Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 5 Ördeyða í Selá „Við héldum að þetta gæti ekki versnad frá síAasta sumri, en ég held að það sé óhætt að segja að veiðin í Selá nú er hcldur lakari en á sama tíma í fvrra. í heild veiddust í fyrra aðeins 190 laxar, en þegar best hefur látið hefur sumaraflinn farið upp í 14—1500 laxa. Nú eru komnir um 75 laxar á land, þeir hafa verið að reytast upp allt frá því að tímabilið hófst um mánaðamót júní/júli, en göngur hafa ekki kom- ið sem kallandi eru því nafni. Það eru auðvitað ýmsar getgátur á lofti um hvað veldur, en við teljum að búið sé að veiða laxinn okkar ann- ars staðar, þ.e.a.s. í hafinu,“ sagði Imrsteinn Þorgeirsson bóndi á Ytri- nýpum í samtali við Mbl. í gær. Þorsteinn tjáði Mbl. ennfremur, að sá lax, sem á land hefur komið, hafi yfirleitt verið 10—18 pund, Sjá varla lax í Vesturdalsá Þá fékk Mbl. þær upplýsingar í Vopnafirðinum, að þriðja á þeirra Vopnfirðinga, Vesturdalsáin, væri síst líflegri en stórárnar Hofsá og Selá. Þprsteinn á Ytrinýpum tjáði Mbl.: „Ég frétti áðan að það væru aðeins komnir 13 laxar á land úr Vesturdalsá, en þar er veitt á tvær og hálfa stöng á dag að með- altali. Þeir segja að það sé varla lax í ánni. Hún er vatnslítil og auðvelt að sjá laxinn í henni." Illveidandi fyrir slýi í Laxá í Aðaldal Veiðin í Laxá í Aðaldal gengur dauflega, samkvæmt upplýsing- um Mbl. Lítill lax sést í ánni, en nú eru um 640 laxar komnir þar á land. Miklir hitar hafa að undan- förnu gengið norðanlands og Mbt Helgi Bjarnason. Heimsins gæðum er misskipt eins og kunnugt er og hafa laxveiðimenn orðið áþreifanlega varir við það í sumar. Veiðin í Austfjarðaánum hefur verið treg og einnig hefur veiði gengið illa á Norðausturlandi. Hins vegur hefur verið mikil laxaganga í Elliðaánum og víða annarsstaðar. Þessi mynd er tekin við Glanna i Norðurá, en þar hefur veiðst ágætlega smálax hefði varla sést. Veitt var á 4 stangir í upphafi tímabilsins, en frá 16. júlí hefur verið veitt á 6 stangir. Hofsá líflítil Mbl. fékk þær upplýsingar í veiðihúsinu við Teig, að laxveiðin í Hofsá hefði verið mjög dauf það sem af væri sumri. „Veiðimenn- irnir sjá dálítið af laxi og það hef- ur verið nokkur reytingur öðru hvoru, en þó eru ekki komnir nema um 70 laxar á land,“ sagði viðmælandi Mbl. í veiðihúsinu. Mest eru þetta stórir laxar, stærsti 23 pund og meðalþunginn vel yfir 10 pundum. Veitt er á 6 stangir og sjá útlendingar um iðj- una um þessar mundir. fljóta stórir slýflekar niður ána og er hún illveiðandi af þeim sök- um. Nú veiðist aðallega á flugu og spún í Laxá og tekur laxinn maðk- inn verr en áður. Tæplega 680 úr Laxá í Kjós Tæplega 680 laxar hafa veiðst I Laxá í Kjós og er Bugða þar með- talin, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í veiðihúsinu við ána. Nú eru útlendingar að veið- um í Laxá og hafa verið frá 1. júlí. Enn mun fiskur vera að ganga í ána og er þar talsvert af laxi. Út- lendingarnir veiða einungis á flugu og hefur Francis verið sú skæðasta. Veitt er á 10 stengur í Laxá. Ferðamálaráðstefna Islands FERÐAMÁLARÁÐ íslands hefur ákvcðið að Ferðamálaráðstefnan 1982 skuli haldin á ísafirði dag- ana 27. og 28. ágúst nk. Ráðstefn- an verður sett kl. 10 f.h. 27. ágúst, og er hún opin öllum áhuga- mönnum um ferðamál. Aðalmál- efni sem tekin verða fyrir á ráð- stefnunni eru: Uppbygging ferðaþjónustu á Vesturlandi, skýrsla um um- hverfismál, hvernig megi auka ferðalög Islendinga um eigið land og loks fjármögnun nauð- synlegrar kynningarstarfsemi hagsmunaaðila að ferðamálum. Gunnar Ingi Gunnarsson staðartæknifræðingur við Kröflu: „Kostir steftiubor- unar eru miklir“ „BORUNIN sem slík hefur gengið ágætlega og virðist okkur þetta vera fremur auðsótt," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, staðartæknifræðingur við Kröfluvirkjun, þegar Mbl. innti hann fregna af svonefndri stefnu- borun sem hófst þar nyrðra í byrjun síðasta mánaðar. Stefnuboruninni var þannig háttað, að fyrst var borað 250 metra lóðrétt niður og síðan beygt jafnt og þétt 1.550 metra til hliðar, þannig að hallinn við enda holunnar er aðeins 39 gráður. „Stefnuborinn fengum við frá Bandaríkjunum," sagði Gunnar Ingi, „en þess má geta, að í sam- bandi við borunina höfum við leigt bæði tæki og þekkingu erlendis frá. Kostir stefnuborunar eru miklir, en þeir eru einkum tví- þættir. I fyrsta lagi kemur hún sér vel í mishæðóttu landi eins og við Kröflu, þar sem hægt er að hefja borun í hlíðum, í stað þess að hefja þær uppi í hæstu hæðum. I annan stað er þessi borun mjög hentug við leit að lóðréttum hita- sprungum, en við höfum einmitt nokkra hugmynd um eina slíka á þeim slóðum sem borað er.“ Borholan, sem hér um ræðir, er önnur tveggja sem boraðar hafa verið á þessu ári. Gunnar Ingi var spurður hvort menn væru farnir að gera sér einhverja grein fyrir hve mikla orku væri að fá úr þess- um holum: „Fyrsta borholan, sem við hófum að bora i maí, er nú að hitna upp. Ég reikna með að við hleypum henni í blástur innan fárra dag, þannig að um mánað- armót ættum við að hafa ein- hverja hugmynd um hvað hún gef- ur. Hins vegar má ætla að síðari holunni verði hleypt í blástur í lok þessa mánaðar og ættu þvi upp- lýsingar um hana að liggja fyrir upp úr miðjum september," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson. Eg er léttust... búin 800Wmótor og 12 litra rykpoka (Made in USA) HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rumar 12 lítra. já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liöur um mm^^m HOOVER er heimilishjálp FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 iVTOFRfl- DISKURINN Ryksugan sem svífur GÓÐUR - ÓDÝR - LIPUR - SÆLL - AFBRAGÐ ARMARHOLL Hvfldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Rjómalöguð krabbasúpa Salat Gufusoðinn skötuselur með krabbasósu. Kr. 85,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.