Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 2“1 allar vitni um vilja til að bæta kjör aldraðra, gera þeim ellina léttbærari með einhverskonar að- hlynningu síðustu árin. Þetta er allt góðs viti, og sýnir vilja til að láta ekki ellihópinn geymdan í skuggalegri ruslakompu þjóðfé- lagsins. En raunar gripu fæstir á vandamáli kynslóðabilsins. Kyn- slóðirnar nálgast ekki við það eitt, að reist séu vönduð elliheimili, þar sem gamlingjarnir geta látið fara vel um sig, ef þeir eru engu að síður einangraðir frá samvistum við yngra fólkið. Og börnin eða unglingarnir færast undralítið nær gömlu kynslóðinni, þó að þau viti að vel fari um hana einhvers staðar á stofnun eða i heimahúsi, þar sem einsemdin verður ef til vill yfirþyrmandi. Umræðurnar snerust að mínu mati of mjög um það að gamla fólkið væri einangr- aður þjóðfélagshópur, sem hlynna bæri að en ekki á það minnst að auka tengsli hans við yngri kyn- slóðirnar. Mér fannst þá, og finnst raunar alltaf, að margt það, sem rætt er og ritað um þessi efni, minni á viðhorfin til aðstoðar við þróunarlöndin eða einhverja eymd úti í hinum fjarlæga heimi. Menn eru almennt fúsir til að leggja eitthvað af mörkum til að lina þjáningar fólksins. En hvern fýsir að nálgast það persónulega eða deila við það geði, þótt þess v, .i kostur. Þeir eru áreiðanlega sára- fáir, eða jafnvel engir. Og er þessu ekki í rauninni líkt farið með af- stöðuna til gamla fólksins? Þykir ekki mörgum svo að öllu réttlæti og skyldum sé fullnægt, ef sæmi- lega er að því búið, þar sem það kúrir í sínu horni sem fjærst frá erli athafnalífsins og ys æskunn- „Ég hygg að ekki verði um það deilt, að upphaf kynslóðabilsins hefst með upplausn heimilanna, eða e.t.v. öllu heldur fjölskyld- unnar, sem knúin er til að sinna öllu öðru en börnun- um, að ég ekki tali um unglingunum þegar þeir komast á gelgjuskeiðið, bæði til framdráttar lífinu og því að lifa í takt við tímann, og því sem aldar- andinn kennir og hvar- vetna klingir í eyrum, aö það sé lægri staða kon- unnar að vera „bara hús- móðir“ en vinna utan heimilis, næstum sama hvað það er. í því sé fólgið frelsi, en hitt sé kúgun.“ ar. Og raunar skil ég það viðhorf. Margir okkar gamlingjanna get- um verið án hinna ungu, siðustu fetin fram að grafarbakkanum án þess að bíða tjón af. En hinir eru þó fleiri, sem fengju meiri lífsfyll- ingu, liði betur og bæru höfuðið hærra, ef þeim væri gert kleift að leggja einhvern lítinn skerf til at- hafnalífs þjóðarinnar, svo sem þeir hafa gert langa ævi, og þeim er áreiðanlega ljúfara að hafa eitthvað af æskunni kringum sig en einungis jafnaldrana. Og hitt verður naumast dregið í efa, að æskan, sem á allt lífið framundan getur varla verið án hinna eldri og reynslu þeirra, ef vel á að fara. Hætt er við að ef hún reisir bygg- ingu lífs síns án þess hún hvíli á grunni hins gamla, sé hún reist á sandi og hrynji í rústir, þegar stórviðri iífsins geysa. I öllum áðurnefndum umræðum hjó ég eftir einu atriði eins ræðu- manna, sem mér þótti vert athug- unar og umræðu, en ég held fæstir hafi annars lagt að því eyru. Ræðumaður stakk upp á því til þess að leysa að einhverju leyti skortinn, sem hvarvetna er á dagvistunarheimilum fyrir bðrn, að sveitarfélögin leituðu eftir að gera það kleift að gamla fólkinu, eftir- og ellilaunahópnum, yrði fengið það hlutverk að fóstra smá- börnin, í stað þess að bæta sífellt við nýjum dagvistunarheimilum. Þetta gæti verið ýmist með því móti, að börnin yrðu á heimilum gamla fólksins, eða bæjarfélögin kæmu upp heimilum i þessu efni. í stað þess sem nú er talað um dagmæður, kæmu hér til dagömm- ur og afar, enda efast ég ekki um að karlarnir gætu veitt kerlum sínum drjúga aðstoð í þessum efn- um. Ég er þess fullviss, að með þessum hætti mætti leysa vanda- mál margra. Gamla fólkið fengi viðfangsefni, sem því væri hug- leikið, og fyndi að nýju að það væri virkur þáttur í þjóðfélaginu og lifði aftur þann tíma, er það sjálft var að ala upp börn sín, en krakkarnir aftur á móti kæmust í nána snertingu við afa- og ömmu- kynslóðina og lærðu af reynslu 1 þeirra. Þar myndu skapast varan- leg tengsl væntumþykju á báða bóga. Og foreldrarnir rifjuðu upp forn kynni sín af eldri kynslóð- inni, sem farið væri að fenna yfir. Byrjað væri að skapa brýr yfir gjána milli kynslóðanna. Og vafa- lítið mundi þetta geta sparað bæj- ar- og sveitarfélögum stórfé. Ef til vill er ég of bjartsýnn í þessu efni, en slíkt haggar því ekki að hér er um athyglisverða tillögu að ræða, sem ber að reyna og sjá síðan hvað setur um árangurinn. Það líður að lokum máls míns. Ég hygg við séum öll sammála um meginatriðið. Leita verður allra hugsanlegra ráða til þess að kynslóðabilið megi minnka. Það sé öllum til góðs, hinum öldruðu ánægja, æskunni lífsfylling í því tómarúmi, sem hún er oft í, og þjóðinni í heild hagur. En til þess svo megi verða, verða kynslóðirn- ar að leita hvor til annarrar. Þær verða að finna þörfina, sem þær hafa hvor fyrir aðra. Mér flýgur í hug kvæðið Gamli Stál, eftir finnska skáldið Rune- berg er síra Matthías gaf oss í snilldarþýðingu sinni í Svanhvít. Vafalítið kannist þið öll við það. Sögumaðurinn, skáldið, er ungur yfirlætismikill stúdent, sem býr við allsnægtir og lífið brosir við með öllum sínum lystisemdum. Hann býr í nábýli við gamlan upp- gjafahermann, gamla Stál, hrum- an og örvasa. Hvorugur skilur annan, og eitt helsta gaman stúd- entsins er að erta gamla manninn og reita hann til reiði og gamna sér viö geðofsa hans. Hann skildi ekki að gamli maðurinn hefði átt sér æskuvor, og lífið fært honum erfiði og þrautir. (>U vorkunn baeri og virðing há ég var of lærður slíkt að sjá. Ég var svo ör svo ungur þá hans eymd svo stór, mín tign svo há. Og hafa ekki fleiri sömu sögu að segja. En svo bar til að stúdentinn ungi varð leiður á lífinu, glaðværð þess og svalli og tók að lesa bók- arhorn um „landvörn Finna“. En bókin reyndist honum of stutt. Hann varð að frétta meira, heyra einhvern, sem þekkti viðburðina af eigin reynslu segja frá þeim. Og hann gekk á fund við gamla Stál, þótt liðið væri á kvöld. Gamla manninum hnykkti við, ef hann ætti ekki að fá næturgrið. En nú var sögumaðurinn breyttur og skýrði frá erindi sínu. Og „ef herr- ann fýsir fékk hann téð, ég frætt hann get því ég var með“. Og frá- sagnirnar entust til morguns, og viðhorf þeirra beggja var breytt. Ilann sá ei úr því sælan dag ef séð mig hafði eigi. Við deildum sorg og sjeldarhag, og sama tóhakslegi. Nú var hann gamall, ungur eg, hann æðri kóngi, stúdent eg. Sagan þarfnast ekki skýringar. Þarna fundu kynslóðirnar hvor aðra, báðum til ánægju og þroska. Æskumaðurinn fann nýtt viðhorf til ellinnar, og umfram allt lærði hann að meta og skilja sögu þjóð- ar sinnar, en öldungurinn lifði æsku sína við upprifjan endur- minninganna, og þó ef til vill miklu fremur við að finna áhuga þann og eldmóð, sem þær kveiktu í æskumanninum. Þannig sýnir skáldið oss, hvernig brúa má kynslóðabilið, ef rétt er að unnið. Bútasala Verksmiöjugallaðar buxur á mjög vægu veröi Mittisjakkar unglinga kr.29&eor kr. 199.00 peysur kr.l99re0r kr. 129.00 barna náttföt kr. -99r95- kr. 69.95 unglingaskyrtur kr. j69r95" kr. 49.95 sjóliðapeysur kr. J9r95r kr. 49.95 dömublússur kr.299e0r kr. 199.00 dömuanorakkar m/hettu kr.499e& kr. 359.00 pils kr .199e0r kr. 99.95 kjólar kr .329eor kr. 199.00 herrajakkar kr.á99e0r kr. 399.00 herranáttföt kr. 129e& kr. 79.95 pilotskyrtur kr.U9e& kr. 89.95 Verslanir í Reykjavíkeru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. 4 HAGKAUP Opið í kvöld til kl. 20 Hagkaup Skeifunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.