Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1982 29 Fri Qaqortoq-höfn. Eiginmaðurinn hefur dregið björg í bú og konan tekur að sér að verka sel.skinnin. i ,.,s,„,,„i ik;. Forsetinn færði konunum gjafir, heimaunnin sjöl, og þá hjá þeim heimaunnið veski. Síðan var farið í skoðunarferð um bæinn og að því loknu haldið um borð í Dannebrog. Blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við forsetann eftir að víðavangshiaupið var hafið og sagði Vigdís, að hún væri ákaflega stolt með hátíðahöld- in fyrir hönd Grænlendinga og móttökur hefðu verið góðar og á alþjóðlega vísu. Þeir hafi notað þetta tækifæri, 1.000 ára minningarafmæli komu Eiríks rauða til Grænlailds, til þess að sýna að þeir gætu þetta. Þeir gætu haldið svona hátíðir og að Grænlendingar væru þjóð, sem íslendingar þyrftu að muna eftir. Margrét Danadrottning hélt hins vegar til bæjarins Nan- ortalik ásamt fylgdarliði sínu þar sem bærinn var skoðaður. Síðan var haldið til fjárbyggð- arinnar Qallimiut og loks haldið um borð í Dannebrog með viðkomu í Qaqortoq. Drottningin og fylgdarlið hennar munu síðan dvelja á Grænlandi fram til 25. ágúst og meðal annars heimsækja Vesturbyggðina, en þar er stærsti bær Grænlands, Nuuk (Godthaab). hátíð í Eyjum mikið sungið i tjöldum og kom rign- ingin ekki svo mikið að sök, þar sem hú.stjöldin voru einangruð með plasti. Forað myndaðist þegar farið var að ganga á blautri jörðinni, en þetta var bætt fljótlega með því að setja möl í verstu forarvilpurnar. Á laugardeginum var haldið áfram á fullu og föstudags- kvöldsdagskránni lætt inn í á laugardeginum eftir því sem færi gafst til. Voru vægar skúrir aðfar- anótt sunnudags og dansað langt frameftir nóttu. í gærkvöldi blakti varla hár á hófði. Átti dagskránni að ljúka um kl. 01 í gærkvöldi með því að kveiktur væri mikill varð- eldur og flugeldasýning haldin , en þar sem menn vildu bæta upp það sem glataðist í úrfellinu á föstu- dagskvöldinu þá héldu menn áfram að dansa og syngja til kl. hálf fimm í morgun. Færra aðkomufólk var en venjulega og þvi má segja, að þess vegna hafi þetta fremur verið há- tíð heimamanna. Taljð er, að um 3.000 manns hafi verið á staðnum. Að sögn lögreglu, þá sagðist hún varla hafa lent í svo rólegri þjóð- hátíð í mörg ár. Það var ekkert, sem orð var á gerandi, er hafði komið fyrir. Stuðmenn léku fyrir dansi mikið og lengi og höfðu mik- ið úthald. Þeir ættu svo sannar- lega mikið hrós skilið fyrir að halda uppi fjörinu, jafnframt sem aðrir skiluðu sínu yel líka. Árni Johnsen var yfirkynnir og stjórn- aði f jöldasöng og gekk vel hjá hon- um að fá fólk til að syngja með. Fjölprentum var dreift til þess að fólk gæti betur fylgzt með og tekið undir. Aðeins ein vél komst til lands í morgun, og tók síðan fyrir flug þar sem heldur hvessti þegar á morguninn leið. Herjólfur fór full1 ur í morgun með þjóðhátíðargesti til lands. Hvað segja stjórnarliðar um efnahagsaðgerðir á næstunni MORGUNBLAÐID spurdi í gær tvo rádherra Alþýðubanda- lagsins, þá Hjörleif Guttormsson og Ragnar Arnalds og þá Guð- mund G. Þórarinsson og Halldór Asgrímsson, þingmenn Fram- sóknarflokksins, um skoðun þeirra á hvenær grípa þyrfti til efnahagsráðstafana og hversu víðtækar þær þyrftu að vera. Svör þeirra fara hér á eftir. Ragnar Arnaids fjármálaráðherra: Taka þarf ákvarðanir um aðgerðir sem fyrst „VIÐ TKUl M ekki ástæðu til að fresta aðgerðum, við erum eindregið inn á því að það þurfi að taka ákvarðanir um aðgerðir sem fyrst," sagði Kagnar Arnalds, fjármálaráð- herra, í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður hvort Alþýðu- bandalagið teldi nauðsynlegt að grípa til frambúðarráðstafana i efna- hagsmálum nú. „Við erum í viðræðum við sam- starfsaðila okkar um þessi mál og ég tel ekki heppilegt að fjalla mik- ið um það í fjölmiðlum," sagði Ragnar. Hann sagði að ekki mætti Kagnar Arnalds dragast mikið að gera ráðstafanir vegna vanda útgerðarinnar, en vildi ekki segja hvort alþýðu- bandalagsmenn hugsuöu sér að draga einhverja þætti efnahags- aðgerða fram eftir árinu. „Það er allt til athugunar, auðvitað segir það sig sjálft að það er ekki endi- lega víst að það sé heppilegast eða þægilegast að gera allt í einu," sagði Ragnar. „Það er verið að ræða um fjöl- margar hliðar á þessum málum," sagði Ragnar, en sagði að ekki væri skilgreindur ágreiningur um hvenær grípa ætti til aðgerða. „Það fer bara eftir því hvað í pakkanum á að vera," sagði Ragn- ar Arnalds. Halldór Ásgrímsson alþingismaður: „Verða að vera aðgerðir sem duga" „JÁ, VIÐ teljum að það verði að vcra aðgerðir sem duga til þess að koma þessu í viðunandi horf. Það duga náttúrulega engar efnahagsað- gcrðir i eitt skipti fyrir öll, þetta er sífcllt viðfangscfni, en aðalatriðið er að rétta af vegna þcirra áfalla sem við höfum orðið fyrir. Við leggjum alla áherslu á það," sagði Halldór Ásgrímssor alþingismaður, varafor- maður Frarasóknarflokksins, í sam- tali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvort Framsóknarflokkur- inn lcgði áherslu á efnahagsaðgerðir í þcssum mánuði. Spurningu um hvað Framsókn- arflokkurinn myndi gera, næðist ekki samstaða um efnahagsað- gerðir sem duga myndu að flokks- ins mati, svaraði Halldór þannig: „Við höfum ekki rætt það ennþá, við verðum að ræða það í okkar hópi ef sú staöa kemur upp, en við trúum því ekki að hún muni koma upp. Eg bollalegg ekki um hluti llalldór Asgrímsson fyrr en ég stend frammi fyrir þeim." Halldór vildi ekki tjá sig um hvort frestunaraðgerðir kæmu til greina af hálfu Framsóknar- flokksins, en benti á að hann teldi efnahagsaðgerðir nauðsynlegar Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra: Menn leysa aldrei allan vanda í einu „VIÐ HÖFUM verið á þvi nú um skeið að það þyrfti að grípa til efna- hagsráðstafana hið fyrsta og siðan er það bara spurningin um hvernig menn ná saman, hversu víðtækar þær geta orðið," sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra i sam- Hjörleifur Guttormsson (.ili við Morgunblaðið, er hann var spurður hvort Alþýðubandalagið teldi nauösynlcgt að grípa til efna- hagsaðgcrða nú þegar. „Þessi mál eru til meðferðar og ég hef ekkert um tillögur eða hugmyndir að segja. Að sjálfsögðu eru málefni útgerðarinnar einn af þeim stóru þáttum sem til með- ferðar eru, en það er ekki hægt að líta á það einangrað," sagði Hjör- leifur. Varðandi þann tíma sem Alþýðubandalagið teldi heppi- legastan til aðgerða, sagðist Hjörleifur ekki hefa heyrt um ein- daga frá neinum. „Við erum þeirrar skoðunar í Alþýðubandalaginu að það þyrfti að gera aðgerðir í efnahagsmálum og hefði þurft að vera búið að gera þær, ef vel ætti að vera, en hversu víðtækar þær eru hlýtur að vera háð samkomulagi aðila sem að ríkisstjórn standa. Hins vegar leysa menn aldrei allan vanda í einu, það er gömul reynsla. En ég á von á því að samstaða náist fljótlega í ríkisstjórn um úrræði í efnahagsmálum," sagði Hjörleif- Cuðmundur C Þórarinsson alþingismaður: Aðgerðir sem allra fyrst „ÞAf) KK nú það scm samningarnir standa um núna, við leggjum áherslu á að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst," sagði Guðmundur G. Kirarinsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, í samtali við Morg- unblaðið, en hann var spurður hvort Framsóknarflokkurinn legði áherslu á að gripið verði til efnahagsaðgerða nú í ágúst. „Menn eru að velta fyrir sér hvernig eigi að leysa vandann, það eru mismunandi leiðir til þess. Viðhorf stjórnarflokkanna eru ekki þau sömu i þessu máli og það er verið að reyna að samræma þau sjónarmið. Það er það sem timinn hefur farið í," sagði Guðmundur. Guðmundur var spurður um hver viðbrögð Framsóknarflokks- ins yrðu, næðist ekki samstaða um viðunandi efnahagsaðgerðir að mati Framsóknarflokksins, í þess- um mánuði. Hann svaraði: „Þetta er stór spurning og ég get ekki sagt um það á þessu stigi, ég held að það sé best að vera ekki með neinar ógnanir. En ég fæ ekki bet- ur séð en að grundvöllurinn fyrir stjórnarsamstarfinu sé brostinn ef ekki næst samstaða um viðun- andi efnahagsaðgerðir í þessari stöðu. Efnahagsmál eru þannig að það er ekki um að ræða neinar frambúðarlausnir, það er ekki um að ræða efnahagsaðgerðir sem duga í eitt skipti fyrir óll. En efna- hagsvandinn er það mikill að grípa verður til aðgerða sem koma að einhverju haldi," sagði Guð- mundur G. Þórarinsson. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.