Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 18
l&,r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 - ^ Pétri svarað Eftir Vilmund Gylfason, alþm. Hr. ritstjóri! í Morgunblaðinu á miðvikudag ritar Pétur Sigurðsson grein um Alþýðuflokkinn, þar sem saman fara tveir eiginleikar sem oft fara illa saman; ósannindi og heift. I I upphafi greinar sinnar segir hann: „Það vakti nokkra athygli þegar einn þingmanna Alþýðu- flokksins lýsti sjálfum sér sem „arkitekt kosningasigursins 1978“.“ Ég get út af fyrir sig ekki annað en þakkað íhaldsmönnum og Morgunblaðinu áhuga á pólitísk- um skoðunum mínum í fortíð og framtíð. En hins vegar hlýt ég að frábiðja mér ónákvæmni og ósannindi óvandaðs manns. Af einhverjum ástæðum hafa sjálfstæðismenn, bæði á Alþingi og nú nýverið í Reykjavíkurbréfi, viljað hafa þessi ummæli ranglega eftir mér, og hefði þó átt að vera hægt um heimatökin. í viðtali við Morgunblaðið, sem birtist á bls. 18 hinn 30. ágúst, 1978, þær klukkustundirnar sem verið var að ganga frá stjórnar- myndun Ólafs Jóhannessonar, lýsti ég andstöðu minni við at- burðarásina, og dró raunar ekki af. Ég sagði, eins og skráð er í blaðið, að mér fyndist það sem gerst hefði „hart, eftir að hafa verið einn af arkítektum mesta kosningasigurs í sögu lýðveldis- ins.“ Satt að segja sýnist mér nú sjónarmunur á þessu, og svo hinu, sem hinn óvandaði alþingismaður, og raunar margir flokksbræður hans á undan honum, hafa haft eftir mér. Frambjóðendur stjórn- málaflokks, sem og hundruð manna og kvenna, sem starfa í kosningum, eru væntanlega arkí- tektar kosningasigurs, þegar vel gengur. En vitaskuld féllu þessi ummæli vegna þess, að ég var hund- óánægður með þá ákvörðun, sem meirihluti flokksstjórnar Alþýðu- flokksins virtist vera að taka, að fara inn í ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar. Ekki vegna fordóma gegn hinum eða þessum stjórn- málaflokknum, heldur vegna þess að málefnalega var þessi ríkis- stjórn andvana fædd. Það hefur aldrei verið leynd- armál að á flokksstjórnarfundi í Alþýðuflokknum þá um kvöldið greiddi ég, ásamt þeim Sighvati Björgvinssyni og Braga Sigur- jónssyni, ásamt fleirum, atkvæði gegn því að Alþýðuflokkurinn tæki sæti í þeirri ríkisstjórn. Við urðum, illu heilli, undir. Ég sé samt ekki betur en dómur reynslunnar hafi staðfest þessar skoðanir okkar. Þrettán mánuðum síðar greiddi sama flokksstjórn því atkvæði að yfirgefa þessa sömu ríkisstjórn. En söm er óvönduð gjörð Péturs Sigurðssonar. Hann rangfærir ummæli mín, gerir þau hrokafyllri og ókurteislegri í garð samverka- manna en þau voru. Ég þykist vita af hverju menn endurtaka svona ósannindi aftur og aftur. Pési er að reyna að koma illu til leiðar. En ég er ekki viss um að honum takist það. Meira að segja dr. Gunnar Thoroddsen, einhvern tímann þeg- ar honum hitnaði í hamsi á Al- þingi í vetur, hafði þessi ummæli ranglega eftir. Hann var leiðrétt- ur með það sama. Dr. Gunnar kann auðvitað mannasiði, tók leið- réttingunni og ekki meira um það. II Að öðru leyti er inntakið í grein Pétur Sigurðssonar upphrópanir um það, að jafnaðarmenn hafi áð- ur unnið með alþýðubandalags- mönnum í verkalýðshreyfingunni. Það segir Pétur að sé upphaf alls ills. Hann segir: „riddarar orðsins, arkítektar lyginnar, keppast við að vera til vinstri við kommúnista sjálfa." Og hann segir: „Þeir (krat- ar) afhentu kommúnistum þau lykilvöld í þjóðfélaginu, sem þeir höfðu alltaf sóst eftir og eldri kratar alla tíð barist gegn, völdin í verkalýðshreyfingunni." Hvað er að manninum? Er ekki Ásmundur Stefánsson ennþá for- seti Alþýðusambandsins? Og er hann ekki ennþá í Alþýðubanda- laginu? Og er ekki Björn Þórhalls- son varaforseti? Og var hann ekki kosinn í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins með hæstri atkvæða- tölu? Og voru þeir ekki kosnir í bandalagi á Alþýðusambands- þingi? Það er ekki heil brú í röksemda- færslu Péturs Sigurðssonar, ekki að þessu leyti og ekki að neinu öðru. III Þetta leiðir hugann að öðru. Fyrr hefur Pétur Sigurðsson verið svolítið kaldur. Á kjördag í alþing- iskosningum árið 1978 birtist ít- arlegt fimm dálka viðtal við Pétur frambjóðanda á síðu 2 í Morgun- blaðinu. Þá kemur Morgunblaðið sennilega á fast að 4 af hverjum 5 heimilum í Reykjavík, en aðrir hafa enga möguleika til andsvars. Og Pétur dró ekki af. Fyrirsögn- in var svofelld: „Margir stuðn- ingsmenn Eggerts G. Þorsteins- sonar hafa heitið mér stuðningi — vegna vinnubragða í prófkjöri Al- þýðuflokksins er Eggert var felld- ur.“ Og í viðtalinu sjálfu fór Pétur síðan nokkrum orðum um þetta fyrirbæri. Morgunblaðið hafði aldrei minnst á þetta áður, og gerði aldrei síðar. Sá sem þessar línur ritar, og sat að þessu sinni í sæti því á lista Alþýðuflokksins, sem Eggert Þorsteinsson hafði skipað áður, hafði aldrei heyrt svo mikið sem ávæning í þessa veru, og erum við Eggert Þorsteinsson þó mál- kunnugir vel. Ég sé því ekki betur en þetta hafi verið heilaspuni Péturs Sig- urðssonar, fram settar á kjördag, í blaði sem hefur yfirbuðarstöðu á markaði, í því skyni að skrökva fólk til fylgis við sig. Já, lágt er lagst þó hátt sé stefnt. IV Að undanförnu hefur Morgun- blaðið nokkuð gert stjórnmála- skoðanir mínar, þar með taldar skoðanir á pólitískri blaða- mennsku, nokkuð að umræðuefni; í dálkum raunar, sem skýrt eru afmarkaðir sem skoðanavettvang- ur blaðsins sjálfs. Þar hafa dálkahöfundar tíundað gagnrýni mína á Morgunblaðið, og svarað henni fyrir sína parta. Það er varla leyndarmál að ég hefi lengi verið þeirrar skoðunar að yf- irburðir Morgunblaðsins feli í sér hættur. Það skal rætt á öðrum vettvangi. En ein setning í Reykjavíkur- bréfi sunnudaginn 18. júlí vekur óhug. Eftir að hafa tekið upp svo- hljóðandi setningu eftir mér: „einn vandi okkar þjóðfélags er sá að Morgunblaðið er alltof stórt, miðað við hvað það er óheiðarlegt. Það er óþekkt staðreynd í opnu þjóðskipulagi, að langstærsta dagblaðið skuli vera blað sem stýrt er af þröngu flokksmati," bætir bréfritari við: „Þetta er auð- vitað reynsla þingmannsins þegar hann hefur þurft á Morgunblaðinu að halda — eða hvað?“ „Þurfti á Morgunblaðinu að halda.“ Nú er það svo, að sá sem þessar línur ritar, þó svo hann sé and- stæðingur Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins í stjórnmál- um, hefur alloft sent Morgunblað- inu greinar. Oftast, en þó ekki alltaf, hefur tilefnið verið skrif í Morgunblaðinu sjálfu. Hitt skal skýrt undirstrikað að þessar greinar hafa ævinlega verið birtar fljótt og vel, vandlega upp settar, og án athugasemda af blaðsins hálfu. Fyrir það get ég auðvitað ekki annað en þakkað, og ítreka þakklæti mitt hér með. En ég hef heldur aldrei fundið af því lyktina fyrr en í umræddu Reykjavíkurbréfi, að í þessari greinabirtingu Morgunblaðsins felist einhvers konar skoðanaleg skuldbinding af minni hálfu. Ég hélt í einfeldni minni, að um væri að ræða gagnkvæman vilja; vilja minn, eins og allra annarra sem skrifa í blöð að freista þess að hafa áhrif á samborgara sína; og vilja Morgunblaðsins til þess að vera með breiðari val greinahöf- unda en það, sem nemur flokks- bundnum sjálfstæðismönnum. Ég endurtek að ég er ekki van- þakklátur. En ég undirstrika hitt líka, að ég hef ekki verið að selja Morgunblaðinu sannfæringu mína. Þrátt fyrir góða reynslu af Morgunblaðinu í sambandi við birtingu minna greina, og þó ég viðurkenni að í menningarmálum, svo nokkuð sé nefnt, er Morgun- blaðið víðsýnt og hefur á að skipa góðum kröftum, þá þykir mér blaðið óheiðarlegt í stjórnmála- skrifum, og iðulega í útfærslu frétta. Um það hef ég sagt dæmisögu hér að framan af Pétri Sigurðs- syni á kjördegi 1978. Ég kann þær fleiri. Virðingarfyllst Vilmuudur Gylfaauon »igurðsson: Ma^ir stuðníngsmeni Eggerts G. Þorstemssonar hafa heitið mér stuðnmgi - vegna ^ IVlur SiKurðsson. alþmv; er MbVðubandalay or enn hlálejíra. þe|?ar haft nokkrir l»eir i og b x .. ukinar K s.'Pt i flokkur or A lpyouoanuai»K heir cru mrð í h« ismaður, som skipar H. s.Tti frani!>oðslista Sjálfstæð- isflokksins i Reykjavik, S;li;ði i viðtali við Morjíun Ulaðið i jí;«*r, að hann h«*fði H»ti sér iírrin fyrir 1>V‘• |M*n »r .» siðasia ári. að ýmis \ an<l:itn:il væru ofarleua a ha u'i. st*m mundu valda Sj.ilfstæðwflokknum erfið- Irikum í jx*ssum þinfíkosn- intfum. Kfj lít ekki á |>etta sfin kosninftar um menn hehlur um stefnur. um siefnu Sjálfstæðisflokksins eða vinstri flokkanna. hað s,ni h«*fur vakið athyfcli mina i kosninjíaharáttunni er i tyrsia flokkur ok Alþýöubandala« virðast hafa ótakmörkuð fjárráð, svo mikil að rann- sóknarblaðamenn hafa ærið að starfa til að finna út hvaðan það fé kemur SkinhelRin í þessari bar áttu t.d. hjá AlþýðuTlokkn- um, þegar þeir telja sig afn*ma „persónunjósmr með því að hafa ckki menn í kjördeildum hér í Reykja- vik en hins ve*ar annars staðar á landinu, er ollum Ijós Þeir Alþýðuflokks- menn utua Reykjavíkur eru þvi stimplaðir af forystu Alþýðuflokksins hér sem „pcrsónunjósnárar. pr enn hlálecra, þegar haft cr í huRa, aS þeir eru með ýmsar skrár undir hondum, sem þeir vinna eftir, nemendaskrár úr skólum, ýmsar fclaKaskrár. sinar eigin merktu prófkjörs- skrár c* skrár annarra flokka, sem þeim bárust i hendur með pólitískum málaliðum. sem m.a. voru fenKnir til aö íella EKgert (J. Þorsteinsson út af fram- boðslistanum. — Ilvað gera stuðninRs- menn F.Kgerts G. Þor- steinssonar í þessum kosn- inKum'* — Ég hef sannreyntþabl og viö mig hafa taJjjl nokkrir þeir a og h«Oi mér stuðningi í þes kosningum, fyrst og fr< vegna óanægju vinnubrögðum, sem EHJJ ' var beittur í próf»J«n Alþýöuflokksins. _ Hvernig telur stöðuna í kosningununr _ Það er ckki lengw kosið um einstaka segir Fétur Sigurð^* heldur s‘ jórnmálasteW* sósíalista annars vegar * frjálslynda viðsynjjj ábvrga stefnu Sjélfst^^ flokksins hins vegar. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.