Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 23 VALUR vann stórsijfur á ÍBÍ, er liðin mættust i 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu á ísafjarðarvelli um helgina. Lokatölur leiksins urðu 4—1 fyrir Val eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 2—1. Voru úrslit þessi sanngjörn miðað við gang leiksins, Valsmenn nýttu vel margar veilur í vörn ÍBÍ, sem sýndi siðan ekki nægilega heilsteyptan leik til að ógna Reykjavíkurliðinu. Valsmenn fengu sannkallaða óskabyrjun, þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og vörn IBI virk- aði ákaflega hikandi og illa með á nótunum. Eftir átta mínútna leik var staðan orðin 2—0, drauma- byrjun Vals. Valsmenn skoruðu reyndar bæði mörkin með mínútu millibili. Það fyrra kom á 7. mín- útu, Valur Valsson sendi vel fyrir mark ÍBÍ og þar var Ingi Björn Albertsson gersamlega óvaldaður og hann skoraði örugglega. Isfirð- ingar hófu leikinn á ný, en vart var mínúta liðin er Valsmenn sóttu aftur að þeim. Þeir fengu hornspyrnu sem gaf af sér aðra hornspyrnu og þegar knötturinn barst fyrir markið frá hægri tók Valur Valsson við honum og skor- aði fallegt mark með góðu skoti, 2—0. ísfirðingarnir tóku nokkuð við sér er í óefni var komið með þess- um hætti. Það var sótt á báða bóga, en á 22. mínútu leiksins minnkaði heimaliðið muninn. ÍBÍ fékk þá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals og sendi Jón Oddsson þá góða sendingu til Gústafs Baldvinssonar sem skall- aði laglega í netið. Það færðist mikið fjör og harka í leikinn við atburð þennan, en Eysteinn dóm- ari Guðmundsson liafði góð tök á hlutunum. Heimaliðið var ívið ágengara til leikhlés og Ámundi Sigmundsson var til að mynda næstum búinn að skora með stór- fallegu langskoti, en knötturinn fór hárfínt fram hjá. Það var á 27. mínútu, en sex mínútum síðar bjargaði Brynjar markvörður Vals tvívegis iaglega eftir hornspyrnur ÍBÍ. Strax á 2. mínútu síðari hálf- leiksins átti Gústaf Baldvinsson þrumuskalla í vinkilinn á Vals- markinu eftir hornspyrnu, en segja má að það hafi verið síðustu fjörbrot ÍBÍ, því nokkru síðar, eða á 63. mínútu, skoraði Dýri Guð- mundsson þriðja mark Vals með skalla eftir hornspyrnu. Valsmenn gerðu út um leikinn með þessu marki, því lið ÍBÍ náði sér aldrei á strik eftir það þó svo að nokkrir leikmenn liðsins berðust áfram vel. Fjórum mínútum fyrir leiks- lok innsiglaði svo Jón Gunnar Bergs sigurinn enn frekar eftir enn ein mistökin í vörn ÍBÍ. í heild séð var um fjörugan leik að ræða. Bestir hjá ÍBÍ voru Gunnar Guðmundsson og Gústaf Baldvinsson, en Hilmar Sig- hvatsson áberandi besti maður Vals. Þorgrímur Þráinsson fékk það hlutverk að halda Jóni Oddssyni í skefjum og gerði hann það mjög vel og var mesti brodd- Staöan w I 1. deild Staðan í 1 . deild er nú þessi J Víkingur 12 5 6 1 20- 14 16 ÍBV 12 6 2 4 15- 11 14 KR 12 3 8 2 9- 10 14 Valur 14 5 3 6 15- 13 13 KA 14 4 5 5 12- 1.1 13 UBK 14 5 3 6 14- 17 13 ÍBK 13 5 3 5 12- 15 13 Fram 13 3 6 4 14- 13 12 ÍA 13 4 4 5 14- 15 12 ÍBÍ 14 4 4 6 19- 23 12 Viljiröu ná árangri, velurðu Ping IBI: VALUR IMEW KARSTEIM II WOODS NEW KARSTEN IV IRONS Sverrir tryggði Fram ann- að stigið a síðustu stundu luiiET* . . cMmeriókcL" Tunguhálsl 11, R. Síml 82700 urinn þar með úr framlínu ÍBÍ. Þá átti Valur Valsson ágætan leik. í stuttu máli: ísafjarðarvöllur, 1. deild: ÍBÍ-Valur 1-4 (1-2) Mark ÍBÍ: Gústaf Baldvinsson á 22. mín. Mörk Vals: Ingi Björn Alberts- son á 7. mínútu, Valur Valsson á 8. mínútu, Dýri Guðmundsson á 63. mínútu og Jón Gunnar Bergs á 86. mínútu. Áminningar: Úlfar Hróarsson Val. Áhorfendur: Um 600. Dómari: Eysteinn Guðmunds- son. Jens/gg. Fram : 0*0 ÍA sendingu Sigurðar Jónssonar og síðan hafnaði firnafast skot Kristjáns Olgeirssonar í hliðar- netinu eftir sendingu Árna Sveinssonar. Árni fékk boltann beint eftir útspark Framara, ein af mörgum mistökum slakrar varnar Fram í leiknum. Sigþór var aftur á ferðinni stuttu síðar er hann náði boltan- um af Þorsteini Þorsteinssyni inni í teig og átti bara Guðmund eftir. Markmaðurinn sá þó við honum og varði. Er líða tók á hálfleikinn lifnuðu Framarar við. Davíð varði vel frá Halldóri Arasyni stuttu áður en Viðar Þorkelsson minnkaði mun- inn fyrir Fram með gullfallegu marki. Hár bolti kom inn í teiginn, Marteinn skallaði til Viðars á markteignum og hann kastaði sér fram og tók boltann á lofti. Þrumuskot hans fór neðst í blá- hornið og Davíð fékk ekkert að gert. Var þetta um átta mín. fyrir leikslok og síðan jafnaði Sverrir í lokin eins og áður var sagt frá. Liðin Eins og áður sagði voru Skaga- menn betra liðið í leiknum. Þeir voru mun ákveðnari og spiluðu betur. Vörnin komst ágætlega frá sínu, sérstaklega miðverðirnir Sigurður Lárusson og Jón Gunn- laugsson, en þess ber þó að gæta að framherjar Fram-liðsins voru mjög daufir. Miðjumennirnir skil- uðu sínum hlutverkum einnig ágætlega og var Kristján Olgeirs- son þar í aöalhlutverki, mjög dug- legur leikmaður og vel spilandi. Framarar voru heppnir að ná jafntefli í þessum leik. Þeir hefðu átt skilið að skora eitt mark í fyrri hálfleiknum, en andstæðingarnir hefðu líka átt að geta skorað enn fleiri mörk en þeir gerðu. Vörn liðsins var mjög slök og hræðiiega óörugg á köflum. Aðeins Sverrir Einarsson virkaði sannfærandi. í stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild Fram—ÍA 2:2 (0:1) Mörk Fram: Viðar Þorkelsson á 83. mín. og Sverrir Einarsson á 90. mín. Mörk ÍA: Sigurður Lárusson á 34. mín. og Kristján Olgeirsson á 45. mín. Gult spjald: Sverrir Einarsson fyrir brot. Dómari: Þorvarður Björnsson Áhorfendur: 873 - SH. í All Ping Golf Clubs have the NEW Ping shaft, with lighter swing weight for faster swing. Eigum fyrirliggjandi: Ping hálf kvennasett. Ping golfsett Ping puttera Ping tré 4-5-6-7 Ping bolta kr. 23,00 Ping poka kr. 1500,00 • Guðjón Þórdarson, bakvörður ÍA, á hér skot að marki Fram en til varnar er Sverrir Einarsson. í baksýn má sjá Sigurð Jónsson ÍA og Viðar Þorkelsson Fram. Ljósmynd Kristján Einarsson. MARK Sverris Einarssonar, aðeins hálfri mínútu fyrir leikslok, tryggði Fram jafntefli, 2:2, gegn ÍA í 1. deildinni á aðalleikvanginum í Laugardal á sunnudagskvöldið. Hann renndi knettinum í netið af stuttu færi eftir að Akurnesingum hafði mistekist að hreinsa frá eftir hornspyrnu. Skagamenn voru því aðeins nokkrum augnablikum frá sigri í leiknum og sigur þeirra hefði verið fyllilega sanngjarn. Þeir voru ákveðnari mest allan leikinn, ávallt fljótari á boltann og það spil sem sást var að mest leyti frá þeim. Leikurinn í heild var hins vegar ekki neitt sérstaklega vel leikinn en engu að síður komu mörg spennandi augnablik upp við mörkin. Siggi Lár skorar Eftir rúmlega hálftíma leik lifn- aði yfir leiknum á ný og þá náði Sigurður Lárusson forystunni fyrir ÍA. Árni Sveinsson gef langa sendingu inn á markteig Fram, Guðmundur Baldursson hugðist kýla boltann, en hitti hann ekki. Hrökk boltinn til Sverris Einars- sonar á línunni og hreinsaði hann frá. Ekki náði hann þó að hreinsa lengra en til Sigurðar sem var á markteignum og þakkaði hann Síðast er þessi lið léku á aðal- leikvanginum í 1. deildinni var ár- ið 1975, og sigraði ÍA þá í eftir- minnilegum toppbaráttuleik með sex mörkum gegn þremur, en nú var fallbaráttan á dagskrá hjá báðum liðum. Mjög líflegt í byrjun Fyrri hálfleikurinn verður að teljast mjög líflegur, þrátt fyrir að samspil væri af skornum skammti. Aðstæður voru reyndar erfiðar, völlurinn mjög blautur, og áttu leikmenn oft og tíðum erfitt með að fóta sig. Fyrstu 15 mínút- urnar fengu bæði lið mjög góð færi. Strax eftir 5 mín. skaut Marteinn þrumuskoti á Skaga- markið en Davíð varði, og einni mín. síðar prjónaði Sigþór sig gegnum vörn Fram og komst í dauðafæri. Guðmundur Baidurs- son varði skot hans en héit ekki knettinum, Siddi fékk annað tæki- færi en skaut aftur í Guðmund og af honum hrökk boltinn út á völl- inn. Nokkrum andartökum síðar skallaði Kristján Olgeirsson rétt framhjá í dauðafæri eftir horn- spyrnu Guðjóns Þórðarsonar, og rétt á eftir skallaði Árni Sveins- son yfir úr erfiðri aðstöðu. Þá var komið að Fram aftur og var það Viðar Þorkelsson sem skapaði hættu við Skagamarkið, en Jón Áskelsson bjargaði skoti hans á marklínu. Næstu 20 mín. var heldur rólegt í vítateigunum en úti á vellinum voru Akurnes- ingar mun ákveðnari og spiluðu oft ágætlega. fyrir sig með því að renna boltan- um í netið. Rétt fyrir ieikhlé fékk Kristján Olgeirsson svo mjög gott færi eftir góða rispu Sigþórs upp hægri kantinn, en skot Kristjáns hafnaði öfugu megin í hliðarnetinu. Nokkrum sekúndum áður en blásið var til leikhlés tókst Krist- jáni hins vegar betur upp, er hann skoraði annað mark liðs síns. Aft- ur var það Sigþór sem óð upp hægri kantinn og sendi fastan jarðarbolta fyrir markið. Boltinn fór í gegnum alla vörnina og til Kristjáns á markteigshorninu fjær, og hann sendi boltann rak- leiðis í markið með þrumuskoti. Lélegra í síðari hálfleik Seinni hálfleikurinn var mun lakari en sá fyrri. Framarar sóttu miklu meira til að byrja með en síðan komu Akurnesingar meira inn í leikinn á ný og þeir fengu fljótlega tvö mjög góð færi. Fyrst átti Sigþór skot í hliðarnet eftir Valsmenn unnu stóran sigur á ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.