Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 30
38
MORGUNBI/AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
Johatuies Carl
Klein —
Fæddur 24. febrúar 1887
Dáinn 30. júlí 1982
Johannes Carl Klein kjötkaup-
maður á Baldursgötu 14 andaðist
30. júlí sl. á Vífilsstöðum 95 ára að
aldri. Þessi velgerðarmaður minn
var gæddur miklu þreki og var
andlega hress og minnisgóður til
hinsta dags, en fótfúinn og bund-
inn við hjólastól síðustu árin.
Klein réðst árið 1915 sem veit-
ingamaður eða „restauratör" á
elsta Gullfoss, fyrsta skip Eim-
skipafélagsins og fyrir eiginn
reikning. Þá var enginn íslenskur
bryti til, sem gat gegnt starfinu.
Heimsstyrjöldin geisaði, hættur
voru hvarvetna á höfunum og fáir
farþegar með skipinu. Veitinga-
salan á Gullfossi reyndist því
fyrsta brytanum engin auðs-
uppspretta. Starfinu fylgdi hins
vegar ýmis kynni. Þá var Sveinn
Björnsson, síðar fyrsti forseti Isl.
lýðveldisins, stjórnarformaður
Eimskipafélagsins, og á heimili
hans var Klein tíður gestur. Frú
Georgía var dönsk og saknaði
danskrar spegepylsu og svína-
kambs. Brytinn á Gullfossi var
velkominn tii þeirra hjóna með
góðgætið, og hjá þeim kynntist
hann stúlkunni Elínu Þorláksdótt-
ur frá Isafirði. Henni giftist hann
1918 og settist þá að í Reykjavík.
Klein gekk ungur á matreiðslu-
skóla hjá „besta eldhúsi Kaup-
mannahafnar", Le diner trans-
portable, og útskrifaðist þaðan
1908. Jafnframt matreiðslunám-
inu sótti hann kvöldskóla í versl-
unarfræðum. Að námi loknu sigldi
hann tvö ár sem matsveinn, síðara
árið á stóru farþegaskipi, sem
gekk milli Skandinavíu og Amer-
íku. Þar líkaði honum illa og skipti
um farkost og áfangastað í des-
ember 1909 og réði sig á Ask,
leiguskip, sem Thor Tulinius hafði
Minning
í förum milli Kaupmannahafnar
og íslands. Skipið tók 20 farþega
og Klein var eini matsveinninn um
borð. Föður hans þótti það undar-
legt ráðlag, þegar sonurinn réð sig
á smákopp, sem kúldaðist norður
til Islands, eftir að hafa verið á
stórskipum í förum til New York.
I Islandsferðum var Klein sinn
eiginn herra en ekki þjónn ann-
arra eins og hjá hinum stóru, og
hann steig ölduna á íslandshafi
næstu 8 árin.
Þá var oft þrútið loft og þungur
sjór. Haustið 1913 var Klein bryti
á Islandsfarinu Kong Helge. Úm
mánaðamótin okt—nóv. 80 mílur
norður af Færeyjum á leið til Nor-
egs fengu þeir á sig brotsjó í of-
viðri, sem svipti brúnni af skipinu,
en þar stóðu þá fyrsti stýrimaður'
og tveir hásetar. Þetta var um
hálftíu að kvöldi, þreifandi myrk-
ur og fárviðri og engin björgun
möguleg. Annar björgunarbátur-
inn molaðist við reykháf skipsins,
sem hraktist stjórnlítið uns Klein
og öðrum stýrimanni tókst að
rétta það af, og farmi sínum skil-
uðu þeir til Noregs eins og áætlað
var.
Eftir að hafa tapað á veitingum
á Gullfossi, gafst Klein upp á þeim
starfa og tók að sigla á flutn-
ingaskipi milli Danmerkur og
Englands í von um betri afla.
Þetta var 1917 og kafbátahernað-
ur Þjóðverja í algleymingi. Þá var
það hinn 29. apríl að tundurskeyti
frá kafbát hæfði skipið á Norður-
sjó. Skipið sökk, en áhöfnin, 18
menn, komst slysalaust í tvo
björgunarbáta. Klein var
snöggklæddur þegar sprengingin
varð, en gat gripið jakka um leið
og hann hljóp niður í annan bát-
inn. I tvo sólarhringa voru þeir að
velkjast við lítinn kost í hávaðar-
oki um Norðursjó án þess að sjá til
annarra skipa en kafbáta. Þá loks
bar þá í sjónmál hollensks kútters,
sem var að veiðum og bjargaði
mönnunum.
Eftir þessa svaðilför gerði Klein
stuttan stans í Kaupmannahöfn
og réð sig bryta á íslandsfarið
Geysi og settist að í Reykjavík.
Johannes Carl Klein var fæddur
og uppalinn í Kaupmannahöfn.
Þegar hann kom fyrst til Reykja-
víkur 1909, blasti við honum hafn-
arlaust sveitaþorp í kvosinni milli
Grjótaþorps og Skólavörðuhæðar.
Þetta var timburhúsaþorp í dálitl-
um vexti; menn voru að ljúka við
að reisa húsin við Tjarnargötuna
og tengja götuna í Skuggahverfinu
beint við Miðbæinn, Hverfisgatan
var til og Landsbókasafnið, feg-
ursta húsið í Reykjavík. Reyk-
víkingar voru teknir að byggja úr
steini, og steinhúsum fjölgaði
næstu árin.
Klein virtist íslendingar fátæk-
ir og illa klæddir, en húsin, sem
þeir reistu, stækkuðu og fríkkuðu
með hverju ári og klæðnaðurinn
skánaði, a.m.k. í Reykjvaík. Ann-
ars þótti honum Reykjavík mjög
leiðinlegur bær og fátt um
skemmtistaði. Helst var að líta
inn á Hótel ísland, þar sem nú er
Hallærisplanið. Á Hótel Skjald-
breið var kaffihús, og svo var
Norðurpóllinn inn við Hlemm, en
þar var veitingahús á ystu mörk-
um bæjarins. Þrátt fyrir fábreytt
mannlíf og fátækt, festi Klein hér
yndi, steig á land og réðst sem
matsveinn á strandferðaskipið
Vestra, sem sigldi milli Reykja-
víkur og Akureyrar, og lenti að
sögn Kleins á 46 höfnum í aðal-
ferðum haust og vor. Þá var
strandferðaskipið aðalsamgöngu-
tækið við afskekktar byggðir, því
að vegir voru engir nema í helstu
kaupstöðum og bíllinn varla kom-
inn til sögunnar á íslandi. Klein
kynntis nú íslensku ströndinni,
heillandi björtum sumarnóttum
og hrímsvörtu og úfnu skammdeg-
inu.
Eftir um þriggja ára strandsigl-
ingu réði Klein sig á Kong Helge,
og þaðan lá leiðin á fyrsta milli-
landa skipið sem Islendingar eign-
uðust, og eftir það var hann um
skeið bryti á björgunarskipinu
Geir, uns hann gerðist verslunar-
stjóri fyrir matarbúð Sláturfélags
Suðurlands við Laugaveg 42 á
horninu á Frakkastíg. Þegar hann
var orðinn verslunarstjóri hjá ís-
lensku fyrirtæki, taldi hann sér
skylt að læra málið og leitaði til
Freysteins Gunnarssonar, sem þá
vann að íslensk-danskri orðabók.
Freysteinn bar undir nemandann
merkingu danskra orða, svo að
kennslustundirnar urðu oft lang-
ar, og Klein lærði að skilja ís-
lensku, en hann lærði einnig að
athuguðu máli að ekki var ráðlegt
að mæla á þá tungu. Reykvískum
sælkerum, vaxandi stétt manna í
kaupstaðnum, þótti það traust-
vekjandi að kaupa kjötvörur, þar
sem dönsk tunga var töluð fyrir
innan búðarborðið. Danir voru þá
talsvert áberandi í bæjarlífinu og
töldust margir til höfðingja en
hann Klein kunni ekki alls kostar
við sig í þeirra hópi, taldi sig ekki
til stéttarinnar, og átti meiri per-
sónuleg samskipti við íslendinga.
Hann skildi mætavel íslensku og
allir skildu dönsku íslenskuna
+ Faöir okkar og afi, VIGFÚS ÞORGILSSON, andaöist á Hrafnistu mánudaginn 9. ágúst. + Móðir okkar, LÁRA PÁLMAOÓTTIR, andaðist 7. ágúst aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Bðrn og barnabörn. Heiöur Aöalsteinsdóttir, Halla Aöalsteinsdóttir.
t Faöir okkar og tengdafaöir, ÞÓRDUR ÞÓRÐARSON, veggfóörarameistari frá Staöarhrauni, lést aö Hrafnistu 9. ágúst. + FRÖKEN INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, fyrrverandi aöalfóhiróir Landsbanka fslands, andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 7. ágúst. Fyrir hönd aöstandenda,
Edda Þórz, Magnús Valdimarsson, Sif Þórz, Valgarð J. Ólafsson. Rut Barker, Guörún Rut Viöarsdóttir.
+ Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afl, ODDGEIR EINARSSON, Lindargötu 40, lést í Landspítalanum aðfaranótt 7. ágúst. + Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÞORVALDUR B. GRÖNDAL, rafvirki, Espigeröi 20, er lést þann 3. ágúst, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miö- vikudaginn 11. ágúst kl. 3 síðdegis.
Kamilla Petersen, Ágúst Þór Oddgeirsson, Erna Thorsteinsson, Einar Oddgeirsson, Kristín Sveinsdóttir og barnabörn. Jórunn S. Gröndal, Sigurlaug Gröndal, Höröur Arason, Steingrímur Þ. Gröndal, Sigríóur Ásgeirsdóttir, Benedikt Þ. Gröndal, Drífa Björgvinsdóttir, Ólafur Þ. Gröndal.
+ Eiginmaöur minn, faöir tengdafaöir og afi, VIGGÓ SIGURÐUR BJÖRGÓLFSSON, Hólsbraut 13, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. ágúst kl. 13.30. + Sonur minn, eiginmaöur, faöir, tengdafaðlr og afi, INGIMAR INGIMARSSON, bifreióastjóri, Kirkjuteigi 23, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 11. ágúst kl. 1.30.
Ásta Vigdis Jónsdóttir, Jón Gestur Viggósson, Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir, Katrín S. Viggósdóttir, Ronald E. Miller, Vigfús örn Viggósson og barnabörn. Sólveig Jónsdóttir, Valgeröur Siguröardóttir, Siguröur Ingimarsson, Elín Magnúsdóttir Inga Geröur Ingimarsdóttir, og barnabörn.
hans Kleins. Á íslandi voru allir
jafnir að hans dómi; þess vegna
var hann köminn til íslands, og
menn höfðu tekið hann í samfélag
sitt eins og hann var og báru
meira að segja talsvert traust til
hans af því að hann var danskur.
Þessu trausti vildi hann ekki
glata, þess vegna hélt hann áfram
að vera Dani á íslandi. Elín Klein
andaðist úr heilablóðfalli 1925.
Þau höfðu eignast fjögur börn, en
misst fyrsta barnið. Fjölskyldan
leitaði til móðursystur sinnar,
Sylvíu, sem var ekkja með tvo
unga syni. Faðirinn hafði farist
með kútter Valtý í febrúar 1920.
Úr nauðleitunum varð hjónaband.
Þau Klein eignuðust einn son, sem
lést á fyrsta ári.
Klein stofanði sjálfstæða kjöt-
verslun í Reykjavík 1927 við
Frakkastíg 16. Sláturfélgi Suður-
lands mislíkaði að missa starfs-
manninn og fá nýja kjötverslun í
nágrennið og neitaði að selja
Klein kjöt. Þá náði hann viðskipt-
um við Jón Björnsson, sem var
með Verslunarfélag Borgarfjarðar
og keypti kjöt af honum. Um sömu
mundir stofnaði faðir minn versl-
un og sláturhús á Hellu á Rang-
árvöllum og hóf viðskipti við Klein
og fylgdi vinátta meðan báðir
lifðu. Vörur frá Klein þóttu jafnan
góðar og verslun hans dafnaði.
Skömmu síðar keypti Klein hús-
ið Baldursgötu 14 og flutti þangað
verslun sína og kjötiðju. Þá stofn-
aði hann útibú við Laugarnesveg
en flutti það síðar að Hrísateig 14.
Menn voru bjartsýnir um þær
mundir, en þá reið viðskiptakrepp-
an mikla yfir, og kjöt varð sjald-
séð á borðum flestra. Samkeppnin
var gríðarhörð, en danskan og
vöruvöndun dugði Klein til aukins
álits. Árið 1938 keypti hann Miln-
ersbúð við Leifsgötu 32 og stofnaði
þar útibú.
Á kreppuárum var oft setinn
Svarfaðardalur uppi á lofti á
Baldursgötu 14, þegar við bjugg-
um þar 5 strákar á svipuðu reki.
Þar átti ég vandalaus innhlaup,
hvernig sem á stóð allt til stúd-
entsprófs, og dvalarkostnaðurinn
var aldrei greiddur. Björn Guð-
finnsson málfræðingur var árum
saman í kosti hjá Klein og kenndi
íslensku á heimilinu. Þá held ég að
Klein hafi um sinn verið að hugsa
um að skipta um tungumál, en
kunni ekki við að skipta, þegar á
hólminn kom. Málið var of mikill
hluti af honum sjálfum.
Elínu fyrri konu Kleins, sá ég
aldrei, en frú Sylvía var einstök
manneskja, og ég trúi að hún hafi
verið mjög lík systur sinni. Frú
Sylvía fórnaði sér algjörlega fyrir
vösólfana, sem settu oft allt á ann-
an endann. Hún var ávallt ein með
heimilið og sætti allar sennur.
Lífsbaráttan var alls staðar hörð í
þá daga. Klein var frá unga aldri
vanur löngum vinnudegi, var
snemma á fótum, vakti liðið kl. 7 á
morgnana og stóð óslitið í búðinni
til kl. 7 á kvöldin og oft lengur.
Síðari heimsstyrjöldin kvaddi
hér dyra með ýmsu móti. Að Bald-
ursgötu 14 steðjuðu brytar af
skipum Sameinaða gufuskipafé-
lagsins danska, þegar Þjóðverjar
ruddust inn í Danmörku. Þá lá
fjöldi af dönskum skipum í ensk-
um höfnum, og þessi „smjörfloti"
var látinn sigla til íslands eftir
fiski handa Bretum. Margir bryt-
ar á flotanum könnuðust við Klein
AUCLÝSINCASTOFA
MYNDAMÓTA HF