Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Þegar ég tók fyrir alvöru að hugsa um hvað ég ætti að segja hér í dag, varð mér fyrst af öllu til þess hugsað, að í raun réttri þekkti ég ekki kynslóðabil af eigin reynslu, enda þótt mér væri full- Ijóst um raunveruleika þess. Mér væri því ekki ólíkt farið og manni, sem stæði í logni inni í miðjum stormsveip, en heyrði vindinn þjóta allt umhverfis sig og sæi hann þyrla upp mold og annarri mylsnu. Ég hefi getið þess í ritgerð um æskuheimili mitt, að þar hefðu í raun réttri verið fimm kynslóðir innan veggja á aldursbjlinu frá niræðu til þrevetlingsins, sjálfs mín, þegar saga mín hófst. Heim- ilið var að vísu ekki mikið yfir meðallag að fjölmenni, þetta 10 til 12 manns hverju sinni. En allt var þetta fólk samanseymt, sem ein fjölskylda eða a.m.k. ein kynslóð. — Og þetta var síður en svo nokk- urt einsdæmi á fyrsta tug aldar vorrar. Allt fram á þann tíma og raunar nokkru lengur vorum vér íslendingar að mestu leyti bænda- þjóð. Sveitaheimilin voru að mestu sjálfum sér næg um flesta hluti. Fullorðna fólkið annaðist börnin eftir því sem þörfin krafði og ömmur og afar sögðu þeim sög- ur og kvæði, og börnin tóku þátt í störfum fullorðna fólksins jafn- skjótt og geta þeirra leyfði og jafnvel fyrr. Þeim voru kennd vinnubrögðin utan húss og innan frá upphafi, eða þau lærðu þau að mestu af eigin sjón og raun. Enda þótt þéttbýli tæki að myndast í vaxandi þorpum og kaupstöðum, breyttist þetta furðu lítið í fyrstu. Fólkið flutti lífshættina með sér úr sveitinni, og reyndi eftir föng- um að viðhalda þeim. Og þannig hélst það enn um skeið eftir myndun þéttbýlisins og breyttist furðu lítið meðan fjölskyldunum eða heimilunum var haldið saman, og börn, foreldrar og afar og ömmur bjuggu saman undir einu þaki. Árin liðu, og þegar ég síðar hóf starf í þjóðfélaginu, varð það hlutskipti mitt að vera með sama aldursflokki ungmenna alla mína starfsævi, og þá í upphafi ekki miklu yngra fólki en ég var sjálf- ur. Að síðustu var aldursmunur- inn að vísu orðinn sá, að ég var kominn á afaaldur nemenda minna, en allt um það fann ég furðulítið til kynslóðabilsins, a.m.k. ekki, er við vorum öll sam- an á ferðalögum í tjaldstað eða langferðabíl. Að vísu var mér ljóst að þeirra gaman var ekki að öllu leyti mitt gaman, og það sem skemmti mér var þeim ekki öllum ánægjuefni, en munurinn var þó miklu minni en mátt hefði vænta, og sennilega hefi ég gert mér far um að setja mig inn í hugsunar- hátt þeirra, og þcir að sama skapi viljað vera mér samstiga að ein- hverju leyti. Þannig hefir hið sí- vaxandi kynslóðabil farið framhjá lífsreynslu minni að verulegu leyti, og því er það raunar glettni örlaganna, að ég skuli hafa verið ráðinn til að hafa framsögu um þetta efni hér í dag. En allt um eigin reynslu eða reynsluleysi er kynslóðabilið stað- reynd. Það er ef til vill of djúpt tekið í árinni, að kalla það gjá, en jafnvíst er hitt að bilið breikkar í sífellu og því lengra sem líður því torveldara verður að brúa það. Vér hljótum að horfast í augu við þá staðreynd og reyna að gera oss ljósar orsakir og tildrög. Það er deginum Ijósara að upp- hafs og orsaka er að leita öðru framar í hinum gjörbreyttu þjóð- félagsháttum, þar sem þjóðin hef- ir horfið frá bændasamfélaginu yfir í iðnvætt bæjarsamfélag, og um leið frá þvf að hver og einn vann hvert það starf, sem fyrir hendi var, yfir í sérhæfingu véla- og verksmiðjualdar. Ekki má það heldur gleymast, að utanaðkom- andi stefnur og straumar hafa átt sinn þátt, og hann alldrjúgan, í því, er gerst hefir. Tvær heims- styrjaldir hafa dunið yfir á einum mannsaldri, og slíkt hefir ekki gerst án þess að marka spor í þjóðtíf vort og lífsviðhorf, enda þótt vér ættum ekki beinan þátt í styrjöldunum og búum við hin ystu höf. Aldagömul einangrun er rokin út í veður og vind. Vér fylgj- umst daglega með því, sem gerist allt til endimarka jarðar, og tug- þúsundir íslendinga ferðast árlega erlendis, og kynnast þar af eigin raun, hvað þar gerist, og um leið allólíkum heimi, þeim sem er um- hverfis oss hér. Ekki efast ég um, að margt það, sem að utan berst orki einnig á eldri kynslóðirnar, en æskan er fljótari til og það heyrir til eðli hennar og eigindum að grípa feg- ins hendi hið nýja, sem henni berst oft í stundarhrifningu, án þess að gera sér grein fyrir hvað hún hreppir og hverju hún sleppir. Svo hefir það verið og mun verða meðan æska er æska. En okkur, sem ólumst upp við kyrrstöðu og einangrun liðinna alda, verður þetta bæði þungbærara og tor- skildara vegna þess, hversu ört breytingarnar dynja yfir. Hvernig áttum við t.d., sem komin erum á efri ár, að geta áttað okkur á hvað var að baki hippaæðinu, sem ég vildi kalla svo. En það átti raunar miklu dýpri rætur í samfélaginu en okkur grunaði þá og við vitum jafnvel ekki enn hversu djúpt þyrfti að grafa til þeirra. Og enn er vandséð hver áhrif þessa æðis hafa verið, en þau hurfu ekki, þó að hárlubbinn væri klipptur og fatnaði breytt til batnaðar. En stundum hvarflar það að mér, hvort við, sem nú erum á gamals aldri, hefðum verið nokkuð öðru- vísi, ef bylgjur nútímans hefðu skollið á oss í æsku. Enginn vill sína barnæskuna muna, segir máltækið. Ekki er heldur við það að dylj- ast að pólitískar hræringar utan úr löndum hafi átt sinn þátt í að skapa kynslóðabil. Kommúnismi, nasismi, stjórnleysi og einræði hefir allt unnið að sama marki, að ala upp nýja kynslóð með nýjum lífsviðhorfum, þar sem arfi 19. aidarinnar er varpað fyrir róða og fólkinu heitið nýju og betra ríki. Hverjar svo sem efndirnar verða. Ég nefndi áðan atvinnu- og bústaðabyltingu aldar vorrar. Ef til vill hefir ekkert verið afdrifa- ríkara í þjóðfélaginu í þá átt að kljúfa sundur kynslóðirnar. í gömlu sveitabæjunum, þótt marg- ir væru hrörlegir lifði öll fjöl- skyldan og raunar heimafólkið allt undir sama þaki og jafnvel í sama herbergi, baðstofunni gömlu, að mestu leyti. Þar gat ekki opnast gjá milli kynslóða. Börnin hlutu að sveigjast undir aga og atferli hinna eldri, og þegar þau uxu upp tóku þau upp sömu hætti og þau höfðu vanist frá bernsku sinni og uppvexti. Þegar í þéttbýlið kom breyttust húsakynnin, og um leið samband og samstarf fjölskyldunnar. Á meðan bóndinn vann einn utan heimilis, hélst fjölskyldan þó að verulegu leyti saman, enda þótt Steindór Steindórsson brátt ræki að því að ekkert hús- rými væri til fyrir gamla fólkið og það tók að hokra í sinu eigin horni án tengsla við börn sín eða barna- börn, nema við hátíðleg tækifæri. En raunar hefir þróunin oft orðið svo hláleg, ef svo mætti að orði komast, að því betri og meiri sem húsakosturinn hefir orðið, því minna rými er fyrir elstu kynslóð- ina innan veggja heimilisins. Og þróunin heldur áfram. Húsfreyj- urnar taka að sækja vinnu utan heimilis, bæði af illri nauðsyn, til að afla þess fjár, sem nægir fjöl- skyldunni til framfærslu, eða af áhrifum þeirrar stefnu, að það sé eitthvað fínna að vinna úti en annast heimili og börn. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu lengri. Þið vitið hana öll eins vel og ég. í grófum dráttum er samfé- lagsmyndin sú að börnin eru á dagvistarheimilum eða leikskól- um, unglingarnir í einhverjum grunn- eða framhaldsskóla, hús- freyjurnar og bændurnir að vinnu á einhverjum vinnustað oft all- fjarri heimilinu, og þau sjá ekki börn sín nema ef til vill allra snöggvast kvöld og morguns, en gamla fólkið hýrist einhvers stað- ar í gömlum íbúðum sínum þegar best lætur, en hið opinbera skatt- pínir það svo að fólkinu er naum- ast vært, eða þá því er safnað á elliheimili eða sjúkrahús, sem miklu færri komast þó að á en vilja og þurfa. I stað þess að fjölskyldan undi öll undir sama þaki og neytti sam- eiginlegra máltíða og hvíldar- stunda, þar sem húsfreyjan, móð- irin var hinn fasti grunnur, sem allt h'víldi á, þá er fjölskyldan nú þrí- eða fjórklofin eftir aldri og fjölskyldustærð. Þannig er kynslóðabil nútíðar- innar, og það bil stækkar en minnkar ekki, ef svo heldur áfram sem nú horfir. Því hvernig eiga börnin, sem ekki sjá foreldra sína nema á hlaupum, ég tala ekki um afana og ömmurnar að eignast annan lífsstíl en þann, er þau skapa sér sjálf meðal jafnaldra sinna, eða þá eitthvað, sem ailar skólastofnanirnar og fóstruheim- ilin leggja þeim til. En að þeim þætti kem ég síðar. Ég hygg að ekki verði um það deiit, að upphaf kynslóðabilsins hefst með upplausn heimilanna, eða e.t.v. öllu heldur fjölskyldunn- ar, sem knúin er til að sinna öilu öðru en börnunum, að ég ekki tali um unglingunum, þegar þeir kom- ast á gelgjuskeiðið, bæði til fram- dráttar lífinu og því að lifa í takt við tímann, og því sem aldarand- inn kennir og hvarvetna klingir í eyrum, að það sé lægri staða kon- unnar að vera „bara húsmóðir", en vinna utan heimilis, næstum sama hvað það er. I því sé fólgið frelsi, en hitt sé kúgun. Það gleymist í þeim áróðri að staða móðurinnar, húsfreyjunnar er í senn mikilvæg- asta og valdamesta staða þjóðfé- lagsins, sem aldrei fær notið of mikillar virðingar. Hún mótar heimilið, hún mótar börnin og markar stefnu þeirra eftir því sem unnt er í upphafi vegferðar þeirra. Og því hlutverki fær engin stofn- un gegnt eins vel og móðirin, allt um alla hina lærðu sál- og félags- fræðinga, sem vafalaust hafa góð- an vilja til að vinna verk sín sem best. En kannski er ég að komast of langt frá meginefninu. En þó að hin breytta aðstaða heimilisins sé tvímælalítið dýpsta undirrótin að sköpun kynslóða- bilsins, kemur fleira til. Hin öra þróun hvarvetna í heiminum og sá hraði, sem henni fylgir eða ef til vill knýr hana áfram á ekki síður sinn þátt. Unglingurinn, sem ætíð er bæði hrifnæmur og nýjunga- gjarn hrífst með straumi tímans hraðar en svo að eldri kynslóðin verði honum samstiga. Bilið er hafið og stækkar óðfluga, og er beggja sök ef sök skyldi kalla. Eldri kynslóðin reynir alltof lítið til að skilja framvinduna og fylgja henni eftir ásamt þeim hugsun- arhætti, sem unglingarnir hafa tileinkað sér. Hún fyllist annað- hvort sársauka yfir því, hversu allt hlaupist brott frá henni, eða hneykslast á framferði æskunnar, nema hvorttveggja sé. En æskan veit svo ótrúlega lítið um liðinn tíma, baráttu liðinna kynslóða og hugsunarhátt þeirra. Hún gleymir því, eða hefir aldrei fengið að vita, þvílika baráttu og sjálfsafneitun genginna kynslóða það hefir kost- að að skapa það velferðarþjóðfé- lag, sem vér nú lifum í. Margt má út á það setja, en hver sem þekkti liðinn tíma með öllum hans skorti og frelsistakmörkunum, vildi skipta á nútímanum og honum? En æskan telur öll þessi gæði sjálfsögð, sem hún er borin til, rétt eins og andrúmsloftið, og leiðir ekki hugann að því, hvað eldri kynslóðirnar hafa barist og áorkað. Og vitanlega lítur æskan á eldri kynslóðina eins og hálfgert nátttröll, góðviljað að vísu en allt- of sljótt og svifaseint, til þess að æskan, fjörug og framgjörn, geti átt nokkra verulega samleið með því. Daglega berast oss til eyrna fregnir um margskonar mistök í þjóðfélaginu og spillingu á ýmsum sviðum. Vér vitum fullvel, að margt af þessu er sannleikur, en hvorki fáum vér nokkuð að gert, eða treystum oss til að vakna af værðarmóki hversdagsins. Senni- lega sér æskan þetta skýrar en hinir eldri gera, hún er ekki orðin samdauna kerfinu. En hún er magnlaus, getur einungis kreppt hnefana og ef til vill öskrað, heimtað eitthvað nýtt, en þegar upphlaupið ber engan árangur hverfur hún að því loknu í eitt- hvert algleymi nútíma tónlist- arhávaða, eða leggst í mók af fíknilyfjum, uns hún gerir næsta upphlaupið. Þetta er kynslóðabilið í hnot- skurn. Nýlega rakst ég í erlendri skáldsögu á gagnorða skilgrein- ingu þess. Gamall maður ræðir við mann af næstu kynslóð, sem kom- inn er þó vel á þroskaaldur. Og kemst svo að orði: „Þegar þú kem- ur á minn aldur, kemst þú að raun um, að fáir eru eftir, sem þú átt sálufélag við um liðinn tíma. Hin- ir gömlu hverfa á brott. Æskan hefir engan áhuga á því, sem heyr- ir hinu liðna til. Þú stendur eftir líkt og brotinn staur á miðjum kornakri. Sigrarnir, sem þú fagn- aðir eru löngu gleymdir. Hendurn- ar, sem lyftu þér ungum orðnar duft og aska.“ Þetta er engin ný saga, en hún leitar fastar á en fyrr og raddir hennar eru háværar og andstæð- urnar milli kynslóðanna sterkari. En er nokkuð til úrbóta? Ef til vill er þetta lögmál lífsins, sem ekki verður brotið á móti. Vér fáum ekki snúið við straumi tím- ans né þróun samfélagsins. En ber oss ekki skylda til að gera eitthvað til að hemja strauminn, svo að hann æði ekki viðstöðulaust fram og láti hið gamla eftir autt og yfir- gefið? Ég held það sé óhjákvæmi- legt. Oft heyrist rætt um samhengið í íslenskum bókmenntum allt frá upphafi ritaldar fram á 20. öld. Hefir það þótt í senn merkilegt og mikils virði fyrir menningu vora og þjóðlíf, og þá ekki síst fyrir tungu þá er vér tölum. Skal því ekki mótmælt. Margt þykir mér þó benda til að nú undir aldarlok- in sé þarna komin nokkur brota- löm. Samhengið sé að rofna. Er þar eitt einkenni kynslóðabilsins, enda eru börnin löngu hætt að nema gamlan fróðleik og lifa sig inn í hugsunarhátt hinna eldri. Það hvarf -þegar amma og afi hættu að segja þeim sögur, og börnin námu íslenska tungu á knjám þeirra. Heyrnardaufir mega þeir menn vera, sem ekki heyra, að tunga sú, sem æskan tal- ar er orðin býsna frábrugðin því sem var á aldarmorgni, og er þar alvarleg hætta búin menningu vorri og andlegu sjálfstæði. Og ekki tekur betra við, er vér kynn- um oss viðhorf æskunnar til sögu liðinna alda. Þeir munu vera býsna margir unglingarnir, jafn- vel í framhaldsskólum, sem vefst tunga um tönn, ef þeir eru spurðir hver Jón Sigurðsson var. Jafnvel kynnu að heyrast svörin, að hann hefði verið knattspyrnukappi, poppsöngvari eða kvikmynda- stjarna. En þá flokka ber einna hæst í hugarheimi æskulýðsins. Ég hefi drepið á þrennt, sem mér þykir einna ískyggilegast við kynslóðabilið, sundurslitnar bókmenntir, spillt tungutak og vankunnátta í baráttusögu þjóð- arinnar í 1100 ár við ísa, eld og kúgun. Er trúlegt að sú kynslóð, sem svo er háttað um standi fast þegar vandamálin steðja að, enda þótt hún beri vasklegt yfirbragð, því að ekki verður því neitað að aldrei hefir verið fríðari og frjáls- legri æska á Islandi en nú. Ég verð að játa, að þótt mig skorti ekki vilja til að mjókka kynslóðabilið, sé ég fá ráð og því síður nokkra allsherjarlausn, en vil þó ekki skiljast svo við mál mitt að leggja ekki eitthvert orð í belg um þau atriði. Eins og sakir standa nú, þegar uppeldisáhrif heimilanna fara sí- þverrandi, hlýtur verulegur hluti uppeldisins að færast yfir á skól- ana, allt frá vöggustofunum og upp undir háskólann, liggur mér við að segja. Þessvegna verður að gera þær kröfur til skólanna að þeir haldi vöku sinni í því efni að tengja saman gamalt og nýtt, að þeir missi aldrei sjónar á að til þess að traust verði byggt í nútíð og framtíð verður grunnurinn að hvíla á fortíðinni. Á sama tíma og skólarnir hljóta að fylgjast með framvindu málanna, ber þeim að tengja hið nýja við hina eldri reynslu. Ef þessa er gætt, þá verð- ur kynslóðabilinu settar skorður. Það hlýtur auðvitað alltaf að vera til innan tiltekinna marka, en þau mörk verður að færa saman og gæta þess að þau víkki ekki. í öllu því moldviðri, sem á oss dundi fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar varð frambjóðendum tíðrætt um málefni aldraðra, sem vænta mátti, þar sem vér höldum nú ár aldraðra. Umræðurnar báru KYNSLÓÐABIL Fyrirlestur Steindórs Steindórssonar fyrrum skóla- meistara á málþingi að Kjarvalsstöðum í tengslum við sýninguna, sem þar er haldin vegna árs aldraðra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1982)
https://timarit.is/issue/118760

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1982)

Aðgerðir: