Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 Æskulýðsmót aðventista í Grímsey: Aflgjafi and- legs lífs Fyrir skömmu fór 56 manna hópur úr æskulýðssambandi sjöunda dags aðventista á mót sem var haidið úti í Grímsey. Upp- haflega var ætlunin sú, að mótið yrði á Grænlandi, en horfið var frá því vegna kostnaðarins. Að sögn Jóns H. Jónssonar prests' hjá Aðventkirkjunni og æskulýðsleið- toga, þá heppnaðist mótið afar vel. Gott veður var allan tímann. Það var synt í Atlantshafinu og Norður-íshafi. Þótt sjórinn hefði verið svalur, þá var heitt, þegar upp var komið. Sólin vermdi menn og þúrrkaði þá skjótt. Jón var spurður að því hvers vegna Gríms- ey hefði verið valin. — Það runnu tvær grímur á marga, þegar Grímsey var nefnd. En þegar frá leið, þá fóru krakk- arnir að hlakka til. Enginn þeirra hafði komið þangað áður, og það, sem er ókunnugt, er ævinlega spennandi. Endirinn varð sá, að 56 urðu þau sem fóru, og sögðu Grímseyingar, að það kæmi ekki oft fyrir að svo stór hópur kæmi þangað í einu. Við flugum fyrst til Akureyrar og þaðan með Flugfé- lagi Norðurlands í 3 ferðum, þar sem það varð að selflytja okkur vegna fjöldans. En helzta ástæðan fyrir því að Grímsey varð fyrir valinu var sú, að þessi ferð átti að vera landkönnun m.a. Líka var þetta fjarri annarri byggð og þarna var því kjörið tækifæri til þess að kenna krökkunum ætt- jarðarlög og ættjarðarsöngva. Æskan er ekki í tengslum við ættjarðarsöngva, og því gott að nota svona ferðir og staði til þess að það verði betur inni í vitund þeirra. Hvaðan voru krakkarnir af land- inu? — Þau voru úr Reykjavík, Vest- mannaeyjum, Suðurnesjum, nokk- ur af Norðurlandi og Suðurlandi. Við rekum æskulýðsstarf á þess- um stöðum og þaðan komu krakk- arnir. Hvernig var í Grímsey? — Það er gerlegt að róma sem mest má. Fyrirgreiðsla hjá heima- mönnum var góð, einnig hjá Drangi þegar þeir sigldu hringinn í kringum eyjuna og hjá flugfélög- unum einnig. Mótið var haldið í félagsheimilinu í Grímsey. Heitir það Múli og gistum við í svefn- pokaplássum og á tjaldstæðum í kringum það. Krakkarnir sögðu að Grímsey væri svo ofsalega mjúk. Það væri svo gott að detta í eyjunni, það væri engin hætta að detta. Enda er fuglamergðin svo mikil, að skit- urinn er góður áburður á landið, mikill mosi á eyjunni og sinuflóki. Þið vorið með erlendan gest? — Já, Dalbert Elías ræðumaður frá Irlandi, Belfast. Er hann prestur á Irlandi og æskulýðsleið- togi þar. Hann var mjög hrífandi og náði vel til krakkanna. Einn bezti æskulýðsleiðtogi, sem komið hefur til landsins. Hann gat ein- hvern veginn stillt sig svo vel inná bylgjulengd krakkanna. Hann notaði frásagnir og staðreyndir úr lífinu með krökkum frá írlandi. Það sem hann hafði upplifað og úr starfi sínu sem æskulýðsleiðtogi. Einkunnarorð sín hafði hann á mótinu „aflgjafi andlegs lífs“. Það var hann svo sannarlega. Hann tók þátt í knattspyrnunni og leikj- um. Æskulýðshópurinn fyrir utan samkomuhús þeirra Grímseyinga, Múla. Á leiðinni í land um borð í Drangi var dragspilið tekið fram og sungið i fullu. Enda sjálfsagt að nota tímann og lofa Guð fyrir þetta velheppnaða móL Kristur kemur aftur Jón H. Jónsson og Dalbert Elías, prestur aðventista I Belfast i írlandi og æskulýðsleiðtogi. Á mótinu í Grímsey var prestur frá Belfast á írlandi, Dalbert Elías að nafni. Var hann fyrst spurður um hugmynd sína, hvað Grimsey væri, áður en hann kom þangað? — Ég hélt að við ættum að fara alla leið til Norðurpólsins og þarna hlyti að vera mjög kalt. En þarna var þvert á móti mikill hiti og gott veður. Fólkinu gleymi ég aldrei. Það var svo hlýlegt og vingjarnlegt í viðmóti. Á síðustu samkomunni, sem við héldum, buðum við öll- um eyjarskeggjum til' okkar. Þeir tóku þátt í samkomunni, sungu og upplifðu helgihaldið. Eftir samkomuna, þá kom oddvitinn til mín og faðmaði mig að sér til að þakka mér fyrir samkomuna. Og ekki nóg með það, heldur kyssti mig líka. Svona elskulegheitum hefi ég ekki kynnzt áður. Þetta var al- veg eins og á postulatímanum, þegar menn heilsuðust með kærleikskossi. Enda hvetur post- ulinn okkur til þess. Þessu gleymi ég seint. — En hvernig kom eyjan þér fyrir sjónir? — Mér þótti undarlegast þegar krían renndi sér niður að mér og goggaði í kollinn á mér, og allur þessi fjöldi af fuglum sem var í eyjunni. — Voru krakkarnir á mótinu á einhvern hátt frábrugðnir þeim unglingum sem þú þekkir frá ír- landi? — Ég held að þau íslenzku séu sjálfstæðari, jafnvel örlítið full- orðinslegri og vita því vel hvað þau vilja. — Hvað eruð þið mörg í Belfast sem tilheyrið aðventistum? — Við erum um 120 þar, en um 350 á írlandi öllu. Álíka mörg og á Islandi. — Er erfitt að starfa í Belfast? — Við erum ópólitísk og erum ekkert að vasast í því, sem er að gerast á pólitíska vettvanginum. En við höfum átt erfiða tíma, þar sem okkur hefur verið gert erfiðara að starfa undir þessum sífelldu átökum. Okkar fólk hef- ur ekki síður en aðrir orðið fyrir sprengjuárás, gömul hjón Ientu í kúlnaregni og komust naumlega undan o.s.frv. — Þorir fólk ekki að koma í kirkju vegna þessa? — Félagarnir eru dreifðir víða um borgina. Þeir eru hræddir við að koma á samkom- ur á kvöldin og gera það helzt ekki. En um helgar, þá reynum við að fara burtu úr borginni á einhvern stað úti á landi og reynum að vera á rólegum stað. Jafnvel þá reyna hinir safnaðar- félagarnir úti á landi að koma og dvelja með okkur á þessum helgarsamverum. Hefði aldrei verið spurður svona af blaða- manni í Bretlandi — Nú var yfirskrift mótsins í Grímsey „aflgjafi andlegs lífs“. Hvernig geta unglingar fundið kraft Heilags Anda á móti sem þessu? — Hvers vegna spyrðu að þessu? — Er nokkuð óeðlilegt við það? Þú ert prestur og ættir að geta frætt mig um það. Sérstaklega þar sem þú varst ræðumaður mótsins og fjallaðir um þetta. — En ég er svo hissa á því að blaðamaður spyrji mig að þessu. Úti í Bretlandi hefði ég aldrei verið spurður svona, þar sem þetta þykir ekkert fréttnæmt. Heldur er reynt að fá fram ein- hverjar hasarlýsingar á því sem er að gerast í Belfast. Blöð eru ekkert að spyrja um kraft Heil- ags Anda eða Guð almennt og yfirleitt, jafnvel þótt ég sé prest- ur og ætti að vita aðeins um þetta, eða gæti svarað einhverju. Þess vegna er ég hissa á þessari spurningu þinni, en jafnframt ánægður með það að geta vitnað í dagblaði í svari mínu, þar sem venjulégast eru menn alls ekki spurðir á þennan hátt. Er þetta venjulegt á Islandi, að spurt sé svona í blaðaviðtali? — Nei. Það er nú rétt hjá þér, að hér í dagblöðunum er að öllu jöfnu ekki heidur spurt svona. En þar sem ég er guðfræðinemi og vinn hér í afleysingum á Mbl. í sumar, þá vil ég nota hvert tæki- færi til þess að koma Drottni aö i viðfangsefni mínu hér á blaðinu og þetta viðtal er kjörið til þess. — Svo ég svari nú spurningu þinni, þá upplifa menn kraft Heilags Anda með því að vera í samfélagi við Krist. Með því að rannsaka líf hans og finna þann veg sem er í tengslum við boð- skap hans. — En er þessi vegur ekki ákaf- lega vandrataður unglingum? — Vissulega. Það eru svo mörg tilboð, sem óhörðnuðum unglingi eru gerð, að viðmiðunin er oft engin. En ef Kristur er hafður sem mælikvarði, þá ættu menn að sjá, hversu auðvelt er að fylgja leiðtoganum. En það er svo margt, sem afvegaleiðir unglinginn. T.d. söngleikurinn „Jesus Christ Superstar". Þar var fagnaðarerindinu umturnað. Kristur átti að vera á fylleríi með lærisveinunum, legið með gleðikonum og engin upprisa. Þannig geta fjölmiðlar verið djöfullegir, þar sem þeir gefa falska mynd af Kristi, aðra held- ur en guðspjöllin gefa af honum. Með þessu er ég ekki að segja, að tónlistin sem slík sé vond. Held- ur hitt að innihald textanna dregur menn fjær Guði en ella ■ væri. I textunum er ævinlega fólginn viss boðskapur og von- andi að krakkarnir og allir reyni að hneigjast að hinu jákvæða. — Hvaða erfiðleika eiga krakk- ar helzt við að glíma? — Þau eru oft rugluð í þess- um heimi, þar sem viðmiðunina vantar hjá þeim. En ef þau hleypa krafti Heilags Anda að, þá er hann það afl og sú upp- spretta sem gerir allt þetta líf hér á jörðunni lífvænlegt með Kristi. Ég þekki ekki aflið fyrr en í trúnni á Krist. Þegar ein- hver gengur Kristi á hönd þá breytist líf hans og viðkomandi finnur þennan kraft. — Hvaða ráð gefur þú ungling- um helzt? — Að endurmeta guðspjallið um Krist, sem menn koma með fordóma að í upphafi og hefur verið rifið niður í svaðið. Lesa Biblíuna í gegnum bæn. Lesa orð Guðs og finna Heilagan Anda. Persónulega finnst mér ég lifi auðugasta lífi sem gerlegt er að lifa í þessum heimi. Með því að fylgja Kristi, þá er unnt að ná þessu markmiði. — Þú trúir á endurkomu Krists? — Já. Ég trúi á að endurkom- an verði. Það er brýn nauðsyn, að menn gangi út frá því, að Kristur komi bráðlega aftur. Ég vil hvetja fólk til þess, að það vitni um það með lífi sínu, að Kristur komi aftur og endalokin verði. Þá verður engin Belfast til lengur, ekkert hatur, enginn misskilningur, ofbeldi, djöful- skapur. Þá rennur upp nýr him- inn og ný jörð. - PÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.