Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1982 ovoumlitabií> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar rítstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guomundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi ínnanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Lítil saga um frétt, sem olli fjaðrafoki Nokkrum sinnum hefur það gerzt, að ráðherrar og aðrir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa með nokkurra daga millibili staðhæft, að ákveðnar fréttir í Morgunblaðinu væru rangar. Slík herferð af hálfu ráðherra og talsmanna þeirra breytir engu um sannleiksgildi frétta Morgunblaðsins en er hins vegar vísbending um, að viðkomandi frétt hafi komið ríkisstjórninni illa. Fyrir skömmu birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að fram væri komin tillaga í stjórnarher- búðum um afnám allra vísitölubóta 1. september nk. og sagði í frétt- inni, að hún væri „runnin undan rifjum" forsætisráðherra sjálfs. Að sögn Þjóðviljans varð uppi „fótur og fit í stjórnarliðinu þegar þessi frétt kom í Mogga og vildu menn kenna Alþýðubandalaginu um „lek- ann"." í framhaldi af þessu hófust ráðherrar og talsmenn ríkisstjórn- arinnar handa um að staðhæfa, að fréttin væri ekki rétt. Fyrstu viðbrögðin voru þau, að Dagblaðið og Vísir birti „frétt" sama dag, sem Þjóðviljinn segir, að hafi „greinilega" verið „runnin undan rifjum Þórðar Friðjónssonar, efnahagssérfræðings ríkisstjórnarinnar", þess efnis að tillagan væri einn af fjölmörgum valkostum, sem um væri rætt. í kjölfarið kom Gunnar Thoroddsen nokkru síðar og lýsti því yfir, að fréttin væri „tijhæfulaus tilbúningur". I sjónvarpinu í fyrra- kvöld sagði Svavar Gestsson, að það væri rangt að slíkar tillögur hefðu komið fram. Og á laugardag fór Dagblaðið & Vísir enn af stað og endurtók þá staðhæfingu, að frétt Morgunblaðsins væri röng og segir, að „hin tilbúna frétt mun hafa verið komin frá alþýðubandalags- mönnum". Þjóðviljinn fullyrti hins vegar skömmu eftir að fréttin birtist í Morgunblaðinu, að hún væri komin frá þeim feðgum, Friðjóni Þórðarsyni, dómsmálaráðherra, og Þórði Friðjónssyni, efnahagssér- fræðingi ríkisstjórnarinnar. Herferð stjórnarliða gegn Morgunblaðinu vegna þessarar fréttar stendur þá þannig, að Gunnar Thoroddsen segir hana „tilhæfulausan tilbúning" en málgagn hans, þ.e. Dag- blaðshlutinn af Dagblaðinu og Vísi, segir fréttina komna frá sam- starfsmönnum Gunnars í Alþýðubandalaginu, sem samkvæmt þessari kenningu væru þá að ljúga upp á Gunnar! Svavar Gestsson segir fréttina ekki eiga við rök að styðjast, en málgagn hans, Þjóðviljinn, segir fréttina komna frá dómsmálaráðherra og efnahagssérfræðingi forsætisráðherra, en samkvæmt kenningu Þjóðviljans væru þeir feðg- ar þá að reyna að koma höggi á Gunnar! Aumingja Gunnar! Eins og sjá má af þessari víðtæku umfjöllun ráðherra og málgagna þeirra um þessa frétt Morgunblaðsins gæti fréttin sjálf og aðdragandi þess, að hún birtist á síðum Morgunblaðsins, verið merkilegt rannsóknarefni fyrir „rannsóknarblaðamenn", sem fyrir nokkrum árum voru á hverju strái en nú fer lítið fyrir. Hins vegar er kannski ekki úr vegi, að Morgunblaðið sjálft blandi sér inn í þessar umræður um frétt blaðsins um afnám vísitolubóta og setji fram sínar skoðanir á því hvað raun- verulega hefur verið að gerast. Frétt Morgunblaðsins um tillöguna um afnám vísitolubóta á laun hinn 1. september var að sjálfsögðu rétt. Þetta vita Gunnar Thor- oddsen og Svavar Gestsson báðir. Það eru þess vegna þeir, sem fara með rangt mál opinberlega og er út af fyrir sig umhugsunarefni, að ráðherrar leyfi sér slíkt. Þegar fréttin birtist í Morgunblaðinu, var allmörgum aðilum í stjórnarherbúðum kunnugt um, að þessi tillaga var komin fram. Birting hennar kom sér hins vegar illa fyrir þá, sem að henni stóðu. Fyrsta tækifæri til þess að bera brigður á hana var í Dagblaðinu og Vísi síðar um daginn. Fyrrverandi fréttastjóri blaðsins hefur fyrir skömmu gefið athyglisverða lýsingu á því í bfaðaviðtali, hvernig fréttir urðu til í síðdegisblöðunum tveimur, þegar þau komu út. Hann lýsir því, hvernig Ólafur Ragnar Grímsson hafi hringt í hann morgun einn, þegar deilan um Flugleiðir stóð sem hæst 1980, og kom á framfæri við hann alls kyns staðhæfingum um málið, sem birtar voru sem frétt á forsíðu Vísis þennan dag. Honum brá hins vegar í brún, þegar hann sá sömu frétt á forsíðu Dagblaðsins þennan sama dag og gerði sér þá grein fyrir því, að þessi þingmaður Alþýðubandalagsins var að nota bæði blöðin. Þessir starfshættir eru enn við lýði. Sama daginn og fréttin birtist í Morgunblaðinu um afnám vísitölubóta kom „frétt" á forsíðu Dagblaðs- ins og Vísis, þar sem bornar voru brigður á frétt Morgunblaðsins. Var „fréttin" byggð á ummælum ónafngreinds stjórnarliða. Fyrir kunn- áttumenn í blaðamennsku var ljóst, hvað hafði gerzt. Hringt hafði verið úr stjórnarráðinu og „fréttinni" komið á framfæri, eins og Ólafur Ragnar gerði forðum daga. Þeir Þjóðviljamenn vissu hins vegar, að frétt Morgunblaðsins var rétt. Þeir höfðu lúmskt gaman af þessu og settu á prent þá skoðun sína, að „fréttin", sem hringd var í Dagblaðið og Vísi, hefði verið „runnin undan rifjum" Þórðar Friðjónssonar sjálfs. Þetta framferði Þjóðviljans dró mjög úr notagildi Dagblaðsins og Vísis í málinu og þess vegna fór Gunnar Thoroddsen af stað sjálfur. Svavar Gestsson varð svo að bæta fyrir stríðni Þjóðviljans með því að éta ósannindin upp eftir Gunnari. Þetta er lítil saga um það hvernig stjórnmálabaráttan gengur fyrir sig á íslandi um þessar mundir. Þetta er umhugsunarefni fyrir blöð og blaðamenn. Tilraunir til þess að nota.blöð eru að verða augljósari og tilhneiging sumra stjórnmálamanna til þess að ljúga hikstalaust opin- berlega er áhyggjuefni. Grænlandsheimsókn forsetans lokið Forsetinn gengur til sætis í íþróttahöll Qaqortoq. Vm 1.000 manns anna. voru viðstaddir og hlýddu á ávörp þjóðhöfðingj- Ljósmynd HG. Grænlendingar eru þjóð, sem íslendingar þurfa að muna eftir — sagði forsetinn HEIMSÓKN forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Grænlands lauk formlega sío- astliðinn laugardag og kom for- setinn heim til íslands á sunnu- dag. Á laugardaginn dvaldist forsetinn í Qaqortoq (Juliane- haab) og ræsti hún meðal ann- ars keppendur í miklu víða Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, lysir víðavangshlaupið um- hverfis Stórasjó hafið. Auk hennar eru á myndinni Hendrik Lund, bæj arstjóri Qaqortoq, „norrænir horn- ablásarar" og fulltrúi frá Carlsberg- verksmiðjunum. Ljóttmynd HG. vangshlaupi umhverfís Stórasjó. Voni keppendur um 500 og þeir sem luku keppni fengu að laun- um skjal og verðlaunapening frá Qaqortoq-bæ og danska öl- og gosdrykkjafrrirtækinu Carls- berg. Að því loknu fór forsetinn í heimsókn til grænlenzku kvenfélagasamtakanna, sem héldu henni samsæti í einka- húsi. Voru þar staddar kvenfé- lagskonur frá Qaqortoq og varaformaður samtakanna. Vel heppnuð h; Vestmannaeyjum, 9. ágóst LOKIÐ er þjóðhátíd í Eyjum. Segja má, að hún hafí farið i fyllsta máta vel fram. Veður setti strik í reikning- inn á föstudagskvöldið. Þá varð að fella niður skemmtidagskrá að mestu leyti. En fólk var komið til að skemmta sér og lét ekki Miðjarðar- hafsrigninguna hafa áhrif á sig. Þetta þjappaði fólki saman og var tmmm M Trúðurinn vakti eftirtekt rngstu kynsléoarinnar. Vestmanneringar taka lagið á þjóðhátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.