Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Ökumenn grunaðir um ölvun við akstur: Færri teknir í fyrra en 1980 l'ÆKRI ökumenn voru teknir á síA- asta ári grunaðir um ölvun við akst- ur en árið 1980 og munar þar 262 ökumönnum yfir allt landið, að því er fram kemur í skýrslu Umferðar- ráðs um slys á íslandi árið 1981. 1 skýrslunni kemur fram að árið 1979 voru 2.609 ökumenn teknir (írunaðir um ölvun, þeim fækkaði í 2.587 árið 1980 or niður í 2.325 í fyrra. I skýrslunni, en þar er m.a. tilgreindur fjöldi þeirra sem tekn- ir hafa verið grunaðir um ölvun við akstur, er listi yfir fjölda þess- ara ökumanna frá árinu 1971, en þá voru 1.657 ökumenn teknir. Síð- an hefur þeim fjölgað með hverju ári til ársins 1979, ef undanskilin eru árin 1976 og 1977. Árið 1979 naer fjöldi grunaðra ökumanna hámarki. Síðan dró heldur úi 1980 og enn í fyrra. Flestir ökumennirnir voru gripnir í Reykjavík, 952 talsins, en það er 94 faerra en 1980. í Gull- bringusýslu hefur grunuðum öku- mönnum fjölgað í 180 úr 145 árið 1980 og er þar um mestu fjölgun- ina að ræða. í Kópavogi hefur grunuðum hins vegar fækkað í 144 úr 205 árið áður. Sömu sögu er að segja úr Kjósarsýslu og Eyjafjarð- arsýslu, þó fækkunin sé ekki eins mikil og í Kópavogi. Einnig fækk- aði grunuðum ökumönnum í Ár- nessýslu nokkuð. I Isafjarðarsýslu var fækkunin talsverð, úr 76 árið 1980 í 50 í fyrra. Víða annars stað- ar var um fækkun að ræða. Gurtrún Gísladóttir (t.v.) og Kolfinna Bjarnadóttir, kennarar við Hva-ssa- leitisskóla. Mynd Mbl. l>orvaktur. Verkefnabækur við orðabók fyrir börn „Orðaskyggnir kom út 1979 og mæltist þegar vel fyrir meðal kennara og ljóst, að hún var mikill fengur fyrir móðurmálskennslu. Strax varð þó ljóst, að verkefni vantaði við bókina," sögðu þær Kolfinna og Guðrún í samtali við Mbl. Kolfinna samdi nokkur verk- efni við Orðaskyggni og það varð til þess, að Bjallan kom að máli við hana og bað hana að semja fleiri verkefni. Kolfinna fékk Guð- rúnu tii liðs við sig síðastliðið haust. „Sannleikurinn er sá, að tilfinn- anlega vantar uppsláttarrit fyrir yngri börn á skólasöfn. Rit sem börnin geta flett upp í og þannig aflað sér upplýsinga. Með Orða- skyggni og verkefnabókunum fá börnin þjálfun í að afla sér upp- lýsinga, og jafnframt þjálfun í ís- lenzku; málfræði og orðaskýring- um. Verkefnabækurnar eru hugsað- ar fyrir yngstu bekkina; 1. hefti fyrir sjö ára börn, 2. hefti fyrir átta ára börn og 3. hefti fyrir 9. ára börn. En auðvitað er þetta ekki bundið við aldur, heldur miklu fremur við þroska og getu. Þannig hefur þriðja heftið verið vinsælt meðal 10 ára barna. Verkefnabækurnar eru hand- skrifaðar, því við teljum þær þannig aðgengilegri fyrir börn. Verkefnin voru tilraunakennd af samkennurum okkar í Hvassaleit- isskóla, þeim Sigrúnu Erlu Sig- urðardóttur og Margréti Skúla- dóttur, og kunnum við þeim bestu þakkir," sögðu þær Kolfinna og Guðrún. ÚT ERU komnar þrjár verkefna- bækur við Orðaskyggni, íslenzka orðabók handa börnum. Guðrún Gísladóttir og Kolfinna Bjarnadótt- ir, kennarar við Hvassaleitisskóla, sömdu verkefnin, en Bókaútgáfan Bjallan gaf bækurnar út. Tangó í Djúpinu í KVÖLD, annað kvöld og laug- ardag verða haldnir Tangótónleik- ar í Djúpinu. Þar mun tríó, sem er skipað þeim Eddu Erlendsdóttur, píanó, Olivier Manoury, bandóne- on, og Richard Korn, kontrabassa, leika tangó frá ýmsum tímum. Tónleikarnir hefjast öll kvöldin kl. 21.00. Ljómn. Mbl. Bcring Cecilsson. Ný heilsugæzlustöð rís nú í Ólafsvík. Myndin var tekin nýlega, þegar þessi mikla bygging varð fokheld. Heilbrígðiseftirlit Reykjavíkur: Orfá orð um Salmon- ella að gefnu tilefni Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Þórhalli Halldórssyni, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Reykjavikur: Salmonella-sýkilinn getur víða verið að finna, t.d. í saur manna og gæludýra, í matvælum, sér- staklega hráu kjöti, ennfremur í frárennsli, í fjörunni í grennd við frárennslisop, í máfum og rottum, svo nokkuð sé nefnt. Stundum heyrist spurt: Er sýk- ing af salmonella nokkuð annað en magakveisa sem svo til allir fá í sólarlandaferðum og engum verð- ur meint af? Því miður er það ekki svo. Salmonella-sýking er ávallt varhugaverð, jafnvel hættuleg. Þeir sem sýkjast verða oft smit- berar vikum saman, því salmon- ella sest að í þörmum og berst þaðan með saur. Eitt sýkingartil- felli þarf e.t.v. ekki að vera mjög alvarlegt, nema fyrir þann ein- stakling sem fyrir því verður. En komist salmonella í matvæli og fái þar hagstæð vaxtarskilyrði, geta hundruð eða jafnvel þúsundir manna sýkst, eins og dæmin sanna. Það er því ekki að ástæðulausu, að það valdi jafnan áhyggjum fyrir þá sem vinna við framleiðslu og dreifingu matvæla eða eftirlits- aðilum þeirrar vöru, þegar fréttist af salmonella í neysluvörum eða sýkingu af hennar völdum. Er skemmst að minnast fregna af stórfelldri salmonella-sýkingu í Noregi nú fyrir nokkru, og enn- fremur upplýsinga um að salmon- ella hafi orðið vart í kjúklingum hér á landi nýlega. Samkvæmt rannsóknum undanfarinna ára, bendir allt til þess, að sýkill þessi sé orðinn landlægur hér á landi. Það er því nauðsynlegt að ofan- greindir aðilar og einnig neytend- ur taki tillit til þessarar vitneskju og hagi sér samkvæmt því. En hvað er það sem menn geta gert til að draga úr smithættu af völdum salmonella? Fyrsta boðorðið er hreinlæti og aftur hreinlæti, ekki síst persónu- legt hreinlæti. Framleiðendur og dreifingarað- ilar bera ábyrgð á því að öll með- ferð hrávöru sé vönduð við slátr- un, við vinnslu, við geymslu o.s.frv. Ennfremur að gildandi lög og reglugerðarákvæði hér að lút- andi séu í heiðri höfð. Þá þurfa opinberir eftirlitsaðil- ar að sjálfsögðu einnig að vera vel á verði. Hvað varðar neytandann sjálf- an þá getur hann spillt góðri vöru með rangri meðferð. Á sama hátt getur hann verndað heilsu sína og sinna nánustu með réttri geymslu matvæla og matreiðslu. Hafiö því hugfast: Haldið viðkvæmum mat- vælum vel kældum. Látið ekki sósur, salöt, kjöt- álegg, mjólk o.þ.h. vöru standa á eldhúsborðinu nema sem allra stytztan tíma. Geymið hrávöru í ísskápn- um vel pakkaða og aðskilda frá annarri vöru. Notið ekki sömu tæki og ánöld jöfnum höndum við ósoðin og soðin matvæli, nema eftir vandlegan þvott, strax að lokinni notkun. Forðist að nota sprungin kjötbretti eða gallaða hnífa og notið pappírsþurrkur sem mest í stað borðtusk- unnar. Látið blóðvatn frá kjöti við þiðnun ekki menga aðrar vörur. Þíðið kjötvörur einkum fugla- og svínakjöt við lágt hitastig (t.d. í ísskáp) og hefjið ekki matseld fyrr en kjötið er orðið vel þítt. Postulínsverksmiðja Bing og Gröndahls á Vesterbrogade 149 f Kaupmannahöfn. Sýning á danskri postulínshefð á íslandi í SAMVINNU við umboðsmenn sína á íslandi mun Bing og Gröndahl halda sýningar á munum frá verksmiðj- unni víðs vegar um landið, dagana 26.—30. ágúsL Stærsta sýningin verður haldin á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. í tengslum við þá sýningu verður starfandi lítil deild frá postulínsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn þar sem einn af postulínsmálurum frá Bing og Gröndahl mun sýna hvernig handskreyting er unnin að gamalli hefð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.