Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 Landsmótið í golfi að hefjast: GSÍ er 40 ára um þessar mundir GOLFSAMBAND íslands var stofn- að 14. ágúst 1942 og er elsta sérsam- bandið innan íþróttahreyfingarinnar hér á landi. GSI var stofnað af for- ráðamönnum Golfklúbbs íslands, stofnaður 1934, er síðar varð Golfklúbbur Reykjavíkur (1946), Golfklúbbs Akurevrar, stofnaður 1935, og Golfklúbbs Vestmannaeyja, stofnaður 1937. Það ber að þakka forráðamönnum þessara þriggja klúbba hve fljótt þeir gerðu sér grein fyrir nauðsyn þess að stofna samband til að skipuleggja starfsemi golfáhugamanna á íslandi. Tilgang- ur sambandsins var og er að vinna að framgangi golfiþróttarinnar og út- brciðslu hennar. Að hafa á hendi yf- irumsjón golfmála á íslandi sam- kvæmt lögum ÍSÍ. Að samræma leikreglur og forgjöf og úrskurða um ágreining um þau atriði. Að sam- ræma og stuðla að kappleikjum um land allt. í dag eru 22 golfklúbbar innan GSÍ með 2.800 félögum. Fyrsta stjórn sambandsins skipuöu eftir- taldir: Forseti: Helgi H. Eiríksson. Ritari og gjaldkeri: Halldór Han- sen. Meðstjórnendur: Georg Gísla- so.n og Jóhann Þorkelsson. Erlend samskipti hófust 1958 með því að 4 kylfingar tóku þátt i Eisenhowerkeppninni á St. And- rewsgolfvellinum í Skotlandi. Nú er Golfsambandið aðili að eftir- töldum erlendum samtökum: Worl amateur goif council, síð- an 1958, Skandinaviska golfsam- bandinu 1970 og Evrópusamband- inu frá 1971. Hér á landi hafa farið fram 2 alþjóðleg mót; 1974 Norðurlanda- meistaramótið og Evrópumeist- aramót unglinga 1981 og var leikið í bæði skiptin á velli Golfklúbbs Reykjavíkur. Nú fer í hönd 41. landsmót í golfi sem fram fer á velli Golfklúbbs Reykjavíkur, dagana 9.—14. ágúst. I tengslum við landsmótið verður haldið 40 ára afmælismót GSÍ 13. ágúst. 14. ágúst lýkur landsmóti 1982 og verður um kvöldið haldið upp á afmælið með hófi að Hótel Sögu (Átthagasal). Núverandi stjórn Golfsam- bandsins skipa: Konráð R. Bjarna- son, forseti, Kristján Einarsson, varaforseti, Ari F. Guðmundsson, ritari, Georg Tryggvason, gjald- keri, Kristín Sveinbjörnsdóttir, fundarritari, Stefán H. Stefáns- son, meðstjórnandi, Guðmundur S. Guðmundsson, meðstjórnandi. U-landsliðið undirbýr sig Unglingalandslió okkar í knattspyrnu hefur nú þegar hafið undirbúning fyrir leiki gegn Fær- eyingum seinast í þessum mán- uói og Evrópukeppnina í október. Liðió lék um helgina tvo æfinga- leiki, fyrst gegn 2. fl. Breiðabliks og sigraði landsliðið 3—0, og síð- an sigraði liðið 3. deildarlið HV með tvcimur mörkum gegn einu. I fyrri leiknum skoraði Örn Valdimarsson, Fylki, tvö mörk og Hlynur Stefánsson, ÍBV, eitt. Gegn HV skoruðu Pétur Grét- arsson, Þrótti R og Hafþór frá Siglufírði, eitt hvor. — SH [ Knattspyrna] MÍ í frjálsum íþróttum 14 ára og yngri: UIA sterkast 5. árið í röð í TILEFNI 70 ára afmælis USAH var Meistaramót íslands í frjálsum iþróttum 14 ára og yngri haldið á Blönduósi á laugardag og sunnudag. Mótið hófst eftir hádegi á laugardag með skrúðgöngu frá grunnskólanum á íþróttavöllinn. Þar setti formaður USAH, Björn Sigurbjörnsson, mótið með stuttri ræðu. Bauð hann þátt- takendur velkomna og þakkaði sveitarstjórn Blönduóss fyrir velvilja til íþróttamála en síðastliðin ár hafa farið fram miklar og kostnaðarsam- ar endurbætur á íþróttavellinum á Blönduósi. Að lokinni mótssetningarræðu ávarpaði Guðjón Ingimundarson, varaformaður UMFI, samkomu- gesti í tilefni 75 ára afmælis UM- FÍ. Keppt var í nokkuð mörgum greinum á mótinu, en besta veður var mótsdagana og fór mótið mjög vel fram í alla staði. Mótsstjóri var Magnús Ólafsson og yfirdóm- ari Flemming Jessen. Sigurvegar- ar á mótinu urðu þessir: Strákar 12 ára og yngri: 60 m hl. Kinar Kinarsson HSH 8,8 800 m hl. Finnbogi Gylfason FH 2:29,1 lagnstökk Finnbogi Gylfason FH 5,04 hást. Magnús Sigurðsson HSK 1,45 Kúluv. Jón Gunnarsson HSH 10,21 4x400 m boðhl. Sveit HSK 58,0 (nýtt fsl. met) Stelpur 12 ára og yngri: 60 m hl. Ingibjörg Leifsd. Ármanni 8,9 800 m hl. Gyða Steinsd. HSH 2:32,3 langst. Hulda Helgadóttir HSK 5,08 hást. Hulda Helgadóttir HSK 1,40 kúluv. Hulda Helgadóttir HSK 8,18 4x400 m hlaup sveitir HSK og UIA 59,6 Piltar 13—14 ára 100 m hl. Grímlaugur Björnss. UÍA 12,6 800 m hl. Loftur St. Loftss. UBK 2:18,0 langst. Róbert Róbertsson HSK 5,52 hást. Guðni Stefánsson UMSE 1,70 kúluv. Steingrímur Kárason HSF 8,9 spjótk. Bjarki Haraldsson USVH 39,94 4x400 m boðhl. Sveit UÍA 51,4 Telpur 13—14 ára 100 m hl. Linda B. Loftsdóttir FH 13,5 800 m hl. Lillý Viðarsdóttir UÍA 2:30,9 langst. Linda B. Loftsdóttir FH 5,12 hást. Sigrún Markúsdóttir UMFA 1,53 kúluv. Katrín Sigurjónsd. UMSB 9,50 spjótk. Þórunn Grétarsd. HSK 27,24 4x400 m boðhl. sveit UÍA 54,9 Skagapollarnir sigruðu DAGANA 21/7 til 27/7 var haldinn 6. flokks keppni í knattspyrnu á Sel- fossi á vegum íþróttamiðstöðvar Sel- foss. Liðin sem tóku þátt i mótinu komu víðs vegar að af landinu. Alls voru þátttakendur um 140 á aldrin- um 7—10 ára. Leikið var á litlum völlurn og voru 7 leikmenn í liði að meðtöldum markverði. Þátttakend- ur komu að morgni 21. júlí og var byrjað að leika strax um daginn. Leiknir voru alls 45 leikir á grasvell- inum, og malarvellinum á Selfossi, einnig var leikið í Þrastarskógi. Þeg- ar ekki var verið að keppa voru strákarnir að spila og spretta og einnig voru kvöldvökur á kvöldin sem liðin sáu að mestu leyti um. Urslit móLsins urðu: »t‘K 1. ÍA (A) 16 79-7 2. Týr (A) 16 71-7 3. TBK 14 44-14 4. ÍA (B) 14 42-14 5. Selfoss (A) 9 24-22 6. Haukar 7 26-31 7. Víkingur (Ólafsv.) 6 18-39 8. Týr (B) 4 12-56 9. Grótta 4 4-61 10. Selfoss (B) 0 13-82 Markakóngur mótsins varð Huginn Helgason Týr (A), en hann skoraði 35 mörk í 9 leikjum. Þess má geta að Huginn er frændi markakóngsins mikia úr Eyjum, Sigurláss Þorleifssonar, en hann er þjálfari Týrara. Markahæstu menn þar á eftir voru tvíburar frá IA, Bjarki og Arnar Gunnlaugs- synir. Mótið fór í alla staði vel fram og voru verðlaun afhent seinasta kvöldið. ÍA (A) fékk bikar til eign- ar og leikmenn fengu gullpening. Leikmenn Týs (A) fengu silfur- pening fyrir annað sætið. Huginn Helgason fékk skrautritað skjal og gullpening fyrir markakóngs- titilinn, einnig fengu allir þátttak- endurnir árituð skjöl. Þriðjudaginn 27. júlí hélt svo hver hópur til síns heima eftir spennandi og jafnframt erfiða keppni. Þá voru veitt sérstök verðlaun fyrir besta afrekið í hverjum flokki. í flokki stráka fengu þau Finnbogi Gylfason fyrir lang- stökk, í flokki stelpna Hulda Helgadóttir HSK einnig fyrir langstökk, í piltaflokki Guðni Stefánsson UMSE fyrir hástökk, og í telpnaflokki Helga Magnús- dóttir fyrir 100 m hlaup. Hún varð að vísu ekki sigurvegari í grein- inni, en fékk verðlaunin fyrir árangur í milliriðli. Sveit UÍA sigraði örugglega á mótinu, fékk 124 stig, og í öðru sæti varð HSK með 102 stig. Er þetta 5. árið í röð sem UÍA sigrar í þessari keppni. Alls tóku 19 félög þátt í mótinu og hlutu þau öll stig. Stofna nýtt skíðafélag Peter Barnes til Spánar PETER Barnes, sem Allan Clarke, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Leeds, keypti til félagsins í upphafi síðasta keppnistimabils, hefur nú ver- ið scldur til Real Batis á Spáni. Leeds fær 115.000 pund fyrir Barnes nú, og ef Betis vill halda leikmanninum áfram eftir næsta tímabil verður það að greiða Leeds 235.000 pund til viðbótar. - O - GAMLA kempan Charlie George, sem áður lék með Ars- enal, Derby, Southampton og enska landsliðinu hefur nú gengið til liðs við 1. deildarlið Brighton til reynslu í einn mánuð. Hann lék á síðasta keppnistímabili með Hong Kong, og einnig örlítið með Bournemouth og Derby, en er nú laus allra mála hjá þessum félögum. - O - NOTTINGHAM Forest festi fyrir helgi kaup á fyrrum markverði enska landsliðsins, Colin Todd, frá Birmingham fyrir 65.000 pund. Fór hann með liðinu í æfingaferð til Spánar, en þess má geta að Peter Shilton var ekki með í förinni, þar sem hann stendur í samningaviðræðum við Southampton, sem hefur áhuga á að kaupa Shilton. - O - EVERTON hefur nú fallist á að greiða erkifjendunum Liv- erpool 100.000 pund fyrir miðjuleikmanninn Kevin Sheedy sem gekk til liðs við Everton fyrir skömmu. Áður hafði Everton boðið 60.000 pund en Liverpool ekki viljað samþykkja það. - O - MILLWALL nældi nýlega í Trevor Aylott frá Barnsley, en nokkur 1. deildarlið höfðu sýnt Aylott áhuga. - O - IAN Atkins, sem varð marka- hæsti maður Shrewsbury á síðasta keppnistímabili með 19 mörk hefur nú verið seldur til Sunderland. Alan Brown fór í staðinn til Shrewsbury. - O - DEREK Spence, fyrrum leik- maður norður-írska landsliðs- ins, og leikmaður með South- end hefur nú yfirgefið félagið og gert samning við Hong Kong Rangers. - O - GORDON Milne, fyrrum leik- maður Liverpool og enska landsliðsins, hefur verið ráð- inn famkvæmdastjóri Leicest- er, eftir að Jock Wallace rifti samningi sínum við félagið og fór til Motherwell í Skotlandi. Milne var framkvæmdastjóri hjá Coventry í 10 ár áður en Dave Sexton tók við þeim starfa, og var þá hækkaður i tign hjá félaginu. UM mánaðamótin september/októ- ber er fyrirhugað að stofna nýtt skíðafélag á höfuðborgarsvæðinu. Til bráðabirgða hefur félagið hlotið heitið Saman á skíði, íslenski skíða- klúbburinn. Meginmarkmið félagsins verður að efla skíðaíþróttina sem fjöl- skyldugaman, en þessu markmiði hyRgst félagið ná með því að: — berjast fyrir bættri og fjöl- breyttari aðstöðu skíðafólks, eink- um fjölskyldna, í skíðalöndum höfuðborgarsvæðisins, — gæta hagsmuna þeirra er stunda skíðaíþróttina sér til ánægju og heilsubóta, — stuðla að aukinni útbreiðslu skíðaíþróttarinnar meðal almenn- ings, — gangast fyrir sameiginlegum skíðaferðum fyrir félagsmenn, bæði innanlands og utan. Að undirbúningi að stofnun þessa nýja skíðafélags hefur verið unnið um allnokkurt skeið, en að honum hefur starfað skíðaáhuga- fólk sem telur að margt mætti færa til betri vegar í málefnum þeirra er vilja „stunda skíðin" sér til ánægju og heilsubóta einkum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja taka þátt í enn frekari undirbúningsstarfi eða afla sér nánari upplýsinga um stofnun og fyrirhugaða starfsemi þessa skíðafélags eru hvattir til að hafa samband við okkur er að undirbúningi félagsins hafa starf- að, í símum 86198 eða 43829 á kvöldin. Fréttatilkynning. íþróttafréttaritara vantar Morgunblaðið óskar eftir að ráða íþróttafréttaritara á Akureyri sem fyrst. Umsækjendur vinsamlega hafi sam- band við Reyni Kiríksson í síma 23541, eða í síma 21588 á vinnutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.