Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
Ró og spekt á Hjalteyri
Ekki hefur alltaf verið jafn rólegt á Hjalteyri við Eyjafjörð, eins og er þessi mynd var tekin. Maðurinn á
myndinni tekur lífinu með stóískri ró og ekki virðast hænurnar heldur vera aðsópsmiklar.
I.jósmynd: Snorri Snorraaon.
Næturfundur BSRB um
skerðingu á vísitölu
Sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar BSRB stóð enn
yfir um miðnætti í nótt er Morgunblaðið fór í prentun. Til umræðu á
fundinum var staða mála í samningum RSRB við fjármálaráðuneytið,
einkum í Ijósi síðustu fregna um að til umræðu sé í ríkisstjórninni að
skerða vísitölubætur á laun opinberra starfsmanna 1. september til jafns
við aðildarfélög innan ASÍ.
í gær var haldinn „samninga-
fundur" BSRB og fjármálaráðu-
neytisins, en honum lauk án þess
að aðilar ræddust við, vegna þess
að í gærmorgun hafði Ragnar
Arnalds fjármálaráðherra til-
kynnt fulltrúum BSRB fyrr-
nefndar hugmyndir ríkisstjórn-
arinnar. Vildu BSRB-menn þá fá
tækifæri til að ræða hina nýju
stöðu í sínum hópi áður en til
samningafunda yrði gengið. Um
miðnætti í nótt voru enn margir
á mælendaskrá á BSRB-fundin-
um að sögn Haraldar Stein-
þórssonar framkvæmdastjóra
bandalagsins, en fundinn sátu
milli 50 og 60 manns. Bjóst hann
allt eins við því að um málin yrði
fjallað í nefndum og að fundur-
inn stæði langt fram á nótt, og
ekki var ljóst hvort einhver
ályktun yrði samþykkt.
Um hljóðið í mönnum eftir
síðustu tíðindi kvaðst Haraldur
lítið vilja segja, né heldur segja
sitt álit á málinu fyrr en að lokn-
um fundi. Hann sagði þó að ýmis
sjónarmið hefðu komið fram, og
sumir hefðu lýst því yfir að þeir
væru hættir að verða hissa á að-
gerðum stjórnvalda og því
þyrftu fréttir um skerta vísitölu
ekki að koma á óvart.
Jámblendiverksmiðjan:
Lokun annars ofns-
ins kemur
Lokun annars ofns Járnblendi-
verksmiðjunnar á Grundartanga
kann að verða ein af þeim ráðstöfun-
um, sem gripið verður til, fari ástand
og horfur á kísilmálmmörkuöum
ekki að batna. Jón Sigurðsson, for-
stjóri Járnblendiverksmiðjunnar,
sagði í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins í gær að enn væri þó ekki
búið að taka neinar ákvarðanir i
þessa átt, en í lok þessa mánaðar
myndu málin væntanlega skýrast.
Að sögn Jóns er það bæði spurn-
ing um fjárhagslegu hlið málsins,
hve lengi er unnt að safna birgð-
um án þess að þær séu fluttar út,
og einnig er geymslurými tak-
til greina
markað, þannig að verði verulegur
dráttur á afskipunum getur komið
til samdráttar í framleiðslu vegna
plássleysis.
Ekki mun koma til uppsagna
fastráðins starfsfólks á Grundar-
tanga, þótt af lokun annars
ofnsins verði að sögn Jóns. Margt
sumarfólk er við störf í verksmiðj-
unni, auk lausráðinna starfs-
manna. Margir hætta í haust, og
þá verður ekki þörf á uppsögnum
hinna fastráðnu. Vangaveltur um
þessi atriði sagði Jón hins vegar
ekki tímabærar ennþá, en málin
myndu skýrast í lok ágúst sem
fyrr segir.
Jassútsetning þjóðsöngsins:
Beðið eftir Birgi
„Það er nú beðið eftir því að Birgir
Thorlacius ráðuneytisstjóri komi
heim frá Mexikó, málið liggur hjá
honum til úrskurðar eða til að verða
lagt fyrir ráðherra," sagöi Kristinn
Hallsson í menntamálaráðuneytinu i
samtali viö blaðamann Morgunblaðs-
ins í gær. Kristinn var spurður hvað
væri að frétta af hugsanlegum að-
gerðum ráðuneytisins vegna nýstár-
legrar útsetningar á þjóðsöngnum í
nýrri kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar.
Eins og áður hefur komið fram í
fréttum óskaði menntamálaráðu-
neytið umsagnar forsætisráðuneyt-
isins vegna þessa máls. Skoðaði að-
stoðarmaður forsætisráðherra
kvikmyndina og kvaðst ekkert hafa
að athuga við notkun þjóðsöngsins
í tveimur atriðum myndarinnar.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur forsætisráðuneytið
hins vegar ekki með þetta mál að
gera. Afskiptum ráðuneytisins af
þjóðsöngnum lauk í raun árið 1978,
en þá voru liðin 50 ár frá andláti
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
tónskálds, er samdi lagið. Eftir
fimmtíu ár frá andláti höfundar
fer menntamálaráðuneytið með
eftirlit með notkun á listaverkum
látinna manna, en eiginlegur höf-
undarréttur fellur jafnframt niður.
Skákmótið í Noregi:
Helgi og Karl
með 2 vinninga
Furstahjónin af Monaco
koma hingað á laugardag
KRANSKA skemmtiferðaskipið
Mermoz er væntanlegt hingað á
laugardagsmorgunmn kemur með
550 farþega innanborðs, þeirra á
meðal furstahjónin af Monaco,
Rainier fursta og Grace furstaynju.
Kinnig eru líkur á að sonur þeirra,
Albert, og önnur dóttir þeirra verði í
för með þeim. Þau munu dveljast
hér í þá tvo daga sem skipið stendur
við, en áætlað er að það fari klukkan
6 á sunnudagskvöldið. Fyrirhugað er
að furstahjónin og fylgdarlið fari í
útsýnisflug til Grænlands og einnig
er gert ráð fyrir að þau fari í ferð
austur í sveitir, en hér er um einka-
heimsókn að ræða.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað sér,
Ráðist á lög-
reglumann
RÁÐIST VAR á lögreglumann fyrir
untan skemmtistaðinn Hollywood á
sunnudagskvöld og slapp hann með
minniháttar meiðsl.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá lögreglunni í
Reykjavík var lögreglumaðurinn
ekki í starfi. Hann hefur starfað í
fikniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík, en vinnur nú í Rannsókn-
arlögreglu ríkisins. Maðurinn sem
réðst á lögreglumanninn hefur nokk-
uð komið við sögu fíkniefnadeildar-
innar og er talið að árásin á
lögreglumanninn sé í tengslum við
þau samskipti.
Hann er í gæsiuvarðhaldi.
er það heimskautanefnd Vísinda-
miðstöðvar Monaco (Centre
Scientifique de Monaco), sem hef-
ur forgöngu um ferðina, en Raini-
er fursti stofnaði Vísindamiðstöð-
ina 1960. Formaður þessarar
nefndar er prófessor Lois Rey, en
hann hefur gefið út bók um Græn-
land, sem hlaut verðlaun frönsku
akademíunnar. Þetta er alþjóðleg
nefnd, sem í eiga sæti vísinda-
menn frá til dæmis Canada og
Norðurlöndunum. Dr. Sturla
Friðriksson erfðafræðingur er
meðlimur þessarar nefndar.
Franska skemmtiferðaskipið
Mermoz er á siglingu um Norður-
höf. Undanfarið hefur það verið á
siglingu meðfram ströndum Nor-
egs. Þetta er fjórða árið sem skip-
ið kemur hingað til lands. Allt í
allt mun ferð þess um norðurslóð-
ir taka 17 daga. Héðan fer skipið
aftur til Frakklands.
Þrjár umferðir hafa nú verið tefld-
ar á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal
í Noregi, en meðal keppenda eru fjór-
ir fslendingar, þeir Karl Þorsteins,
Jón L. Árnason, Klvar Guðmundsson
og Helgi Ólafsson. Mótið hófst á
laugardag, og er teflt á hverjum degi
út mótið. Teflt er eftir norræna kerf-
inu, samtals níu umferðir. Kftir þrjár
umferðir er Norðmaðurinn Delange
efstur með 3 vinninga. Hefur árangur
hans komið á óvart á mótinu, þar sem
hann er titillaus og neðstur þátttak-
enda að stigum.
Karl Þorsteins hefur hlotið 2
vinninga úr fyrstu þremur umferð-
unum. Hann vann Popowych frá
Bandaríkjunum í gær, en gerði
jafntefli í tveimur fyrstu umferð-
unum. Jón L. gerði í gær jafntefli
við Forintos frá Ungverjalandi, sitt
annað jafntefli. Er hann með einn
vinning og jafnteflislega biðskák.
Elvar er með einn vinning, vann
óþekktan Norðmann í gær en tap-
aði tveim fyrstu skákum sínum.
Helgi er með tvo vinninga, vann
Berger frá Bandaríkjunum og hef-
ur gert tvö jafntefli.
Mjög margir þátttakendur eru á
mótinu, sem er haldið við mjög
góðar aðstæður á háfjallahóteli í
Gausdal í Guðbrandsdal í Noregi.
Meðal þátttakenda eru sex stór-
meistarar, þeir Westeriinen og
Rantanen frá Finnlandi, Forintos
frá Ungverjalandi, Cirik frá Júgó-
slavíu og Shankowich og Benker
frá Bandaríkjunum. Þá eru 20 al-
þjóðlegir skákmeistarar á mótinu
og milli 20 og 30 titillausir skák-
menn.
Hef ekki útnefnt Ólaf Ragn-
ar sem blaðafulltrúa minn
— segir Eggert Haukdal um frétt DV í gær
í Dagblaðinu og Vísi í gær er
haft eftir Olafi Ragnari Grímssyni,
formanni þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, að Kggert Haukdal alþing-
ismaður hafi lýst því yfir að hann
styðji ríkisstjórnina og muni styðja
þau bráðabirgðalög er hún setur.
Kveðst Olafur Ragnar hafa þessar
upplýsingar frá ráðherrum sjálf-
stæðismanna í rikisstjórninni. Um
það leyti sem undirritaður var
samningur um efnahagsmál við
Sovétríkin, ritaði Kggert forsætis-
ráðherra bréf, þar sem hann sagði
óvíst um áframhaldandi stuðning
sinn við ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsens.
í tilefni þessarar fréttar DV
hafði fréttastofa Ríkisútvarps-
ins viðtal við Eggert Haukdal í
kvöldfréttatíma í gærkvöldi.
Hann sagði, er hann var spurður
um frétt blaðsins: „Ég vil í
fyrsta lagi segja, að ég hef
hvorki fyrr né síðar útnefnt ólaf
Ragnar Grímsson né neinn ann;
an sem blaðafulltrúa minn. í
öðru lagi vil ég segja að ég skrifa
ekki uppá óútfylltan víxil og því
er þessi frétt algjörlega úr lausu
lofti gripin. í þriðja lagi vildi ég
segja, að væri ekki mál fyrir
Ólaf Ragnar Grímsson og hans
flokk, að fara að upplýsa um úr-
ræði sín, samstöðu innan síns
eigin flokks í efnahagsmálum, og
láta þar við sitja?"
Spurning fréttamanns:
„Hvernig getur þá, Eggert, að
þínum dómi staðið á þessari
frétt í DV?“
„Er ekki Ólafur Ragnar
Grímsson að reyna með þessu að
breiða yfir úrræðaleysi og
ósamstöðu í eigin liði? Hann
lætur Dagblaðið hafa eftir sér
tilhæfulausa frétt, í von um að
viðbrögð mín verði þess eðlis að
hann og hans menn geti notað
þau sem átyllu til stjórnarslita.
Það sé sem sagt enginn meiri-
hluti til. En væri ekki rétt að
kommarnir færu að sýna sín úr-
ræði?“
Spurning fréttamanns: „En
hvernig er þessu þá háttað, Egg-
ert Haukdal: Styður þú stjórnina
ennþá eða styðurðu hana ekki?“
„Úm þetta mál hef ég ekkert
meira að segja að sinni,“ sagði
Eggert Haukdal að lokum.