Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 ------------------------------------- oftast bifreiðastjórunum að kenna. Hvort það er rétt veit^ ' ekki. Rajjnar hefur alveg misskilið hvað um er að ræða. Engum heil- vita manni dettur í hug að mann- laus bifhjól geri nokkrum mein. Það sem um er að ræða er það, að bifhjólastjórar eru, eins og ég þegar hefi tekið fram, alveg óvarð- ir þegar farartæki þeirra rekst á eitthvað t.d. annað ökutæki, hver svo sem kann að eiga sökina. í þessu er hættan fyrst og fremst fólgin auk þess, sem bif- hjólin eru valtari en bifreiðar og því hættara við að velta með fyrr- greindum afleiðingum. Samlíking Ragnars á innflutn- ingsbanni bifhjóla og að skera nef af sjúklingi við nefrennsli finnst mér svo fráleit og óljós að ég ræði hana ekki, þó að þetta kunni að snerta sérgreina mína. Eg endurtek það, sem ég tel mestu máli skipta, en það er, að það sé margfalt hættulegra að aka bifhjóli en bifreið, hversu hæfir sem stjórnendur eru. Það sem ég nú hefi rætt um eru hætturnar í venjulegri umferð, en hvað er þá að segja um bifhjóla- kappakstur! Ég las um torfærukappakstur Vélhjólaklúbbsins VÍK, í Morgun- blaðinu 20. júlí sl. og segir þar að keppendur hljóti ófáar byltur í hita leiksins og að betra sé að vera fótviss í kröppum beygjum og eru þá, eftir myndum sem textanum fylgja að dæma, fæturnir notaðir til að verjast falli, en þó er þess getið að margir hafi fallið í beygj- unum. Bifreiðakappakstur er talin ein hættulegasta íþrótt, sem iðkuð er. (Hér er ekki átt við kvartmílu- keppni.) Er bifhjólakappakstur á tor- færubraut ekki ennþá hættulegri? Ég vil eindregið ráða öllum frá slíkri keppni vilji þeir halda lífi og limum. Á unglingsárunum átti ég sjálf- ur bifhjól um tíma. Ekki slasaðist ég þó beinlínis á því, en annað nýrað losnaði í mér við aksturinn á holóttum vegum. Það hefur sjálfsagt hent fleiri. Að lokum vil ég endurtaka þakkir mínar til Ásmundar Brekkan, starfsbróður míns, fyrir að vekja athygli á hinum miklu hættum bifhjólaaksturs * Itrekaður glæfraakstur dmkkinna hermanna: Óku af brú ofan á hraðlest og létust Kielefeld, V-I»ý.skalandi, 3. ájfúst. AP. TUTTUGU og eins árs gamall breskur hermaður tók i leyfisleysi átta tonna hervagn frá bækistöð sinni og ók hon- um 16 km leið áður en hann var stöðv- aður af lögreglunni og ákærður fyrir ölvun við akstur. Atvik þetta gerðist aðeins einum degi eftir að tveir breskir hermenn höfðu látið lífið er þeir óku 15 tonna brynvörðum hervagni fram af brú og ofaná hraðlest. Slösuðust 23 við uppátækið. Á breski herinn yfir höfði sér skaðabótakröfur upp á tvær milljónir þýskra marka. Ólíkt fyrri atvikum varð ekkert tjón í Bielefeld þar sem lögreglunni tókst að króa vagninn af og beina honum inn í blindgötu. Sjö sýna í Norræna húsinu Myndlist Ómar Stefínason (f. 1960): Leiðtogi, 1982, olía á striga. Sjö nýliðar í myndlist hafa efnt til sýningar í Norræna hús- inu. Hér mun á ferð hópur nem- enda úr Handíða- og myndlista- skólanum, útskrifaður á nýliðnu vori, og má vel vera, að hér sé kominn hluti hinnar umdeildu Nýlistadeildar, sem oft kom við sögu á síðasta ári. Ef svo er, verður að teljast forvitnilegt að skoða þau verk, sem þessi hópur hefur til málanna að leggja. Þarna kennir margra grasa. Þarna má sjá blandaða tækni, oliuliti og guache á lakalérefti og maskínupappír og auðvitað kem- ur ljósmyndin líka við sögu. Allt virðist leyfilegt í tæknibrögðum, og allir, sem á þessari sýningu eiga verk, virðast meira og minna miða framleiðslu sína við „frelsið". Þetta fólk hefur enga minnimáttarkennd og lætur vaða á súðum um myndbyggingu og litameðferð. Mörg þessara verka verða því lítt aðgengileg og ádeilukenndar hugdettur sumra höfundanna nokkuð ein- kennilegar og erfitt að flokka þær undir myndlist. Þessari sýningu fylgir myndskreytt skrá með formála eftir Árna Ingólfsson, og vísa ég í þau skrif fyrir þá, sem áhuga hafa. Því miður er þó erfitt að botna í sumum þeim leiðbeining- um til skilnings á verkunum, sem þar er á ferð, og skal ekki fjölyrt um það. Allt er þetta einnig á enskri tungu, og vera má, að það geti orðið einhverjum til skilningsauka. Sýnendur eru nokkuð misjafnt á veg komnir og í eðli sínu ólíkar Valtýr Pétursson manngerðir, ef dæma má eftir verkum þeirra. Þorlákur Krist- insson á þarna 4 myndir, Daði Guðbjhrtsson 7. Ómar Stefáns- son heillast af súrrealisma, Kristján Steingrímur á tíu verk á sýningunni. Ragna Her- mannsdóttir er elzt í þessum hóp og sýnir málaðar Ijósmyndir. Tumi Magnússon á 6 verk á veggjum og Pétur Magnússon þrjú. Þessi hópur á sama og ekkert sameiginlegt með svokallaðri koncept-list, en hefur tekið upp aöferðir nýbylgjumanna, sem hafa tekið upp notkun pensils við myndgerð, en eins og ástand- ið var orðið, var slíkt talið úrelt um tíma. Hver veit nema farið sé að rofa til í myndlist og menn fari að gera greinarmun á góðri list og vondri aftur. Ekki vil ég samt neinu spá um gott og vont, enda vafasöm flokkun. En ég óska þessu fólki til hamingju með framtak sitt, og við sjáum hvað setur. Allt sem hugur þinn girnist íi 11' ■ 1111 i i í i * * Á\V . '\ m ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ I jVi\ l)S MOi\ iisti W ii J okkar pakkar og sendir ffiiM m i m tf A w m m i «11 hvert á land sem er. If II \[y Ait iv A H fi «■ Ta T nl 1 síma 91-81410 fœröu «1 y i) IIOII flí Afl U Ai ll 1 ii upplýsingar um verð, BÍLDSHÖFÐA 90.110 RFYKJAVlK ð nn flidm gœði og afborgunarkjör. av * i iv niwf i’vyw?ul vith vy QItIv /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.