Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Fyrsta æfing Ásgeirs hjá Stuttgart NÚ l>KGAR farirt er ad síga á seinni hlutann á keppnistímabilinu hér hjá okkur á íslandi, eru atvinnumenn- irnir hjá stórlirtum Evrópu sem óóast að hefja strangar æfingar fyrir kom- andi keppnistímahil. Kinn þeirra er Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnu- kappinn kunni frá Vestmannaeyjum, sem nú stendur á tímamótum á 9 ára glæstum ferli sínum sem atvinnu- maður. Ásgeir hefur nú gengið til liðs við hið þekkta lið VfB Stuttgart í v-þýsku Bundesligunni. • Þjálfari VfB Stuttgart heitir Benthaus og er fyrrum landsliðs- maður V-Þýskalands. Benthaus lagði mikla áherslu á að Stuttgart keypti Ásgeir frá Bayern Miinchen. Knattspyrna I Það var 35 stiga hiti í Stuttgart þegar Ásgeir og hans nýju félagar í liðinu mættu til fyrstu æfingar- innar á hinum glæsta æfingavelli félagsins. Við völlinn biðu margir aðdáendur liðsins í leit að eigin- handaráritunum leikmanna og beindist athygli þeirra mest að nýju stjörnunum sem keyptar hafa verið til félagsins fyrir þetta keppnistímabil, Ásgeiri Sigur- vinssyni og Niedermayer. Þá voru þeir Förster-bræður mjög um- setnir, en þeir voru báðir fasta- menn í silfurliði Þjóðverja í heimsmeistarakeppninni. Æfingin var hálfgert kvalræði fyrir a.m.k. suma leikmennina og einn þeirra missti meðvitund og var borinn í hús með snert af sól- sting enda geta menn ímyndað sér hvernig það er að framkvæma ým- iskonar erfiðar æfingar í 35 stiga hita og stingandi sólskini. Af Ásgeiri er það annars gott að frétta að hann er óðum að ná sér af meiðslum þeim, sem hafa þjak- að hann og komu í veg fyrir það að hann gæti leikið landsleikina I sumar. Taug hefur nuddast við bein í læri og valdið kvölum. Var jafnvel búist við að Ásgeir þyrfti að fara í aðgerð vegna þessa, en læknum þýska liðsins hefur tekist að bæta meiðslin með sprautum, þannig að hnífurinn hefur, í bili a.m.k., verið lagður til hliðar. Leikmenn Stuttgart eru nú við æf- ingar í Svartaskógi. Friðfinnur Finnbogason var í heimsókn hjá Ásgeiri á dögunum og tók þá þessar myndir fyrir Morgunblaðið. — hkj. I » t I • Kfíngavöllur Stuttgart er hinn glæsilegasti og við hann er stórt og mikið klúbbhús félagsins. í baksýn sér í hinn glæsilega völl félagsins sem er einn sá stærsti í Bundesligunni og ekki óalgengt að þar séu 60.000 áhorfendur á hverjum leik félagsins. Oddný með ísl.met í 400 m hlaupi NOKKUR hópur íslenskra frjáls- íþróttamanna er nú staddur erlend- is, og hefur keppt á Norðurlöndun- um á síðustu dögum, m.a. á Kalott- keppninni um síðustu helgi. Á þriðjudaginn tóku margir Islend- inganna þátt i mótum í Gautaborg og Stokkhólmi. Á mótinu í Gautaborg náði Oddný Árnadóttir bestum árangri, en hún setti nýtt ís- landsmet í 400 m hlaupi, fór á 54,50 sek., og varð hún í þriðja sæti i hlaupinu. Óskar Jakobson varð þriðji í kúluvarpinu, kastaði 19,75, og Iris Grönfeldt náði fjórða sæti í spjótkasti, kastaði 46,76. í Gautaborg keppti einnig Vésteinn Hafsteinsson og keppti hann í kringlukasti. Kastaði hann 54,50 m sem tryggði honum 8. sætið. í Stokkhólmi unnu íslendingar tvöfaldan sigur í stangarstökki. Sigurður T. Sigurðsson sigraði, stökk 4,80, og annar varð Kristján Gissurarson með 4,70 m. Sigurður Magnússon keppti í sömu grein og setti nýtt íslenskt unglingamet, stökk 4,20 m. Önnur helstu afrek voru þau að Guðmundur Skúlason varð annar í 800 m hlaupi á 1:51,96 mín, Þor- valdur Þórsson þriðji í 100 m hlaupi á 11,12 sek., Kristján Harð- arson fimmti í sömu grein á 11,25 og Hjörtur Gíslason sjöundi á 11,26. í 400 m hlaupi kvenna kepptu þrjár íslenskar stúlkur og voru þær með nokkuð lakari tíma en Oddný náði í Gautaborg. Hrönn Guðmundsdóttir varð þriðja á 56,35, Valdís Hallgrímsdóttir 4. á 56,39 og Sigurborg Guðmunds- dóttir 5. á 56,41. Fflíisar Ibröttir v J • Ásgeir kemnr til fyrstu æfingarinnar hjá sínu nýja félagi — sloppinn úr klónum á rithandarsöfnurunum. • Asgeir og aðstoðarþjálfari Stuttgart á fullri ferð I 35 stiga hita og brenn- andi sólskini. • Oddný Árnadóttir bætti eigið Islandsmet f 400 m hlaupi á móti í Gauta- borg á þriðjudaginn. ■■■ ■ ■ ■ ■ Tveir leik- ir í 1. deild TVKIR leikir fara fram í 1. deild íslandsmólsins í knattspyrnu í kvöld og eru þar hörkuleikir á ferðinni. Efsta liðið, Víkingur, mætir KR á Laugardalsvellinum og hefst leikurinn klukkan 20.00. Er vonlítið að spá um úr- slit, því erfitt hefur reynst að sigra bæði liðin i sumar. Þá leika í Vestmannacyjum lið ÍBV og UBK. Þessi leikur gæti einnig orðið tvísýnn, en Kyjamenn hljóta þó að teljast sigurstrang- legri þar sem Blikarnir hafa ver- ið í öldudal að undanförnu. Tíu jafntefli Einn leikur fór fram í 2. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu í fyrrakvöld, Fylkir og Reynir áttust við á Laugar- dalsvellinum og Iauk leiknum að sjálfsögðu með jafntefli, 2—2. Vað það tíunda jafntefli Fylkis í 12 leikjum og má það heita með ólíkindum. Staðan í 2. deild er nú sem hér segir: Þróttur R. 12 8 4 0 18— S 20 Reynir 12 6 3 3 19-10 15 Þór Ak. 12 4 6 2 24-12 14 FH 12 5 4 3 16-15 14 Fvlkir 12 1 10 1 12—13 12 Njarftvik 12 4 3 4 19-21 11 Völsunnur 12 3 4 5 12-14 10 Kinherji 12 4 2 6 17-21 10 Skallaur. 12 2 3 7 10- 22 7 Þróttur N. 12 2 3 7 5-19 7 Þrenna hjá D. Múller Markaskorarinn mikli Dieter Miiller byrjaði ekki dónalega feril sinn hjá franska knatt- spyrnufélaginu Bordeaux, en lið- ið tók fyrir skömmu þátt i mjög sterku móti í Júgóslavíu ásamt lladjuk Split og Anderlecht. Miiller lék sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Anderlecht og skor- aði þrívegis í 4-0 sigri franska liðsins. Miiller skoraði fyrst á 10. mínútu, síðan úr víti á 27. mínútu og loks með skalla á 35. mínútu. Marius Tresor bætti fjórða markinu við seint í leikn- um. Besta færi Anderlcht kom eftir hálftima leik, Lozano fékk aK spreyta sig á vitaspyrnu, en b%nndi af. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.