Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 19 Frumvarp nr. 583 — útvarp og fleira í ríkispökkum Eftir Kristin Andersen Fyrir rúmlega hálfri öld tóku framtakssamir menn sig til og settu upp útvarpsstöð í Reykjavík. I þá daga voru íslendingar ekki kúgaðir af kerfinu eins og nú er orðið. Ólíkt niðjum þeirra nú, sem hreyfa ekki við steini öðru vísi en að ríkisvaldið ljái þeim jarðýtu til þess arna, létu þeir hendur standa fram úr ermum og réðust í það sem gera þurfti. Duglegir menn reistu rafveitur, fiskvinnslustöðv- ar, steinullarverksmiðjur og flug- félög — allt það sem nú er í tízku að fá í ríkispakka. Og útvarpsstöð var sett upp eins og hvað annað. Ekki leið þó á löngu unz ríkið tók við rekstrinum og fátt stóð eftir annað en nafnið „Útvarp Reykjavík". Ætlunin var að nýta útvarpið til fullnustu í þágu menningarþróunar þjóðar- innar og var það vel. Að vísu var efnisvalið stundum umdeilt, margir söknuðu t.d. rímnanna gömlu sem féllu ekki alveg inn í hina „göfugri" menningarstrauma og enn þann dag í dag virðist Ríkisútvarpið gera umdeilanlegan greinarmun þess sem kalla mætti „æðri“ list og „óæðri" list, en nóg um það að sinni. Tímarnir breyt- ast og hálf öld er langur tími í sögu útvarpstækninnar. Mynd- böndin, sem sumir kalla nú „tækninýjung", hafa verið í notk- un um árabil erlendis. Það þurfti ekki mikið hugmyndaflug, en þess meira áræði, til að storka prívat- notkun flokkavaldsins á sjónvarpi með myndbandakerfum. Og þar stöndum við nú, að „kerfið" stend- ur að því er virðist ráðþrota milli lagabókstafsins og fjöldans sem nýtur myndbandakerfanna. Er frumvarpið lausnin? Þar kom að einstakir þingmenn sæju að sér. Á liðnum löggjafar- þingum hafa verið lögð fram frumvörp til þess að liðka um út- varpsrekstur, en jafnan hefur orð- ið þegjandi samkomulag um að drepa þau í nefndum. Þá er hryggilegt að vita til þess að lengst af hafa einungis þingmenn Sjálfstæðisflokksins haft til þess víðsýni að fylgja þessum málum eftir. Fyrst með „myndbandabylt- ingunni" höfðu tveir þingmenn krata til þess dug að brydda upp á breytingum í útvarpsmálum. Kjarkurinn náði þó ekki lengra en að leggja til útibú frá Ríkisút- varpinu, þar sem kommissararnir „fyrir sunnan" hefðu tögl og hagldir. Hvergi var gripið á mynd- bandamálum, sjónvarpsmálum eðá ábyrgð héraðsútvarpsstöðv- anna gagnvart almenningi. Öllu vænlegra er frumvarp Friðriks Sophussonar o.fl. (frum- varp nr. 583), þar sem leitazt er við að marka heillega stefnu í út- varpsmálum til lengri tíma. Þetta frumvarp var lagt fyrir síðasta þing og hlaut þar þá meðferð sem vænta mátti. Úr þessu frumvarpi má telja til athyglisverð atriði, s.s.: — Gert er ráð fyrir hljóðvarps- eða sjónvarpsrekstri, bæði gegnum kapla og um loftið. — Rekstur verði heimill félögum, stofnunum og einstakling- um, að uppfylltum tilteknum grundvallarskilyrðum. — Rekstrarleyfi verði aðeins veitt til 3ja ára í senn. — Ábyrgðarmenn efnis verði tryggilega tilgreindir. — Útsendu efni verði settar ákveðnar reglur v. pólitískt hlutleysi, rækt við íslenzka tungu, þjónustu við hlust- endur o.fl. — Útsent efni skuli varðveitt til- tekinn tíma ef vitna þarf til þess síðar. Við lestur þessa frumvarps verður hverjum manni ljóst, að þar hefur verið leitazt við að festa lausa enda eftir því sem unnt er í einu frumvarpi, og er þar breyting frá flestum öðrum frumvörpum um þessi mál. A að farga Ríkisútvarpinu? Nei, það er engin ástæða til þess. Ríkisútvarpið hlýtur alltaf að skipa mikilvægan sess í útvarpi landsmanna. Á vegum þess eru „VIÐ lestur þessa frum- varps verður hverjum manni Ijóst, að þar hef- ur verið leitast við að festa lausa enda eftir því sem unnt er í einu frumvarpi, og er þar breyting frá flestum öðr- um frumvörpum um þessi mál.“ starfræktar langbylgjustöðvar, en þær ná til alirar þjóðarinnar sam- tímis og gegna því lykilhlutverki í upplýsingamiðlun og almennri menningarstarfsemi. Sama gildir um sjónvarp ríkisins. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar í einkaeign (félaga, einstaklinga eða stofnana) gætu sinnt öðrum málum, sem oft verða útundan hjá Ríkisútvarpinu. Til dæmis flutn- ingi staðbundinna frétta í héruð- um eða jafnvel borgarhverfum; þær gætu helgað sig einvörðungu einstökum atburðum líðandi stundar s.s. íþróttamótum, lista- hátíðum eða öðru sem jafnan fær naumlega skammtaðan tíma í ríkisfjölmiðlunum. Rekstur hljóðvarps og sjónvarps á höndum fleiri en ríkisins er hagsmunamál fjölmargra stétta. Með útbreiddum rekstri þessara fjölmiðla spretta upp ótalin at- vinnutækifæri fréttamanna, tæknimanna, tónlistarmanna, leikara, myndlistarmanna og svo Menntamálaráðherra Alberta- fylkis í Kanada, frú Mary Le Messurier, hefur boðið mennta- málaráðherra, Ingvari Gíslasyni, og konu hans, Ólöfu Auði Erlings- dóttur, að vera heiðursgestir við hátíðarhöld, sem fram eiga að fara í Markerville í Alberta-fylki 7. þ.m., þegar vígt verður minn- mætti lengi telja. Og það sem ekki er síðra: Þessi atvinnutækifærí nýttust betur íbúum landsbyggð- arinnar en stofnunin að Skúlagötu og Laugavegi gerir nú. Mótrökin Andstæðingar frjáls útvarps hafa einkum haft fjárhagshliðinn á hornum sér. Þar hafa þeir þrá- azt við að líta við staðreyndum, en þess í stað hamrað á ósannindun- um, enda má svo lengi ljúga að lyginni verði trúað. Sjálfur hef ég aflað mér gagna um kaupverð tækjabúnaðar fyrir litla út- varpsstöð sem gæti t.d. þjónað Reykjavíkursvæðinu og niðurstað- an verður svipuð verði lítillar íbúðar. Það er því ljóst að ekki þarf stóran hóp áhugasamra manna til að setja útvarpsstöð á laggirnar. Auðvitað ber auglýs- ingamarkaðurinn ekki ótakmark- aðan fjölda útvarpsstöðva og þar má vísa á samkeppni dagblað- anna. Sá er þó munurinn á tals- mönnum frjáls útvarps að ekki betla þeir ríkisstyrki eins og flest dagblöðin og varla munu frjálsar útvarpsstöðvar fara fram á greiðslu símreikninganna úr vös- um almennings eins og verndarar flokka- og ríkisfjölmiðlanna gera fyrir kosningar. í bráðina þurfa menn ekki að óttast að tíðnisviðin „fyllist" af hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvum þótt útvarpsrekstur verði gefinn frjálsari en nú er. Á hverjum stað er rúm fyrir tugi stöðva og víst er að fyrr gefa einhverjar þeirra upp öndina vegna rekstrarfjárskorts en að við þurfum að kvíða offjölg- ingarsafn um Stcphan G. Steph- ansson skáld í húsi hans, -sem nú hefur verið endurnýjað og fært í upprunalegt horf. Þá hefur menntamálaráð- herra þegið boð Kanadastjórnar í Ottawa að heimsækja höfuð- borgina í þessari ferð og mun eiga viðræður við Francis Fox, Kristinn Andersen un þeirra. Við getum litið á þessi tíðnisvið okkar sem ónýtta auð- lind, sem ástæðulaust er að meina aðgang að. Hvað næst? Ljóst er að núgildandi útvarps- lög hafa dagað uppi. Fyrr eða síð- ar kemur að því að ríkisvaldið verði að sleppa heljartökum sínum af fjölmiðlamálum. Ráðherra hef- ur skipað nefnd til þess að endur- skoða útvarpslögin. Nefndinni var ætlað að skila áliti svo fljótt sem auðið yrði, en eitthvað hefur flýt- irinn dregizt úr hömlu. Og meðan nefndin athugar sinn gang blómstrar lögleysan hvarvetna undir verndarvæng almanna vilj- ans. Að venju eru þingmenn nú í sumarfríi, fríi sem jafnvel tekur fram leyfum skólabarnanna að lengd. Ekki verður sá dvali til þess að flýta afgreiðslu þeirra mála sem nú eru brýnust. En fyrr eða síðar verður að taka útvarpsmálin okkar til rækilegrar endurskoðun- ar. Verður niðurstaða þeirrar en- durskoðunar eitthvað í líkingu við frumvarp nr. 583? Reykjavík, 29. apríl 1982, menningarmálaráðherra Kan- adastjórnar. Með ráðherra í för þessari verður Bjarni Gunnarsson, stjórnarráðsfulltrúi. Mennta- málaráðherra er væntanlegur heim 13. þ.m. (iYétUtilkynning) Menntamálaráðherra boðið til Kanada ■t iltiiitliliii'* TTtFHtfFtíF WtfttxtH'ttt' ; ffjfP v t-ft+j-H) ' Þaöerengum ' ■ V: ogum sag r . af kæliskápaúrvalinu hjá okkur enda leitum við 4t4ítt4t4 : •t+ ft+t+j-ft-H- ;H++t+t- Atlantshafsins. Við hofum a lager :?imeðsil Vriivara 55 gerðir f Philips og V TtTt : : • » i ' : ' :•» iskép með i ’tttttttt itfiluskáp þar s -+t-H f-w-t-t- tfttxtttt tttttftft titttittt ■: tft •+• ■+it-+-t-+t4*+-+ HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTUN 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.