Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 og bauð okkur velkomin. Okkur var boðið niður í lúkar þar sem við þáð- um kaffi og íslenskt vínarbrauð. í lúkarnum hittum við fyrir Signe Ehrhardt og ég byrjaði á að spyrja hana af hverju væru ekki fleiri kon- ur með í ferðinni. Hún svaraði að bragði: „Konur eru almennt hrædd- ar við að sigla svona langt, ég var sú eina sem þorði." Því næst spurðum við hvernig ferðin hefði gengið. Skipstjórinn varð fyrir svörum, og tjáði okkur að hún hefði gengið afbragðs vel. Þau hefðu fengið góðan byr alla leiðina. Lagt hefði verið af stað frá Kaup- mannahöfn fyrir 12 dögum og siglt til Breiðdalsvíkur. Þar hefði verið þoka þegar þau sigldu inn á höfnina en síðan glaðnað til og sólin hefði skinið í allri sinni dýrð á staðinn. Ekki hefði verið hægt að stoppa nema til að taka vistir á Breiðdals- „Konur almennt hrædd- ar að sigla svona langt, ég var sú eina sem þorðiu KYKIR skömmu kom til Reykjavík ur þýska skútan Hasko. Þetta er stálskúta smíðuð í Hollandi 1974. Ilún er l&A m á lengd og 4'A m á breidd og rúmar 6 manna áhöfn. Hasko er skráð í Diisseldorf en gerð út frá Kaupmannahöfn og siglir und- ir fána Konunglega danska siglinga- klúbhsins. IJm borð í þessari Is- landssiglingu er 4 manna áhöfn. Jochen Hans bankastjóri Commerci- albank í Þýskalandi, Peter Klochner og Wolfgang Laerman, en þeir eru þekktir verksmiðjueigendur í Þýska- landi. Laerman er skipstjóri skút- unnar og kokkur. Auk þeirra er um borð Signe Ehrhardt kennari en hún er gift fyrrverandi formanni Kon- unglega danska siglingaklúbbsins. Við fórum um borð í Hasko þar sem hún lá í Reykjavíkurhöfn og spjölluðum við áhöfn skútunnar. Laerman skipstjóri tók á móti okkur Signe Ehrhardt og Laerman skipstjóri í lúkarnum. Áhöfnin uppi á dekki talið frá vinstri: Peter Klochner, Laerman skipstjóri, Signe Ehrhardt og Jochen Hans. Hasko i Keykjavikurhotn. vík, en þaðan hefðu þau siglt til Húsavíkur og dvalið þar í tvo daga. Þar hefðu þau tekið bíl á leigu og ekið m.a. til Akureyrar og Mývatns. Næst hefðu þau siglt til ísafjarðar. Það hefði verið ógleymanlegt að sigla eftir firðinum, sólin hefði verið að setjast. Það hefði virst eins og fjöllin yrðu kynngimögnuð og þeim hefði fundist þau fyllast dulúð. Frá ísafirði hefði leiðin legið til Reykja- víkur og héðan færu þau til Vest- mannaeyja. Við spurðum skipstjórann af hverju Islandssigling hefði orðið fyrir valinu. Hann sagðist hafa komið hingað fyrir 10 árum og orðið heillaður af landi og þjóð. Sig hefði síðan alltaf langað að koma aftur og í ár hefði hann fengið tækifæri til þess. ísland væri draumaland allra þeirra sem hefðu siglingar að áhugamáli, umhverfið og hafið væri svo stórkostlegt. Hins vegar hefði veðrið ekki verið uppá það besta þegar hann kom hingað síðast og Fyrirlestri aflýst vegna veikinda ÁUIJK auglýstum fyrirlestri á vegum Geðhjálpar, sem vera átti 5. ágúst, hcfur veriö aflýst. Ástæðan er sú, að fyrirlesar- inn, Judi Chamberlain, veiktist í Hollandi og gat því ekki orðið af íslandsferö hennar. Mótmæla af- greiðslu Alþingis Á sumarráðstefnu SÍNE, sem haldin var þann 24. júlí 1982, voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktar samhljóða. „Sumarráðstefna SÍNE harmar að Alþingi afgreiddi i vor sem leið frumvarp um námslán og styrki, án þess að taka tillit til þeirra atriða sem komu fram í greinargerð SÍNE og BISN um endurgreiðslukafla frumvarpsins. Sumarráðstefna SÍNE vill vekja athygli á og mótmæla því þjóðarmorði sem ríkisstjórn Israel stendur nú fyrir í Líb- anon. Ennfremur vill sumarráð- stefna SÍNE taka heilshugar undir kröfu friðarhreyfinga um atgera kjarnorkuafvopnun." Frétt frá SÍNE Léleg veiði í Svartá: Mikið vatn í Blöndu veldur litlum laxagöngum í Svartá ÖRFÁIK LAXAR hafa veiðst í Svartá í Húnavatnssýslu þaö sem af er sumri og er talið að mikið vatns- magn í Blöndu valdi því, en Svartá rennur í Blöndu, svo sem kunnugt cr. I samtali við Morgunblaðið sagði Jón Steinar Gunniaugsson lögfræðingur, en hann hefur Svartá á leigu ásamt fleirum, að ef skoðaðar væru veiðiskýrslur frá Svartá og Blöndu, þá virtist vera fylgni á milli góðrar veiði í Blöndu og lélegrar í Svartá og öfugt. Sagðist Jón Steinar telja.að þetta stafaði af því, og það hefði komið fram í sumar, að ofan við veiði- svæðið í Blöndu væru miklar flúð- ir í ánni sem laxinn ætti erfitt með að ganga, þegar mikið vatn væri. Þar hefði verið settur laxa- stigi í ána til að auðvelda laxinum göngu, en stundum hefði komið í ljós, m.a. í sumar, að laxinn fyndi ekki leið sína upp í Svartá. Þessa hefði orðið vart við rannsóknir á laxagöngum, sem gerðar væru vegna fyrirhugaðrar virkjunar Blöndu. Þær færu þannig fram að kistu væri komið fyrir í laxastig- anum þar sem laxinn væri merkt- ur. Síðan fengist vitneskja um göngur fisksins upp í Svartá, þeg- ar laxar væru taldir upp úr ann- arri laxakistu sem væri neðarlega í Svartá. Þannig kæmi í ljós hvað mikið skilaði sér af merktu löxun- um upp í Svartá og einnig hvað margir fiskar færu framhjá stig- anum og upp sjálfar flúðirnar. „I sumar hefur það komið í ljós að laxinn gengur í stigann næst- um því aðeins þá daga sem vatnsstaða er lág í Blöndu og vatnið tiltölulega tært. Þegar vatnið er mikið og skítugt virðist laxinn ekki komast í stigann og ekki upp flúðirnar. Ástandið hefur verið þannig nær allan júlímánuð að mikið vatn hefur verið í Blöndu og það hefur haft þær afleiðingar að laxinn hefur ekki gengið upp í Svartá, en veiði er mikil í Blöndu," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson. Jón Steinar sagði hugsanlegt að ástandið myndi batna þegar á liði, en hins vegar væri Ijóst að mun færri fiskar myndu ganga í Svartá en ella hefði orðið, vegna veiða þeirra sem stundaðar væru í Blöndu. Eina leiðin til úrbóta væri líklegast sú að bæta laxastigann, þannig að laxinn ætti auðveldara með að ganga þar upp. Portúgak Enn koma í ljós flokkun- armistök á saltfiskinum ENN hafa komið í Ijós flokkunar- gallar á íslenzkum saltfiski, sem scldur hefur verið til Portúgal. Þeg- ar verið var að skipa upp 800 tonn- um af íslenzkum saltfiski í Portúgal í síðustu viku komu í Ijós flokkun- argallar svipaðir þeim og voru á Vestmannaeyjasaltfiski fyrr í sumar, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunhlaðið hefur aflað sér. eru flokkunarmistökin nú ekki eins mikil og þá. Einar M. Jóhannsson eftirlits- maður Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda og Njáll Mýrdal frá Framleiðslueftirliti sjávarafurða fóru strax til Portúgal þegar Portúgalir sendu kvörtun vegna fisksins og hafa þeir staðfest að kvartanir Portúgalanna eiga við rök að styðjast. Þau 800 tonn af fiski, sem nú þarf að endurmeta í gæðaflokka í Portúgal eru frá Akranesi, Þor- lákshöfn, Reykjavík og Suðurnesj- um. Valgarð J. Ólafsson fram- kvæmdastjóri SÍF sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki væri vitað hvað farið hefði úr- skeiðis við gæðaflokkunina á þess- um fiski, en allir væru nú sam- mála um að eitthvað yrði að gera, til að bæta gæðaflokkunina, þann- ig að svona mál kæmu ekki upp á ný. Sagði Valgarð að endurflokkun á fiskinum gengi mjög vel og eng- inn ágreiningur væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.