Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 27 Með Manchester Utd. á Akureyri |ttorjBimMnt>it» • Gary Bailey, markvördurinn frábæri, fékk að gjöf forláta tölvuúr og átti það hug hans allan furðu langa hríð. Á myndinni er hann afar upptekinn af • Nokkrar af skæruatu stjörnum Manchester Utd. rita nöfn sín á knetti, sem vikið. Þetta eru þeir Peter Bodak, Frank Stapleton og Ray Wilkins. Sem kunnugt er, sótti hið fræga enska knattspyrnufé- lag Manchester Utd. íslend- inga heim á dögunum og lék hér tvo vináttu- og sýningar- leiki. Mætti liðið fyrst liði Vals á Laugardalsvellinum en síðan liði KA norður á Ak- ureyri. Svo fór ekki að ís- lensku liðin næðu að standa uppi í hárinu á enska liðinu, enda ekkert miðlungslið á ferðinni. Valsmenn töpuðu 1—5, en KA mátti þola enn stærri skell, 7—1 urðu loka- tölurnar fyrir norðan og það þó að enska liðið leyfði ýms- um minni spámönnum í sín- um röðum að spreyta sig. Til að mynda á Scott McGarvey alls ekki fast sæti í aðalliði félagsins, en engu að síður var hann stjarna liðsins, skoraði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk gegn KA og fimm í allt, eitt gegn Val. Það er jafnan mikið um að vera er lið í gæðaflokki Manchester Utd. eru á ferðinni. Óumflýjanl- ega hljóta margir af leikmönnum liðsins að vera frægir og virtir. Það eru ýmsar „skyldur" sem leikmenn slíks félags verða að sætta sig við, svo sem að gefa nær endalaust út eiginhandaráritanir til ungra knattspyrnuunnenda sem líta gífurlega upp til þeirra. Og fleira mætti nefna. Hér fylgja með nokkrar myndir frá heimsókn Manchester-liðsins til Akureyrar, en koma þessa fræga knatt- spyrnufélags þangað telst til meiri íþróttaviðburða sem þar hafa upp orðið. væntanlega hækka mjög í verði fyrir • Á myndinni hér að ofan er Ray Wilkins umkringdur ungum aðdáendum sínum, fyrirbæri sem kappinn er sjálfsagt orðinn afar vanur. Á efri myndinni hér til hliðar má sjá fallhlífarstökkvara svífa til jarðar með knött meðferðis, en leikur KA og United hófst einmitt með þessu atriði. Á neðri myndinni hér til hægri má sjá hinn unga Scott McGarvey á fleygiferð með knöttinn. Hann var stjarna United í leiknum, skoraði 4 af 7 mörkum liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.