Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST .... 31 K<um i Teiðarfcrum og veiðarfæragerð. Hífing Þegar togtíma er lokið þá beygir skip II 20° að skipi I þar til 30—50 fm eru á milli skipanna. Þó er tog- að áfram þar til vírar standa beint aftur. Síðan er híft þar til 50—20 fm eru eftir og stoppað. Þá er hlaupari hífður frá skipi I yfir í skip II og honum lásað í grandara. Sleppikrókur notaður við að losa togvír frá og síðan er hlaupari og grandari hífður yfir í skip I, lásað í togvír og trollið tekið inn. Almennt um tveggja báta veiðar Skipstjórinn John Burns og áhöfn hans hafa stundað tveggja báta veiðar síðastliðin 6 ár eða síðan þeir hættu veiðum á ís- landsmiðum etir útfærslu land- helginnar í 200 mílur. Úthaldstími er venjulega frá jan. til sept. (9—10 mán.). Ástæða þess að þeir eru ekki að allt árið er aðallega veðráttan við Shetlandseyjar á haustin, sem gerir það að verkum að veiðidagar eru mun færri. Þessi skip eru þau einu sem skila hagnaði hjá fyrirtækinu sem á 10 togara. Ástæður fyrir því að skipin bera sig eru eftirfarandi: 1) Minni olíunotkun, 2,8—3,2 tonn á dag. Styttri sigling að og frá miðum að meðaltali. Hleratog- ari notar 1 tonni meira. Borga 185£ fyrir tonnið. 2) Veiðarfærakostnaður er mun lægri. Þeir höfðu engar tölur en sem dæmi má nefna að þeir voru búnir að vera með sömu bobb- ingalengju í 3 ár. Yfirnetin í troll- inu hafa þeir aldrei skipt út vegna rifrildis heldur hefur verið um eðlilega endurnýjun að ræða vegna slits. Aðalkostnaður við veiðarfærin eru að þeir verða að skipta út 200 fm af gröndurum á hvoru skipi eftir hverja veiðiferð. Meiri afli Þeir segjast fiska 4—6 sinnum meira en einn togari. Til saman- burðar, þá notuðu þeir hleravörpu 1979 í 51 dag, fiskuðu 2234 kits, 186 höl, 657 togtímar, 44 kits á dag. Sigling að og frá miðum ekki meðtalin. Það sem af er þessu ári, þá hafa þeir farið 10 veiðiferðir, 12—14 daga hver ferð. 143 dagar. Sigling innifalin og fiskað 24280 kits fyrir 656000 J 170 kits á dag. Það er samt ekki alltaf sem þeir fá meiri afla ef um aðrar tegundir er að ræða en þorsk. Sumstaðar fá þeir sama ýsuafla og einsbáta og höfðu enga skýringu á vegna hvers. Lækkun skiptaprósentu Fyrir tveimur árum varð mikið verðfall á fiskmarkaðinum í Bret- landi. Verðið féll að meðaltali úr 35£ í 39£ á kit. Þetta leiddi af sér fækkun um 2 menn. Loftskeyta- mann og einn háseta. Einnig tók áhfnin á sig launalækkun sem nam um 7%. Úr 35% í 27% af skiptaverðmæti. Útgerðin þarf ekki að borga tryggingu ef ekkert fiskast. Skiptahlutfall áhafnar: per 100£ Skipstjóri 5,68% I stýrimaður 3,5% I vélstjori 2,2% Bátsmaður 2,2% Hásetar og kokkur 1,6% II vélstjóri, 70£ á viku + 0,55P af 100£. Styttri veiditími Ekki hefur verið talið ráðlegt að gera skipin út á haustin vegna veðra og hefur þeim verið lagt frá september til áramóta síðustu tvö ár. Ýmsir punktar Á skipunum virðist vera mjög góður mannskapur enda gefa þessar veiðar vel af sér miðað við annan veiðiskap og vinnuna sem á bakvið liggur. Hásetar t.d. þurfa aðeins að taka trollið og slaka út á 8 stunda fresti og nógur tími er til aðgerðar og frágangs á fiski, einn- ig má segja það sama um hvíldar- tímann. Þeir eru 50 mín. að afgreiða trollið frá því að byrjað er að hífa og troll er aftur í botni þeir geta verið að í allt að 7 vindstigum og í flestum tilfellum leita skipin frá hvort öðru frekar en að þau nálg- ist. Það má segja að auto-trollið stjórni skipunum á toginu og þeir treysta mjög mikið á það. Auto- trollið er stillt inn á 3,5 tonna átak, þá slakar það út vír og jafn- ar hann aftur þegar losnar úr festu eða fyrirstöðu, þannig að trollið er alltaf jafnt í sjónum. Vírar eru aldrei mældir. Vélar skipanna eru stilltar saman á ca. 'k tíma siglingu áður en veiðar byrja. Lóð eru ekki notuð framan við trollið og eru almennt ekki notuð við tveggja báta veiðar í Bretlandi. Það er það mikið úti af vír að óþarfi er að nota þau. (Bylgja og Þórunn með 2x500 kg.) Tveggja báta veiðar er ekki hægt að stunda á leirbotni vegna þess að vírarnir grafa sig niður í leirinn. Ekki er ráðlegt að toga á mjög hörðum botni vegna þess hve mik- ið af vír dregst í botni. Þegar vírinn milli skipanna slitnar, sem er sjaldan og þá helst í brælu, þá nota þeir línubyssu til að tengja skipin saman aftur. Leiðangursmenn eru sammála um að ferðin hafi veri mjög lær- dómsrík. Það má þakka því að starfsmenn J. Marr, bæði á skrifstofu í Fleetwood og áhöfn skipsins gáfu okkur allar þær upp- lýsingar sem við báðum um og skipstjórinn var sérlega lipur og óþreytandi við að svara spurning- um okkar. Við vissum ekki hvern- ig okkur yrði tekið, sérstaklega vegna þess að síðan landhelgin var færð út, þá hefur breskur fisk- iðnaður verið á hraðri niðurleið. Þetta virðist ekki hafa haft áhrif á samvinnu okkar við þá, enda kom fram að þeir töldu íslendinga vera á réttri leið í þessum málum. Grein: Árni Johnsen Breyting^ á kynn- ingarstarfsemi Flugleiða SVKINN Sæmundsson, sem gengt hef- ur .starfi blaðafulltrúa um áraraðir mun nú Uka við störfum viðvíkjandi erlend- um samskiptum félagsins, Ferðamálar- áöi, mál varðandi IATA, alþjóðasamtök flugfélaganna, umboðssaminga flugfé- laga og ritstjórn sUrfsmannablaðs fé- lagsins, segir í frétutilkynningu frá Flugleiðum. Flugleiðir og Ólafur Stephensen auglýsingar/ almenningstengsl, hafa gert með sér samkomulag um Sæmundur Sveinn (■uóvinKHon Sæmundsson að fyrirtæki Ólafs, OSA, taki að sér almennings- og fjölmiðlatengsl fyrir Flugleiðir hf. Af hálfu OSA verður Sæmundur Guðvinsson ráðgefandi á þessu sviði og hefur hann aðsetur í skrif- stofuhúsnæði Flugleiða. Svipað fyrirkomulag hefur verið haft á sölusvæði Flugleiða vestan hafs og gefið góða raun. Sæmundur Guðvinsson hefur lengi starfað við fjölmiðlun, lengst af sem blaðamaður og síðan sem fréttastjóri hjá Vísi, og hjá Dagblað- inu og Vísi eftir sameiningu blað- anna Þessar breytingar eru liður í efl- ingu og útfærslu á starfssviði al- menningstengsla á vegum Flugleiða. AUGLÝSINGASIMINN EtL 22480 pUrgMdkbMb Sölufólk Viö höfum veriö beöin aö ráöa nálega 50 manns í tímabundin sölustörf, sem sum eru unnin aö degi til og önnur um helgar og á kvöldin. í boöi eru háar prósentur sem sölulaun. Störf þau sem hér um ræöir þurfa aö vinnast frá 15. ágúst til 15. okt. Þaö fólk sem áhuga hefur á þessum störfum, hafi samband viö Kristjönu eöa Garöar Rún- ar á skrifstofu okkar. Magnús Hreggviðsson, Síöumúla 33, símar 86888 og 86868. Bladburða óskast rf t • ólk Kópavogur — Vesturbær Kópavogsbraut AuSturbær Laugavegur efri Úthverfi frá 34 — 80 , Barónsstíaur. sr 42. '■ Síöumúli, Melbær, Flókagata neðri Vesturbær frá 1 — 51. Fálkagata t \ Upplýsingar í síma 35408 H&Kgtm bum Eigum fyrirliggjandi YAMAHA MR 50 til afgreiðslu strax. Verðkr. 16.300. Greiðsluskilmálar: Helmingur út og restin á 6 mánuðum. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.