Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 13 sagði hann okkur smá sögu af því þegar hann sigldi inn á Reykjavík- urhöfn í miklum stormi. Hann hefði hitt gamlan sjómann sem hefði spurt sig að því hvort hann væri að koma utan af hafi. Hann hefði játað því. Sjómaðurinn hefði horft yfir höfnina þar sem skipin rugguðu við bryggjurnar og spurt síðan aftur hvort hann væri að koma utan af hafi. Hann hefði játað aftur. Þá hefði sjómaðurinn hrist höfuðið og sagt: „Þú hlýtur að vera mikill sjó- maður, ég hef ekki áður séð mann koma siglandi utan af hafi í slíku veðri.“ Signe Ehrhardt segist einnig hafa komið áður til íslands, það hefði verið fyrir 4 árum. Þá hefði hún komið hingað ásamt fjölskyldu sinni. Þau hefðu leigt bíl og ekið hringinn. í þessari ferð hefði hún heillast gjörsamlega af landinu. Og hún hafði ákveðið að koma hingað við fyrsta tækifæri aftur. í vor hefði sér verið boðið að vera þátttakandi í þepsari ferð. Þetta væri fyrsta langa úthafssiglingin hennar. Við spurðum hana hvort ekki setti ótta að henni þegar skútan væri komin út á rúmsjó. Signe fór að hlæja og sagði að svo væri ekki. Þetta væru mjög reyndir menn sem væru um borð, hefðu stundað skútusiglingar í tugi ára. Skútan væri auk þess mjög traust og útbúin öllum þeim öryggisútbún- aði sem þekktur væri. „Það er að- eins þegar fólk er óvant og hefur öryggisbúnað ekki í lagi sem slysin verða. Mér finnst alveg stórkostlegt þegar ég er á vakt að finna hvernig skútan klýfur öidurnar létt og ör- ugglega." Við spurðum hvert ferðinni væri heitið næst. Skipstjórinn svaraði og sagði að eftir að þau hefðu komið til Vest- mannaeyja væri ferðinni heitið til Danmerkur og ef þau héldu áætlun yrðu þau komin þangað 15. ágúst. Þá hefðu þau lagt af baki 3.500 sjó- mílna siglingu. Að lokum sagði hann okkur að hann færi vanalega í langar siglingar annað hvert ár. Sig langaði mjög til að sigla til Græn- lands en það væri ekki hægt, því að skútan kæmist ekki í gegnum ísinn. Svo það gæti vel farið að hann kæmi aftur tii íslands, en þá sagðist hann vonast til að hann gæti verið hér minnst í mánaðartíma. • • Orn Þorsteins- son opnar sýn- ingu á teikningum og lágmyndum FÖSTUDAGINN 30. júlí 1982 opnaði Örn Þorsteins- son sýningu á teikningum og lágmyndum i Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7, Kópavogi. Örn er fæddur í Reykjavík 1948. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1966—1971 og framhalds- nám við Listaháskólann í Stokk- hólmi. Þetta er 3. einkasýning Arnar en hann hefur auk þess tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin er opin á venjulegum skrifstofutíma. Aðgangur er ókeypis. Heimsráðstefna SÞ um öldrunarmál í Vín: Mikið þrekvirki ef tekst að gera sameiginlega framkvæmdaáætlun segir Pétur Sigurðsson alþingismaður, einn íslensku fulltrúanna „Það má segja að hér séu öldrun- armálin rædd frá öllum mannlegum hliðum," sagði Pétur Sigurðsson al- þingismaður er Mbl. hafði samband við hann til Vínar, þar sem hann situr heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um öldrunarmál. Ráðstefnan hófst mánudaginn 26. júlí sl. og er ráðgert að henni Ijúki föstudaginn 6. ágúst nk. Tilurð hennar má rekja aftur til 4. desember 1978 er SÞ samþykktu til- lögu þess efnis að aðalritara samtak- anna skyldi falið að undirbúa heims- ráðstefnu um öldrunarmál á því ári sem nú er að líða. „Hér er verið að fást við alls kon- ar vandamál sem tengjast þeirri gíf- urlegu fjölgun aldraðra sem verið hefur í heiminum á undanförnum árum,“ sagði Pétur, „bæði hjá þróuðu og vanþróuðu þjóðunum. Þetta er orðið gífurlegt vandamál og er að sprengja af sér öll bönd í þeim þáttum fjárlagagerðar er lúta að heilbrigðismálum. Ráðstefnan hér fjallar því ekki síst um þennan efna- hagslega þátt vaxandi meðalald- urs.“ Pétur sagði að unnið væri á hverj- um degi, jafnt helgidaga sem virka, og kvöldfundir væru tíðir. Form ráðstefnunnar væri tvíþætt. Annars vegar væru allsherjar umræður þar sem fulltrúar allra þjóða flyttu ræð- ur, og hins vegar svokölluð aðal- nefnd sem fengist við framkvæmda- áætlun sem vinna ætti að á næstu árum. Að sögn Péturs hafa heimsmálin almennt dregist nokkuð inní um- ræðuna þar syðra, einkum þó innrás ísraela og hernaðaraðgerðir í Líb- anon. Rætt hefur verið um það gamla fólk í Beirút sem er varnar- laust og getur ekki flúið skothríð þeirra. Fyrir liggur tillaga um alls- herjar fordæmingu á Israelum sem væntanlega verður tekin til af- greiðslu nk. föstudag. Gerði Pétur ráð fyrir að ísland sæti hjá í þeirri atkvæðagreiðslu, en það væri mál sem utanríkisráðuneytið tæki end- anlega ákvörðun um. Enda væru fulltrúar Islands á þessari ráðstefnu fyrst og síðast faglegir fulltrúar um öldrunarmál. Spurningunni um hvað sér þætti markverðast á ráðstefnunni, svaraði Pétur: „Mér finnst átakanlegast að sjá hve stór hluti mannkyns býr við hrein neyðarkjör. Þótt okkur þyki ýmislegt að hjá okkur, sem vissu- lega er, þá er það lítið hjá þeim vandræðum sm hrjá aldraða í van- þróuðu löndunum. Það er því mikil bjartsýni að halda svona ráðstefnu og mikið þrekvirki ef það tekst að ná fram sameiginlegri framkvæmda- áætlun sem gildir jafnt fyrir þjóðir Afríku og Vestur-Evrópu." Auk Péturs Sigurðssonar alþing- ismanns eru í sendinefnd íslands Sigurður H. Guðmundsson, formað- ur öldrunarráðs, Gunnhildur Sig- urðardóttir, hjúkrunarforstjóri, og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, sem jafnframt er formaður nefnd- arinnar. Ritari nefndarinnar er Dögg Pálsdóttir. fer frá Keflavík á föstudögum í allt sumar! Breska bílalestin er nafn á sérstöku ferðatil- boði breska ferðamálaráðsins BTA og Flug- leiða. Flogið er til Glasgow eða London og síðan ferðast hver og einn um Bretland eins og hann lystir með bílaleigubíl eða lest og gistir á góöum hótelum víðsvegar um landið, sem eru þátttakendur í samstarfinu. Breska bílalestin er ferðamáti sem allir geta notfærtséren þóekkisíst fjölskyldur, þvíbörn og unglingar fá verulegan afslátt í flestum tilfellum. Það veröur flogið frá Keflavík á föstudögum í allt sumar og stefna tekin á Glasgow eða London. Flug, bílaleigubílar, lestarferðir og gisting eru á frábæru verði. T.d. kostar flug- far, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aðeins frá 5.133 krónum sé flogið til London og flugfar, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aðeins frá 4.659 krónum sé flogið til Glasgow. Austin Mini er hægt að leigja fyrir minna en 60£ á viku með ótakmörkuðum akstri og ýmsa stærri bíla fyrir álíka hlægilegt verð. Ef þér hentar ekki aö hefja ferðina á föstu- degi, getur þú tengt tilboðsverðið á bílaleigu- bílunum, lestarferðunum og gistingunni þeim sérfargjöldum, sem í boði eru hverju sinni. Leitið upplýsinga og fáið bækl- ing hjá söluskrifstofum Flug- leiða, næsta umboðs- manni eða ferðaskrif- stofunum. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1982)
https://timarit.is/issue/118760

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1982)

Aðgerðir: