Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Lítil saga um frétt, sem olli fjaðrafoki Nokkrum sinnum hefur það Kerzt, að ráðherrar og aðrir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa með nokkurra daga millibili staðhæft, að ákveðnar fréttir í Morgunblaðinu væru rangar. Slík herferð af hálfu ráðherra og talsmanna þeirra breytir engu um sannleiksgildi frétta Morgunblaðsins en er hins vegar vísbending um, að viðkomandi frétt. hafi komið ríkisstjórninni illa. Fyrir skömmu birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að fram væri komin tillaga i stjórnarher- búðum um afnám allra vísitölubóta 1. september nk. og sagði í frétt- inni, að hún væri „runnin undan rifjum" forsætisráðherra sjálfs. Að sögn Þjóðviljans varð uppi „fótur og fit í stjórnarliðinu þegar þessi frétt kom í Mogga og vildu menn kenna Alþýðubandalaginu um „lek- ann“.“ I framhaldi af þessu hófust ráðherrar og talsmenn ríkisstjórn- arinnar handa um að staðhæfa, að fréttin væri ekki rétt. Fyrstu viðbrögðin voru þau, að Dagblaðið og Vísir birti „frétt" sama dag, sem Þjóðviljinn segir, að hafi „greinilega" verið „runnin undan rifjum Þórðar Friðjónssonar, efnahagssérfræðings ríkisstjórnarinnar", þess efnis að tillagan væri einn af fjölmörgum valkostum, sem um væri rætt. I kjölfarið kom Gunnar Thoroddsen nokkru síðar og lýsti því yfir, að fréttin væri „tijhæfulaus tilbúningur". I sjónvarpinu í fyrra- kvöld sagði Svavar Gestsson, að það væri rangt að slíkar tillögur hefðu komið fram. Og á laugardag fór Dagblaðið & Vísir enn af stað og endurtók þá staðhæfingu, að frétt Morgunblaðsins væri röng og segir, að „hin tilbúna frétt mun hafa verið komin frá alþýðubandalags- mönnum'. Þjóðviljinn fullyrti hins vegar skömmu eftir að fréttin birtist í Morgunblaðinu, að hún væri komin frá þeim feðgum, Friðjóni Þórðarsyni, dómsmálaráðherra, og Þórði Friðjónssyni, efnahagssér- fræðingi ríkisstjórnarinnar. Herferð stjórnarliða gegn Morgunblaðinu vegna þessarar fréttar stendur þá þannig, að Gunnar Thoroddsen segir hana „tilhæfulausan tilbúning" en málgagn hans, þ.e. Dag- blaðshlutinn af Dagblaðinu og Vísi, segir fréttina komna frá sam- starfsmönnum Gunnars í Alþýðubandalaginu, sem samkvæmt þessari kenningu væru þá að ljúga upp á Gunnar! Svavar Gestsson segir fréttina ekki eiga við rök að styðjast, en málgagn hans, Þjóðviljinn, segir fréttina komna frá dómsmálaráðherra og efnahagssérfræðingi forsætisráðherra, en samkvæmt kenningu Þjóðviljans væru þeir feðg- ar þá að reyna að koma höggi á Gunnar! Aumingja Gunnar! Eins og sjá má af þessari víðtæku umfjöllun ráðherra og málgagna þeirra um þessa frétt Morgunblaðsins gæti fréttin sjálf og aðdragandi þess, að hún birtist á síðum Morgunblaðsins, verið merkilegt rannsóknarefni fyrir „rannsóknarblaðamenn", sem fyrir nokkrum árum voru á hverju strái en nú fer lítið fyrir. Hins vegar er kannski ekki úr vegi, að Morgunblaðið sjálft blandi sér inn í þessar umræður um frétt blaðsins um afnám vísitölubóta og setji fram sínar skoðanir á því hvað raun- verulega hefur verið að gerast. Frétt Morgunblaðsins um tillöguna um afnám vísitölubóta á laun hinn 1. september var að sjálfsögðu rétt. Þetta vita Gunnar Thor- oddsen og Svavar Gestsson báðir. Það eru þess vegna þeir, sem fara með rangt mál opinberlega og er út af fyrir sig umhugsunarefni, að ráðherrar leyfi sér slíkt. Þegar fréttin birtist í Morgunblaðinu, var allmörgum aðilum í stjórnarherbúðum kunnugt um, að þessi tillaga var komin fram. Birting hennar kom sér hins vegar illa fyrir þá, sem að henni stóðu. Fyrsta tækifæri til þess að bera brigður á hana var í Dagblaðinu og Vísi síðar um daginn. Fyrrverandi fréttastjóri blaðsins hefur fyrir skömmu gefið athyglisverða lýsingu á því í blaðaviðtali, hvernig fréttir urðu til í síðdegisblöðunum tveimur, þegar þau komu út. Hann lýsir því, hvernig Ólafur Ragnar Grímsson hafi hringt í hann morgun einn, þegar deilan um Flugleiðir stóð sem hæst 1980, og kom á framfæri við hann alls kyns staðhæfingum um málið, sem birtar voru sem frétt á forsíðu Vísis þennan dag. Honum brá hins vegar í brún, þegar hann sá sömu frétt á forsíðu Dagblaðsins þennan sama dag og gerði sér þá grein fyrir því, að þessi þingmaður Alþýðubandalagsins var að nota bæði blöðin. Þessir starfshættir eru enn við lýði. Sama daginn og fréttin birtist í Morgunblaðinu um afnám vísitölubóta kom „frétt“ á forsíðu Dagblaðs- ins og Vísis, þar sem bornar voru brigður á frétt Morgunblaðsins. Var „fréttin" byggð á ummælum ónafngreinds stjórnarliða. Fyrir kunn- áttumenn í blaðamennsku var Ijóst, hvað hafði gerzt. Hringt hafði verið úr stjórnarráðinu og „fréttinni" komið á framfæri, eins og Ólafur Ragnar gerði forðum daga. Þeir Þjóðviljamenn vissu hins vegar, að frétt Morgunblaðsins var rétt. Þeir höfðu lúmskt gaman af þessu og settu á prent þá skoðun sína, að „fréttin", sem hringd var í Dagblaðið og Vísi, hefði verið „runnin undan rifjum" Þórðar Friðjónssonar sjálfs. Þetta framferði Þjóðviljans dró mjög úr notagildi Dagblaðsins og Vísis í málinu og þess vegna fór Gunnar Thoroddsen af stað sjálfur. Svavar Gestsson varð svo að bæta fyrir stríðni Þjóðviljans með því að éta ósannindin upp eftir Gunnari. Þetta er lítil saga um það hvernig stjórnmálabaráttan gengur fyrir sig á íslandi um þessar mundir. Þetta er umhugsunarefni fyrir biöð og blaðamenn. Tilraunir til þess að nota.blöð eru að verða augljósari og tiihneiging sumra stjórnmálamanna til þess að ljúga hikstalaust opin- berlega er áhyggjuefni. Grænlandsheimsókn forsetans lokió Forsetinn gengur til sætis í íþróttahöll Qaqortoq. Um 1.000 manns voru vidstaddir og hlýddu á ávörp þjódhöfdingj- anna. I.josmvnd HG. Grænlendingar eru þjóð, sem íslendingar þurfa að muna eftir — sagði forsetinn HEIMSÓKN forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til (Jrænlands lauk formlega síð- astliðinn laugardag og kom for- setinn heim til Islands á sunnu- dag. Á laugardaginn dvaldist forsetinn í Qaqortoq (Juliane- haab) og ræsti hún meðal ann- ars kcppendur í miklu víða- Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, lýsir víðavangshlaupiö um- hverfís Stórasjó hafið. Auk hennar eru á myndinni Hendrik Lund, bæj- arstjóri Qaqortoq, „norrænir horn- ablásarar" og fulltrúi frá ('arlsberg- verksmiðjunum. LjÓHmynd HG. vangshlaupi umhverfís Stórasjó. Voru keppendur um 500 og þeir sem luku keppni fengu að laun- um skjal og verðlaunapening frá Qaqortoq-bæ og danska öl- og gosdrykkjafyrirtækinu Carls- berg. Að því loknu fór forsetinn í heimsókn til grænlenzku kvenfélagasamtakanna, sem héldu henni samsæti í einka- húsi. Voru þar staddar kvenfé- lagskonur frá Qaqortoq og varaformaður samtakanna. Frá Qaqortoq-höfn. Kiginmaðurinn hefur dregið björg í bú og konan tekur að sér að verka selskinnin. Ljósinynd HG. Forsetinn færði konunum gjafir, heimaunnin sjöl, og þá hjá þeim heimaunnið veski. Síðan var farið í skoðunarferð um bæinn og að því loknu haldið um borð í Dannebrog. Blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við forsetann eftir að víðavangshlaupið var hafið og sagði Vigdís, að hún væri ákaflega stolt með hátíðahöld- in fyrir hönd Grænlendinga og móttökur hefðu verið góðar og á alþjóðlega vísu. Þeir hafi notað þetta tækifæri, 1.000 ára minningarafmæli komu Eiríks rauða til Grænlands, til þess að sýna að þeir gætu þetta. Þeir gætu haldið svona hátíðir og að Grænlendingar væru þjóð, sem Islendingar þyrftu að muna eftir. Margrét Danadrottning hélt hins vegar til bæjarins Nan- ortalik ásamt fylgdarliði sínu þar sem bærinn var skoðaður. Síðan var haldið til fjárbyggð- arinnar Qallimiut og loks haldið um borð í Dannebrog með viðkomu í Qaqortoq. Drottningin og fylgdarlið hennar munu síðan dvelja á Grænlandi fram til 25. ágúst og meðal annars heimsækja Vesturbyggðina, en þar er stærsti bær Grænlands, Nuuk (Godthaab). Trúðurinn vakti eftirtekt yngstu kynslóðarinnar. Vel heppnuð hátíð í Eyjum Vestmannaeyjum, 9. igúst. LOKIÐ er þjóðhátið í Eyjum. Segja má, að hún hafi farið í fyllsta máta vel fram. Veður setti strik í reikning- inn á föstudagskvöldið. Þá varð að fella niður skemmtidagskrá að mestu leyti. En fólk var komið til að skemmta sér og lét ekki Miðjarðar- hafsrigninguna hafa áhrif á sig. Þetta þjappaði fólki saman og var mikið sungið í tjöldum og kom rign- ingin ekki svo mikið að sök, þar sem hústjöldin voru einangruð með plasti. Forað myndaðist þegar farið var að ganga á blautri jörðinni, en þetta var bætt fljótlega með þvi að setja möl í verstu forarvilpurnar. Á laugardeginum var haldið áfram á fullu og föstudags- kvöldsdagskránni lætt inn í á Vestmanneyingar taka lagið á þjóðhátíðinni. laugardeginum eftir því sem færi gafst til. Voru vægar skúrir aðfar- anótt sunnudags og dansað langt frameftir nóttu. í gærkvöldi blakti varla hár á höfði. Átti dagskránni að ljúka um kl. 01 í gærkvöldi með því að kveiktur væri mikill varð- eldur og flugeldasýning haldin , en þar sem menn vildu bæta upp það sem glataðist í úrfellinu á föstu- dagskvöldinu þá héldu menn áfram að dansa og syngja til kl. hálf fimm í morgun. Færra aðkomufólk var en venjulega og því má segja, að þess vegna hafi þetta fremur verið há- tíð heimamanna. Talið er, að um 3.000 manns hafi verið á staðnum. Að sögn lögreglu, þá sagðist hún varla hafa lent í svo rólegri þjóð- hátíð í mörg ár. Það var ekkert, sem orð var á gerandi, er hafði komið fyrir. Stuðmenn léku fyrir dansi mikið og lengi og höfðu mik- ið úthald. Þeir ættu svo sannar- lega mikið hrós skilið fyrir að halda uppi fjörinu, jafnframt sem aðrir skiluðu sinu vel líka. Árni Johnsen var yfirkynnir og stjórn- aði fjöldasöng og gekk vel hjá hoi\- um að fá fólk til að syngja með. Fjölprentum var dreift til þess að fólk gæti betur fylgzt með og tekið undir. Aðeins ein vél komst til lands í morgun, og tók síðan fyrir flug þar sem heldur hvessti þegar á morguninn leið. Herjólfur fór full- ur í morgun með þjóðhátíðargesti til lands. Hvað segja stjórnarliðar um efnahagsaðgerðir á næstunni MORGUNBLAÐIÐ spurði í gær tvo rádherra Alþýðubanda- lagsins, þá Hjörleif Guttormsson og Ragnar Arnalds og þá Guð- mund G. Þórarinsson og Halldór Asgrímsson, þingmenn Fram- sóknarflokksins, um skoðun þeirra á hvenær grípa þyrfti til efnahagsráðstafana og hversu víðtækar þær þyrftu að vera. Svör þeirra fara hér á eftir. Kagnar Arnalds fjármálaráöherra: Taka þarf ákvarðanir um aðgerðir sem fyrst „VIÐ TEUUM ekki ástæðu til að fresta aðgerðum, við erum eindregið inn á því að það þurfi að taka ákvarðanir um aðgerðir sem fyrst," sagði Kagnar Arnalds, fjármálaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður hvort Alþýðu- bandalagið teldi nauðsyniegt að grípa til frambúðarráðstafana í efna- hagsmálum nú. „Við erum í viðræðum við sam- starfsaðila okkar um þessi mál og ég tel ekki heppilegt að fjalla mik- ið um það í fjölmiðlum," sagði Ragnar. Hann sagði að ekki mætti Kagnar Arnalds dragast mikið að gera ráðstafanir vegna vanda útgerðarinnar, en vildi ekki segja hvort alþýðu- bandalagsmenn hugsuöu sér að draga einhverja þætti efnahags- aðgerða fram eftir árinu. „Það er allt til athugunar, auðvitað segir það sig sjálft að það er ekki endi- lega víst að það sé heppilegast eða þægilegast að gera allt í einu,“ sagði Ragnar. „Það er verið að ræða um fjöl- margar hliðar á þessum málum,“ sagði Ragnar, en sagði að ekki væri skilgreindur ágreiningur um hvenær grípa ætti til aðgerða. „Það fer bara eftir því hvað í pakkanum á að vera,“ sagði Ragn- ar Arnalds. Halldór Ásgrímsson alþingismaöur: „Verða að vera aðgerðir sem duga“ „JÁ, VIÐ teljum að það verði að vera aðgerðir sem duga til þess að koma þessu í viðunandi horf. Þaö duga náttúrulega engar efnahagsað- gerðir í eitt skipti fyrir öll, þetta er sífellt viðfangsefni, en aðalatriðið er að rétta af vegna þeirra áfalla sem við höfum orðið fyrir. Við leggjum alla áhcrslu á það,“ sagði Halldór Ásgrímssor alþingismaður, varafor- maður F'ramsóknarflokksins, í sam- tali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvort Framsóknarfiokkur- inn legði áherslu á efnahagsaðgerðir í þcssum mánuði. Spurningu um hvað Framsókn- arflokkurinn myndi gera, næðist ekki samstaða um efnahagsað- gerðir sem duga myndu að flokks- ins mati, svaraði Halldór þannig: „Við höfum ekki rætt það ennþá, við verðum að ræða það í okkar hópi ef sú staða kemur upp, en við trúum því ekki að hún muni koma upp. Ég bollalegg ekki um hluti llalldór Ásgrímsson fyrr en ég stend frammi fyrir þeim.“ Halldór vildi ekki tjá sig um hvort frestunaraðgerðir kæmu til greina af hálfu Framsóknar- flokksins, en benti á að hann teldi efnahagsaðgerðir nauðsynlegar nú. Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra: Menn leysa aldrei allan vanda í einu „VIÐ HÖFUM verið á þvi nú um skeið að það þyrfti að grípa til efna- hagsráðstafana hið fyrsta og síðan er það bara spurningin um hvernig menn ná saman, hversu víðtækar þær geta oröið," sagði Hjörleifur (luttormsson iönaðarráðherra í sam- lljörleifur Guttormsson tali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvort Alþýðubandalagið teldi nauðsynlegt að grípa til efna- hagsaðgerða nú þegar. „Þessi mál eru til meðferðar og ég hef ekkert um tillögur eða hugmyndir að segja. Að sjálfsögðu eru málefni útgerðarinnar einn af þeim stóru þáttum sem til með- ferðar eru, en það er ekki hægt að líta á það einangrað,“ sagði Hjör- leifur. Varðandi þann tíma sem Alþýðubandalagið teldi heppi- legastan til aðgerða, sagðist lljörleifur ekki hefa heyrt um ein- daga frá neinum. „Við erum þeirrar skoðunar í Alþýðubandalaginu að það þyrfti að gera aðgerðir í efnahagsmálum og hefði þurft að vera búið að gera þær, ef vel ætti að vera, en hversu víðtækar þær eru hlýtur að vera háð samkomulagi aðila sem að ríkisstjórn standa. Hins vegar leysa menn aldrei allan vanda í einu, það er gömul reynsla. En ég á von á því að samstaða náist fljótlega í ríkisstjórn um úrræði í efnahagsmálum,“ sagði Hjörlcif- ur. Guömundur G. Þórarinsson alþingismaöur: Aðgerðir sem allra fyrst „ÞAD EK nú það sem samningarnir standa um núna, við leggjum áherslu á að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst," sagði Guðmundur G. lMrarin.s.son, þingmaður Fram- sóknarílokksins, í samtali við Morg- unblaðið, en hann var spurður hvort Framsóknarflokkurinn legði áherslu á að gripið verði til efnahagsaðgeröa nú í ágúst. „Menn eru að velta fyrir sér hvernig eigi að leysa vandann, það eru mismunandi leiðir til þess. Viðhorf stjórnarflokkanna eru ekki þau sömu í þessu máli og það er verið að reyna að samræma þau sjónarmið. Það er það sem tíminn hefur farið í,“ sagði Guðmundur. Guðmundur var spurður um hver viðbrögð Framsóknarflokks- ins yrðu, næðist ekki samstaða um viðunandi efnahagsaðgerðir að mati Framsóknarflokksins, í þess- um mánuði. Hann svaraði: „Þetta er stór spurning og ég get ekki sagt um það á þessu stigi, ég held að það sé best að vera ekki með neinar ógnanir. En ég fæ ekki bet- ur séð en að grundvöllurinn fyrir stjórnarsamstarfinu sé brostinn ef ekki næst samstaða um viðun- andi efnahagsaðgerðir í þessari stöðu. Efnahagsmál eru þannig að það er ekki um að ræða neinar frambúðarlausnir, það er ekki um að ræða efnahagsaðgerðir sem duga í eitt skipti fyrir öll. En efna- hagsvandinn er það mikill að grípa verður til aðgerða sem koma að einhverju haldi,“ sagði Guð- mundur G. Þórarinsson. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.