlutafélag um að eign- ast fyrirtækið. Flestir eru þessir menn nýbúnir að byggja sér íbúð- arhús eða kaupa sér húsnæði og eru þar af leiðandi ekki með mikið af lausafé tii að leggja í kaupin. Þeir hyggjast því spara sér mannahald með því að starfa þarna fjórir við framíeiðslu og sölu plasteinangrun- arinnar. Þetta er m.ö.o. leiðin sem þeir sjá til þess að eignast fyrirtæk- ið. Eftir þennan formála skal ég nú koma að kjarna málsins, sem er, að nú geysist D&V fram með fréttir af þessum eigendaskiptum, þar sem augljóslega er farið frjálst og óháð með staðreyndir og forsendur. Mál- ið er, að fyrrum eigandi plastiðj- unnar þarf eðlilega að segja upp sínu starfsfólki, þegar hann hættir atvinnurekstri hér. Þetta fólk er sumt búið að starfa við Plastiðjuna frá því að hún tók til starfa og er komið vel af léttasta skeiði. Því get- ur þess vegna gengið misvel að fá starf við hæfi hér á Eyrarbakka, þar sem atvinnutækifæri eru ekki mörg og flest í frystihúsum og við fiskvinnslu. Auðvitað er bagalegt fyrir roskið eða aldrað fólk að verða atvinnu- laust, en hagur þess batnar ekki með því að snúast gegn hinum nýju eigendum, sem í raun og veru eru dregnir inn í þessa umræðu alveg að ósekju. í D&V er gert í því eins og hægt er, og óspart vitnað í heimamann, að tortryggja fjór- menningana, sem virðist þó alveg út í hött, þar sem þeir hafa ekki gert annað en kaupa fyrirtæki en ekki fólkið sem þar starfaði áður. Það mundi enginn útgerðarmaður láta bjóða sér bát til kaups, þar sem skilyrði væri að 6—8 manna áhöfn fylgdi, þótt hann þyrfti hennar ekki með. Ekki nóg með þetta, heldur er reynt að skaprauna hinum nýju eig- endum með því að gera þetta mál pólitískt. Þarna er talað um að séu tveir menn, sem boðið hafi sig fram til sveitarstjórnarstarfa í vor og annar þeirra sitji nú í hreppsnefnd. í framhaldi af því er látið í það skína, að þetta sé rassskellur fyrir Árbæingur skrifar: „Kæri Velvakandi. I Reykjavíkurbréfi Mbl. sunnud. 18. júlí sl. er vakin athygli á að- stöðumun ungs fólks í þéttbýli og dreifbýli til að afla sér fram- haldsmenntunar. Hér segir: „Þótt átak hafi verið gert í því að byggja upp framhaldsskóla út um land, er ljóst að það er fjárhagslega mikið átak fyrir ungt fólk í dreifbýli að ganga í menntaskóla og afla sér stúdentsprófs þegar sækja verður skóla langt frá foreldrahúsum. Þessu verður auðvitað ekki breytt, því að ekki er hægt að byggja menntaskóla í hverju þorpi. Þessi aðstöðumunur veldur því hins veg- ar að verulegar hömlur eru á skóla- göngu ungs fólks í dreifbýlinu, sem hneigist fremur til þess að hefja störf í frystihúsi eða á sjó um leið og skyldunámi lýkur. Framtíðar- möguleikar eru því takmarkaðri en í þéttbýlinu." í þessu sambandi hefði mér þótt fróðlegt að sjá eitthvað minnst á hugmyndina um væntanlegan há- skóla á Akureyri í þessu Reykja- víkurbréfi. Aðstöðumunurinn milli þéttbýlis og dreifbýlis var og er vissulega umtalsverður þegar menntaskólastigið er annars vegar, en hvað um háskólastigið? Er ekki kominn tími til að gefa gaum að því þegar rætt er um aðstöðumun? aldraða hér á staðnum. En ég vil þó vekja athygli manna á því, sem meira er um vert, að rassskellurinn þessi hefði orðið almiklu stærri, ef svo illa hefði viljað til, að starfsemi þessi hefði alfarið flust héðan í burtu. Á undanförnum árum hafa engin ný atvinnutækifæri í iðnaði séð hér dagsins ljós, sem fyrrverandi hreppsnefndarmenn ættu að vita, svo að það er vel, að þessir fjór- menningar skuli hafa kjark og þor til þess að takast á við þetta verk- efni. Ég óska þeim góðs gengis." í upphafi var aðeins einn bisk- upsstóll á íslandi og hann var stað- settur á Suðurlandi. Skáiholtsbisk- upsdæmi náði yfir allt tsland. Þetta stóð í hálfa öld. En þá kom- ust menn á þá skoðun, að landið hefði þörf fyrir tvö biskupssetur, og var þá settur á stofn biskups- stóll á Hólum í Hjaltadal að ráði Gissurar biskups. Þar með hafði Norðurland fengið sína menning- armiðstöð. Hálfri öld eftir að háskóli hafði verið stofnaður í Sunnlendinga- fjórðungi, árið 1911, komu fram raddir um að nú þyrfti að feta í fótspor Gissurar ísleifssonar bisk- ups og annarra íslenzkra valda- manna, sem skiptu Skálholtsbisk- upsdæmi í tvennt skömmu eftir aldamótin 1100. Norðurland þyrfti að fá sinn eigin háskóla, sem yrði miðstöð vísinda og lærdóms í fjórð- ungnum eins og Hólastóll hafði verið forðum. Hugmyndin hefur verið rædd og fyrir fáum vikum birti dagblaðið Tíminn forystu- grein um málið í tilefni þess að nefnd hafði þá nýlega verið sett á laggirnar til að skoða það. Gaman væri að sjá höfund Reykjavíkur- bréfs ræða þetta mál einshvern tímann á næstunni í þáttum sínum í framhaldi af því sem hann skrif- aði um aðstöðumun þéttbýlis og dreifbýlis í Mbl. 18. júlí síðastlið- inn. Aðstöðumunur þéttbýlis og dreifbýlis: Umtalsverður á menntaskólastigi — en hvað um háskólastigið? Raflagnir Tökum aö okkur nýlagnir og viögeröir samvirki I Skemmuvegi 30, simi 4 45 66. X^m^^mm—mmmmmm—mm^a^^a^J Samkeppni um Verkfræðingahús Verkfræðingafélag íslands efnir til samkeppni um Verkfræðingahús. Lóð hússins er við Suöurlandsbraut gegnt Hótel Esju og samanlagöur gólfflötur hússins er áætlaöur um 2.500 fm. Rétt til þátttöku hafa allir félagar í Arkitektafélagi islands og aðrir þeir, sem leyfi hafa til aö leggja aöalteikningar fyrir Byggingarnefnd Reykjavíkur og uppfylla ákvæði byggingarlaga nr. 54/1978. Keppnisgögn verða afhent hjá Gylfa Guðjónssyni arkitekt og hjá Þórhalli Þórhallssyni framkvæmda- stjóra Arkitektafélags islands í Asmundarsal, Freyju- götu 41, dagiega kl. 13—17. Verkfrnöingafélag íslands. ANHAR VALK0STUR 'ALLRAHAGUR hfARNARFLUG Söluskrifstofa, Lágmúla 7, Simi84477 AFLRAUN AN ERFIÐIS 0PEL AKSTUR ^VÉLADEILD Ármúla 3 S. 38 900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.