Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 47 Janus Guölaugsson, lengst til vinstri, skorar eina mark Vals með fallegum skalla. Manchester Utd. sýndi a köflum snilldarknattspyrnu MANCHESTER Utd. var ekki í vandræðum að vinna lið Vals i vin- áttu/ sýningarleik á Laugardalsvell- inum i gærkvöldi, leik sem var á köflum mjög fjörugur og á köflum einnig daufur eins og slíkir leikir vilja stundum verða þegar ekkert er í húfi. En Manchester-liðið er greini- lega afar sterkt og gaman hefði verið að sjá snillinga liðsins leika á fullum hraða gegn Val. Þá hefði sigurinn líklega orðið enn stærri en raun bar vitni. Lokatölurnar urðu reyndar 5—1 fyrir United, staðan \ hálfleik var 1—0 fyrir enska liðið, en það skoraði tvö síðustu mörkin undir blálok leiksins. United skoraði fyrsta mark sitt og eina mark fyrri hálfleiksins strax á 6. mínútu. Ray Wilkins sendi gullfallega sendingu til Bry- an Robson sem skoraði með þrumuskoti í fjærhornið frá vinstra horni vítateigsins. Fyrri hálfleikur var annars miklu dauf- ari en sá síðari þrátt fyrir að jafn- ræðið væri þá meira hjá liðunum. Muhren brenndi af dauðafæri og Brynjar Guðmundsson varði vel skot frá Stapleton, auk þess sem Whiteside klúðraði illa góðu færi, ætlaði að vaða í gegn sjálfur þrátt fyrir að Robson væri í dauðafæri skammt undan. Valsmenn áttu ekki mörg færi þrátt fyrir frísk- lega takta úti á vellinum. Næst því að skora komst liðið er Valur Valsson átti hörkuskot eftir snjalla sóknarlotu George Best og Guðmundar Þorbjörnssonar. Steve Pears, varamarkvörður United, varði skotið meistaralega. Meira fjör var í síðari hálfleik og strax á 5. mínútu hans skoraði hinn 17 ára gamli Norman White- side af stuttu færi eftir einleik og fyrirgjöf Arnolds Muhren. Enska liðið gerði nú harða hríð að marki Vals og Ray Wilkins átti þrumu- skot sem hrökk af markverðinum í þverslá. Á sömu mínútunni, þeirri Ray Wilkins, besti maður United, sskir að Brynjari Guðmundssyni markverði Vals. sextándu, átti Frank Stapleton góðan skalla naumlega fram hjá og sneri sig síðan er hann kom niður á jörðina á ný. Haltraði því næst út af og Scott McGarvey kom í hans stað. Ray Wilkins skoraði þriðja markið á 64. mínútu, hörku- skot McGarveys hrökk af varn- armanni til Wilkins og þrumu- fleygur hans af 20 metra færi hafnaði í neti Valsmanna. Valsmenn skoruðu eina mark sitt tveimur mínútum síðar, gott mark þar sem Janus Guðlaugsson skallaði laglega í netið eftir fal- lega fyrirgjöf Guðmundar Þor- björnssonar frá hægri. Scott McGarvey var tvívegis hársbreidd frá því að skora á næstu mínútum, skallaði fyrst naumlega fram hjá, en síðan í þverslá eftir fyrirgjöf frá Peter Bodak. Það var svo á 88. mínútu, að Norman Whiteside skoraði fjórða mark MU, hreint gull af marki, þar sem hann at- hafnaði sig, lagði knöttinn fyrir sig og skoraði glæsilega þrátt fyrir að vera aðþrengdur af mý- grút Valsmanna. Og mínútu síðar skoraði Scott McGarvey fimmta markið og það var næstum glæsi- legra. Arthur Albiston óð niður vinstri vænginn, sendi fyrir og Skotinn ungi kastaði sér fram og skallaði í netið. Síðasta markið. Þetta var sem sé nokkuð fjörug- ur leikur. Valsliðið var nokkuð jafnt að þessu sinni, en að sjálf- sögðu beindust augu manna að George Best. Hann sýndi hörku- góða takta framan af, meðan út- haldið var í lagi, en eftir það gerði hann lítið. Lítið fór fyrir hinum „lánsmönnum" Vals, þeim Jó- hannesi Eðvaldssyni og Janusi Guðlaugssyni. Manchester-liðið sýndi oft stórgóða knattspyrnu í síðari hálfleik, en fyrri hálfleikur- inn var eins og svefnlyf. Vörn liðs- ins er traust og á miðjunni sýndi Ray Wilkins snilldartakta. Muhr- en og Robson áttu mjög góða spretti og Whiteside gerði líka góða hluti þegar svo bar undir. Mikla athygli vakti þó kornungur útherji, Peter Bodak, sem félagið fékk í gegn um „frjálsa sölu“ frá Coventry í sumar. Hann var svelt- ur langtímum framan af, en kom meira inn í myndina er á leið. Gerði hann hvað eftir annað mik- inn usla í vörn Vals. Er ljóst að Steve Coppell getur ekki verið ör- uggur með stöðu sína í liðinu hér eftir. í stuttu máli: Laugardalsvöllur: Valur — Manchester Utd. 1—5 (0-1) Mark Vals: Janus Guðlaugsson. Mörk MU: Norman Whiteside 2, Bryan Robson, Ray Wilkins og Scott McGarvey. Áminningar: Engar. Áhorfendur: Um 9.000. Dómari: Kjartan Ólafsson. - gg■ Pétur skoraði i fyrsta leiknum PÉTUR Pétursson lék sinn fyrsta meiriháttar leik með nýja félaginu Antwerpen á laugardaginn og stóð sig vel, skoraði eitt mark í 4—1 sigri yfir Beerschot, sem einnig leikur í 1. deildinni belgísku. Leikurinn var lið- ur í 4-liða æfingamóti. — Ég hef æft í heilan mánuð og er kominn í gott form, sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst vera orðinn góður af meiðslum þeim, sem hrjáðu hann sl. vetur og kvaðst vongóður um gott gengi með Antwerpen í vetur. Énn sem komið er þarf Pétur að Pétur Pétursson keyra á æfingar frá Brússel, þar sem hann býr nú, en fjölskyldan flytur á næstunni í nýtt hús í út- jaðri Antwerpen. Keppnin í 1. deild hefst 18. ág- úst og mætir Pétur þá Lárusi Guð- mundssyni og félögum hans í Waterschei. Pétur hafði þær frétt- ir að færa af Lárusi að hann virt- ist í góðu formi, a.m.k. hefði hann skorað grimmt í æfingaleikjum með Waterschei að undanförnu. — SS. Ray Wilkins: „Þetta var nokk- uð góður leikur" — ÞETTA var að mínu mati nokk- uð góður leikur og góður æfinga- leikur fyrir okkur. Við spiluðum vel og einnig fannst mér íslenska liðið leika vel á köflum, sagði Ray Wilkins, fyrirliði Man. Utd., eftir leikinn í gærkvöldi. — Ég vona að ég verði áfram hjá United, sagði hann er hann var spurður að því hvort hann væri búinn að undirrita nýjan samning við félagið, — en ég hef ekki enn gert samning. Ég er að- eins á vikusamningi eins og er. Viðræður eru í fullum gangi og málið ætti að skýrast um helg- ina, sagði þessi stórsnjalli leik- maður, sem var yfirburðamaður í United-liðinu í leiknum, og reyna þeir væntanlega allt til að koma til móts við launakröfur hans. — Það var skemmtilegt að spila þennan leik, en vissulega var það erfitt, sagði George Best. — Það er alltaf erfitt að leika með mönnum sem þú ekki þekkir og veist ekki einu sinni hvað þeir heita. Annars var sigurinn auð- vitað sanngjarn og United er eitt það besta í Evrópu, og getur meira en það sýndi í kvöld. í svona leikjum spila þeir einfald- an fótbolta. — SH Stórleikur norðan heiða: Arnór og Best meö KA gegn United í kvöld Snemma í gærmorgun var frá því gengið að Arnór Guðjohnsen, hinn frábæri atvinnumaður með Lokeren í Belgíu, kæmi til lands- ins og léki með KA gegn Man- chester United á Akureyri í kvöld. Að sjálfsögðu er geysilegur styrkur i Arnóri fyrir KA-menn og þá er mikill fengur fyrir knattspyrnu- unnendur norðan heiða að fá tæki- færi til að sjá þennan unga og stór- efnilega leikmann spila. George Best mun að sjálf- sögðu einnig leika með KA-lið- inu, þannig að enginn ætti að fara vonsvikinn heim að leiks- lokum. LeiKurinn hefst, eins og áður hefur komið fram, kl. 20.00 í kvöld á Akureyrarvelli. Fyrir leikinn verður sýnt fallhífar- stökk og þá munu Jónas Þórir og Graham Smith leika fyrir áhorf- endur, fyrir leikinn og í leikhléi. Forsala aðgöngumiða hófst í gær við verslunina Cesar og verður á sama stað í dag frá kl. 14.00. Að sögn norðanmanna er mjög mikill áhugi á leiknum í bænum og nærliggjandi sveitum, þannig að búast má við fjöl- menni á vellinum í kvöld. — SH. • Arnór Guðjóhnsen. Hann leikur ásamt George Best með liði KA gegn Manchester United í kvöld. Stuðmenn Vals til Isaf jarðar Á laugardaginn kemur, þann 7. ágúst á Valur leik viö ÍBÍ á ísafiröi í hinni geysihöröu 1. deildar keppni sumarsins. Stuömenn Vals beita sér fyrir hópferö á leikinn. Lagt veröur upp frá afgreiöslu Flugleiöa á Reykjavíkurflugvelli kl. 12.30 en leikurinn hefst kl. 14. Flogiö veröur til baka strax aö leik loknum. Verö báöar leiöir alls kr. 590. Þátttakendur láti skrá sig hjá Flugleiöum í síma 26622 sem allra fyrst. Stuömenn Vals eru hvattir til aö fjölmenna og taka þannig þátt í hinni tvísýnu baráttu, undir kjörorö- inu: Vinnum sigra — og líka stig! Stuömenn Vals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.