Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Otgllíttlblnllili1 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Útlit fyrir verkfall mjólkurbflstjóra 1 nótt: Áhrifa þess gæt- ir fljótlega náist ekki samningar • Bryan Robson, ein af stjðrnum Manchester United, skýtur hér að marki Vals i leik liðanna í gærkvöldi. Robson skoraði fyrsta mark United í auðveldum sigri þeirra. Þeir gerðu 5 mörk gegn 1 marki Vals. í kvöld leikur enska liðið gegn KA á Akureyri og hefst sá leikur kl. 20.00. Sjá nánar um leikinn í gærkvöldi á íþróttasíðu. Hækkanir leyfðar á bilinu 4,7—20,0% Benzín 4,7% - steypa 13% - SVR 20% - Svartolía 8,5% - gasolía 8,3% ÍJTLIT var fyrir að verkfall bif- reiðastjóra á mjólkurbifreiðum á Suðurlandi kæmi til fram- kvæmda er Morgunblaðið hafði síðast fregnir af gangi samn- ingaviðræðna um miðnætti í Erró sýnir í Norræna hús- inu í haust UNDIRBÚNINGUR er þegar hafinn að komu listamannsin.s Erró, en hann heldur málverkasýningu í kjallara Norræna hússins 11. til 25. september nk. Jafnhliða sýningunni verður listamaðurinn með sýningu á veggspjöldum (plakötum) í and- dyri hússins. Ekki er vitað ná- kvæmlega hve mörg málverk verða á sýningunni en samkvæmt upplýsingum frá Norræna húsinu er giskað á, að þau verði 30—40. nótt. Bókanir höfðu gengið á milli, en lítið miðað í átt til sam- komulags. Standi verkfallið ein- hverja daga koma áhrif þess fljótlega í Ijós, en þó ekki fyrr en eftir helgi. Bændur gætu þurft að hella niður mjólk eftir 4 daga verkfall og mjólkurskortur gæti orðið á höfuðborgarsvæð- inu er kemur fram í næstu viku. Krafa bílstjóranna er um 16% hækkun launa, en vinnuveitendur hafa boðið samning, sem er í samræmi við ASÍ-samkomulagið. Félög bifreiðastjóranna hafa tví- vegis fellt samninga, sem náðst höfðu við vinnuveitendur. Fyrst ASÍ-samkomulagið og síðan samning frá 13. júlí, þar sem komið hafði verið til móts við kröfur þeirra. Þórarinn Þórarinsson, lögfræð- ingur Vinnuveitendasambands íslands, sagði í gærkvöldi, að ef samið yrði um launahækkanir umfram það, sem almennt gerðist á vinnumarkaðinum, væri verið að taka það sem munaði af laun- um bóndans, sem ekki fengi leið- réttingu fyrr en í desember. Þá yrði launahækkuninni velt yfir á neytendur. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði seint í gær- kvöldi að staðan í samninga- málinu væri erfið og kvaðst hann ekki eiga von á að málin skýrðust á næstu klukkutímum. Guðlaug- ur sagði að sáttafundi yrði haldið áfram fram eftir nóttu að minnsta kosti. VERÐLAGSRÁÐ hefur heimilað 4,7% hækkun i benzini frá og með deginum í dag. Hækkar því hver lítri úr 10,70 krónum í 11,20 krónur. Þí hefur ráðið heimilað 8,3% hækkun á gasoliu og hækkar hver lítri úr 4,20 krónum í 4,55 krónur. Ennfremur hefur ráðið heimilað 8,5% hækkun á svartoliu og hækkar hvert tonn úr 2.960 krónum í 3.210 krónur. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði í samtali við Mbl., að þessar hækkanir væru að langmestu leyti tilkomnar vegna hækkunar á Bandaríkjadollara, en hann hefur hækkað um liðlegas 10% frá því, að benzín- og olíuverð var síðast ákveðið. Á fundi Verðlagsráðs í gær var ennfremur samþykkt að heimila 20% hækkun á gjaldskrám Stræt- isvagna Reykjavíkur. Einstök far- gjöld hækka því úr 5,50 krónum í 6,50 krónur. Fargjöld barna verða hinsvegar óbreytt áfram, eða 1,50 krónur einstök fargjöld. Verðlagsráð samþykkti enn- fremur að heimila 20% hækkun aðgangseyris að sundstöðum borg- arinnar. Þá samþykkti ráðið að heimila 14% hækkun á sandi og 12% hækkun á steypu, án sands. Því má segja, að steypa hækki um í kringum 13%. Loks samþykkti Verðlagsráð á fundi sínum í gærdag, að heimila 12% hækkun á vöruafgreiðslu- gjöldum skipafélaga. Drengur á þrettánda ári: Varð fyrir sláttuþyrlu og beið bana DRENGUR á þrettánda ári lést þeg- ar hann varð fyrir sláttuþyrlu um hádegisbilið í gær, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Slysið varð við bæinn Syðri Hamra í Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu. Atvik eru enn óljós en unnið var að slætti á bænum, á túni sem er nokkuð vestan bæjarins. Drengurinn lenti síðan í sláttu- þyrlunni með fyrrgreindum afleið- ingum. „Tek törn í að blóðga ekkert síður en aðrir“ Bryggjuspjall við Ásgeir á Guðbjörginni, sem \L kom með 230 t í gær eftir 5 daga veiðiferð tkm TTTTT M I Ljómn.: Úlfar Ágústmon. Ásgeir Guðbjartsson um borð í' Guðbjörgu í Isafjarðarhöfn í gær. ísarjörður, 4. ágiÍHt. „JÁ, ÞAÐ gekk vel núna, ha. Tvö- hundruð og þrjátíu tonn eða þrjúþús- und og áttahundruð kassar af hrein- um þorski eftir fimm daga veiði- ferð,“ sagði Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS, við frétta- mann Morgunblaðsins þegar hann kom að um hádegisbilið í dag, mið- vikudag. „Við fengum hundrað tonn á mánudaginn í fjórum holum innan um ísinn á Strandagrunninu. Það er enginn leikur að eiga við þetta í ísnum í niðaþoku eins og var allan tímann og fiskurinn fékkst ekki nema á smábleðlum, þar sem hit- inn í sjónum var aðeins meiri, eða þrjár gráður í stað hálfrar gráðu eins og sjórinn er þarna yfirleitt. Mikill ís er yfir öllu Stranda- grunninu og alveg vestur á Hala og er Halinn að mestu lokaður. Þó er Már búinn að vera þar undan- farið og náð góðum holum inn á milli. Það er mikil smáloðna í smæsta þorskinum og millistærðinni, en stórþorskurinn virtist vera alveg tómur. Fiskurinn lá þarna nokkuð í lögum, sá stærsti yst og smækk- aði svo nær landinu. Það kom okkur því mjög á óvart þegar svæðinu öllu var lokað, eftir að dregið hafði verið einu sinni þvert á þessa lagskiptingu, sem var al- veg augljós, og síðan lokað á allt svæðið eins og þar væri alls staðar smáfiskur. En hann er breilinn, við tókum tíu til tólf tonna hal eftir tveggja tíma drátt í gær, snérum við og fórum sömu leið til baka, nema við drógum þá alls í sex tíma, en af- raksturinn var ekki nema eitt tonn. Þessi aflahrota kemur alveg á sama tíma og í fyrra, en mér finnst sjórinn núna hlýrri yfirleitt en þá og smáloðna er alls staðar töluverð. „Það er segin saga,“ sagði Ás- geir aðspurður, „að maður sefur ekki mikið þegar hundrað tonn fiskast á dag, þá fer ég niður ekk- ert síður en aðrir og tek törn í að blóðga og koma aflanum af. Það vildi mér til, að ég var vel hvíldur þegar ég fór út í túrinn því það var erfitt að böðlast með flotvörpu innan um allan þennan ís.“ Nú bar að skipverja á leið í land, sem spurði hvenær ætti að fara út aftur. „Klukkan eitt á morgun," svaraði Ásgeir. Það er ekkert gefið eftir, því Halinn bíður og Ásgeir er þess fullviss að strax og ísinn gliðnar muni veiðast vel þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.