Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
19
Bretland:
Starfsfólk
sjúkrahúsa
í verkföllum
Ixtndon, 9. ágúst. Al*.
STARFSFÓLK í heilsugæslu-
stétt í Bretlandi hóf í dag fimm
daga verkfall sem mun hafa
miklar afleiðingar í för með sér,
en þessar aðgerðir nú eru sem
fyrr til að leggja áherslu á aukn-
ar kaupkröfur.
Yfirvöld í heilbrigðismálum
hafa varað við afleiðingum verk-
falls þessa, en það eru um 600.000
starfsmenn sem leggja niður störf.
Flest sjúkrahús geta aðeins sinnt
neyðarþjónustu og fresta verður
meðferð hundruð þúsunda sjúkl-
inga sem hennar bíða.
Starfsmaður félagsmálastofn-
unarinnar í London bendir á að
vegna verkfalla og hægagangs
undanfarinna þriggja mánaða
hafi þegar orðið að fresta 60.000
aðgerðum og mörgum hafi verið
vísað frá.
Stjórnvöld hafa skipað her-
mönnum og lögreglu að vera við-
búnir að fást við neyðarhjálp ef
sjúkrahúsin verða gjörsamlega
óstarfhæf vegna verkfallanna.
Einnig hefur verið tilkynnt að
stjórn Margrétar Thatcer sé ekki
tilbúin að ræða frekari Iauna-
hækkanir en hún hefur þegar boð-
ið, eða 6% launahækkun hjúkrun-
arfræðinga og 7,5% hækkun á
launum lægra settra, svo sem
starfsfólks í eldhúsi, þvottahúsi og
burðarmanna.
„Það eru engir peningar til,“
sagði talsmaður stjórnvalda í dag
og bætti við: „þetta er lokaákvörð-
un stjórnvalda".
TOYOTA COASTER
TOYOTA
P. SAMÚELSSON & CO. HF.
UMBOÐIÐ.Á.AKUREYRI: BLÁFELL S/F ÓSEYRI 5A — SÍMI 96-21090
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI
SÍMI44144
RÚTA
Dieselvél.
Leysir flutningsvandamál
á hagkvæman hátt.
Hæfilega stór fyrir flesta
minni hópa.
Auðvelt að innrétta fyrir allskonar
sérþarfir s.s. flutninga
á hreyfihömluðum,
hljómsveitum, eða
kvikmyndahópum.
Liprir í akstri og léttir í viðhaldi.
Allur frágangur í sérflokki.
Veður
víða um heim
Amsterdam
Aþena
Bangkok
Berlin
Britssel
Buenos Aires
Chicago
Oyflinni
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Katró
Kaupmannah.
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Miami
Moskva
New Yorfc
Osló
Parts
Peking
Rio de Janeiro
Rómaborg
San Francisco
Singapore
Stokkhólmur
Sydney
Tel Aviv
Tókýó
25 skýjaó
33 heióskírt
32 heióskirt
24 skýjaó
22 skýjaó
15heióskírt
30 heiðskírt
20 rigning
25 heióskírt
22 skýjaó
22 skýjaó
32 heióskírt
28 heiðskírt
17 heióskirt
34 heióskírt
29 heióskírt
35 heióskírt
23 heióskírt
30 heióskírt
29 heiðskírt
31 skýjaó
19 skýjaó
27 skýjaó
28 skýjaó
14 skýjað
33 skýjað
32 heióskirt
28 skýjað
16 skýjaó
31 skýjaó
31 skýjaó
20 þoka
31 haióskirt
30 heióskírt
Blóðbað á flugvellinum 1 Ankara:
Saklausir farþegar fórnar-
lömb hryöjuyerkasveitar
Ankara, Tyrklandi. 9. ágúst. Al'.
ÞRIGGJA MANNA „sjálfsmordssveit" frá Armeníu réðst á laugardag á
flugvallarfarþega, sem áttu sér einskis ills von, með þeim afleiðingum að
fímm manns létu lífið og 72 slösuðust í tveggja klukkustunda langri orrahríð
á flugvellinum í Ankara. Að sögn ríkisútvarpsins i Tyrklandi voru þeir, sem
létust, þrír lögreglumenn, einn farþegi og einn hryðjuverkamannanna. Hinir
tveir særðust lífshættulega.
Að sögn hryðjuverkamannanna
var þessi fyrsta árás þeirra í
Tyrklandi gerð til að mótmæla
stjórn fasista þar í landi. Vöruðu
þeir ennfremur yfirvöld í Banda-
ríkjunum, Kanada, Englandi,
Frakklandi, Sviss og Svíþjóð við
svipuðum aðgerðum nema til
kæmi lausn 85 tiltekinna fanga í
IkdfaMt, 9.ágúst. Al'.
MIKLAK óeirðir urðu i fjórum borg-
um á N-írlandi í nótt er þess var
minnst, að 11 ár eru liðin frá hand-
töku og fangelsun fjölda skæruliða
án dóms. Var bensínsprengjum varp-
að að lögreglu og eldur lagður að
hyggingum á nokkrum stöðum. Alls
voru 42 handteknir og 6 lögreglu-
menn særðust i átökunum.
Verstu ólætin urðu í Belfast.
Máttu lögreglumenn hafa sig alla
við til að forðast stórmeiðsl er
bensínsprengjum rigndi yfir þá.
Þá var ráðist á aðalstöð lögregl-
unnar í miðborginni, en skærulið-
ar voru fljótt hraktir þaðan. Mikl-
ir bálkestir loguðu glatt í hverfum
kaþólikka til þess að minnast at-
þessum löndum innan vikutíma.
Hryðjuverkasveitin lét fyrst til
skarar skríða í byggingu brottfar-
ar erlendra áætlunarleiða á flug-
vellinum í Ankara. Þar sprengdu
þeir kröftuga sprengju og skutu
síðan á farþega, sem voru á leið í
vél hollensks flugfélags.
Lögregla kom skoti á einn
burðarins fyrir 11 árum. Þá voru
300 manns, grunaðir um aðild að
IRA, handteknir á heimilum sín-
um fyrir dögun. Konur börðu sam-
an sorptunnulokum til að vara
skæruliðana við lögreglunni, rétt
hryðjuverkamannanna í þeirri
byggingu, en tveir komust undan.
Annar varpaði sér út um glugga,
en var yfirbugaður af farþegum.
Hinn komst inn í veitingabúð
flugstöðvarbyggingarinnar og hélt
þar 20 manns í gíslingu í tvær
klukkustundir áður en tókst að
drepa hann og frelsa gíslana. Áður
hafði bandarísk kona í hópi gísl-
anna látið lífið er hún var skotin í
bakið í flóttatilraun sinni.
I yfirlýsingu, sem birt var í öll-
um sendiráðum Tyrklands frá
stjórn landsins var sagt, að slík
hryðjuverk yrðu ekki liðin og
eins og fyrir ártatug.
Óeirðir urðu einnig í borgunum
Londonderry, Cookstown og Arm-
agh. M.a. var kveikt í verslun í
Cookstown. Óeirðirnar voru þó
áberandi mestar í Belfast.
þeim, sem í hlut ættu yrði refsað
grimmilega. Sagði ennfremur í yf-
irlýsingunni, að það væri mark-
viss stefna stjórnvalda í Tyrklandi
að vinna gegn hvers kyns hryðju-
verkastarfsemi.
Náði 150
ára aldri
Kairó. 9.á>»úsl. Al'.
KLSTI ibúi Egyptalands, 150
ára aó aldri, er látinn. Hann
lætur eftir sig eiginkonu sem er
100 ára gömul, sjö börn og 40
barnabörn.
Samkvæmt upplýsingum
úr blaði egypsku stjórnarinn-
ar, AL Gomhuriya, mun hinn
látni hafa átt tvo bræður,
annar þeirra varð 160 ára að
aldri en hinn lést 95 ára gam-
all.
Hinn látni var hjúkrunar-
fræðingur að mennt, en rak
matvöruverslun eftir að hann
lét af fyrri starfa sínum.
Fjöldahandtöku minnst
með óeirðum á N-írlandi