Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 11 Skaftafell: 60 ferðamenn sváfu í Kaupfélagsbúðinni Mikill fjöldi ferðamanna gistir ávallt í Skaftafelli, en aðstaða fyrir ferðamenn með tjöld er þar til mikillar fyrirmyndar. 4 starfsmenn vinna þar á vegum Náttúrnvernd- arráðs og í Kaupfélaginu á staðn- um eru einir sex starfsmenn. Þar er oft mikil umferð og t.d. þegar vegaskemmdirnar urðu í síðustu viku fengu 60 ferðamenn að sofa í verzlun og veitingastað Kaupfélagsins. Lá fólk þar undir hillum og búðarborðum, því öll umferð austur á land raskaðist og lenti í óefni fyrir þessa ferða- menn eina nótt, en starfsfólk verzlunarinnar hljóp undir bagga. I Skaftafelli eru merktar gönguleiðir á fagra staði, svo sem að Svartafossi og Sjónar- nípu, en á tjaldsvæðinu sjálfu er mjög góð aðstaða hvað varðar snyrtingu og hreinlæti. Starfsfólk Kaupfélagsins í Skaftafelli, en þar fengu húslausir ferðalangar að gista næturlangt innan um alls kyns varning. Ljósm. Mbl. Árni Johnaen Einn af starfsmönnum Náttúruverndarráðs í þjóðgarðinum i Skaftafelli nýtur sólar með prónles sitt um miðjan daginn þegar hlé kom á annir. Egilsstaðir: Hlutafélag stofn- að um byggingu verslunarhúss Egitastöóum, 3. ágúst. SKÖMMU FYRIR verslunarmannahelgi var haldinn í Veit- ingaskálanum vid Lagarfljótsbrú stofnfundur Fljótsbæjar hf., hlutafélags um byggingu verslunarhúss að Lagarfelli 4 í Fellabæ. Það var stjórn Verslunarfélags Austurlands, sem boðaði til stofnfundarins. Jónas Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, ávarp- aði fundarmenn, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Verslun- arfélagsins síðastliðin átta ár og átt drjúgan þátt í bættum hag fé- lagsins. Það kom fram í ávarpi Jónasar að Verslunarfélag Aust- urlands hefur starfað í 22 ár við þröngan húsakost og vantar nú tilfinnanlega verslunarrými, en hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að byggja verslunarhús. Því ákvað stjórn þess að beita sér fyrir stofnun sérstaks hlutafélags til að reisa verslunarhús — þar sem Verslunarfélagið yrði hlut- hafi og hefði forleigurétt að hús- inu skv. samþykktum hlutafélags- ins. Bygging hússins er þegar haf- in og er nú verið að ganga frá grunni þess og kjallara. Árni Halldórsson hrl. lýsti frumvarpi að samþykktum fyrir hið nýja hlutafélag — sem síðan var samþykkt af fundinum með nokkrum breytingum. Samkvæmt samþykktum félags- ins skal hlutafé vera kr. 2.500.000,-. Hlutafjársöfnun er langt á veg komin og eru hluthaf- ar víðsvegar af Austurlandi auk nokkurra viðskiptaaðila Verslun- arfélagsins í Reykjavík og á Akur- eyri. í stjórn Fljótsbæjar hf. voru kjörnir: Ólafur Guðmundsson, Eg- ilsstöðum, formaður, Svan Frið- geirsson, Reykjavík, varaformað- ur, og Bragi Gunnlaugsson, Fella- hreppi, ritari. I varastjórn sitja: Grétar Brynjólfsson, Fellahreppi, og Guttormur V. Þormar, Fljóts- dalshreppi. Stjórnin hefur ráðið Sigurð Grétarsson framkvæmdastjóra fé- lagsins. Sigurður er jafnframt framkvæmdastjóri Verslunarfé- lags Austurlands — en við því starfi tók hann nú um mánaða- mótin af Jónasi Péturssyni. Sig- urður var áður sveitarstjóri Fella- hrepps. — Olafur Miklar kröfur eru gerðar til þjónustu lögreglunnar AÐ SÖGN lögreglunnar hefur færst nokkuö i vöxt að fólk hafi samband við lögreglustöðinna i þeim erinda- gjörðum að fá bifreiðir sínar opnað- ar. Eru dæmi þess að hringt sé á hálftíma fresti þá daga sem mest er. Flokksstjóri hjá lögreglunni tjáði Mbl. að almenningur gengi orðið hart fram í að fá bifreiðir opnaðar. Fengi lögreglan gjarnan bágt fyrir ef hún gæti ekki brugð- ist skjótt við þessum óskum. Hér væri fyrst og fremst kæruleysi um að kenna. Fólk mætti ekki virða lögreglunni það til verri vegar þótt hún léti alvarlegri mál hafa forgang þegar annir væru miklar. SPUUNKUNÝR Verð aðeins kr. 78.500- tilbúinn á götuna. FIAT 125P er sterkur og sparneytinn fjölskyldubill með mjög góða aksturs- eiginleika. Vélin er 85 ha., og eyðsla aðeins c.a. 9 I. pr. 100 km. Afl-diskahemlar á öllum hjólum, Halogen-ljós og tvöföld framljós, raf- magnsþurrkur og rúðu- sprauta, hitanleg afturrúða o.m.fl. Mikill bill á ótrúlega hagstæðu verði. Það er eingöngu undir sjálf- um þér komið, þegar þú kaupir nýjan bíl hvernig þú ferð með hann og hvernig hann endist. Nú er tækifæri til þess að eignast splunkunýjan FIAT 125P á verði, sem er lægra en á mörgum notuðum bíl- um. Hver vill notaðan bil, þegar hægt er að fá nýjan á lægra verði hjá okkur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 168. tölublað (05.08.1982)
https://timarit.is/issue/118760

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

168. tölublað (05.08.1982)

Aðgerðir: