Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Nýjar útflutnings- lánareglur í gagnið OECD-ríkin hafa nýverið komið sér saman um samræmd vaxtakjör og lánstíma vegna útflutningslána. Felst í þessu nýja samkomulagi nokkur vaxtahækkun og mun þetta fyrirkomulag gilda til maímánaðar á næsta ári. Lántakendum er skipt í þrennt, tiltöluiega ríkar þjóðir, meðalrík- ar þjóðir og tiltölulega fátækar þjóðir. Ef tiltölulega ríkar þjóðir taka lán til 2—5 ára skulu þær greiða 12,15% vexti, en greiddu áður 11%. Meðalríkar þjóðir eiga að greiða 10,85% vexti, en greiddu 10.50% áður. Tiltölulega fátækar þjóðir greiða síðan 10% vexti, en það er sama hlutfall og áður. Ef lánstíminn er 5 ár eða lengri greiða tiltölulega ríkar þjóðir 12,40% vexti, en greiddu áður 11,25%. Meðalríkar þjóðir greiða 11,35% og er það sama hlutfall og áður og tiltölulega fátækar þjóðir greiða 10% og er það ennfremur sama hlutfall og áður. Þess má geta, að hámarksláns- tími tiltöiulega ríkrar þjóða er 5 ár, þeirra meðalríku er 8,5 ár og lánstíminn hjá tiltölulega fátæk- um þjóðum er 10 ár. Löngum hafa ýmis lönd tengt aðstoð við þróunarlöndin útflutn- ingslánafyrirgreiðslunni og á þann hátt hafa vextir af lánum oft orðið mjög lágir. I nýja samkomu- laginu felst, að aðstoð við þróun- arlönd megi vera 20% eða minna af útflutningslánafyrirgreiðslu í heild hverju sinni. Fari aðstoðin fram yfir það mark, verða stjórn- völd viðkomandi ríkja, að „að- vara“ önnur OECD-ríki um þetta frávik frá reglunum. I fréttabréfi Landssambands iðnaðarmanna, þar sem fjallað er um þessi mál segir, að þrátt fyrir þessar samræmdu reglur virðist, sem einstakir sjóðir ákveðinna greina í ýmsum ríkjum geti boðið lánafyrirgreiðslu með útflutnings- framleiðslu á hagstæðari kjörum en að ofan greinir. Nægi í því sam- bandi að nefna lánafyrirgreiðslu, sem sumar erlendar skipasmíða- stöðvar bjóði viðsemjendum sín- um. Almennur verkefnaskort- ur í verktakastarfsemi KÖNNIIN I>andsambands iðnaó- armanna á byggingarstarfsemi á fyrsta ársfjóróungi þessa árs bendir til þess, að atvinnuástand í bygg- ingariónaói hafi á þessum tíma verið gott og talsvert fleiri hafi verió starf- andi í iónaðinum, en á sama tíma undanfarin tvö ár. Þess ber þó að geta að svör byggingarfyrirtækja á Noróurlandi benda eindregió til þess, aó þar hafi byggingarstarfsemi dregizt verulega saman, enda stefnir í atvinnuleysi fjölda byggingar- manna þar næsta vetur. Ef litið er á allar greinar bygg- ingariðnaðarins, töldu fyrirtæki með 31% mannaflans að starf- semin hefði dregizt saman frá fjórða ársfjórðungi 1981, vægi þeirra sem töldu starfsemina hafa aukizt var um 10%, en flestir, eða um 59% töldu, að litlar breytingar hefðu átt sér stað frá fjórða árs- fjórðungi 1981. Landsbanki Islands: Hagnaður liðlega 25,6 milhonir króna í fyrra Eiginfjárhlutfall lækkaði Heildarinnlán jukust um 71% Heildarútlán jukust um 76% HAGNAÐUK af rekstri Landsbanka Islands á síóasta ári varó 25.646 þús- und krónur, en 27.838 þúsund krón- ur árió 1980. Hafói þá verið tekió tillit til 57.621 þúsund króna gjald- færslu vegna verðbreytinga. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkom- inni ársskýrslu hankans fyrir árió 1981. Aukning eigin fjár bankans varð 122.344 þúsund krónur, en í árslok nam eigið fé Landsbanka Islands 315.232 þúsund krónum og jafngildir það um 13,6% af heild- arinnlánum, en til samanburðar má geta þess, að þetta hlutfall var 14,3% í árslok 1980. Eigið fé var um 6,1% af niðurstöðutölum efna- hagsreiknings, en þetta hlutfall var 6,3% árið 1980. Oft er vísað til þessara mæli- kvarða, þegar bolmagn eða tapþol banka er metið. Þriðji mælikvarð- inn er e.t.v. marktækastur, en það er hlutfall eigin fjár af skuldbind- ingum bankans. Er þá átt við heildarskuldir án eigin fjár en að meðtöldum ábyrgðum utan efna- hags. Þetta hlutfall var 5,3% í árslok 1981, en til samanburðar var það 5,9% í árslok 1980. Heildarinnlán bankans jukust um 71% á síðasta ári, samanborið við 65% á árinu 1980, en til heild- arinnlána teljast spariinnlán, veltiinnlán og innlán á gjaldeyr- isreikningum. í árslok voru heild- arinnlán bankans 2.312 milljónir króna og skiptust þannig, að 1.710 milljónir króna voru spariinnlán, 492 milljónir króna veltiinnlán og 110 milljónir á gjaldeyrisreikning- um. Aukning spariinnlána varð 731 milljón króna, eða 75% samanbor- ið við 63% árið á undan. Aukning veltiinnlána varð 173 milljónir 1980. Hins vegar ef miðað er við almenn útlán hækkaði hlutfallið í 37,1% úr 35,6%. I ársskýrslunni segir, að athygl- isvert sé og jafnframt áhyggjuefni hve miklar byrðar bankinn hefur þurft að axla í fjármögnun helztu útflutningsatvinnugreina þjóðar- innar. Ef litið er áratug aftur í tímann, eða til ársloka 1971, má sjá að Landsbankinn annaðist þá um 55% af heildarútlánum inn- lánsstofnana til sjávarútvegs, en um síðustu áramót sá Landsbank- inn um rúmlega 72% þessara út- lána. í byrjun ársins 1981 var lausa- fjárstaða Landsbankans um 113 milljónir króna, sem jafngilti þá rúmlega 8% af heildarinnlánum. Á árinu lækkaði lausafjárstaðan um 75 milljónir króna og var því um 38 milljónir í árslok, sem er óviðunandi staða. % M t andsbanki 100 IAonr v»osKipiaDar>Kaf og spar«|00ir OOwöank* l^nd.sbankinn og aðrir. króna árið 1981, eða 54% saman- borið við 61% árið 1980. Innistæð- ur á gjaldeyrisreikningum tvö- földuðust á liðnu ári og námu í árslok 110 milljónum króna, eða 5% af heildarinnlánum bankans. Aukning heildarútlána Lands- bankans var 1.144 milljónir króna árið 1981, eða 76% samanborið við 58% árið 1980, en þegar rætt er um heildarútlán bankans er átt við almenn útlán, að viðbættum afurða- og rekstrarlánum, sem endurseld eru Seðlabankanum. Endurlánað erlent lánsfé er hins vegar ekki talið með í heildarút- lánum bankans. Vegna yfirtöku útlána hækkaði hlutdeild Landsbankans í heildar- útlánum innlánsstofnana í árslok 1981 í 43,3%, en var 42,8% árið Svör þátttakenda benda til þess, að starfsemin á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs hafi verið ívið minni en á sama tíma í fyrra. Er vægi þeirra, sem sýndu minnkun umfram þá, sem sýndu aukningu, um 13% mannafla þátttakenda. Þessu ber hins vegar ekki saman við upplýsingar úr könnuninni um mannafla í byggingariðnaði, sem sýnir, að í lok marzmánaðar sl. hafi starfsmenn í byggingariðnaði verið um 500 fleiri, en á sama tíma í fyrra. Reynslan hefur sýnt, að síðarnefndi mælikvarðinn er ná- kvæmari. Að svo miklu leyti sem breytingar hafa orðið á umfangi starfseminnar miðað við sama tíma í fyrra, er því talið líkiegt, að fremur hafi verið um aukningu en samdrátt að ræða. Sé litið á allar greinar bygg- ingariðnaðarins, töldu fyrirtæki með 45% mannaflans, að starf- semin á öðrum ársfjórðungi yrði meiri en á næsta ársfjórðungi á undan, fyrirtæki með 49% mann- aflans áttu von á óbreyttri starf- semi, en vægi þeirra sem bjuggust við samdrætti er 6%. Þess má geta, að á sama tíma undanfarin ár hefur vægi þeirra, sem vænst hafa aukningar, yfir- leitt verið 65—70%. Virðist því hafa gætt nokkurra svartsýni um verkefni í sumar, einkanlega í verktakastarfsemi. Auk þess er skýringin á því, hve lítillar aukn- ingar var vænst, sennilega að hiuta fólgin í því, hve umsvif við byggingarstarfsemi voru þegar orðin mikil við lok marzmánaðar. Um fyrirliggjandi verkefni töldu fyrirtæki með 40% mann- aflans þau vera of fá, um 49% töldu þau hæfileg og 11% töldu verkefni vera of mörg. Samkvæmt þessu var um talsvert almennan verkefnaskort að ræða, einkum í verktakastarfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.