Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 11Ijótt hefur verið um njósnamál- ió, sem kennt hefur verið við upp- lýsingamiðstöó brezku stjórnarinn- ar í f'heltenham á Knglandi, og kom upp á yfirborðið um fyrri helgi. Af hálfu talsmanna stjórnar Marga- ret Thatcher hefur verið sagt, að hér sé um ómerkilegt mál að ræða, sem slúðurverksmiðjan í West- minster hafi reynt að blása út í þeirri von að geta ófrægt stjórnina í kjölfar sigursins í Falklandseyja- deilunni. og að þar væri enginn njósna- hringur starfandi. í kjölfar handtöku Prime hefur einkennisklæddur lögregluvörður verið settur upp í stöðinni, og for- stöðumaðurinn, Sir Brian Tovey, hefur varað alla starfsmenn stofnunarinnar við samskiptum við blaðamenn. Út af fyrir sig þykir það hneyksli að starfsemi Prime skyldi ekki uppgötvuð inn- an leyniþjónustunnar, heldur var flett ofan af honum við rannsókn á meintum kynferðisafbrotum hans. Nýlokið er rannsókn á örygg- ismáium í Cheltenham-stöðinni, og hefur Thatcher skýrslu þar að lútandi til athugunar. Geoffrey Prime þingmaður íhaldsflokksins í Cheltenham sagði öryggiseftir- lit í stöðinni viðunandi, og að hafi einhver leki úr stöðinni átt sér stað, hefði hann verið stöðvaður. Þá hefur öryggismálanefnd brezka þingsins nýverið varað stjórnvöld við því, að ekki hefðu verið gerðar nægar varrúðar- ráðstafanir til þess að vernda leynilegar og viðkvæmar upplýs- ingar, sem safnað hefði verið á tölvur. I áliti nefndarinnar segir að það sé áhyggjuefni hversu miklum upplýsingum sé safnað á hvern seguldisk. Afrita megi þær á skammri stundu, og því væri hægt að vinna landinu meiri háttar tjón, ef fjandsamlegar leyniþjónustur kæmust yfir seg- uldiskana. Bygp i Ohoeríer, Sunday Times, Dnily Telegrnph og Guardian. Cheltenham-njósnahneykslið: Omerkilegt mál eða meiri háttar hneyksii? í hjónaband 1978, var fyrst um sinn atvinnulaus, gerðist síðar vínsölumaður og loks leigubíl- stjóri. Hann var um tíma í brezka flughernum upp úr tvítugsaldri. Talið er, að Prime hafi veitt Rússum upplýsingar um árangur af starfi dulmálssérfræðinga í Cheltenham, sem fengist hafa við að ráða fram úr dulmáli, sem Rússar hafa notað við leynileg fjarskipti, sem hleruð eru í stöð- inni. Ljóst er, að upplýsingar um árangur af því starfi hafa komið engum að meiri notum en Rúss- um sjálfum. Fyrrum starfsmaður í upplýs- ingamiðstöðinni í Cheltenham, Alex Lawrie, sem sæti á í sýslu- nefnd Gloucestershire fyrir Verkamannaflokkinn, lét svo um mælt í vikunnk að öryggi væri ekki mikið í stöðinni, og það væri barnaleikur að koma skjölum og skýrslum út úr stöðinni. Lawrie sagði að aldrei hefði verið leitað á mönnum við brottför úr stöðinni. Þá sagði annar fyrrverandi starfsmaður Cheltenham-stöðv- arinnar sagði í samtali við Sunday Times, að starfsmenn hefðu lengi verið áhyggjufullir um öryggismál í stöðinni og farið fram á úrbætur, þar sem þeir óttuðust meiriháttar upplýs- ingaleka úr stöðinni. Einkum hryllti Bandaríkjamenn, sem störfuðu í stofnuninni, við, þar sem þeir væru vanir miklu strangari aga en væri í Chelten- ham. Starfsmaðurinn sagði það til marks um lausungina, að hátt- settur maður hefði eitt sinn kom- izt athugasemdalaust inn í stöð- ina út á nafnspjald konu sinnar. Upplýsingamiðstöðin í Chelt- enham var sett á laggirnar 1953, og þar eru miðstöðvar brezku leyniþjónustunnar. Hjá stofnun- inni starfa um sjö þúsund manns, sem margir hverjir eru “taðsettir víðs vegar um heiminn. Hlutverk þeirra er að safna upplýsingum og hlera fjarskipti. Árlega berast þannig milljónir skilaboða til stöðvarinnar í Cheltenham, þar sem tungumálasérfræðingar og dulmálsfræðingar ráða fram úr þeim. Safnað er á tölvur öllu sem talið er að haft geti upplýsinga- mikilvægi. Jafnframt er stöðin hlustunarstöð og er þar mikill frumskógur loftneta og mót- ttökuspegla fyrir gervihnetti. Þannig réðu sérfræðingar stofn- unarinnar það af fjarskiptahler- unum í Argentínu, að innrás í Falklandseyjar væri yfirvofandi. Cheltenham-stöðin hefur náið samstarf við samsvarandi stofn- anir Bandaríkjastjórnar. Þar er einnig miðstöð brezku gagn- njósnaþjónustunnar. Um stöðina fara allar leynisendingar milli brezkra og bandarískra yfirvalda. Þar er safnað öllum fjarskiptum sem eiga sér stað milli ríkis- stjórna og herja erlendra ríkja, sem safnað er í hlustunarstöðv- um víða um heim. Aðildarríki At- lantshafsbandalagsins eiga að- Geoffrey Sethur Prime, rússnesku- mælandi leigubílstjóri og fyrrum starfsmaður i Cheltenham-stöð- inni. gang að upplýsingum, sem geymdar eru í Cheltenham. Ýmsir þingmenn stjórnar- andstöðunnar kröfðust upplýs- inga og yfirlýsinga af Thatcher um eðli nýjasta njósnahneykslis- ins. Hún sagðist engar yfirlýs- ingar gefa fyrr en yfirheyrslum yfir Prime lyki. Þingmennirnir hafa gefið í skyn, að njósnirnar kunni að vera þær alvarlegustu frá því flett var ofan af Burgess, Maclean og Philby, sem njósnuðu fyrir Rússa. Háttsettir embættismenn segja hins vegar of mikið úr mál- inu gert, lekinn hafi verið stöðv- aður 1978, eða ári áður en Thatcher tók við. Jafnframt hafi verið gengið úr skugga um, að engir gagnnjósnarar væru innan veggja upplýsingastöðvarinnar, Brezkir fjölmiðlar gerðu því skóna, að hér væri ef til vill um meiri háttar njósnahneyksli að ræða. Málið snýst um leigubíl- stjórann Geoffrey Arthur Prime, sem á sínum tíma starfaði í Cheltenham. Prime er rússnesku- mælandi og hefur hann verið sakaður um að hafa afhent er- lendu ríki upplýsingar, sem beint eða óbeint gætu skaðað hagsmuni brezka ríkisins, á árunum 1968 til 1978. Prime, sem er 44 ára, starfaði í höfuðstöðvunum í Cheltenham og í ýmsum deildum stofnunarinnar. Hann hætti störfum er hann gekk '* m m*m****m wmmmmmmm mtmmmmmrnmm Upplýsingamiðstöðin í Cheltcnham, höfuðstöðvar brezku leyniþjónust- unnar. Samkeppni í Svíþjóð: íslendingur meó- al verðlaunahafa SL. ÁR efndi sænska fyrirtækið „New ProducLs AB“ til verðlauna- samkeppni um bestu uppfinningarnar í Svíþjóð. Alls bárust 2.700 uppfinn- ingar í samkeppnina. Hinn 29. april sl. voru verðlaun veitt. Einn þeirra sem hlutu verðlaun var íslenskur arkitekt og uppfinningamaður, Jón Karlsson, sem verið hefur starfandi í Svíþjóð. Lenti hann í heiðursútnefn- ingu (7.—18. sæti). Hagkvæm byggingareining Verðlaun fékk Jón Karlsson fyrir hagkvæmar byggingareiningar. Eru það staðlaðar einingar til að byKKja hús, milliveggi og innrétt- ingar fyrir skrifstofur. Einingar þessar eru traustar og einfaldar í uppsetningu og auðvelt er að taka þær niður og setja upp á nýjum stað. í þeim má koma fyrir öllum þörfum húss, s.s. hurðum og glugg- um, hljóðeinangrun og klæðningu. New Products AB Fyrirtækið „New Products AB“ er einkafyrirtæki, sem starfar ein- göngu við það að leita að nýjum hugmyndum, uppfinningum. Fyrir- tækið hannar möguleika þeirra, gerir markaðsrannsókn og finnur Jón Karlsson framleiðanda. Jafnframt aðstoðar það við að koma framleiðslu af stað, við að fjármagna sölu og framleiðslu og aó koma vörunni á markað. New Products AB tryggir einkarétt uppfinningamanns og greiðslur til hans vegna sölu vör- unnar. Uppfinningamaður fær „royalty" eða hlutfall af sölunni. Samkeppni Swede- innovation ’81 Samkeppnin fékk mjög góðar undirtektir og bárust alls 2.700 uppfinningar. Af þeim var 21 valin til verðlauna. Verðlaun voru: 1. verðlaun Skr. 100.000, 2. verðlaun Skr. 50.000, 3. verðlaun Skr. 25.000 og síðan skiptust 75.000 á aðra. Verðlaunaafhending fór fram í Iðnaðarhúsi Svía að viðstöddum iðnaðarráðherra Svíþjóðar, upp- finningamönnum og gestum. Jón Karlsson Jón Karlsson er fæddur í „Orkusafnari" sá, sem Jón fann upp. Fnjóskadal árið 1925. Nam hann húsgagnasmíði og lauk námi í inn- anhússarkitektúr í Svíþjóð 1953. Hefur starfað við Skandinaviska Enschilda Banken frá 1953 og er nú yfirmaður teiknistofu bankans. Hefur hann umsjón með öllum byggingum og innréttingum bank- ans. i Meðal uppfinninga Jóns Karls- sonar er „orkusafnari." Er það tæki til að hita t.d. upp hús. Það er t.d. sett í glugga og því beint að sólu. Beinir það sólarljósinu að rörum sem flytja orkuna í orkubreyti, sem kemur henni í notkun. Hefur Jón einkarétt á tækinu í Bandaríkjun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.