Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 45 ^ ■ Ai" AKANOI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUOAGS bók undir nafninu „Norðanstúlk- an“. Reyndist hún vinsael. Má leiða líkur að því að áhorfendur hafi annars vegar sótt hana sem hvert annað „Laxness-verk“, en þau njóta allajafna sjálfsagðrar hylli — og hins vegar að þeir hafi jafn- vel litið á sýninguna sem eins kon- ar „heimildarverk“ um ákveðið tímabil í þjóðarsögunni og tiltæki landsmanna í þeim veðrabrigðum og sviptingum. Litið á hana sem viðbrögð mikils persónuleika við áreitni samtímahræringanna. Fáum held ég þó að hafi dottið í hug að þeir Þorsteinn og Sveinn ætluðu sér sérstaklega að leggja lóð á einhverjar pólitískar vog- arskálar með leikgerð sinni, og skiptir þá ekki máli, að ekki voru enn fram konar nánari heimildir um raunverulegt, sögulegt baksvið Keflavíkursamningsins 1946. En gagnrýni Jakobs F. Ás- geirssonar á „Atómstöðina" sem samtíðarheimild („nútíðina í hnotskurn") byggist m.a. á því að bera saman við gögn sem sagn- fræðingar og rithöfundar hafi leitað uppi og opinberað eftir 1972. Hann álítur, að svo afdráttarlaus- ar upplýsingar hafi komið fram um raunverulegt baksvið „At- ómstöðvarinnar", að verkið, sem hafi þó á ýmsan hátt verið óbjörgulegt fyrir, bíði verulegan hnekki af. Aðferð Jakobs er út af fyrir sig lofsverð. Síðustu árin hafa fræðimenn (einkum þó út- lendir) gert okkur kleift að átta okkur betur á aðföngum og vinnu- brögðum Halldórs Laxness. Mun þó enn langt í land með að kjarn- inn í ýmsum verkum Halldórs liggi ljós fyrir, og á það ekki síst við um þau, sem hann sjálfur skrifaði sem leikrit. En öll um- ræða og umfjöllun um verk hans, þó á beinskeyttan hátt sé, getur ekki verið nema til góðs. Það gæti samt virst ofætlan, ef menn hyggjast greina hismið frá kjarn- anum með orðbragði eins og „yfír- þyrmandi barnaskapur", „fjar- stæðukenndar athugasemdir" og „sóðaskapur", eins og blaðamann hendir í fíýtinum. Það er misskilningur, ef rann- sóknarmenn álíta, að fólki gangi það eitt til með sviðsetningum „Atómstöðvarinnar" að falsa þjóð- söguna eða dylgja um ákveðnar persónur. Ekkert verk Halldórs Laxness verður framar látið liggja milli hluta. Hvort sem sumum finnst ýmis þeirra grynnka við „pólitískan ofsa“ (Jakob F. Ás- geirsson) eða dýpka við „kristna þjáningardulhyggju platónsk- ágústínskrar guðfræði" (sr. Gunn- ar Kristjánsson) — þá geta les- endur og áhorfendur verið vissir um að Nóbelsskáldið okkar krist- allar ævinlega einhverja mann- lega sögu eða mannleg viðhorf á þann hátt, að sársaukinn, ef ein- hver verður, kemur til af góðu. Því skáldið er að sýna okkur mann- kynið, sem það þekkir. Með bestu kveðju." Pipar og salt: Á ekki að geta komið fyrir (?) B. Þ. Kr. skrifar: Okkur mönnum er tamt að falla í andvaraleysi og dotta á verðin- um meðan allt leikur í lyndi og óhöpp og slys koma ekki til sögu. Þegar svo útaf ber, vöknum við við vondan draum og höfum þá oftast ástæðu til að það, að standa ekki nógu dyggan vörð gagnvart yfir- vofandi eða hugsanlegri hættu. Er þá gjarna haldið opnum augum einhvern tíma og jafnvel gerðar varúðarráðstafanir að einhverju leyti. Er það ávallt vel, svo langt sem það nær. Ástæðan til þess, að mér dettur þetta í hug nú, er sú, að fyrir rétt- • um 10 dögum varð ég fyrir því undir útisturtu í einni af ágætum sundlaugum borgarinnar að skera mig illa á fæti. Á ég enn í þessu óhappi og mun eiga nokkra daga til viðbótar. Þótt hér sé ekki um mikið slys að ræða var farið með mig í sjúkrabíl og börum upp á Slysavarðstofu, þar sem ég við nánari athugun reyndist vera með djúpan 7 sm langan skurð — 14 saumspor þurfti að taka. Þetta óhapp stafaði af því, að ég steig ofaná svona myndarlegt glerbrot, sem einhver léttlyndur sundlaugargestur hefur skilið eft- ir sig með góðri samvizku eða engri. Allmargir hafa síðan þetta skeði sagt hneykslaðir við mig sem svo: „Svona nokkuð á nú bara ekki að geta komið fyrir.“ Það er ódýrt að segja þetta og auk þess rétt. Um það geta allir verið sam- mála. En nú vil ég að gefnu tilefni spyrja: Hver ber siðferðilega og fjárhagslega ábyrgð á svona eða hliðstæðum tilfellum? Það sakar ekki að vita það. Auk þess vil ég spyrja og fá opinber svör við frá stjórnendum sundlauganna: 1. Hvernig er daglega háttað virkum varúðarráðstöfunum í slysavarnarskyni? 2. Eru t.d. ennþá uppihangandi varúðarspjöld þau, er áður voru a.m.k. meira áberandi, með banni við því að hafa glerílát með sér í böð og sturtur? Og gengið eftir hlýðni? Eg á fjögur sett — öll merkt með S og P 7465—0562 skrifar: „Kæri Velvakandi! Útaf deilunni um salt- og pip- arstaukana, langar mig að taka fram: Þegar ég var að alast upp, var siður að setja á borðið svokall- aða „platmaciu", það var undir krydd, salt, pipar og sinnep og var saltstaukurinn þar með einu gati og piparstaukurinn með mörgum. Nú á ég 4 sett undir salt og pipar, sem öll eru innflutt, öll eru þau merkt með S. og P. Þau sem merkt eru með S. eru með einu gati, þau sem merkt eru með P. eru með mörgum götum. Frúin sem skrif- aði um þetta 27/7, hafði verið á húsmæðraskóla í Danmörku og síðan haft ákveðna skoðun á þessu. Ég hef dvalið langdvölum í Danmörku og ætíð fengið salt og pipar borið fram á þann hátt sem ég hef vanist. Með kveðju og þakklæti." spilað hér með The Feminist Improvising Group og svo hefur hún tekið kvikmynd hérna með Sally Potter og Julie Christie. Þar að auki er „Rags“ sérlega góð plata og hún kostaði ekki nema £ 2,85. En því miður hefu mér ekki tek- ist að finna neina verslun hér sem selur „Rags“. Það er þó von mín, að með þessu bréfi verði ýtt undir það að ráðin verði bót á þvi sem allra fyrst." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir ganga í fötum hvors annars. Rétt væri: Þeir ganga hvor í annars fötum. Leiðréttum börn sem flaska á þessu! hvergi Platan finnst Tónlistarunnandi skrifar: „Kæri Velvakandi. I fyrra hlustaði ég á frábæra plötu úti í Englandi. „Rags“ heitir hún og flytjandi er Lindsay Coop- er. Ég var ekkert að spandera gjaldeyri í plötuna, af því að ég bjóst fastlega við að hún fengist hér heima. Lindsay Cooper hefur það oft heimsótt Islands og m.a. Tilkynning til smábátaeigenda Meö tilvísun til auglýsingar 1. júlí 1982, rann út frest- ur til aö ganga frá leguleyfum fyrir smábáta, hinn 1. ágúst sl. Hér meö er lögö áhersla á aö smábátaeigendur gangi frá leguleyfum sínum, vilji þeir komast hjá óþægind- um. Þeir sem báta eiga á landi skulu einnig hafa samráö viö hafnarvörð. Hafnarstjórinn í Reykjavík, 3. ágúst 1982, Gunnar B. Guömundsson. Brodr Sgnde A/S. Fæst í flestum veióafæraverslunum Útsölustadin >. ELLINGSEN SPORTMARKAÐURINN nanaustum Grensásvegi 50 OFBELDI í ÍSLENSKUM I > x 5 FJÖLSKYLDUM. l ÚTIKAFFIHÚS í REYKJAVÍK. ÝMSAR ÞRAUTIR OG GÁTUR. Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.